Vikan - 20.04.1912, Blaðsíða 3

Vikan - 20.04.1912, Blaðsíða 3
V I K A N 3 Loftskeytaturn, rjett að segja fullgerður, brotnaði til grunna í Nauen, skamt frá Berlín, 31. f. rr^ af fellibyl, er þá gekk á Þýskalandi. Turn þessi átti að skifta loftskeyt- um við New York í Jiandaríkjun- um. Turninn var úr stáli og járni, 650 ensk fet á hæð, og var því háreistasta mannvirki Norðurálfunn- ar næst Eiffelturninum. Skaöinn er talinn 20 þúsund pund sterling. Þýskir verkf ræðingar hafa verið í þjónustu Tyrkjastjórnar til þess að leggja sprengivjelar í höfn Saloniki-borgar, þar sem bú- ist var við árás ítalska flotans. Verða öll gufuskip, er til hafnarinnar koma, að hafa hafnsögumann. Hafa Tyrkir skotið á skip frá Belgíu, sem ætl- aði inn á höfnina leiðsagnarlaust. í Kfna helst innanlandsstyrjöld ennþá og er ekki annað sýnna, en að ríkið sje að liðast í sundur. Mandsjúar styðja mótherja lýðveld- ismanna og blása að sundrungar- kolunum. Japanar hafa sent her inn í landið, nú síðast 30U0 menn í einu, og hafa herflokka í ýmsum helstu borgunum til þess að halda friði og reglu að kallað er. Það gengur torveldlega að koma spekt á. Juan-Shi-kai for- seti lýðveldisins hefur fengið sig fullsaddan og ersagt aðhann muni leggja niður völdin innan skamms. Póstsamband við Svalbarð. »Vísir« hefur nokkrum sinnum sagt frá framkvæmdum Norðmanna til þess að helga sjer Svalbarð (Spits- bergen). Seinasta framkvæmd þeirra er sú, að koma á föstum póstgöng- um milli Tromseyar og Svalbarðs. Hefur stofnast fjelag í Tromsey til þess að flytja þangað póstflutning um þriggja mánaða tíma að sumr- inu. Til ferðanna ætlar fjelagið að hafa bif-skútu, og á hún að fara 6 ferðir á milli gegn 2400 króna styrk, eða 400 kr. fyrir hverja ferð. Talið er víst, að ríkissjéður veiti fjelaginu þenna lítilfjörlega styrk. Bifreiðir handa lög- regluþjónum. Stjórnin í París hefur ákveðið að sækja um eina miljón franka úr ríkissjóði til þess að kaupa bifreiðir handa lögreglu- þjónum. ©læpamenn eru' farnir að nota bifreiðirnar óspart, og þarf þá lögreglan að liafa ráð á jafngóð- um fararskjótum. Hesfarnir í kolanámun- um á Englandi fengu auðvitað hvíldina jafnframt verkamönnunum og voru látnir koma undir bertloft, sem þeir eiga ekki að veujast. En til þess að þeir stirðnuðu ekki af áreynsluleysi var kolanemum leyft að fara á þeim í smáferðir og'hafa kappreiðar endrum ogsinnum. Safn- aðist fjöldi manna til þess að sjá kappreiðarnar, ekki af því, að hest- arnir væri frábærir að flýti, heldur öllu fremur til þess að horfa á reið- mennina, sem áttu fult í fangi að halda sjer á baki og sátu álíka vel á hestunum eins og danskir sjó- nienn. Eru kátlegar myndir af reið- Iagi þeirra í* ensku blöðunum. ** Kvenrjettinda-frumvarp- ið felt í Parlamentinu. Frumvarpið var felt 28. f. m. í neðri málstofu enska þingsins með 222 atkv. gegn 208 eftir snarpar umræðu. Meðal þéirra, er greiddu atkvæði gegn frv. voru þessir: Askviður stjórnarforseti, Churchill, Buxton, Eysteinn Chamberlain (son- ur gamla Ch.), John Redmond, for- ingi íra, Með frv. voru: Lloyd George, Edward Grey, John Burns, Balfour, Bonar Law, o. s. frv. Úrshtunum var tekið með há- værum fögnuði af andstæðingum frumvarpsins. Meðal gegn kólera er nýfundið. Það fann ítalskur læknir í Tunis um daginn. Hann hefur reynt það á kólera- sjúklingum allmörgum og öllum hefur batnað. Læknir þessi heitir Naames. Meðalið heitir Adrenalín og hefur áður verið notað gegn öðrum sjúk- dómum. Spánverjar og Frakkar hafa átt í allmiklu þjarki út af yf- irráðum í Marokkó. Um síðir hef- ur þó samist með þeim, Spánverj- ar slakað til. Hattprjónar og kven- rjeitindi. Kvenrjettindakonur í New-York gerðu samtök með sjer fyrir páskana að kaupa enga páska- hatta, heldur gefa fjeð sem svaraði andvirði þeirra í kvenrjettindasjóð. — Kvenskörungur nafnkendur, sem heitir Anna Shaw, benti á, að ekki væri eftirsjón i höttunum, þótt þeir hyrfi, því að þar með væri útrýmt hinum lífshættulegu gödd- um og mundi kvenrjettinda-konum I ganga miklu betur að fá menn til að hlusta á mál sitt í sporvögnum og öðrum opinberum stöðum, þeg- ar ekki væri lengur að óttast bann- setta gaddana. Uppreisnin í Mexiko er svo alvaileg, að Taft Bandaríkjafor- seti ákvaö 30. f. m. að senda sendi- herra sínum þar 1000 kúlubyssur og gnægð skotfæra til varnar Banda- ríkjaþegnum, er þar hafa búsetu. Vopnasending þessi var með vit- und og samþykki Mexíkos-stjórnar. Nokkur hluti flotans var og farbú- inn til þess að flytja lið frá Banda- ríkjunum til Mexiko. Átta stunda vinnutími. Þjóðþingið í París samþykti frum- varp um átta-stunda vinnutíma í námum 30. f. m. með 355 atkv. gegn 59. Það er ákveöið, að vinnu- tíminn skuli talinn frá því að sein- asti verkmaðurinn gengur inn í námuna og til þess er Iiinn síðasti fer út. — Umsjónarmenn í nám- unum, verkstjórar, vjelameistarar, kyndarar og hesta-geymslumenn eiga að hafa 9 stunda vinnutíma. AJltatx aj tatv&v, Færeyingastrandið. Svo sem áður hefur verið skýrt frá í Vísi strandaði færeyisk skúta fyrir Landeyasandi. Það var laug- ardagsniorguninn 23. f. m. Nú á þriðjudagskveldið kom skipshöfnin, 16 manns, að austan og fylgdu þeim 8 Landeyingar og var fyrir þeim Sæmundur frá Lágafelli. Skipið, sem strandaði hjet »Su- ringur* og var frá Trangisvaag eign I Mortensens Eíterf. og heitir skipstjórinn Morten Holm. Skipið kendi grunns kl. 4^2 að morgni, j var þá suðaustan stormur á og brim mikið, en svört þoka, svo ekki sá til lands. Þetta var í byrjun að- falls og með flóðinu smá mjakað- ist skipið innfyrir brimgarðinn og komst bátur úr því í land kl. 1 um daginn og voru á honum 5 manns og komu þeir kaðli í land. Á sandinum voru fyrir allmargir Landeyingar sem hjálpuðu hið besta við björgun þeirra sem eftir voru. Fór Sæmundur í Lágafelli þrjár ferðir á kaðlinum fram í skipið til mannbjörgunar og reyndist hann þeim í hvívetna hinn hjálpsamasti. Björgunin gekk vel en íitlu náðu skipbrotsmenn af fötum sínum. Skipbrotsmenn dvöldu eystra eftir það í 14 daga í besta yfirlæti. Skipbrotsmenn eru einkum hrifnir af viðtökum hjá sýslumanni. »Hann er óefað sá besti maður á jarðríki,« sögðu tveir þeirra, sem heimsóttu Vísi. — Út fóru þeir með Sterling. Stórslys enn. Skip sekkur. Fjórtán menn farast. 16. þ. m. kom hingað á höfnina frakknesk fiskiskúta með 12 íslenska sjóm enn affiskiskútunni »Svaninum «. Hafði þessi frakkneska skúta rekist á »Svaninn« hjer fyrir sunnan land djúpt á Selvogsgrunni, í stórviðr- inu á sunnudagsnóttina kl. 4. Var veðrið þá sem hvassast og »Svan- urinn« að leggjast í rjett (»tildrifs«, sem sumir kalla) þegar hitt skipið sigldi á hann. Skipin slógust tvisvar saman og í seinna skiftið gátu 12 menn af Svaninum, þar á meðal skipstjóri og stýrimaður, hlaupið upp á frakkneska skipið, en 14 urðu eftir. Skipin bar skjótt sundur og kom síðan dimt jel svo að ekkert sást. En nokkru síðar þegar jelinu stytti, sást Svanurinn ekki. Leitaði frakkn- eska skútan að honum um morg- uninn þegar veðrinu slotaði en fann ekki og er líklegast að skipið hafi sokkið bráðlega og því vonlítið úm að nokkur þessara 14 manna hafi komist í önnur skip, en þeír voru þessir: Af Akranesi: Bjarni Guðmundson. Magnús Magnússon. Magnús Óiafsson. Sigurmundi Helgason. Sveinn Davíðsson. Teitur Gíslason. Vigfús Magnússon. Úr Reykjavík: Eiríkur Ingvarsson (Ánanaustum). Eiríkur Jónsson (Brekkustíg 3). Jóhann Hjörleifsson (Bræðrab.st.). ÍJr Kcfiavík: Jón Pálsson. Jón Páll Jónsson. Úr Ölvesi: Hallgr. Eyólfsson (Bakkarholti). Úr Biskupstungum: Ólafur Jónssou (Gýgjarhóli). SvanurinnvareignDuus-verslunar. Bátur fersf með 6 mönnum. Á laugardagskveldið 13. eða nóttina eftir fóist vjelar-bátur hjeðan úr eyunum' með sex mönnum. Veðr- ið var ofsahvast um kveldið og nóttina, og hefur ekkert til báts þessa spursir. Formaðurinn hjet Bergsteinn Bergsteinsson. Húsbruni í Kefiavík. 14. þ. m. brann hús S. Bergmanns sem Vilh. Chr. Hákonar rekur verslun í. Mikið af vörunum brann, sem voru vátryggðar í »Norge« en húsið var vátryggt í »Nye danske«. Þilskip fersi. I ofsaroki á sunnudagsmorguninn 14. rak þilskip af Arnarfirði á land undir klettum og brotnaði í spón. Skipverjarnir 12 að tölu komust í skipsbátinn og hröktust um sjó- inn þar til mótorbát bar að af til- viljun og fjekk bjargað þeim. Móiorbófur fersi. í sama roki sigldi mótorbátur frá Hnífsdal upp j stórgrýtisfjöru við Arnarfjörð og eyðilagðist, en menn björguðust og móturinn náðistsíðar, Iítt skemdur. Drukknun. Miðvikudag 17. hrökk maðurútúr mótorbát á Súgandafirði, við það að vjelin sló hann, og varð hon- um ekki náð. Hann hjet Þorvald- ur Jónsson, unglingsmaður af ísa- firði. Húsbruni Aðfaranótt þriðjudagsins 19. brann timburhús að Borg í Skötufirði hjá Lárusi bónda Magnúskyni. Fólk var í svefni og varð eldsins ekki vart fyr en hann var kominn um alt húsið, slapp fólkið nauðulega út, sumt með brunasárum, en allar eigur þess brunnu inni. Húsið var vátrygt, en munir ekki. Aflafrjeitir 19. þ. m. ísafirði: Góður fiskiafli hefur verið síðustu daga um Vestfirði. Sauðárkrókur: Aflalaust lengi. Akureyri: Enginn afli um Eya- fjörð nú Iengi utan mikil hrogn- kelsaveiði í Svarfaðardal. Vestmanneyar: Aflalítið um tíma en góður afli í gær og fyrradag. Úr Önundarfiri. 25. mars 1912. Gamall, íslenskur málsháttur segir: »Þess skal getið sem gert er«, en það virðist eins og hann hafi hingað til ekki verið Iátin gilda að því er Önundarfjörð snertir. Hjer er nefni- lega alt í uppgangi og framfarir miklar tvö síðustu árin; en hvergi hefi jeg sjeð þess gelið í blöðum. f fyrra vor gengu hjeðan tveir botn- vörpungar, er hr. kaupm. Kristján Torfason hafði Ieigt í Þýskalandi, gekk veiðin mjög vel, svo að nú í vor hefur hann bætt einum við sig, svo nú hefur hann þrjá á leigu, auk þess er enskt fjelag frá Grims- by sem heldur úti 5 skipum, er öll leggja sinn fisk upp á Önund- arfirði; ennfremur ganga hjeðan 4 fiskiskútur og má af þessu sjá að hjer eru meiri framfarir en á öðr- um stöðum á landinu, enda erhjer hin besta höfn og innsigling mjög stutt. Auk þess sem jeg hefi um getið, er hjer að rísa stór fiskmjöls- verksmiðja; er hún bygð fyrir þýskt fje, en að mestu að tilstuðlan Kr. Torfasonar og megum vjer hjer vestra vera honum mjög þakklátir fyrir dugnað sinn, þar sem bæði flytst margt fólk hingað og það sem fyrir ér hefur meiri atvinnu en nokkru sinni áður. Hjer er fólk mjög glaðvært. Hafa verið all-margar danssamkomur í vetur og ennfremur leikinn sjón- i leikurinn Nei.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/218

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.