Vínland - 01.09.1904, Page 1

Vínland - 01.09.1904, Page 1
VÍNLsAND 111. árg. /ji vi! $ Helztu Viðburðir | %seeee««eeeeeee«€s€€$i eeseesee^ Meginher Rússa undir forustu Kuropat- kins, hafði búið um sig í bæ peim er Liao- Yangheitir um 30 mílur suð- Orustan ur frá Mukden, par höfðu vjg Rússar dregið saman vopn Liao-Yang °S '’istir, og voru auðsjáan- lega viðbúnir að mæta fjand- mönnum sínum par og láta þá ekki komast lengra áleiðis. Liao-Yang var áður víggirt af Kínverjum, en nú bjgðu Rússar par skot- virki mikil, og höfðu þar hið bezta vígi. Rétt fyrir norðan bæinn rennur á, sem heitir Tai- Tse-fljót, er um þetta leyti varí vexti og ófær mönnum og skepnum sökum rigninga. Iier Japana kom í þrem deildum að sunnan og austan til móís við Rússa. Austustu herdeild- inni stýrði Kuroki hershöfðingi. IJann lagði til orustu við Rússa hjá Anping skamt aust- ur frá Liao-Yang, og barðist við þáþarí þrjá daga frá 24. til 20. ágúst, þá kom Nodzu her- foringi með sinn her til liðs við hann, urðu Rússar þá að láta undan síga og leita til Liao- Yang, en Japanar fylgdu þeim fast eftir. tín er Japanar voru komnir svo nálægt járnbraut- inni var hætta búinn þeirri herdeild Rússa,er þá hólt til við Anshanchan ogbarðist þarvið Oku hershöfðingja og hans lið, og sá hún þann ltost vænstan að hörfa undan til Liao- Yang áður en Japanar kæmust í veg fyrir sig á járnbrautinni norður þangað. Var nú ull- ur her Rússa kominn til Liao-Yang og bjóst þar til orustu, en Japanar fylktu öllum her sínum í hálfhring umhverfis þá að sunnan, austan og vestan. Hófst þar nú stórorusta, ,er stóð hvíldarlaust, að heita mátti, í fulla vik.u, og börðust hvorirtveggju af frábærri hreysti, en loks urðu Rússarþó undan að láta. Kuroiki bomst með her sinn að Taitse fljótinu, austanvert við Rússa, og tókst að gera brú yfir fljótið og koma her sínum þar yfir 31. ágúst.. Var þá viðbúið að hann kæmist að járnbrauitinni fyrir noroan Rússa, og ef það hefði bekist mundi hann hafa kvíað þá inni í Liao-Yang, og þáhefði verið úti um Rússana. En er Kuropatkin sá hvað verða vildi lót hann her sinn yfirgefa Liao-7 ang, og lialda norður til Mukden hið bráðasta, og er það talið þrek- virki mikið, að hann kom öllum hersínum fall- byssum og öðrum farangri undan, svo lítið eða ekkert af því féll í hendur Japana. íin Japanar voru á bælum Rússa og börðust við þá alla leið norður til Mukden, þangað til her- menn beggja voru svo þreyttir orðnir, að þeir MINNEOTA, MINN., 8EPTEMBEK 1904. gátu ekki lengur vopnum valdið. .Tapanar tóku Liao-Yang 4. sept., daginn eftir er Rúss- ar flyðu þaðan, en þeir höfðu lagt eld í öll forðabúr og stórhysi áður en þeir yíirgáfu bæinn til þess að það lenti ekki í höndum Japana. Orustan við Liao-Yanger að mörguleyti merkileg. E>ar börðust um 400 þús. hermanna. Stærri herir hafa líklega aldrei mæzt á víg- velli. Og aldrei hefir stórorusta staðið yfir eins lengi og þessi, og altaf var barist með mikilli grimd. En tiltölulega var mannfallið mjög lítið. Líklega ekki nema rúml. þrjátíu þús. drepnar alls. En merkilegast erþó það, að hvorugur herinn gat á öðrum unnið, því þó Japanar bæru hærri lilut í vopnaviðskift- um, þá komust þó Rússar un lan heilu og höldnu, og að tveim vikum liðnum er mælt, að hvorirtveggju sóu aftur búnir til bardaga. .Tapanar liertu sóknina að Rort Arthur eftir orustuna við Liao-Yang en Rússar verj- ast hraustlega, og ekkert hefir þar sögulegt borið til tíðinda þennan mánuð. I>að er nú víst að kosningabaráttan verð- ur ekki langvinn í þetta sinn og allar líkur til að hún verði með Kosningabarávta daufara móti. Einn er Stórflokkanna logn yfir öllu og helzt útlitfyrirað þjóðin láti sig einu gilda hver úrslitin verða. Nú eru að eins rúmar sex vikur til kosninga og því hver seinastur fyrir þá að fara á stað, er oitt- hvað vilja vinna sér til fiægðar áður en til at- kvæða er gengið. I>að er auðsætt aðDemó- kratarhafa nálgast Republíkana svo mjög með stefnu þeirri, er þeir tóku áþjóðfundin- um í St. Louis, að þeir hafa nú ekkert veru- legt ágreiningsmál um að berjast, og þegar flokkunum ber varla neitt á milli í þjóðmál- um er eðlilegt að þjóðin beri litlar áhyggjur yfir því hvor sigur vinni. Leiðtogar llemókrata eru, að sögn óvil- hallra manna, flestir mjög vondaufir umsigur en Republikanar telja sér sigurinn vísan. í New York ríki er öldungis óvíst hverjir verða í meirihluta, keldur þó líklegra að Demókrat- ar verði þar ofan á. í Montana og Colorado eru báðir flokkar jaftiir. í Maryland er talið víst að Demókratar nái meirihluta og sömu- leiðis í Delaware og Nevada, en Republikan- ar eru í meirihluta í Connecticut, Rhodo Is- land, New Jersey, West Virginia og Indiana. E>essi ellefu ríki ráða mestu um úrslit kosn- inganna, því ekkert þeirra hefir ákveðna stefnu, en um öll hin ríkin vita menn með vissu hverjum flokknum þau flylgjaípólitík. Nr. 7. Republikanar hafa fengið töluvert fé i kosn- ingasjóðinn, og munu því f járhagslega standa engu ver að vígi en Demókratar, ef til þess kemur, aS mjög þurfi á peningum að halda, og í bardaga slær með flokkunum áðurlíkur. Leiðangur Breta til Lhasa, höfuðborgar Tíbetinga,var sem kunnugt er gerður til þess að verzlunar-sam- band kæmist á, milli Tíbets oglndlands. Younghusband of- ursti gat loks neytt Tíbetinga til að fullgera samning við Breta-i Lama höílinni á Potala hæð í Lhasa 7. sept. Dalailama var horfinn þaðan er Bretar komu til Lhasa, og Younghusband varð því að gera sér það að góðu að ráðgjafarnir og sendiherra Kínverja undirrituðu samningana fyrir hönd Tíbetinga. Aðalkrafa Breta er sú, að Tíbet- ingar leyfi Indverjum að reka verzlun hvar sem þeir. vilji i Tíbet. Skaðabætur eða her- kostnað heimta Bretar ekki nó heldur neitt af landi Tíbetinga, en í samningnum er það tekið frarn, að Tíbetingar skuli ekki framveg- is breyta fornri vonju í pólitískum viðskiftum við aðrar þjóðir, sem auðsjáanlega miðar að því, að Kinverjar haldi yfirráðum þeim,erþeir að nafni til hafa> haft yfir Tíbet og Rússar nái ekki vfirráðum þar i landi. Tvö mjög víðtæk \ erkföll eru nú til lykta leidd hér í landi; annað er verkfall það, er lengi hefir staðið yfir i New York, á hinni nyju sporvagnabraut, er lögð var neðan jarðar þar íborg- inni; hitt er slátrara verk- fallið, sem tók yfir land a!t, og varð mjögtil- finnanlogt fyrir alla þjóðina. Verkamonn urðu að gefast upp, því svo margir vorufarn- ir að vinna í þeirra stað í sláturhúsunum, að eigendurnir gátu vel komist af með það, og þeir, sem fyrir verkfallinu stóðu, sáu sérþví ekki annað fært en hætta við það, og þeir urðu að gera sér það að góðu, að láta menn sína taka aftur til starfa með sömu kjörum og þeir liöfðu áður en verkfallið byrjaði. Yerka- menn fengu sínum kröfum í engu framgengt, og margir þeirra fengu eklti vinnuna aftur, þvl aðrir voru komnir í þeirra stað, er verk- stjórar vildu ekki vísa burt. 1 verkfalli þessu voru alls um 53,000 manns, og launamissir þeirra, meðan þeir ekki unnu, var að minsta kosti fimm milj. dollara.—En talið er, að eig- endur sláturfélaganna, hafi beðiðtjón af verk- fallinu, er nemi alt að átta miljónum dollara Samnini'ar Breta við T ibetinga Verkföll til Lykta leidd L

x

Vínland

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vínland
https://timarit.is/publication/219

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.