Verslunarblað Íslands - 01.08.1908, Blaðsíða 5
VERZLUNARBLAÐ ISLANDS
31
lögum gegn »hringjuni«, því þau lög veitist þeim
hægt að fara í kringum, — heldur styðst hann
(o: »hringurinn«) miklu fremur við brot á járn-
brautarlögunum, því þau fyrirskipa skírt og skor-
inort, að fara skuli eingöngu og undantekning-
arlaust eftir einni og sömu flutningaverðskrá,
þannig að ekki fái einn fluttar vörur fyrir lægra
iðgjald, en annar. En járnbrautarfélög þau, er
»Standard ()il« hafði á sínu bandi iðkuðu slíkar
ívilnanir, og það óteljandi oft og þau voru þannig
verkfæri í hendi »hringsins«, til þess að útiloka
alla samkepni og afla honum einkayfirráð svo
að hann gat orðið einvaldsherra yfir allri stein-
olíuverzlun. Ef nokkurntíma hefði átt að vinnast
sigur með hjálp laganna þá var það i þetta sinn.
Það var og álit undirdómarans. Hann kemst
að þeirri niðurstuðu, að 1500 sinnum hefði
»hringurinn« brotið lögin, og með það sem aðal-
ástæðu dæmi hann Standard Oil »hringinn« í
dávæn útlát, sem sé 29,400,000 dollara sekt.
Efasemdarmennirnir, sem alt til þessa hafa
verið vantrúaðir á kraft laganna, hafa nú fengið
átyllu fyrir efasemdir síuar, því dóminum er
hrundið þegar fyrir öðrum dómstóli án þess, að
verjendur Standard Oil »hringsins« hafi þurft að
leggja sig í neina sérstaka framkróka. Og rök-
stuðningin, sem er synjunardóminum samfara,
sýnir ljóslega að ekki er unt að fara þessa leið
til að klekkja á St. 0. »hringnum«, þótt mál
væri höfðað á móti houum á ný.
Hinn mildi dómari, sem ekki vill láta stjórn-
ast af »tilfinningu« eins og starfshróðir hans
undirdómarinn, byggir á þessum skoðunum: I
fyrsta lagi: Þeir sem vörur senda geta ekki lagt
sig niður við að rannsaka reikninga þá, er em-
bættismenn járnbrautanna gefa út. (Því, geti
Stand. Oil. »hringurinn« ekki gert að því þótt
járnbrautirnar llytji olíu hans fyrir lægra verð
en aðrir. Ójá, embættismenn járnbrautanna vita
máski ekki að herra Rochefeller á alt saman
bæði járnbrautirnar og »hringinn« — og svo
lítur út sem dómarinn vili þetta ekki cða byggi
ekki mikið á því, þótt það sé á allra vitorði).
í öðru lagi, má ekki meta hverja einstaka vagn-
hleðslu sem sérstakt atvik og þess vegna geta
sakartilfellin ekki orðið 1500, heldur aðeins 50,
og það þykir ekki hlýða, að heimfæra þau undir
þýngstu hegningu. (Dómarinn getur sem sé
enga hugmynd haft um, að þetta er ekki í fyrsta
sinn, sem St. O. »hringurinn« er ákærður eða
dæmdur því þess er ekki getið í málsskjölunum!!).
í þriðja lagi — og þá kastar hún tólfunum —
er ekki eftir dómarans áliti, Standard Oil Company
í Yersey (sem á 100 milljónir dollara stofnsjóð)
brotlegt gegn járnbrautalögunum, en þar á móti
Standard Oil Company i Indíana sem ekki á
nema 1 milljón dollara stofnsjóð og þvi ekkert
gæti borgað þótt það yrði dæmt til þess.
Standard Oil »hringurinn« notar þannig
einnig í þessu máli sína alþektu brelli: að vei'ja
alla málstöðu sem fyrir verður, með aðstoð
Rochefeller-miljónanna, en vera gagnvart rétfvis-
inni ofurlítið félagskríli, sem ekkert getur látið
af hendi rakna, jafnvel ekki hina lítilfélegustu
sekt.
Réttvisin getur nú í makindum átt i höggi
við »lepp« oliuhringsins; Rochefeller sakar ekld
neitt. Þvert á móti. Illutabréf St. O. þ. e. hins
reglulega St. O. & Co. af New-Yrsey, hækkar
nú óðum aftur í verði. Arið 1897 giltu þau að-
eins 295, árið 1900 voru þau komin upp í 825,
árið 1907 féllu þau niður í 390, en nú eru þau
aftur stigin upp í 625. Og þessi verðhækkun er
ekki eingöngu að þakka úrslitum dómsins, heldur
einnig að mestu leyti fregnum sem hafa haft
mikil áhrif á kauphöllina og sem hljóða þannig,
að félagið — auðvitað hinn virkilegi St. 0.
»hringur«, hafi í hyggju að auka starfsfé sitt
gífurlega, svo að sjóður þess í einu stökki vaxi
úr 100 miljónum d. upp í 500 eða jafnvel 600
miljónir dollara. Það gæli nú heitið að setja
kórónuna á alt saman samtímis, og málinu er
haldið áfram gegn litlu Standard, sem ekki á
nema eina inilljón dollara.
Bankavextii'
voru þann 20. þ. m., sem hér segir:
1 Kaupmannahöfn 6—672%
- Amsterdam 3°/o
- Rerlin 4°/o
- Rrússel 4°/o
- Kristjaníu 572°/o
- Stokkhólmi 572°/o
- St. Pétursborg 572°/o
- Madrid 47*7»
- Wien 4°/o
- Paris 3°/o
- London 272°/°
í Reykjavík voru vextir á sama tíma sem
í Kaupmannahöfn.