Vikan - 12.08.1912, Page 3
V I K A N
landssjóði til styrktarsjóðs barna
kennara úr 1000 (!) krónum á ári
upp í 2500, og — gera nokkrar smá-
breytingar aðrar á eldri lögum um
þessi efni. — Frumv. sætti mót-
mælum frá J. Magns. og Tryggva
í Kothvammi. Einar á Geldinga-
læk var og nokkuð á öðru máli
en L. H. B. — Bjarna Jónssyni
þótti hlægilegt, að þingið væri and-
vígt því að styðja heila stjett í
landinu með tillagi,sem næmi minna
en laun eins ernbœttismanns, er ekki
mundi þó þykjast ofhaldinn. Þjóð-
inni væri og mjög mikið undirþví
komið, að kennarastjettin gæti rækt
störf sín sem best, en með enga
stjett væri jafn illa farið hjer á landi.
L. H. B, svaraði mótbárum, — þótti
J. M. koma nú úr annari átt en í
nefndinni um þetta mál, — sagði
þann höggva, er hlífa skyldi, er
Tryggvi vildi amast við lítilsháttar
umbót á kjörum barnakennarastjett-
arinnar. Honum hafði ekki fund-
ist Einar á Geldingalæk fara nógu
veglegum orðum um embættismenn
og skaut því fram, að hann efað-
ist um, hvort þingið myndi verða
betur skipað, þótt tómir bændur
sæti á þingi, t. d. 40 Einarar frá
Geldingalæk. — Einar kvaðst aldrei
hafa haldið því fram, að bændur
einir ætti að sitja á þingi og vissi,
að það myndi ekki vel skipað með
»40 Einurum frá Geldingalæk«, en
hitt þætti sjer og vafamál, hvort
það væri allskostar vel skipað, þótt
þar væri 40 prófessorar, 40 1, þm.
Reykvíkinga, 40 Lárusar Bjarna-
synir. Að vísu mundu þingtíðind-
in lengjast við það, en samvinnan
og samkomulagið myndi þá verða
eftir því.
Áheyrendur höfðu gaman að
þessu hnútukasti, þar á meðal nokkr-
ir Þjóðverjar, þótt þeir skildi ekki
annað en rödd og látbragð þing-
mannanna.
Málið komst til þriðju umr. nieð
litlum atkvæðamun.
Fleira gerðist ekki sögul. í n. d.,
en til hinnar deildarinnar gat jeg
ekki heyrt neitt.
Áheyrandi.
Eyðing hinna hraustu.
(Eftir Heimskr.)
Sjera Dr. J. A. Macdonald, rit-
stjóri blaðsins Toronto Globe, flutti
ræðu í St. Stephens kirkjunni hjer
í borg á sunnudaginn var um af-
leiðingar stríða. Hann hjelt fram
þeirri skoðun, að styrjaldir eyddu
bestu mönnum þjóðanna; hinir hug-
prúðustu fjellu vanalega fyrst fyrir
vopnum óvinanna, en þeir veikari
og óhæfari lifðu eftir, og af þeim
orsökum væri það, að afturför hefði
komið í hinar hraustu fornþjóðir,
Grikkja og Rómverja. Hann benti
á, að Canada væri eina þjóðin í
heiminum, sem aldrei hefði staðið
í hernaði og enga herskuld hefði
að bera, og lýsti því, hvernig Ca-
nada væri sett sem friðarband milli
Breta og Bandaríkjamanna, og að
þetta væri aðalverkefni Canada í
komandi tíð. Um hundrað ára
tímabil hefðu engin varnavirki verið
reist á landamærum Canada og
Bandaríkjanna. En jafnframt ljet
hann þá skoðun í ljós, að ef önn-
ur þessara þjóða, Bandaríkin eða
Canada, settu herskip á stórvötnin
til þess að tryggja framtíðarfrið
með þeim — þá mundi það ó-
umflýanlega leiða til ófriðar. Sú
staðhæfing manna, að á friðartím-
um beri þjóðunum að undirbúa
sig til hernaðar, væri ekki á rök-
um bygð. Einmitt þá bæri þjóð-
unum skylda til þess enn betur að
tryggja friðinn. Ekkert þýðingar-
mikið mál hefði nokkru sinni ver-
ið leitt algerlega til lykta með hern-
aði. Þá færði hann nokkur reikn-
ingsleg rök að máli sínu og sagði,
að á síðasta ári hefðu tíu mestu
herþjóðirnar haldið yfir fjórum
miljónum manna við hernaðarstörf,
og að þá hefði herskuld bresku
þjóðarinnar verið 340 milj. doll.
Ástand Þjóðverja í þessu tilliti væri
ilt og ástand Rússa ennþá verra,
og Bandaríkin hefðu borgað til her-
þarfa á sl. ári 283 miljónir doliars.
Nú væru á Bretlandi margar milíónir
manna sem lifðu við sult.
Þá gat ræðumaður um áhrif þau
sem hernaður hefði á þjóðirnar, og
sýni fram á, að hann rændi þær
hugprúðustu og göfugustu borgur-
unum, — það væru mennirnir, sem
legðu út í hernað. í borgarstríði
Bandaríkjanna hefðu 400 þúsundir
Suðurríkíamanna, og 650 þúsundir
Norðurríkjamanna lagt út í hernað-
inn, cg hefðu engir þeirra komið
þaðan lífs. í ríkinu Norður-Carolina
hefðu á þeim tíma verið 115 þús.
nöfn á kjörskrám, en 128þús. manns
hefðu farið þaðan ístríðið,og heim-
spekingar, skáld og stjórnmálamenn
Ný-Englandsríkjanna hefðu allir verið
skotnir og ekki látið eftir sig neina
er tækju við af þeim. Alt úrvalið
ríkjanna hefði fallið í þessum hernaði
en það lakasta úr karlþjóðinni hefði
lifað eftir heima til að aukast og
margfaldast.
Hann taldi það hina mestu fá-
visku, að fara út í stríð. Því að
þó hin alþekta, viðurkenda regla
væri, að þeir hæfustu lifðu Iengst
þá væri það þvert á móti í hern-
aði; þá lifðu þeir eftir, sem óhæf-
astir væru, og af þeirri ástæðu væri
það, að stríðin orsökuðu afturför í
þjóðunum. Jafnvel nú á tímum
mætti sjá þess glögg merki í borg-
um og sveitum Englands.
Hann kvað tíma til þess kominn
að alþýða meðal þjóðanna risi upp
í almætti sínu og kæmi leiðtogum
sínum og stjórnendum í skiining
um það, að þær væri siðaðar, —
jafnvel þó að stjórnendur þeirra
væru það ekki.
Land blóðhefndarinnar.
Eftir A. Pitcairn-Knowles.
---- Nl.
Jafnframt verður morðinginn, sem
flúið hefur til fjalla, eftirlætisgoð
ogaðdáunarefni vinasinna og frænda.
Hann getur oft búið tíu eða jafn-
vel tuttugu ár í útlegð áður en
hann snýr aftur til mannabygða.
Útlagar þeir, er finna vilja vini sína
og kunningja í borgunum, hafaallar
klær úti til þess og tekst það alla-
jafna á einhvern hátt með forsjá og
kænsku. Stigamenn hafa t. d. oft
gengið í helgi-skrúðgöngu með kufl
og hettu beint fyrir nefinu á lög-
regluliðinu alveg óáreittir. Venju-
lega fer þó svo að lokum, að út-
Iaginn deyr voveiflega, veginn á
vígvelli blóðhefndarinnar, — ef til
vill veginn af konu, sem hann hef-
ur svift syni eða maka eða föður
með banaskoti. Hún hefur þá telc-
ið byssuna, farið í karlmannsföt, og
haldið út á refilstigu með hefndar-
eiðinn á vörunum til þess að gera
það verk, erhún hefur talið helgustu
skyldu sfna, —- til þess að afplána
skuld þá og sekt, er blóðið eitt
getur bætt og friðþægt fyrir. Og
grimmd blóðhefndar-konunnar er
mjög í frásögur færð.
Meðan stigamaðurinn hefst við í
óbyggðum eru hermenn og fjand-
menn hans hvervetna á hælum hon-
um. Eu vinir hans og frændur
veita honum allar þar Iífsnauðsynjar
er í þeirra valdi stendur. Og með-
an kúla fjandmannsins leggur hann
ekki að velli, er ekkert því til fyrir-
stöðu, að hann geri hatursmönnum
sínum allt það illt, er hann má.
Frumsökin, sem oft er afleiðing ó-
verulegrar misklíðar, verður til þess
að vekja óslökkvandi haturseld milli
heilla ættbálka. Og þessi óttalegi
ætta-fjandskapur gengur að erfðum.
Margir stigamenn hafa orðið mjög
lýðkunnir og sumum jafnvel tekist
að fá dýrðarljóma á nafn sitt svo
það er haft í minni mann fram af
manni. Meðal þessara þjóðar átrún-
aðargoða eru frægastir bræðurnir
Antoine og Jacques Bellacoscia, sem
meir en 40 ár — frá 1848 til 1892 —
gerðu stjórninni þungar búsifjar og
stóðust allar árásir hennar. Þeir
voru synir geitahirðis; höfðu þeir
vegið embættismann, er þeir deildu
við og flúið svo til fjalla. Allar
tilraunir lögregluhersins að hafa
hendur f hári þeirra fórust fyrir, —
þeir drápu fjölda manna fyrir stjórn-
inni hvenær sem þeim lenti saman
við þá er sendir voru til höfuðs
þeim. Fólkið veitti þeim að mál-
um, ýmist af ótta við þá eða að-
dáun á þeim. Jafnvel heil hersveit,
er send var gegn þeim, varð jafn-
nær heim að hverfa eftir verstu ó-
farir.
Fyrir nærri hálfri öld voru bræður
þessir í fullu fjöri, unnu fjölda blóð-
hefndarvíga og lögðu drjúgum skatt
á metin, — þeir höfðu sem sagt
alræðisvald í hjeraðinu í grend við
sig. Þegar ófriðurinn var með
Frökkum og Þjóðverjum 1870—71
var þeim heitið griðum gegn því i
að þeir kæmi með sjálfboðalið á
vígvöllinn; — þeir gerðu það og
aðdáun ntanna á þeim var geysileg
— jafnvel landstjórinn á Korsíku
heimsótti þá sjálfur. Fyrir tæpum
20 árum gafst Antoine Bellacoscia
upp, — en þá var bróðirhans dáinn,—
gegn heitorði uni fult frelsi. Og
fyrir skömmu bjó hann í friði meðal
samlanda sinna. Enn er sýnd i
búðargluggum í Ajacco mynd þessa
hrausta stigamanns, og alltítt er að
sjá hann á póstspjöldum. Að Na-
poleoni mikla undanteknum, sem
eins og allir vita var frá Ajacco, er
Bellacoscia áreiðanlega mesta og
mest virta hetjan á Korsíku.
Það er ekki lengra síðan en til
ársins 1906, að nafnkendur stiga-
maður, Paoli að nafni, sem að áræði
og dirfsku skaraði fram úr öðrum
mönnum, var handtekínn við Ajacco.
Hann var svikinn um grið og
sendur til Nýu Caledoníu í 10 ára
þrælkun. Rjett á eftir að hann
slapp þaðan, var sá er sveik hann
myrtur á dularfulian hátt og bræður
Paolis tveir, er grunaðir voru um
glæpinn, settir í fangelsi.
Þegar eftir þenna atburð náði
Paoli sjálfum landstjóranum á Kor-
síku á vald sitt, hafði hann í varð-
haldi og hjet honum öllu illu og
versta dauðdaga ef hann Ijeti ekki
bræður sína iausa, sem væru sak-
lausir. Sjálfur játaði hann, að hann
hefði myrt svikarann, þegar hann
hefði komið aftur úr Nýu Caledo-
níu. Að þeim skilmálum hlaut
landstjórinn að ganga. En upp frá
því var setið um Paoli þar sem
hann sat í útlegðinni á fjöllum úti, en
hann varðist vel og skaut stjórninni
ref fyrir rass. Og líklega væri hann
enn ósigraður, ef ekki hefði annar
maður orðið til þessað svíkjahann,
— og í þetta skifti varþað afbrýð-
issöm kona. — —
Sorgarsöngurinn einkennilcgi, sem
nefndur er »vocero«, er sumstaðar
sungin enn á Korsíku við jarðar-
farir, svo sem þar er forn siður til.
»Vocero« yfir þeim, er fallið hafa
í blóðhefnd er einkum einkennileg-
ur og áhrifamikili.
Sú at’nöfn fer þannig fram:
Frændkonurmyrtamannsinsstanda
við líkbörur hans með flaksandi hár,
hágrátandi og bölvandi, syngjandi
lofkvæði um hinn látna og bölbænir
óvinum hans. Stundum hafa sorgar-
kvendi þessi klórað ogskafið skinn-
ið af andliti sjer og ganga með
skellurnar í framan sem útvortis
merki um sorg.
Þessar venjur, sem lýsa nógu
greinilega lágu menningarstigi, valda
því, að ferðamenn forðast einatt
Korsíku sem stað þann, ersje hætta
hin mesta og fífldirfska að rann-
saka. Þeim skjöplast stórum, sem
láta slíkt fæla sig frá að sækja heim
þessa yndislegu ey. Ferðamenn eru
þar ef til vill óhultari en víðast
heima á ættjörð sinni, og þeir hafa
áreiðanlega ekkert að óttast frá íbu-
anna hálfu, ef þeir gæta þess að
blanda sjer ekki í einkamá! þeirra.
Vel getur það borið við, að ferða-
maður komist þaríkynni viö regiu-
legan stigamann, en ekki þarf hann
svo mjög að óttast það, því það er
afar sjaldgæft, að stigamenn þar
sjeu stigamenn í orðsins venjulegu
merkingu, ræni, rupli og myrði
hvern sem er, — þeim dettur ekki
í hug að gera erlendum mönnum
mein. Stigainaðurinn á Korsíku er
æfintýralegur öfgamaður, með barna-
legar og ófullkomnar siðferðishug-
myndir, sem fyiir áhrif eldgamals
óvana hefnir þess sem hann telur
að hefna beri á þá einu leið sem hann
þekkir og getur viðurkent að sjer jett.
Gömlu óstjórnartímarnir þegar
hnefinn rjeð lögum og lofum, þeg-
ar grimmileg hefnd var eina upp-
reistin og eina vörnin gegn rang-
lætinu, — ógnarveldi og harðstjórn
Genúu-manna hefur auðsæilega sett
mark sitt á þessa einkennilegu þjóð.
Korsíkumenn eru sjervitrir úr hófi
fram. Þeir telja lygi, sviksemi og
þjófnað fyrirlitlegustu glæpi, en að