Verslunarblað Íslands - 01.08.1908, Síða 2
28
VERZLUNARBLAÐ ÍSLANDS
ist gifurlega þau 14 ár, er hann heflr veitt hon-
um forstöðu. Hefir hann ávalt látið sér vera
mjög umhugað um hag bankans, og verið þarf-
asti styrktarmaður hans á alþíngi. Auk þess
hefir Tryggvi gengist fyrir nær öllum framfara-
fyrirtækjum Reykjavíkur, síðan hann fiuttist
hingað, »íshúsfélaginu«, sem er hið arðsamasta
hlutafélag bæjarins, og fjölda annara hlutafélaga,
og hefir venjulegast verið formaður þeirra.
í almennum málum hefirhannogáttmikinnþáttl.
Alþingismaður hefir hann verið á 16 þingum,
1869,1875—1885, 1894—1907, og oítast verið form.
fjárlaganefndar þingsins. Hefir hann jafnan verið
hinn nvtasti þingmaður. í bæjarstjórn Reykja-
víkur átti hann lengi sæti, og gegndi mörgum
störfum í bæjarins þarfir.
Forseti Þjóðvinafélagsins hefir hann verið
alla stund, síðan Jón Sigurðsson andaðist (1879).
Margt gott mætti um mann þennan rita, og geta
þess, að mörgum mannvirkjum hefir hann staðið
fyrir, og má þar meðal annars nefna Ölfusár-
lirúna og Landsbankahúsið, sem er eitt hið feg-
ursta hús bæjarins. Sízt má gleyma því, hvern
jiátt hann hefir átt í þilskipaútvegnum við Faxa-
ilóa. Um hann hefir hann manna inest látið
sér ant, og gert alt til að gera hann sem arð-
vænastan; enda má óefað þakka Tryggva hinar
miklu framfarir, er átt hafa sér stað í þessari
atvinnugrein landsins. Það má óefað telja Tryggva
bankastjóra Gimnarsson einhvern hinn mesta
framkvæmdarmann landsvors; munu allir kunna
honum þakkir fyrir hans fjölbreyttu og ósér-
hlífnu starfsemi í þarfir lands vors og þjóðar.
Væri vel, ef margir landsmenn létu sér jafn ant
um alt, er horfir hinni íslenzku þjóð til gagns
og sóma, sem hann.
Skipasmíðar 1908.
A síðustu skýrslum frá »Lloyds Register af
Shipping« sést að á yfirstandandi ári er sífeklur
afturkippur í skipasmíðum, á móts við það, sem
var í fyrra. Þannig voru við lok júnímánaðar
siðastl. aðeins 386 skip með 799, 178 tonna rúm-
máli í smíðum, en um sama leyti í fyrra var,
564 með 1, 250, 318 t. rúmmáli. Pannig nemur
aptur förin síðan í fyrra 178 skipum með 451,000
t. rúmmáli samtals. Afturförin, síðan síðasta
ársfjórðung nemur rúmum 48,000 tonnum.
Af þessum 386 skipum voru 349 gufuskip
og 37 seglskip. Af allri skipatölunni lenda 352
hjá »Lloyds« og af þeiin eru 206 byggð í ensk-
um skipasmiðjum handa Englandi sjálfu eða þá
til sölu o. s. frv., en 77 eru byggð fyrir erlent
fé, en 69 skip eru byggð í öðrum löndum og
fyrir erlent fé. Bresku nýlendurnar eru stærsti
viðskiftavinurirín, því þær láta samtals byggja
31 skip. Þar næst kemur Brasilía með 15 gufu-
skip, J)á Frakkland með 13, Argentína með 10
og Noregur og Svíþjóð með síu 9 skipin hvort.
A listanum yfir smíðarnar í erlendu skipa-
smiðjunum sést, að mest hefir verið unnið í
Pýzkalandi, sem sé byggð 41 skip, þar næsl
koma Bandaríkin með 34, flolland með 30 og
Noregur með 29 skip.
Frídagur verzlunarrnanna.
Þegar útséð var um það, að engin þjóðhátíð
yrði í sumar, tóku verzlunarmenn sig' saman
um það, að halda nokkurskonar þjóðhátíð, og
völdu þeir til þess miðvikudaginu 19. ágúst. Þeir
höfðu og haldið slíka skemtun áður en þjóð-
hátíð var farið að halda hér 2 ágúst sem hefir
verið síðan 1897 á hverju ári nema í fyrra og
nú. Kaupmenn tóku þessu vel, og lokuðu allir
búðum sínum. Staðinn völdu þeir í Kópavogi
þar sem islendingar sóru konungi einveldi 1662.
Er liann miðja vega milli Reykjavikur og Hafnar-
fjarðar og klukkutíma gangur þangað. Skemt-
unin var mjög I jölsótt bæði af Reykvíkingum og
Hafnfirðingum, og mundu þó hafa orðið enn fjöl-
mennari ef hún’hefði verið lialdin nær Reykjavík.
Veður var ekki sem bezt um morguninn, og leit
út sem regn mundi verða um daginn, en })að
varð ekki, og þegar leið á daginn gerði bezta
veður. Gengu menn úr bænum undir merki
félagsins kl. 10 árdegis og var lúðraflokkurinn í
broddi fylkingar.
Hátíðarsviðið var mjög vel skreitt, og blöktu
þar fjöldi fána.
Tryggvi bankastjóri Gunnarsson setti sam-
komuna, á hádegi og gat þess um leið liver
stefna verzlunarmanna var síðari hluta næstlið-
innar aldar. Fram yfir 1850 liefði fáum hænd-