Verslunarblað Íslands - 01.08.1908, Side 8

Verslunarblað Íslands - 01.08.1908, Side 8
34 VERZLUNARBLAÐ ISLANDS á leiðinni. Ákaílega mekið af smjöri hefði komið á enska markaðinn frá Síberiu frá 7.—14. þ. m., en samt sem áður segja ensk blöð, að smjörverð fari enn hækkandi. G. Davidssen konsúll í Leith heíir skýrt frá því, að smjör, er hann féklc héðan með »Lauru« 24. f. m. hafi selst þannig: 14 kv. 100 pd. kr. 87,55 nettó, 94,78 brutto 8 — — — — 87,23 — 94,80 12 — — — — 86,85 — 94,52 10 — —---------- 85,50 — 93,00 5 — —---- 84,26 — 91,52 6 — — — — 83,83 — 91,36 En smjör með »Sterling« 28. f. m. seldist þannig: 3 kv. 100 pd. kr. 87,44 nettó, 95,04 brutto 10 - 87,40 94,76 8 — — 87,26 94,63 5 — — — — 87,21 89,39 í kostnaði við smjörsöluna er innifalið eldsvoða- ábyrgð á höfn og í geymsluhúsum, ogsjóábyrgð, bæði gegn algerum skiptapa og væntanlegum skemdum, 3°/o af smjörverðinu. Landsbankinn borgar fyrirfram til rjómabúanna 50 kr. fyrir hver 100 pd. gegn afhending farmskrár. (Pjóðólfur). Ull í Ástralíu 1907—08. Yerzlunarárið 1907— 1908 sem endaði 30. júní siðastl. voru íluttir út frá Ástralíu 1,631,000 ballar af ull og frá Nýja- Sjálandi 437,000 ballar, samtals 2068,000 ballar. Næsta verzlunarár á undan, 1906—07, voru töl- urnar þessar, 1,663,000 b. frá Ástr. 427,000 frá N. S. og samtals 2,090,000 1). Þannig hefir flutst 32,000 b. minna út frá allri Astralíu (að N. S. meðtöldu) síðastliðið verzlunarár, en fluttist árið þar áður. Hér við er einnig það að athuga, að hall- arnir voru þeim mun léttari síðara árið, að reikna verður að útflutningurinn hefir í raun og veru þorrið um 90,000 b. i stað 32,000 b. Að svo miklu leyti, sem enn verður nokkuð sagt um hið nýbyrjaða verzlunarár, má heldur gera ráð fyrir að enn þverri útílutningurinn, ])ótt lítið kunni að verða. Banatilræðið í Málmey. Yegna hinnar miklu vinnuteppu meðal verkamanna, er að upp- og útskipun vinna, liöfðu verið fengnir til Málmeyjar frá Englandi 81 mcnn; aí þeim voru 74 óbreyttir verkamenn, 4 verkstjórar, 1 bryti og 2 matsveinar. Mönnum þessum var komið fyrir í »Amalthea« og áttu þeir að vinna að affermingu kolaflutningsskipa. Aðfaranótt sunnudagsins (þess 21. júlí) varð skyndilega tundursprenging, er drap einn af hin- um ensku verkamönnum, W. (ilose að nafni, og limlesti sex aðra og liggja þeir nú á »Almána sjukhus« í Málmey. Gustav konungur vitjaði hinna limlestu síðari hluta sunnudagsins og gerð- ist frumkvöðull að því, að eflt var til samskota fyrir þá. Verkamaðurinn, sem bana beið átti heima í Hull, hafði kvongast fyrir þrem missir- um og lætur eftir sig ekkju og fimm vikna gam- alt barn. Ódæði þetta hefir mælst afarilla fyrir í Málm- ey og alment sýna menn innilega hluttekningu hinum særðu, ekkjunni og munaðarleysingjan- um, bæði í Svíþjóð og annarsstaðar. Deild »eyrarvinnufélagsins« i Málmey lýsti, á fjölmennum fundi þ. 13. f. m„ einbeittlega yfir viðbjóði sínum á þessu hryðjuverki og kvað félagið alls engan þátt hafa átt í því. Maður nokkur, 22 ára að aldri, var tekinn fastur þ. 11. f. m. þegar hann ætlaði að koma sér i skip, sem átti að fara 3rfir til Iíaupmanna- hafnar; mælt er að maður þessi tilheyri flokki jafnaðarmanna. Yfirvöldin hafa heitið þeim manni 2000 kr. verðlaunum úr rfkissjóði, sem geti ljóstað upp hver valdur sé að verkinu. Yerzlunarblað Islands kemur út minst einu sinni i mánuði, minst 12 siður. Verð innanlands 3 kr., er borgist fyrir lok október- mánaðar. Erlendis 5 sh. Borgist fyrirfram. Uppsögn skrifleg, sé komin tit útgefenda fyrir 1. maí. Afgr. Kirkjustræti 8. Talsími 180. Eigendur og ábyrgðarmenn: GRÍMÚLFUR ÓLAFSS0N og ÓLAFUR ÓLAFSS0N Prcntsmiðjan Gutenberg.

x

Verslunarblað Íslands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verslunarblað Íslands
https://timarit.is/publication/217

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.