Vínland - 01.10.1903, Síða 3

Vínland - 01.10.1903, Síða 3
flestum nóg erflði, að skoða fáeinar svningardeild- ir með athygli. -En um rafmagnið er alt öðru máli að gegna; það vilja aliir sjá; og allur fjöldinn get- ur liorft á rafmagnssvniugu tímunum saman, öld- ungis liissa og skilningslaus; pað þreytir fáa en hressir flesta, og er yfirhöfuð hiu bezta „skemtun fyrir fólkið“. Uafmagns svningin í Chicago þótti fyrirtak, hún var þó enn meiri í Buifalo, en í St. Lóuis verð- ur lnin þó langmest, sem dæma má af því, að fyrir rafmagnssýniuguna í St. Ijouís er ætlað tvöfalt meira rúm en til þess var haft á Chicago sýning- unni. • í heild sinni er talið að St. Louis sýningin verði enn tignarlegri og tilKomumeiri en Chieago sýningin. í St. Louis vantar reyndar það, sem einna mest þótti prýða sýningarsvæðið í Cliicago, sem var vatnið; en í stað þess er ýmislegt annað frá náttúrunnar liendi, sern þessi sýniugarstaður hefir fram yflr liinn. St. Louis Ueflrbúið um sýn- ingu sína í afarmiklum skemtigarði, er Eorest Park lieitir, vestanvert við borgina. Garður þessi ereinn hinn langstærsti sinnar tegundar í Banda- ríkjuuum, og að því leyti markverður, að mikill hluti lians er alveg óbreyttur af maunavölduin, og víða vaxinn viltum frumskógi, með háum liæðum og djúpum giljadrögum,og þess vegna miklu svip- meirienhið marflata láglendi á Michigan-vatns- ströndinui. í samræmi við þetta landslag er ölluin byggingum komið svo fyrirað livort eykur annars fegur’*, og gerir útsýnið undravert. Vatni erveitt iun á sýningarsvæðið, og togur smávötn og lækir verða þar við.i, þó að mestu útbúið af manna liönd- um. Eitt hið fegursta á sýningarsvæðinu verða tilbúnirfussar, sem á kvöldin .ljóma í marglitum geislum rafmagnsljósa, og auk þess verða þar raf- magns gosbrunnar, sem engir munu gleyma, er eitt ninn hafa súð þá á sýningu. Bvggingar verða flestar livítar að lit, og yflr liöfuð að ytra formi svipaðar byggiugum Chicago sýi ingarinna’genda má með róttu segja að þess: sýn- ing sé að mestu leyti ekki annað en aifkin og end- urbætt útgáfa at' þeirri sýningu. Sá annmarki lielir veriðhórvið allar stórsýn- ingar að sýningargestir liafa þurft að borga marg- falt verð fyria allar lífsnauðsynjar. Öll hótel og gestgjafaliús liafa svo mikla aðsókn, að þau geta liækkað verð á allri greiðasölu svo úr hófi keyrir, og gestirnir verða að sætta sig við það. Þetta þótti versta ineinið við Chicago sýninguna,og þykir lík- legt að það verði ekki bctra í St. Louis, sem er miklu minni borg en Chicago, og á því enu liægra með að þröngva kosti gesta sinna, ex aðsóknin verður ákaflega mikil ein3 og búist er við. Þetta kom líka vel í ljós við vígslu sýningariniiar í vor. Þá fyltust þar öll hótel, og bæjarbúar voru svo ó- srífiiir í allri greiðasölu að til þess var tokið lengi á eftir, og allir sem þar voru kvörtuðu sáran. Til þess að ráða nokkra bót á þessu helir sýningarstjórn- in tekið það til bragðs, að láta byggja afarmikið hótel á sjálfum sýuingarstaðnum,og hefir það aldr- ei áður verið gert á neii.ni sýliingu. IIóteliB er eign sýningarstjórnarinnar, og að öllu leyti undir umsjón hennarog ytirráðum. Það er þriggja lofta liátt og bygt úr byggingarefni, er S'aff' lu itir, cins og flestar sýningar-byggingarnár. Það stendur á hárri hæð, þar sem svalast er á sýningarstaðnum,— þvihitinn er oft mikill og næstum óþolandi um liá- sumarið í St. Louis. I hótel'l þessu verða 2,300 svefnherbergi, og 0000 gestir geta komist þarfyrir. En gert er ráð fyrir að bæta við bygginguna, ef aðsókn verður svo mikil að þess þurfl. F^uir minstu lierbergin eiga gestirnir að borga einn doll- ar á dag, en fyrir hin sta;rstu með baði o. fl flmm dollara á dag, fyrir tvo. Fyrir fæði og húsna ði borga gestirnir frá $2,50 til $5 á dag,og er það miklu ódýrara en vanalegt er á öðrum hótelum nálægt sýuingarstöðum. Díxvid R. Fre^ncis. Það er rcttmæli að segja að Erancis, fyrrum ríkisstjóri í .Missouri, hafl skap.ið hiua uiiklu sýn- ingu í St. I.oi.is. Hann vnr frumkvöðull þess, að St. Louis lóðst í það fyrirtækl, og lianii hetlr ráðið öllu fyrirkomulagi og staðið fyriröilum útvegum til sýuingarinnar. Hunn var næstam sjúlfkjörinu forseti sýuiiigarstjói'uarinnar, og hcfir gcngt því starfi með fiábærum álmga og dugnaði. llann hef- ir líka orðið lieimsfrægur fyrir það starf; áður var hann að ví»u taliun mostur liöfðingi í Jlissouri og þó víðar væri leitcð, en þjóöfrægur varðhanu ekki fyr en lianii varð forseti sýniugari' nar. Eraucis cr fæddur i lCentucky í bæ, sem Iíicli- mond keitir. Þar er líka William .1. Stone,sem nú er Senator, fæddur og uppalinn. Þeir eru jafnaldr- ar og hafa alla æli verið keppinautar, og oftast sýnst sitt livorjum. Ættmenn Stone’s áttu marga þræla, og veii.tu sunnanmönnum alt það lið er þeir máttu í þrælastríðinu, en faðir Erancis hélt aldrei þræla,og trúði á Heury Clay og kenningar hans um jafnrítti svertingja og afnám þrælahaldsins. Stone og Fraucis voru ekki nemalOára þegar þrælastríð- ið liófst, og gátu því ekki tekið þátt í því sjálfir,og skömmu síðar fluttu þeir háðir til Hissouri; Stone settist þar að í bæ,scm Nevacla heitir og las þarlög, og fékk brátt orð ásigsem duglegur málaflutnings- maður, eu FraBcis fór til St. Louis og vann þar nokkur ár hjá frænda sínum, sem var kaupmaðui, en áðnr var liann útskrifaður af Washington há- skólanum þar í borginni. Hann var djarfur og á- ræðinn og liið mesta prúðmenni í allri umgengni og liugljúfl livers manns er kiutist houum. Eftir að hann byrjaði sjálfur að verzla varð hann brátt einn af lielztu verzlunarmönnum þar í borginni,og græddi mikið fó, þóaldrei hafl haun orðið stórrík- ur, því hann er of ráðvandurog samvizkusamur til að féfletta aðra, en með því lielir hann líkaáunnið sór traust og vináttn flestra sem haun hefir átt við- skifti við. Fyrst framan af hafði hann engin afskifti af pólitík.1881 kom liaim fyrst opinberlega fram sem fylgismaður Clevelands við forsetakosninguna, og árið eftir vildi svo til að Demokratar urðu ráða- lausir við borgarstjórakosningar í 8t. Louis. Þeir böfðu tvo menn i vali, sem báðir liöfðu svo jafna flokksfylgi að hvorugur gat náð meiri hluta at- kvæða. Var hundrað og fjörutíu sinnum gengið til atkvæða árangurslaust, þá lagði einhver fund- armanna það til, að ráðlegast væri að sleppa báð um þeim er í kjöri voru og kjósa David Fraucis; og áður en liálf klulckustund var liðin var Francis kosinn með miklum meiri hluta. Hann þótti ágæt- ur borgarstjóri, en þeim, sem liafa póiitiska at- vinnu í St. Lonis þótti hann of fastheldinn á fé og óréttvís i embættaveitingum; en eins og kunungt er heflr þjófuaður verið daglegt brauð pólitíska flokksins í St. Louis. Ilann var borgarstjóri í tvö ár og var þá kos- inn ríkisstjóri í Missouri með litlum atkvæðamun, því stjórumálagörpum ríkisins þótti hann ekki góð- ur gestur er þeir vissu hverjum vonbrigðnm félag- ar þeirra í St. Louis höfðu orðið fyrir undir stjórn hans þar, og þvi gerðu þeir livað þeir gátu til að' aftra því að hann næði kosningu, og sú varð líka raun á, að þeim þótti hnnn enn verri ríkisstjóri en borgarst jóri, en allri alþýðu þótti stjórn hans góð. Francis var eklci endurlcosinn ríkisstjóri,bæði vegna þess, að lianu vildi ekki berjast um völdin, og svo var líka Stone, forukunniogi hans, orðinn honum ofjarl í pólitíkinnijOg liann var kosinn rikisstjóri í Missouri þegar Francis lagði niðurvöldin. Síðan liafa þeir engir vinir verið. Þegar þjóðin ærðist yfir silfurmálinu (1896) var Stone fyrstur manua til að hagnýta sér það. Höfundur og fyrsti hvatamaður þeirrar stefnu var Bland, sem síðan varkallaður „Silver Dick“; hann var þá fuiltrúi fyrir Missouri á sambandsþinginu í Washington, og Komst þar í nefnd, or sett var til þess, að atliuga peningamint, mál og vogir o. s.frv. Þá kom hanu fram með þá tillögu að gefa silfur- dollarnum sitt forna gildi. Það var eiiis og lijarta þjóðarinnar hefði verið snortið ineð töfrasprota. Allir íóru að rífast um silfurdollarinn og Demó- kratar gerðu hann að átrúnaðargoði síau me© Bryan í broddi fylkingar. Stone var eiuu at' fyrstu og fremstu leiðtogum Demókrata í silfurmálinu og á því upphefð sína mest að þnlcka, cn Francis var því andvigur og kvað það vera lélega pðlitík og óhæfa fjárliagsfræði. Hann safnaði öllum gull- demókrötum í Missouri undir sittmerki og gerðist leiðtogi þeirra; liafði liann þarallmikinn flokk fyr- ir að ráða, on þó miklu inintii en svo að liann gæti vænt sér nokkurs sigurs í pólitík þar sem allur fjöldi borgaranna var silftir-demókratar. Um þetta leyti lagði Hoke Smith niður völdin, innanríkismála ráðgjafi Clevelands, og þá valdi Clevelalid, Francis til aö gegm pn embætti, en þá voru ekki netna fáir mánuðir eftirtil næstu forseta kosninga; liélt Francis embættinu þann tíma, en þegar McKinley korn til valda 1896 fór Francis heim aftur til St. Louis. Kr mælt að það liafi ver- ið mest fyrir tillögur hans í kosningabaráttunni það ár, að silfur mcun urðu undir í 8t. Louis, og McKinley fékk þar meiri hluta atkvæða. Það veit enginn livort Franeís greiddi sjálfur atkvæði með MoKinley eða Palmer árið 1896, en vist er það, að hanu lielir aldrei geflð Bryan atkvæði sitt. Mikið hefir verið rætt um það, að láta Francis koma fraca sem forsetaefni Demókrata við nætt i kosningar, en hann heflr afsagt það með öll'u, fyrst og fremst vegna þess, að hann iivorki vill né getur slept hetidi af sýningunni,ogsvo vill liann ekki láta fjandmenn sina fá tækifæri til að bera sér það á brýn, að hann noti alþýðahylli þá, er hann hetír aflað sér við sýningarstörfin, til þess að iiefja sig til forsetatignar.' Það er líka víst að Stone, sem uú liefir að lieita má öll pólitísk völd í Missouri, mundi verða Francis mjög erliður í kosningum,og Bryan, sem er svarinn óviuurhans, liefir nóg fylgi meðal Demókrata til að koma Francis fyrir katt- arnef í kosningarbaráttu, ef liann nú biði sig fram sem forsetaefni Demókrata.

x

Vínland

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vínland
https://timarit.is/publication/219

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.