Vikan - 12.08.1912, Qupperneq 2
V I K A N
Nefndarálit
minni hlutans um frv. til laga um
stofnun peningalotterís fyrir fsland.
Enga samleið á jeg við hina nefnd-
armennina i þessu máli. Ber eink-
um tvent til. Það fyrsta, að jeg vil
með engu móti bendla nafn lands-
ins við slíkt fjeglæframál. Hittann-
að, að jeg er þeim ósamþykkur um
fyrirkomulagið á happdrættinu, ef
það á að komast á fót.
Happdrætti nefni jeg slík fyrir-
tæki, því að jeg Ijæ eigi mitt lið
til þess að lögfesta orðskrípið lotteri
í íslensku máli. Ágæti happdrætt-
is sjest Ijósast á ætt þess og upp-
runa. Það er runnið af veðmálum
og fjárþættuspiluni og hefur enn
einkenni þeirra, þótt menn hafi leit-
ast við því, að gera áhættuna skap-
legri fyrir þá, sem kaupa happdrætt-
ismiðana. Hefur það verið gert
með því, að takmarka miðafjöld-
ann og fjölga happadráttum, koma
föstu skipulagi á dráttinn og hafa
eft'rlit með því, að eigi sje svikið.
En eigi að síður hefur bæði Frakk-
land og England lagt niður þau
happdrætti, er þar höfðu verið, og
allir kannast við, að peningahapp-
drætti sjeu fjeglæfrar. Sama má
auðvitað segja um iðnaðarhapp-
drætti, en þó er hættan þar langt-
um minni og einkum er freisting-
in margfalt minni fyrir almenning.
Svo er og um góðgerðahappadrætti
í eitt og eitt sinn og eins um vaxta-
happdrætti. Hitt er alkunna, að í
peningahappdrætti eru menn gintir
með voninni um að geta unnið stór-'
auð, 1000000 kr., eða þar um bil.
Auk þess er hlutum skift í sundur,
jafnvel í tíundir, til þess að fátækl-
ingar ginnist til að kaupa. Eru því
margir ágætir menn á þeirri skoð
un, sem kemur frarn i þessum orð-
um Dr. Max von Heckel, kennara
í háskólanum í Míinster í W.: »Rík—
ið má aldrei nota nje á nokkurn hátt
styðja happdrættisskaðræðið, því að
það verður að vita siðferðisskyldu
þá, sem á því hvílir, og þekkja verk-
efni sín í þjóðarbúskapnum og í
lagasetning um alþjóðar hag«. Seg-
ir hann þetta bæði um það, er rík-
ið rekur sjálft happdrættið, og er
það leigir það öðrum eða veitir
öðrum leyfi til slíks fyrirtækis, eða
ábyrgist eða hefur eftirlit með slík-
um fyrirtækjum, og jafnvel um happ-
drætti í góðgerðaskyni.
Hin ýmsu ríki líta misjafnt á þetta
mál, og hafa sum þeirra peninga-
happdrætti. Þó eru hin fleiri, sem
hafa aldrei haft það, eða lagt það
niður, þótt þau hafi haft það áður.
Nú eru peningahappdrætti í þess-
um ríkjum: Austurríki, Ítalíu (í þess-
um báðum töluveðjanar happdrætti),
Þýskalandi (Prússlandi, Saxlandi,
Hamborg), Ungverjalandi, Hollandi,
Spáni, Danmörku og Serbíu. Hjer
af má sjá, að það eru ýkjur hjá
meiri hluta nefndarinnar, að »lotteri
er nálega til í landi hverju«.
En hitt er rjett, sem þar segir,
að ýmist reka ríkin slík fyrirtæki
sjálf, eða þau selja þau einstökum
mönnum á leigu. En hvort fyrir-
komulagið sem haft er, þá er hjer
um ríkiseinokun að ræða, ríkisein-
okun á vöru, sem ríki er ósam- .
boðið að versla með, ríkiseinokun I
á tálvonasölu. Þykir mjer harla ein-
kennilegt, er þessi nefnd gleypir við
þessari ríkiseinokun, en má enga
aðra heyra nefnda. Eru þó sann-
arlega færri blóðpeningar í þeim
gróða, sem landið gæti haft af því
að versla sjálft með steinolíu, tó-
bak o. fl.
Uppruní happdrættis er ihur,
grundvöllurinn er ginning og gróð-
inn illa fenginn. Og hvernig verða
afleiðingarnar? Árið 1873 var stofn-
aður fvrsti sparisjóðurinn hjer á
landi. Þá áttu menn enga spari-
skildinga, en nú eiga þeir hjer um
bil 6 miljónir í sparisjóðum. Þar
á sjest uppeldiskraftur þeirrarstofn
unar. Peningahappdrætti vinnur í
, alveg öfuga átt, það tvístrar og kenn-
ir monnum að láta kyifu ráða kasti
og að ala blindar vonir. Eru þær
afleiðingar fátækri þjóð allhættu-
legar. En þó verða þær afleiðing-
ar oss hættulegri, að virðing lands-
ins og lánstraust fer alveg forgörð-
um, er aðrar þjóðir sjá oss taka til
slíkra örþrifráða. Mun slíkt vekja
grun þeirra um, að hagur landsins
allur sje á fallanda fæti, einkum fyr-
ir þá sök að fylgismenn þessa frum-
varps munu reyna að rjettlæta til-
tektir sínar með erfiðum fjárhag.
Þó er það á allra vitorði, að fjár-
hagur landsins er alis eigi þröng-
ur, heldur stafa misfellurnar af því,
að of mfkið hefur verið lánað úr
viðlagasjóði, svo að peningaforði
er eigi nægur sem stendur. En sú
hin sama nefnd, sem fjallar um
þetta mál, hefur með höndum gnægð
af frumvörpum og tillögum, sem
hvert um sig nægir til umbóta á
þessu.
Af framantöldum ástæðum verð-
ur tillaga mín sú, að ísland setji
aldrei peningahappdrætti á stofn,
allra síst með þeim hætti, að það
selji öðrum í hendur einokun á
svo glæfralegu gróðafyrirtæki, Skora
jeg því á deildina að fella þessi
lög.
En jeg þykist mega ráða það af
undirtektum nefndarmanna og ann-
ara þingmanna, að meiri hluti þeirra
verði svo frekur til fjárins, að þeir
vilji hafa það fyrir hvern mun. Jeg
geri því til vara nokkrar breytingar-
tillögur, sem bæta nokkuð úr, ef
illa á að fara.
Það er vitaður hlutur, að þeir
menn, sem nefndir eru í 11. gr.,
hafa eigi fjármagn til áð reka slíkt
fyrirtæki, og að aðrir menn standa
að baki þeirra^ En vel má vera,
að aðrir menn geti fundið aðra
bakhjarla, er byði betri kjör. Er því
rjettast að binda heimildina ekki
við neitt nafn.
Leyfisbeiðendur vilja sleppa með
því, að happadrættir nemi 70%
samantöldum iðgjöldum fyrir alla
hlutina í flokknum. En í flestum
flokkuðum happdrættisfyrirtækjum
mun þessi hundraðstala vera hærri
alt að 90%. Sýnist því eigi of-
hátt, Joótt þetta væri sett 80%- Lví
að naumast er ráð fyrir því ger-
andi, að þingmenn vilji leigja nafn
og heiður landsins, nema fyrir því
verði sjeð, að áhætta hlutkaupanda
verði eigi meiri en tíðkast annar-
staðar. Hjer þyrfti að bæta inn í
ákvæði um það, hversu margir
happadrættir skuli vera.
Alþingi hefur eigi vaid til þess
að setja lög um, að slíkt fyrirtæki
sem þetta skuli eiga heima í Kaup-
mannahöfn. Því að við höfum
engin yfirráð yfir Dönum. Gæt-
um vjereinsvel sett í lögin að drætt-
ir skyldu fram fara í Hamborg eða
Paris. Væntanlegum leyfishöfum
yrði slíkt lagaákvæði ónýtt, ef það
fengi eigi góðfúslega leyfi hjá stjórn
þess lands, eða væri það heimilt
eftir þess lögum. Hins vegar get-
ur oss enginn hagur verið í því,
að binda þá við Kaupmannahöfn,
fremnr en einhvern annan stórbæ
einkum þar þar sem á öðrum stað
í lögunum er bannaðað selja happ-
drættismiða í Danmörku. Mundu
og flestir hyggja, að hjer væri um
■ nýtt nýlendu happdrætti (Kolonial-
lotterie) að ræða, enda mundu Dan-
ir leyfa slíkt einmitt í þeirri veru
(sbr. orðin utan ríkis í 4. gr.). Af-
leiðing þessa er sú, að fyrirtækið
verður að eiga hema í Reykjavík
og drættir að fara fram hjer.
Þrjátíu ár er langur tími. í Ung-
verjalandi leigir stjórnin hlutafjelagi
einu rúml. hálfu stærra happdrætti
og lætur það gjalda 3000000 franka
eftir á ári hverju, og þó ekki nema
til 20 ára.
Árgjaldið til landssjóðs er altof
lítið. Ungverjalands var getið hjer
að ofan. Prússar borga 1630000
mörk fyrir samskonar leyfi í Brúns-
vík. Holland hefur peningahapp-
drætti, þar sem alls eru seldir
105000 seðlar á 90 kr. hver. Upp
úr því hefur landið 846,000 kr.
eða 8.95%. Hið flokkaða happdrætti
Dana (Klasselotteriet) selur 100000
hluti á ári fyrir 50 kr. hvern og
og græðir á því 1550000 kr. (1909)
þ. e. 31%. Spánn tekur 27% í lands-
sjóð sinn og græðir 35250000 franka
(peseta) [1909]. Serbia selur á ári
60000 hluti á 120 franka hvern og
fær í hreinan ágóða 600000 franka
eða 8.33%. Hygg jeg að eigi mur.i
vaxa lánstraust íslands, ef það Ijær
nafn sitt fyrir svo lítið, sem til er
skilið í frv.
Að setja þjóðbankann í Kaupmanna-
höfn inn í þessa lagasmíð er með
ölluástæðulaust. Tryggingin áhvergi
annarstaðar að vera en í landsbank-
anum.
Óskiljanleg er mjer sú meinbægni
við Dani og nýlendur þeirra, að
banna þeim að freista hamingju sinn-
ar í þessu happdrætti, ef þá fýsir
Eða mundi leyfið tekið aftur, ef
Danir leyfðu sjálfir sölu þar í landi?
Hvað þýða orðin »utan ríkis«?
Er átt við ríkið ísland, sem er að
vísu fullvalda ríki að rjettum lögum,
eða er átt við »hið safnaða danska
ríki«, sem ásælni Dana vill hnoða
oss inn í, og lítilsigldir fslendingar
vilja bræða oss saman við? Þykir
mjer hætt við, að sá skilningur verði
ofan á, að ríki þetta sje danskt.
Niðurstaðan verður þá sú, að Danir
eru varðir fyrir tálvonaverslun í ís-
lands nafni, en vjer erum varnar-
lausir fyrir einokunarverslun, leigðri
og óleigðri, með danskar tálvonir
um gull og gróða. Hjer er sjálf-
sagt að setja í lögin »utan íslands*
í stað »utan ríkis«.
Bjarni Jónsson frá Vogi.
Sameinað þing
átti fund með sjer 7. þ.m. kl. 11 %
árdegis. Hannes Hafstein settist í
forsetastól í síðasta sinn og baðst
undan að gegna því starfi lengur
með því að hann væri nú orðinn
ráðherra, Óskaði að þingheimur
leysti sig frá því og var það gert.
— Snaraðiat hann pví næst úr sæt-
inu, en Eiríkur Briem vatt sjer þang-
að í stað hans. Sigurður í Vigur
þuldi fundarbók. — Þá var dæmt
um kjörbrjef Jóns í Múla, — hann
var nýkominn til þings frá Eng-
landi. Hefur verið þar til Jækninga.
Guðlaugur framsögumaður kjör-
brjefanefndar kvað ekkert við kjör-
brjef Jóns að athuga. Var það síð-
an samþykt.
Þá var kosinn forseti sameinaðs
þings í stað Hafsteins. Kosning
fór fram á miðum undir helgri
þögn. Jón Magnússon hlaut »heið-
urinn« með 22atkv., Jókannes sýslu-
maður fjckk 1 atkvæði og LHB eitt,
en fjórtán miðar vóru auðir. Skor-
aði E. Br. á nýja forsetann að
leysa sig þegar af hólmi. Hann
varð við því, þakkaði fyrir »traust-
ið« og sagði síðan fundi slitið.
Fyrirspurn
til ráðherra. Frá Jóni Ólafssyni,
Lárusi H. Bjarnasyni, Pjetri Jóns-
syni, Bjarna Jónssyni, Birni Kyist-
jánssyni, Eggert Pálssyni, Valtý Ouð-
mundssyni.
Er það satt, að stjórnarráðið hafi
leyft að flytja hingað á höfnina frá
útlöndum áfenga drykki, sem geymdir
sjeu í skipi hjer á höfninni til af-
hendingar erlendum skipshöfnum,og
það ótollað ?
Ef svo er, með hverrijlagaheimild
og af hverjum ástæðum er þetta
gert?
Nýlunda.
Það varð til nýlundu í 5. þ. m.
í n. d., að 13 þingmenn kröfðust
þess af forseta skriflega. að hann
tæki á dagskrá næsta dags mál, sem
vísað hafði verið til nefndar, —
nefndin hafði ekki afgreitt. Þett var
frv. um áhugatollinn (þ. e. toll af
síldarlýsi og fiskmjöli, sem ekki er
til, o. fl.). Undir þessa kröfu höfðu
þeirritað: Guðlaugur, Hafstein, Sig-
urður Sigurðsson og 10 aðrir. —
L. H. B. kvað það brot á allri
þingvenju og þingsköpum að taka
mál úr nefnd með valdi, áður en
hún hefði lokið störfum sínum. —
Guðlaugur sagði deildina hafa meira
vald en nefnd og hefði hún fult
vald til þess að taka mál af nefnd
ef henni þóknaðist. — Hafstein var
á líku máli Varð nokkurt hnútu-
kast um þetta. — Forseti kvaðst
bera það undir deildina næsta dag,
hvort taka skyldi málið á dagskrá
eða ekki.
í gær lýsti svo forseti yfir því,
að »eftir atvikum« (— eins og nú ger-
ist um allan »afslátt« og hringl —)
hafi það orðið að samkomulagi, að
fresta þessu máli uns nefndin hafi
sagt skoðun sína á því.
Svo fór um sjóferð þá!
--» «-
Um styrktarsjóð kennara
var rætt í n. d. 6. þ. m.—L. H. B.
og fl. höfðu viljað auka tillag úr