Vikan - 20.04.1912, Blaðsíða 2

Vikan - 20.04.1912, Blaðsíða 2
2 V I K A N »Ekkert kapphlaup.« Skipverjum vorum það mikilvon- brigði, er þeir frjettu, að Hróaldur Ámundason hefði komist á heim- skautið á undan Scott. Svíður það sáran mörgum samlöndum hans. Hefur frægur landfræðingur, er Cle- ments Markham heitir,ritað í »Times« fyrir skemstu og segir þar, að ekk- ert kapphlaup hafi verið til heim- skautsins. Ferð Scott’s hafi verið ger til margvíslegra rannsókna, en Hróaldur hafi þvert á móti haft það eitt í hug, að brjótast til heim- skautsins án vitundar Scott’s. Hjer geti því ekki samanburður komið til greina.« Yfirlit. »Terra nova« hóf för sína suður í höf frá Lundúnum 1. júní 1910 og ljet í haf frá Nýa-Sjálandi 29. nóv. um haustið. Ætlaði Scott að ná til heimskautsins þá leið, er Shackleton hafði farið, sá er lengst hafði komist suður á undan Hró- aidi. Skipið kom til Hvalfjarðar í íshafi 4. febr. 1911,og var þar fyrir Hróaldur á skipi sínu »Fram«. Ofriðurinn.- Hrak- farir ítala. Þeir missa 3500 menn. Alira síðustu fregnir, sem hingað hafa borist af ófriðnum, eru þær, sem »Verdens-Gang« og »Politiken« flytja 30. f. m. og segja, að staðið hafi í »Central News« í Lundún- um daginn áður. Fregnin ersvo: Her Tyrkja í Benghasi hefur unn- ið ágætan sigur á Iiði ítala. Ljetu ítalir 3500 manna og 27 foringja. Af Tyrkjum fjellu einir 105 menn Þeir fengu afarmikið herfang, vopn og skotfæri, ritsímaáhöld og margt fleira. — Daginn áður hafði verið háð snörp orusta og mistu ítalir þar 1700 manns. Þess er getið, að Vilhjálmur keis- ari hefur hitt Victor Émanuel ítala- konung í Feneyaborg og ráðið hon- um ákveðið frá því, að halda her- flotanum til Tyrklands, svo sem ítalir hafa hótað. Sagði hann og, að stórveldin mundu engan hlut eiga að því, að kúga Tyrki til þess að afsala yfirráðum í Trípolis. Keisari sýndi konungi fram á, að flotinn gæti allur tortímst ef hann hjeldi inn í Dardanella-sund, sakir sprengi- vjela þeirra, er Tyrkir hafa lagt þar víðsvegar. ítalir sendu nýlega hersveit eina inn í land til Nazura. Tyrkir tóku snarplega á móti. Stóð bar- dagi ellefu klukkustundir og ráku Tyrkir ítali þá af höndum sjer og flýðu þeir til skipanna. Þó höfðu þeir haft liðveislu af skothríð frá skipum sínum. Tyrkir og Arabar mistu tvo hermenn og 16 sjálfboða- liða, en tveir hermenn og 65 sjálf- boðar uiðu sárir. ítalir biðu mik- inn skaða og Tyrkir fengu mikið herfang. Tyrkir hafa viðbúnað í flestum hafnaborgum sínum til þess að taka á móti herskipum Itala, ef þau beri þar að. í annan stað hafa stór- veldin Iagt ríkt á við ítali, að reka engan ófrið í Norðurálfu, með því að verslun mundi truflast mjög og ékki sjeð fyrir endann á afleiðing- unum að öðru leyti. Fregnir hafa flogið fyrir um það, að Rússar væri að gera bandalag við ítali og mundu ætla að ráða á Miklagarð, en Rúss- ar þverneita, að nokkur fótur sje fyrir því. Hver á loftið? Hversu nær jarðhelgin langt? Um það efni er nú málaferli suður á Frakklandi. Hafa bændur nokkrir, er Iand eiga umhverfis flug- völl Maurice’s Farman’s flugmanns, kært ókyrð þá, er stafi af sífeldu flugi yfir land þeirra, heimta þeir háar bætur fyrir og krefjast þess, að ekki sje flogið nær jörðu en 200 stikur. Flugmenn hafa bund- ist samtökum við Farman til þess að kosta málið. Getur það orðið alldýrt og verður sótt af miklu kappi Málið verður tekið fyrir innan skamms, og er þetta hið fyrsta mál í heimi, svo kunnugt sje, sem rís út af því, hve jarðhelgin nái langt. Deilan verður vafalaust til þess, að allsherjar-lög verða sett um jarð- helgina í loftinu, eins og fyrir Iöngu hefur verið gert um Iandhelgi á sjó. Merkilegar fornmenjar fundust seint í f. m. í Pompeii á Ítalíu, Borg þessi eyddist af eld- gosi úr Vesuvius árið 79 e. Kr., svo sem kunnugt er. Var verið að grafa í »Auðlegðar-stræti« svo nefnt, og fanst þar hof, undra-heillegt, með veggmálverkum (fresko) af grð- unum á Olymp. Annað hús fanst þar nærri með veggmálverkum af gyðjunni Cybele og mörgum öðr- um goðum og gyðjum. Þessar myndir eru allar einkar-fagrar og þykja þetta merkastar fornmenjar, er fundist hafa um mörg ár. Fjöldi manns streymdi að úr ýmsum átt- um til þess að skoða fornmenj- arnar. Bankarán og manndráp. 25. f. m. rjeðust 6 illvirkjar á bif- reið skamt frá París, kl. 8 um morg- uninn, skutu ökumanninn til bana og hugðust ganga af hinum vagn- manninum dauðum. Óku síðan í bifreiðinni í þorp eitt, er Chantilly heitir, nokkrar mílur frá Parfs, stöðvuðu vagninn utan við banka þar kl. 10. f. m. Tveir stukku inn í bankann, skutu niður tvo banka- menn og særðu hina, en rændu 40 þúsundum franka. Snöruðust síð- an upp í vagninn og óku af stað í fleygiferð. Meðan ræningjarnir voru inni í bankanum stóð einn fjelagi þeirra hjá vagninum ogskaut af skammbyssu í allar áttir á þá, sem í nánd komu.— Fantarnirvoru nú eltir, en drógu undan á bifreið- inni, uns þeir skildu hana eftir ör- skamt frá París og hurfu sem leiftur. Þetta illvirki ereignað sömu bóf- um, er áður hafa framið svipuð >verk og sagt hefur verið frá hjer í blaðinu fyrir nokkru. Parísarbúar eru mjög óttaslegnir, lögregluliðið hefur verið aukið og stórfje heitið hverjum þeim, er upplýsingar geti gefið um menn þessa. Lögieglan náði loks 31. f. m. manni nokkrum í þorpi einu við Ermarsund, er það hyggur vera einn af illvirkjum þessum. Hann varðist með skotum og sprengi- kúlum. Um sömu mundir fór sjer annar ungur maður skamt þaðan og æt)a menn, að hann hafi verið víð þetta riðinn. Síðustu frjettir segja, að forsprakkinn sjálfur hafi náðst. Slys af snjóflóði varð 26. f. m. í Snæfelli (Schneeberg) skamt frá borginni Vín í Austurríki. Flóð- ið fjell á 11 skíðamenn og Ijetust allir, nema ein stúlka náðist lífs. Hundrað og tuttugu botrsvör puskip urðu að hætta veiðum í Hull á Englandi um dag- inn sökum kolaleysis. Mörg þeirra skruppu út í páskavikunni ogkomu með talsvert í soðið á Föstudaginn langa, svo að hægt var að senda nýan físk til Lundúnaboigar. Eitraðir drykkir. í vetur hefur borið á því í ýmsum stöðum, einkum í Berlín, að margt manna hefur veikst á sama tfma með sams- konar sjúkdómseinkennum, sem virt- ust stafa af eitri, en læknarnir vissu ekki fyrst, úr hverju væri, mat eða drykk. í vikunni fyrir jólin Ijetusi 92 menn í Berlín af slíkri eitrun. Var þá farið að rannsaka málið og fanst með efnarannsókn að »trjáróta- vínandi« hafði verið seldur sem »danskt brennivín«, »Sílesíu-romm« og undir fleiri siíkum nöfnum. Yms- ir menn hafa verið settir í varðhald fyrir bruggun og söiu þessarar »Völsungadrekku«. Hafa þeir að vísu ekki verið sakaðir um mann- dráp, heldur lögbrot og vörusvik. Kríteyingar sækja mjög fast að sameinast gríska ríkinu. Upp- reisnarflokkurinn í eynni 'nefir kosið 69 þingmenn til þjóðþings Grikkja í Aþenuborg, en stórveldin hindra, að menn þessir feri áþingið. England, Frakkland, Ítalía og Rússland hafa tilsjón tneð stjórn þe'rri, sem kallað er, að stýri eynni. Vöxtur í Missisippi. Hinn 3. þ. m. flúðu 50 þúsundir manna í dauðans ofboði burt úr St. Fran- cis, sem er ein af eyutn þessarar miklu þjóðár. Höfðu þeir fengið viðvörun frá veðurfræðisstofnun rík- isins, að hlaup mundi koma í ána. Flóðið braut stíflur og flæddi yfir fjögur þorp; fjórir menn biöu bana, og eigna tjón er talið 4 miljónir króna. Forse'takrr.ningí Banda- ríkjunurn stendur nú fyrir dyr- um og hefur kosningarrimman verið háð af mikilli grimd. Flokkur sam- veldismarna er klofinn milli Tafts og Roosevelts; er nú snúið vináttu þeirra til fulis fjandskapar. Taft þykir horfa miklu vænlegar og tai- ið nærri fullvíst, að hann hljóti endurkosning. Tuttugu og fjórar flug- vjelar hafa Þjóðverjar setttilland- gæslu vestur á landamærum um miðjan þenna mánuð. Stöðvarflug- vjelanna eru í Mets og Strassburg, sem eru frægir staðir síðan í ófriðn- um mikla 1870—71. Verða 12 flugvjeíar á hvorum stað, 6 tvíflöt- ungar og 6 einflötungar. — Eru Þjóðverjar nú farnir að safna sam- skotafje af kappi, til þess að koma upp flugvjelum til hernaðar eíns og Frakkar. Dauðarefsing var úr lögum numin á Ítalíu 1889 í samræmi við kenningar Lombroso. — En nú hefur ítölum orðið svo mikið um bana- tilræðið, sem veitt var konungi þeirra á dögunum, og »Vfsir hefur sagt frá, að flestöll blöð eru nú óð og uppvæg að heimta, að dauðarefsing verði lögtekin á ný. General Booth foringi sálu- hjálparhersins, var staddur í Kristjaníu síðari hluta fyrra mánaðar. Hann hjelt ræðu í háskólasalnum ogbauð til ýmsu stórmenni. Konow fyrver- andi stjórnarforseti setti samkomuna. Booth er mjög aldurhniginn, en þó furðu ern og ekki er að tvíla áhuga gamla mannsins. Þýskur varningur. Þýskir iðnaðarmenn brýna það mjög fyrir samlöndum sínum, að »styðjaþýsk- an iðnað og þýska framleiðslu. Ekki alls fyrir löngu var bæklingur sendur inn á hvert heimili í Þýskalandi. Þar í voru þessar setningar: »Lát þjer aldrei úr hug Iíða, að ef þú kaupir útlendan varning, þá er land þitt því fátækara.« »Peningar þínir eiga að koma Þjóðverjum að notum; öðrum ekki.« »Þú skalt aldrei svívirða þýskan iðnað með því að nota útlendan.* »Láttu aldrei útlendan mat vera á borði þínu«. » Þýskt hveiti, þýskir ávextir, þýsk- ur bjór — er hið eina, er veitir líkama þínum sannan þýskan þrótt.« »Lát ekki erlendan fagurgala villa þig frá þessum boðorðum og treystu því fastlega, hvað sem aðrir segja, að þýskar vörur einar eru samboðn- ar þegnum vors þýska föðurlands.« Herskipið Maine til síðustu hvíldar. Svo sem menn muna, varð spreng- ing herskipsins Maine á Manilla- höfn til þess að ófriður hófst milli Spánverja og Bandamanna. Skipið hvíldi á hafsbotni í 14 ár, en því var nú nýlega náð upp og flutt til New York. Þaðan var því svo fylgt út á haf sunnudaginn 17. f. m. með afar mikilli viðhöfn á fjölda skipa og var hátíðlega sökt í sjó ásamt með líkum þeim, sein í því höfðu fundist, að framfarinni guðs- þjónustu, svo sem við jarðarför. Um leið og skipið hvarf í öld- urnar dundu við viðhafnarskot frá herskipastól Bandamanna, sem þar var viðstaddur, og flögg voru dreg- in á hálfa stöng um öll Bandarík- in. Gufuflautan hvein á öllum gufuskipum en járnbrautarlestir og sporvagnar stönsuðu í 5 mínútur, hvar sem staddir voru í ríkinu. Á frakkneskri moldu. Prins Victor Napoleon, sem er nú höfuð Bonaparte ættarinnar og telur sig eiga tilkall til ríkis á Frakk- landi, á um þessar mundir erfingja í vændum. Hann er búsettur í Brússel í Belgíu, en langaði mjög til að barn sitt fæddist á franskri jörð og vildi koma konu sinni til Frakklands. En allar mögulegar hindranir voru honum þar settar í veginn og varð hann að gefast upp við tilraunir sínar. Hann fann þá það snjallræði að senda tvo trúa þjóna sína yfir til Frakklands og sækja þangað nokkur vagnhlöss af mold. Þessa mold setti hann svo undir rekkju konu sinnar og nú er þá alt undirbúið, til þess að frakkn- eskur prins fæðist.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/218

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.