Verslunarblað Íslands - 01.08.1908, Blaðsíða 1

Verslunarblað Íslands - 01.08.1908, Blaðsíða 1
/,\A N ' H/i/ I S L A » D S 4. BLAÐ AGUST 1908. I. ARG. Tryggvi Gunnarsson. Þegar rituð verður verzlunarsaga þessa lands, mun nafn Tryggva bankastjóra Gunnarssonar eigi gleymast, enda á hann miklar yiðurkenningar skilið fyrir starfsemi sína í þarfir þessarar stéttar. — Áhugi hans á verzlunar- málum sýnir ræða hans á »frídag verzlunarmanna«, er vér birtum hér í blaðiuu, einna bezt. Rúmlega tví- tugur (1858) gekst liann fyrir þvi, að nokkrir menn fengu nýtt þilskip trá Nor- egi til að stunda hákarla- veiðar, og eftir það fjölgaði óðum þilskipum við Eyja- fjörð. Um það leyti kom ýmsum bændum það til hugar, að senda skip til Reykjavíkur, því þar var miklu hetri verzlun en á Akureyri. Var Tryggvi kjör- inn formaður ferðarinnar; reið hann náttfari og dag- fari til Reykjavíkur, þó leið- ina hefði hann aldrei farið áður, samdi við kaupmenn í Reykjavik um vörukaupin, fór lieim síðan, bjó skip sitt og hafði meðferðis vörur fyrir 12 þúsund krón- ur; hrepti ilt veður á leiðinni, en ferðin gekk þó slysalaust. Var þetta 1 fyrsta sinn, að vörur voru fluttar frá Norðurlandi til Suðurlands. Varð hann lofaður af förinni og þótti giftusam- lega liafa tekist. 1870 gekst hann fyrir þvi, að bændur norðanlands stofnuðu hlutafélag, keyptu skip, er Grána hét, og nefndu félagið »Gránu- félag«. Tryggvi var þegar kjörinn kaupstjóri fé- lagsins, er var hið fyrsta, er stofnað var hér á landi. »Bændur vissu að Tryggvi var djarfur og áræðinn, og lét ekki hlut sinn, þegar þvi var að skifta, auk þess var hann manna vinsælast- ur. Þess vegna varð hann kaupstjóri Gránufélagsins«. »Gránufélagið« blómgaðist mikið, rak verzlun um alt Norður- og Austurland, og hafði um hríð um hálfa miljón króna verzlun á ári. Síðustu árin, er Trvggvi veitti því forstöðu, fór verzl- un félagsins heldur að hnigna, sem mun mest hafa stafað af því, að þá risu á stofn kaupfélög, er verzluðu við Englendinga, og þótti sú verzlun hagfeldari. Það var Gránufélaginn og Tryggva að þakka, að farið var að flytja saltfisk frá Norður- landi til útlanda. 1877 byrjaðiGránufélagið að selja salt miklu ódýrara en venja áður, og byggja salthús utarlega á fjörðum, svo fiskimönnum væri hægara að ná í það. — Brá svo við, að fiskisala til útlanda fór að verða all- mikil, og hefir aukizt árlega. Tryggvi gekst og fvrir þvi, að gufubræðsla á hákarlalifur var byrjuð i Ejjafirði, og varð lýsið betri verzlunarvaraen áður. 1893 varð Tryggvi bankastjóri Lands- bankans, og hefur umsetning bankans auk- Tryggvi Gunnarsson. var

x

Verslunarblað Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verslunarblað Íslands
https://timarit.is/publication/217

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.