Vikan - 05.08.1912, Side 1

Vikan - 05.08.1912, Side 1
1. ár (18) 2 ársfj. !• tbl. G-. Gíslason & Hay Ltd. Reykjavík hafa miklar byrgðir af SALTI til sölu með vægu verði. dagMaðsuvs *\3\s\^ G. Gíslason&Hay Ltd. j Leith & Reykjavík annast um sölu á allskonar fsl. ? afurðum. Leitið nánari upplýs- | inga á skrifstofunni í Reykjavík. s Ásfjórðungurirtn .kostar innanlands 60 au. sem greiðist fyrirfram. Erlendis 75 au. eða 20 cents. Eeykjavík 5. ágúst 1912 2. ársfjórðungur er talinn til okV.oka.— Fastir útkomudagar mánudagar. Aukablöð við og við. Frá ólympisku leikunum. Sigurjón Pjetursson glímukappt, í Olympíuleikum (Frá frjettaritara Vísis). Stokkhólmi 14. júlí. Sigurjón glímdi í miðþungaflokki B, svo sem hann hafði ætlað sjer. í þeim flokki mega nienn vera 150 til 165 pd. að þyngd. Keppendur voru 50 og var eng- inn þeirra ljettari en 160 pd. Sunnudaginn 7. þ. m. hófst or- ustan. Hver keppandi sem var yfirunninn tvisvar varð að ganga úr leik og voru 20 úr sögunni þeg- ar fyrsta daginn. Þann dag glímdi Sigurjón við Finnlending að nafni Gustav Len- nart Lind og fjell Finnlendingurinn eftir liálf tíma viðureign. Næsta dag glímdi Sigurión við hinn alþekta heimsmeistara J. K. Salila frá Finnlandi og lagði Sigurj. . hann á einni mínútu. Sálila þessi glímdi í Höfn í vet- ur í þyngsta flokki og lagði þar alla og Sigurjón líka, sem var þar á giímuæfingum. Nú hafði Salila Ijett sig svo, að hann aðeins varð tekinn í mið- þungaflokk, B. Miðvikudag glímdi Sigurj. næsta sinni og var jeg að vonast að hann væri nú laus við Finnana, en þeir eru álitnir hættulegustu og harð- snúnustu glímumennirnir. En er Sigurj. kemur upp á pall- inn kemur enn í móti honum Finrii stór og vígalegur. Sá nefndist Oskar Wiklund. Hófst nú hörð orusta og var sótt og varist vel af beggja hálfu og lauk svo fyrsta hálftíman- um, að ekki mátti á milli sjá hvor betur liafði. Eftir að svitinn var af þeim þerraður, tóku þeir saman enn og stóðu aftur jafnir er næsti hálftími var á enda. í þriðja sinn reyndu þeir með sjer hálfa klukkustund og urðu jafn- ir. Lengur (en 1 og hálfa kl. st.) er ekki leyfilegt að glíma og varð eftir reglum leikanna að dæma öðr- um hvorum sigurinn og náði Wik- lund honum. Það er sigur fyrir »Poáng« eða hálfbyltu sem við myndum kalla það, Eftir þessa viðureign var Sigurj. þreyttur nijög, en varð þó að glíma aftur eftir þrjá tíina rg það við fjórða Finnlendinginn August Rajala og lagði Sigurj. hann á 2 mínút- um. En af Wiklund er það að segja, að er hann átti að glíma aft- ur, var hann óvígur (handlama)eftir ; glímuna við Sigurj., og gekk hann i úr leik. | Föstudaginr stóðu eftir 9 af mið- j þungaflokki B, og var Sigurj. einn í þeirra og mátti hann nú aldrei bera j lægri hiut til þess að geta tekið þátt í lokaglímunni, »Fínalinu«, en því láni var ekki að fagna, því nú fjell Sigurj. fyrir Ungverja, B. Varga að nafni, hafði hann þá hlotið tvær byltur og varð þvt að hætta. Til lokaglímu komsut þessir þrír: B. Varga frá Ungverjalandi, J. J. Böling frá Finnlandi og A. O. Ahlgren frá Svíþjóð. Stokkhólmi 14 júlí. Dómur Englendíngs uni ; íslenska glímu. Englendingur nokkur, er nefnir sig Duns Scotus, lýsir fyrst sænsk- um knattleik allmerkilegum, er hon- um þykir mikið koma til og segir svo: »Hin ágætis sýningin var sú teg- und fangbragða, er íslendingar nefna glímu, og sem mjer undirrituðum þótti fegursti fangbragðaleikurinn, sem jeg hef sjeð til þessa á íþrótta- sviðinu. — Þessi fámenna sveit ís- lendinga, í nærskornum ullarfötum r með belti fastgyrt um mittið, kom mjer fyrir sjónir í rökkrinu nærri því sem þar væri komnir aflrauna- menn frá Gnkklandi hinu forna, — svo voru þeir aðdáanlega fagur- limaðir og vel vaxnir. Tveir þeirra tókust á beltistökum- — og svo var sem leikur þeirra færi mestfram í loftinu, þar sem hver brá öðrum upp og við og við brá fyrir hvað j eftir annað, liðlegum mjallhvít- um limum, sem hófustáloft, teygðu sig,- vöfðust hverir um aðra, fljúg- andi, fallandi.* (Aftonbladet (10. júlí.) P. Coubertien formaður alþjóða ólympisku nefnd- arinnar hefur sagt það um íslensku glímuna, að hún væri einhver allra fegursta íþrótt, sem hann hefði sjeð. Glímubikarinn. Landi vor Sveinbjörnsson yfir- kennari í Árósum het'ur gengist fyrir samskotum meðal landa í Danmörku til þess að kaupa fyrir silfurbikar er keppa á um í íslenskri giíinu í ólympisku leikunum og er glím- unni þar tneð komið inn í leikana til almennrar þátttöku. * Maraþónshlaupin Af öllum íþróttum sem hjer eru framdar virðist mjer hlaupin. vekja mesta eftirtekt. enda líður ekki svo nokkur dagur að ekki sje eitthvað hlaupið. í dag er Maraþónshlaupið. Það er sá þáttur leikanna sem mest þykir u;u vert. Hjer keppa níutíu og einn maður. Vinningar. Hjer kemur tafla yfir vinninga á ólympisku leikunum eins og sakir stóðu í dag: . a ’c -2 c > l.verðlaun 2.verðlaun C 3 & XO v- <D CG Ameríka 100 18 15 16 Svíaríki 71 13 12 8 England 53 6 12 11 Pýskaland 23 3 5 4 Finnland 23 4 3 0 Frakkland 21 5 2 2 Ítalía 13 3 1 2 Suður-Afríka 11 3 1 — Danmörk 11 — 4 3 Noregur 10 1 2 3 Eyálfan 9 1 2 2 Ungarn 8 1 2 1 Kanada 8 2 1 — Rússland 3 — 1 1 Austurríki 3 — 1 1 Grikkland 3 1 — — Belgía 3 1 — — Holland 2 2 íslensku glímumennirnir fara hjeðan í þessari viku heim á leið. Þeir hafa verið beðnir að glfma á íþróttamóti í Málmey og verða þrenn verðlaun að keppa um. Þaðan fara þeir til Kaupmanna- hafnar og taka sjer þar far með Botníu 3. ágúst. En hingað er þeirra þá von hinn 10. (áætlunar- dagur 11.) [Frá frjettaritara Vísis.] Vasaþjófnaður stórkostleg- ur var framinn við ólympisku leik- ana í Stokkhólmi 10. f. m. Var 5000 krónum stolið þar af manni. Grunaður er útlendur maður prúð- búinn, sem líklega er meðlimur ein- hvers bófafjelags.— Parna er ágætis »aðstöðuhagræði« fyrir slíka menn um þessar mundir. Sólin. Aflgjafi framtíðariunar. Einhverntíma þrjóta hinar stór- kostlegu kolabirgðir jarðarinnar. Sú kemur tíðin, að »móðir jörð« á ekki meira að láta í tje af þessu dýrmæta efni. Svo hefur fróðum mönnum talist til, að námur Bret- lands verði tæmdar eftir 175 ár, og jafnvel þótt finnast kunni stór koialög í jörðu innan þess tíma, hlýtur þó einhverntíma að reka að því að kolin þrjóti. Hvað á þá að taka tii bragðs? Kolin eru aðal aflgjafi vor, og hvern- ig á að’ fulluægja sívaxandi aflþörf til iðnaðar og samgöngufæra. Eðlisfræðingurinn nrikli, William Ramsey lávarður, hefur tekið þetta atriði til mjög alvarlegrar íhugun- ar. Sem afigjafi, er geti komið í stað kolanna, nefnir eðlisfræðingur- inn rennandi vatn, sjáfarflóð, vind og sól. Frá ómunatið hafa tilraun- ir verið gerðar tií þess að hagnýta sjer sólarhitatin beint á ýmsan hátt. Oft hefur verið reynt að láta sólar- geislann verka beiiYt álítinnflöt með Ijósbrjótum og speglum, eða þá á vatn sem gert er sjóðandi á þann hátt og gufan svo notuð sem afl- gjafi, en engin þessara tilrauna hefur kotnið að fullum notuin. ; Nú hefur samt Vesturhéimsmann- i inum Frank Shuman tekist að búa | til verkfæri, sem gerir unt að breyta sólarhitanum í hreyfiafl. Hann hef- ur sett tilraunastöð á stofn nálægt Fíladelfíu. Með reglubundnu aftur- kasti sólargeislanna í dálítinn ketil sem œther er í, breytist ætherinn í gufu og er hún látin knýja vjel. Shuman fullyrðir, að auðvelt sje að ! framleiða þannig 10,000 hesta afl. I Til þess að þetta megi vel tak- ast, verður að koma þessu fyrir ná- lægt jörðu, svo vindurinn geti ekki truflað og spillt fyrir. Í þessari sólkraftarverksmiðju, sem Shuman hefur hugsað sjer eft- ir langvarandi tilraunir, er geisla- sogvjel, gufuvjel, gufuþjettivjel og ýmsar aðstoðarvjelar. Gufupípur frá ýmsum vjelum liggja saman í eina, stóra gufupípu, er gufan fer eftir inn í vjelina. Gufuvjel þessi er af alveg nýrri gerð og nofar mjög litla gufu tiltölulega. Aflið frá þessari fyrstu tilrauna- stöð var notað til að hreyfa gufu- dæiu af venjulegri gerð. Alt gekk mjög vel meðan sólskin var. — Vjelin dældi 12,000 lítrum af vatni á 33 feta hæð á 1 mínútu. Til- raunirnar sýndu, að 10,296 ferfeta geislasogflötur getur framleitt 4825 pd. af gufu á 8 kl. tfmum. En miklu meira má framleiða, ef vjelin er notuð i hitabeltinu, því á norð- lægum breiddarstigum næst ekki nærri því slíkur geislakraftur sem þar. Tiiraunastöðina á að flytja til Egyptalands og verður tekið til starfa og má gera sjer góða von um að þar geti tilraun þessi notið sín.* (Þýtt.) Forsætisráðherrann í Serbíu, dr. Milavanovics dó 1. þ. m. í Bel- grad. Hann var föðurlandsvinur mikill og ágætismaður svo hans er jafnt saknað af öllum flokkum þar í landi. Þegar Austurríki inn- limaði Bosníu og Herzegovínu 1903 — 9 var hann utanríkisráðherra og ferðaðist milli höfuðborga stór- veldanna til þess að tala máli þjóð- ar sinnar og fjekk miklu góðu til vegar komið er vandræðin vofðu þá sem mest yfir Balkanskaga.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/218

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.