Vikan - 20.04.1912, Blaðsíða 4

Vikan - 20.04.1912, Blaðsíða 4
V I K A N 4 raaaft . 'n ;">*.m-'«.T:vTT. i a.«jn.zju’XTsrij. ..w,U .'^uvu^ Úr bænum -----25. apríl. Sumargleði hjeldu stúdentar ínótt á Hotel Reykjavík og var hún hin ágætasta. Dansað, matast, ræðuhöld söngur og hljóðfærasláttur og enn dansað. Fjölment var og menn skemtu sjer hið besta. Þegar gleðin stóð sem hæst kom þar Magnús Ijósmyndari Ólafsson með vjel sína og tók mynd af hópnum. Fyrir íslands minni talaði form. stúdenta- fjelagsins Björn Þórðarson fyrir konum Sigurður mag. Ouðmunds- son. Hannes Hafstein fagnaði sumr- inu og Einar Hjörleifsson kom öllum til að hlægja með stuttri tölu. Nýr stjórnmálaflokkur hefur þessa dagana verið að myndast upp úr heimastjórnarflokknum og sjálf- stæðisflokknum, eða með mörgum aðalmönnum þeirra flokka, en ekki er þessum nýa flokk enn nafn gef- ið. — Flogið hefur þó fyrir, að þessi nýi flokkur ætti að heita: Andvaltýski- heima(n)stjórnar- fram- fara- fjeglæfra- framsóknar- innlim- unar- landvarnar- þjóðræðis- nýval- týski- Hafsteins- ísafoldar- sambands- Lögrjettu- sjálfs(t)æðis- pingræðis- ó- aldar viðreisnar- flokkurinn. Líklega verður þó nafnið eitthvað stytt. , Olaf J. Olsen aðventista trúboði hlaut 3. þ. m. konunglega staðfest- ingu á kosning sinni íil forstöðu- manns fyrir nýjum söfnuði hjer, og eru nú því tveir aðventistasöfnuðir hjer í bænum, báðir með konung- lega staðfestum forstöðumönnum. Kola-einokunin var til umræðu í Sjálfstæðisfjeiaginu í gærkveldi. Urðu langar og fjörugar umræður. Frummælandi var Qarðar Gíslason kaupmaður og lagði hann þungan dóm á kola-einokunina. Með ein- okun töluðu nefndarmennirnir Hann- es Hafstein, Klemenz og Magnús Blöndahl. Andmælendur voru auk frummælanda: Thor Jensen kaupm., Sveinn Björnsson, Benedikt Sveins- son, Brynjólfur Bjamason kaupm. og Árni Árnason frá Höfðahólum. Þýsk farþegaskip koma til íslands. Það er nú ákveðið, að þrjú farþegaskip koma hingað til landsins á komanda sumri, tvö frá Hamburg-Amerika-línunni og eitt frá Nord-Deutscher-LIoyd. Við- komustöðum mun hagað eins og undanfarin ár. Stjórnarráðið teyfir innflutn- ing áfengis. Ingólfur segir svo frá 25. þ. m.: Frakkar hafa fengið undanþágu frá bannlögunum, leyfi til þess að flytja áfengi hingað til neyslu fyrir fiskimenn sína. Nefndarálit peningamála- nefndarinnar kom út á laugard. Stór barkur reiðalaus vardreg- inn hingað inn á höfnina á laugard. Hann er eign frakknesku kolaversl- unarinnar og á að geyma í hon- um kol. Ásigling. Fyrir nokkrum dög- um sigldi þýskur botnvörpungur á »Baldur«, botnvörpuskipThorsteins- sona. Höggið kom aftur undir skut og beyglaði skipið ekki all- lítið. Snæfellsnes- og Hnappadalssýsla var veitt 26. f. m. Páli sýslumanni Vídalín Bjarnarsyni á Sauðárkrók frá 1. júlí að telja. Frakkneskur ræðismaður var Þórarinn kaupmaður Guðmundsson á Seyðisfirði viðurkendur af stjórn- inni 19. f. m. Vorvísur sungnar í sumargildi stúdenta 24. apríl 1912. Kæra vor, þú blessar enn í bæinn. Börnin taka kát í þína hönd. Þú tókst með þjer sunnan yfir sæinn sólskinskvöld og blóm á fjall og strönd. Tíndu til hvern geisla sem þú getur, gefðu hverjum bros í augun sín. Hvernig ættu’ að vaka heilan vetur vonir okkar, nema bíða þín? Flýtt’ þjer nú, að dreifa blómuin dalinn, dragðu’ að efstu brún hin nýu tjöld, leiddu’ á bláa bogann yfir salinn bjarta morgna’ og roðafögur kvöld. Láttu glaða sönginn öllum óma, örva sumarhug og Ijetta spor. Enginn veit við nýrrar Hörpu hljóma hverir stíga dansinn næsta vor. Heilum vetri, þótt hann væri þungur, þeyta má á einni sumarnótt. Gáttu’íleikinn—þá ertu’ enn þáungur. Út í hornið kemstu nógu fljótt. Glaða vor, við þurfum blíða blæinn. Börnin vona, þegar sólin skín. Fífill kemur. Það er bros í bæinn: blessuð fagra sumargjöfin þín. A E «ji m iii m. .■I..1I-L1-I.—e Útgefandi Einar Gunnarsson,cand. phil. Östlunds-prentsmiðja. CARL F. BARTELS úrsmiður selur vönduðust ÚR og KLUKKUR, ÚRFESTAR og allskonar skrautgripi úr gulli, silfri, pletti og nikkel við lægsta verði. Úrviðgerðir vel og samviskúsamlega af hendi leystar. SVIeð s/s Botnia í gær kom mikið úrval af alls- konar skrautgripum, mjög hentugum til ferm- ingargjafa. sem koma til höfuðstaðarins í suinar mega ekki — sjálfs síns vegna — undanfella að líta inn í bestu klæðskerabúð landsins og fá sjer þar ný föt og annað, er með þarf til búnaðar. Þar er alfatnaður fullgerður á tveim dögum. En öllum, sem reynt hafa, ber saman um, að sú búð er Á HORNINU Á HOTEL ISLAND hjá H Reinh. Andersson. Aðkomu- ■= ferð'menn ættu að hafa það fyrir fasta reglu þegar þá vanhagar um skófatnað, að líta fyrst inn í skóverslun mína. 1. Ástæða: Tímasparnaðurinn. Þar eð jeg hefi svo mikið og fjölbreytt úrval, geta allir á svip- stundu fengið^það sem þeir óska. 2. Ástæða: Peningasparnaðurinn. Af því að jeg kaupi skófatnað í stórum stýl beint frá heimsins bestu og ódýrustu framleiðslustöðum, sel jeg ódýrar en aðrir. 3. Ástæða: Ánægjan. Vegna minnar löngu reynslu sem skósmiður og skósali býð jeg að eins smekklegan og vandaðan skófatnað, með því lagi, sem best hentar hjer; öllum verður því ánægja að ganga á skóm frá mjer. Skósmíðavinnustofan smíðar nýan og gerir við slitinn skófatnað. Virðingarfylst Lárus G. Liiðvígsson. TÓBAKS- KAUP. Vjer seljum prívatmönnum út um alt land, gegn eftirkröfu, allar tegundir af Reyktóbaki, Munntó- baki, Neftóbaki, Vindlum og Vindlingum ódýrari en allir aðrir. Skrifið oss strax og biðjið um upplýsingar. Pr *^3\&\t\$\xv, Reykjavík Z&xl Lixussou. Langhagkvæmust eru öll viðskifti hjer á landi, og þó viðar væri leitað, hjá "Oevsl. ^&\t\fcot$ í REYKJAVÍK, HAFNARFIRÐI, á ÍSAFIRÐI og f VESTMANNAEYUM. Þar fæst allskonar pakkhúsvara svo sem RÚGMJÖL, HVEITI, HAFRAMJÖL og þvlum- Iíkt af bestu tegund og með bestu verði. VEFNÁDARVARA allskonar af bestu, fegurstu og hentugustu gerð. GLERVARA hin eigulegasta, og af henni eru ávalt fjölbreyttar birgðir. J Hvergi betra að versla um endilangt Island en við Verslunma EDNBORG.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/218

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.