Vikan - 01.07.1912, Page 1
1 áf (11)
1. ársfj. 8. tbl
Gr. Gíslason&HayLtd. "\ \ ! (} G-íslason&Hay Ltd
Reykjavík \l \ M % 11 Leith & Reykjavík
hafa miklar byrgðir af \ w\ W annast um sölu á allskonar ísl.
S A LTI afurðum. Leitið nánari upplýs-
til sölu með vægu verði. ^lkttu^ája &a^MaSsu\s ^\s\^ inga á skrifstofutini í Reykjavík.
Ásfjóröungurinn kostar innanlands 60 au. sem
grreiðist fyrirfram. Erlendis 75 au. eða 20 cents.
Eeykjavík 1. júlí 1912
1. ársfjörðungur er talinn til júlíloka. — Fastir
útkomudagar mánudagar. Aukablöð við og við.
^fvá ttttötidum.
Stríðið.
Eftir fregnum frá Miklagarði
sem þó eru óljósar, hefur (tölum
og Tyrkjum lent saman þar sem
Zanzur heitír í Tripolis. Sló í blóð-
ugan bardaga og fjellu 1000 ítalir
en 150 af Tyrkjum og 30 særð-
ust. Aftur segja ítölsk blöð frá or-
ustu er stóð nóttina til 12. f. m.
þar sem Sebad heiíir og biðu Tyrk-
ir þar fullkominn ósigur og fjellu
af þeim 450 en af ítölum 30 og
60 særðust.
Samtal við Yuan-Shi-Kai
ítalskur blaðamaður, Renato Si-
moni, er dvelur í Peking sem frjetta-
ritari, fjekk fyrir skömmu áheyrn
hjá forsetanum í Kína, Yuan-Shi-Kai.
Hann skýrit svo frá samtali þeirra
í ítölsku blaði:
»Forsetinn stóð upp og gekk á
móti mjer þegar jeg kom inn«, segir
blaðamaðurinn frá. »Hann var í
blárri silkikápu og benti mjer að
ganga inn í innri viðtalssalinn. Jeg
gætti þess vel, að gegna því ekki,
því í Kína er það sjálfsögð kurteisi
að gera hið gagnstæða við það sem
boðið er. Yuan-Shi-Kai bjóst held-
ur ekki við því, að jeg myndi taka
boði hans; þessi stóri og digri jöt-
un hlammaðist niður á legubekk.
Aptur benti hann mjer og átti það
að þýða: Setstu niður! En það
er sama meiningin og ef norður-
álfumaður segði: »Jeg harðbanna
þjer að setjast fyrri en jeg er sjálf-
ur sesturk
Skömmu áður hafði Yuan-Shi-Kai
látið í ljós í ræðu, að óhjákvæmi-
legt væri að taka ríkislán erlendis.
En Sun-Yat-Sen hefur farið sigri
hrósandi um Suður-Kína og barist
með hnúum og hnefum gegn því
að taka erlent lán. Og þar sem
Suður-Kína má sín stjórnarfarslega
sjeð meira, er ekki unnt að sjá,
hvernig forsetinn ætlar að koma á-
formi sínu í framkvæmd. Simoni
minnist á þetta allt og spyr, hvað
'gert skuli f þessu efni. Túlkurinn
er vandræðalegur þegar hann þýðir
spurninguna, og Yuan-Shi-Kai lætur
hann svara: iÞetta er alt gripið úr
lausu lofti. Forsetinn hefur aldrei
heyrt neitt um þetta!«
Þarna er gamla Kína lifandi komið
með alla slægðina, stjórnmálakænsk-
una og uppgerðarlátalætin. Ekki
þarf annað en að ganga út á götuna
til þess að sjá ræðu Sun-Yat-Sen’s
með stórri yfirletran á hverju götu-
horni, en forsetinn veit ekkert!
Simoni spyr þá: »Virðist forsetan-
um ekki stjórnarbyltingin talsvert
ólík því sem venjulegt er hjá Kín-
verjum, og altaf líkjast meira og
meira stjórnarbyltingum í Norður-
álfu?«
Fyrri spurningunni er svarað
og nú hefst undirbúningurinn undir
svar við þeirri síðari. Yuan-Shi-Kai
lætur túlkinn endurtaka spurninguna
þrisvar eða fjórum sinnum og mjer
sárnar hvernig hann breytir henni
og skemmir fyrir mjer. Loksinser
svarið á þessa leið: »Innanríkis-
ráðherrann hefur enn þá ekki ákveðið
hvernig þjóðbúningurinn skulivera. '
Fyrst um sinn má hver vera svo |
búinn sem hann vill.«
Það liggur við að gáski hlaupi
í mig. Jeg spyr um hermennina,
svarið er bara hviss. Jeg tala um
Norður-Kína og Suður-Kína. Svarið
er upphrópun. Yuan-Shi-Kai er
hættur að hlusta á og túlkurinn
heldur sjáfur við samtalinu. Þegar
jeg spyr um sambúð þeirra Yuan-
Shi Kai og Sun-Yat-Sen’s gefur
það samt tilefni til langrar og heitrar
samræðu milli forsetans og túlksins.
Að fimm mínútum liðnum kemur
svarið: »Forsetinn og Sun-Yat-Sen
eru báðir föðurlandsvinir miklir,
hver á sína vísu«. Því er jeg nú
líka á.
Mjer sárnaði að sjá teið í bollan-
um á borðinu: það er fyrir löngu
orðið kalt. Jeg veit að ekki má
bragða á því: þegar húsbóndinn
snertir handarhaldið á bollanum, er
það bending til gestsins að fara út. i
Og nú á jeg eftir eina spurningu.
Jeg spyr, hvernig hugsað sje að
koma því til vegar, að eitt mál verði
í Kínaveldi. Þvf óneitanlega hefur
það ekki svo litla hagkvæma þýðingu
fyrir þjóðina, sem er 400 miljónir
og talar 9 tungur og meira en 80
mállýskur, að hún hafi eitt og ið
sama mál. Mig langar nú til að
vita, hverja stefnu forsetinn tekur í
þessu máli. Það fæ jeg líka að
vita. Að stundarkorni liðnu kemur
túlkurinn með svarið: »Jeg mun
gefa út tilskipun um, að málið skuli
vera eitt«. Það er orða^ hjer um
bil svona: »Já,efjegget gert yður
ánægju með því, skal jeg fyrirskipa
að málið verði eitt.« — Jeg ætlaði
einmitt að fara að þakka honum
fyrir þessa hugulsemi, þegar stundin
mikla rann upp: Yuan-Shi-Kai grípur
bollann sinn, jeg geri sama, stend
upp og kveð.
Þegar jeg kem út, spyr jeg sjálfan
mig, hvers jeg hafi orðið vísari.
Við mjer gín Ginnungagap Búdda-
trúarmanna. En spekingurinn segir
»Úr tóminu verður Ijósið til«. Og
eftir þeirri kenningu hlýt jeg bráðum
að verða að bengölsku báli.
(Eftir »Verdens Qang« 16. f. m.)
Frí
merki kaupir háu verði I.
Östlund, Laufásveg 43.
Titanic.
Þótt ísl. blöð sje nú því naer hætt að
ræða um Titanic siysið mikla, þá er
fjarri því að það sje rekið út af dag-
skrá í erlendum blöðum. Rjettarhöld
hafa verið háð mikil í málinu, sem
hafa skýrt það. Hefur stundum
virst heldur falla skuggi á orðstír yfir-
manna en þó Ieikur það á tveim
tungum. Hjer er ekki rúm til þess að
þræða rjettarhöld þessi að öllu, en
sagt skal frá einu þeirra, er haldið var
yfir Mr. Ismay stuttu eftir að hann
var heimkominn til Englands frá Banda-
ríkjunum. Þótti rjettarhald þetta tals-
verðu varða þar í landi og gerðu blöð-
in sjer mikin mat úr því. Má því
vera að lesendur Vísis sje því eigi
mótfallnir, að hjer sje sagt frá því.
Vjer gefum Daily Mail orðið:
Mr. Ismay forstjóri White Star
línnnar, nafnkunnastur þeirra manna
er komust Iífs af frá Titanic, var
kallaður fyrir rannsóknarrjettinn.
Hafði þust að múgur og marg-
menni er kunnugt varð, að nú átti
að halda rjettarhald y|ir þessum
manni. Menn flyktust að í kerrum
og vögnum og fyltu salinn og á-
heyrendapallana á svipstundu.
Mr. Ismay sat kyrr og skýrði írá
því sem á dagana hafði drifið, en
var hvíldarlaust að blaða í stóru
umslagi í arkarbroti. Áheyrendurn-
ir sáu hann greinilega þar sem
hann stóð upp, því að dómarar og
lögmenn sátu (umhverfis) enda er
maðurinn hár og hnarreistur. Hann
snöri bakinu að mynd af Titanic,
sem hjekk á veggnum og frá áhorf-
endum að sjá bar hann oft við
hvíta strykið, sem merkt var á upp-
dráttinn, þar sem áreksturinn hafði
orðið. Rannsóknardómarinn spurði
Mr. Ismay um hraða skipsins og
viðvörunina um að ís væri fram-
undan. Hann svaraði skjótt, en
ekki allskostar beint og einu sinni
varð forsetinn að grípa fram í:
»Svarið spurningunni,gerið svo vel.«
Mr. Ismay sagði, að engi nauð-
syn hefði verið á, að hægja gang-
inn vegna íss á heiðskíru kveldi.
»Jeg held því fram, að skipstjóri
hafi farið rjett að með þvíað hraða
sjer í gegnum ísinn úr því skil-
yrði voru hagkvæm.*
Mr. Ismay tjáði hversu hann hefði
hjálpað konum og börnum í bát-
ana og hvernig það atvikaðist, að
hann komst lífs af. Það var engin
fyrirskipan að hann skyldi fara í
bát. Hann sá einnig eins og önn-
ur vitni Ijós á hafinu, en hann var
viss um, að þau Ijós voru önnur,
en þau á eimskipinu Cal i forn ian
Þegar Mr. Clem Edwards þing-
maður, tók að gagnspyrja vitnið
tóku spurningarnar að verða all-
hvassar. Hann vildi sýna, að Mr.
Ismay hefði ekki átt að yfirgefa
skipið á undan öðrum. MerSey lá-
varður greip fram í og sagði við
Mr. Edwards: »Yður finst. að því
er jeg fæ skilið, að skylda hans
hefði verið að bíða á skipinu, uns
það sökk til grunna. Það kom
augnabliks hik á Mr. Edwards áð-
ur hann svaraði: já, jeg vík ekki
hót frá því.
Hver átti Titanic?
Mr. Ismay sagðist vera fram-
kvæmdarstjóri Oceanic Steam Na-
vigation Co, ensks fjelags, er lög-
skráð væri í Liverpool og ætti það
fjelag White Star línuna. Fjelagið
International Mercantile Marine Go,
sem einnig gengi undir nafninu
American Shipping Trust ætti stór-
fje í þessu Oceanic Steam Navi-
gation Company.
Þessi hluteign væri áburðarmesti
þátturinn í eignum The Internatio-
nal Co. og væri nærri því helm-
ingurinn af þeim skipastól, sem
The American Trust rjeði yfir —
og hefur það þó hönd yfir Mis-
sissippi Dominion Line, The Bri-
tish North-Atlantic og Atlantic Trans-
port Line og forráð fyrir Leyland
línunni. Smálestatal þeirra skipa,
sem í þessum hrtng eru næmi nær-
felt miljón.
Forseti: Er því þá svo farið, að
þótt þessi skip, þarámeðal Titanic,
sje lögskráð undir breskt flagg,
þá sje þau reyndar vestheimsk eign?
Mr. ísmay: Ákveðinn hluti hluta-
brjefa í The International Mercan-
tile Marine Co. er hjerlend eign.
Forseti: Jeg vildi biðja yður að
segja mjer hvað til þess kemur, að
Vesturheimskt fjelag stýrir málum
sínum undir enskum lögum eins
og það væri enskt fjelag.
Mr. Ismay: Því get jeg ekki svarað:
Forseti: Jeghjelt þóaðþjer mund-
uð vita þaðx um Titanic getið þjer
sagt mjer, var það skip eign ameríku-
manna?
Mr. Ismay: Vissulega-
Forseti: Jeg þarf að vita hvers-
vegna vestheimkst fjelag skrásetur skip
sín og stjórnar undir bresku flaggi.
Mr. I.: Þau geta ekki orðið skrá-
sett undir vestheimsku flaggi. Þau
eru ekki smíðuð í Vesturheimi. Til
þess að skip geti siglt undir vest-
hemisku flaggi verður það að vera
smíðað þar í landi.
»Óbreyttur farþegi«.
Rannsóknardómari: Þjer fóruð
þessa ferð af því að yður langaði
til að fara fyrstu ferðina þar sem
þjer eruð framvæmdastjóri fjelagsíns,
til þess að sjá hversku skipinu gengi,
geri jeg ráð fyrir?
Mr. I.: Svo er það. Við höfum
annað skip í smíðum og þurfturn
auðvitað að vita hversu Titanic
vegnaði.
Rannsd.: Þjer voruð þar ekki
sem óbreyttur farþegi?
Frh.