Vínland - 01.09.1904, Side 3

Vínland - 01.09.1904, Side 3
sem heyrðu undir borgaralög, og með þvívæii landsrötti og frelsi manna misboðið, Þegar herinn var kominn til Cripple Creek, var alt kyrt um hrið. Flestir námamenn voru góð- ir borgarar og friðsamir, er lítið létu á sér bera, en í bandalaginu voru einnig nokkrir ofstopamenn, er æstu aðra til ófriðar. Á peim bar mest á fund- um, og þeir komu sér jafnan á framfæri, og voru orðnir leiðtogar bandalagsius. Hermennirnir handsömuðu fjóra eða fimm verstu óróaseggina, og höfðu pá í haldi nokkurn tíma. Þá skutu þeir máli sínu til dóms og laga, og kröfðust lausnar,og samkvæmt dómsvírskurði voru þeir allir lausir látnir. En þegar bandalagsmenn urðu þess vísir að þeir gátu skotið málum sínum til dómstólanna, þó þeir væru handteknir af hermönnum, þá gátu þeir ekki lengi á sór setið, því þeir vissu, að sér var borgið fyrir hverjum dómara og kviðdómi þar í landi. Þá fór aftur að bridda á óeirðum, og inn- an skams var alt komið í bál og brand í Cripple Creek, eins og verið liafði áður en herinn kom þangað. í sepember, október og nóvember rak hvert hryðjuverkið annað þar um slóðir. Jlpnn voru barðir og meiddir, ýmsum var sýnt banatil- ræði, en nokkrir drepnir, og margar tilraunir voru gerðar til að brjóta járnbrautalestir og rafmagns- sporvagna. En konum og börnum verkamanna, sem nú voru farnir að vinna í námunum og ekki heyr Ou bandalagiuu til, var daglega ógnað með dauða eða meiðslum, ef þau ekki flyttu burt hið bráðasta, og enginn þóttist óhultur um lif sitt og limi, nótt nó dag. Aðfaranóttina 14. nóvember, munaði minstu að stór vagnlest færist með mörg- um liundruðum utanfólags verkamanna. Járn- teinn hafði verið rifinn úr brautinni, þar sem liún lá á hamrabelti og hengiflug var fyrir neðan, en þess varð vart í tíma, svo lestinn varð til allrar hamingju stöðvuð, rótt áður en hún annars hefði hlaupið af sporinu. Maður nokkur, MeKinney að nafni, fanst á gangi þar skamt frá. Hann var tek- inn og meðgekk að hann væri valdur að verkinu, og sagðist hafa verið keyptur til þess af Sherman Parker, sem var i framkvæmdarnefnd bandalags- ius, og öðrum manni er Foster hét. Báðir þessir rnenn voru dæmdir sýknir saka af kviðdómi; en bandalagið bar fram þá ákæru að McKinney hefði verið keyptur af námueigendunum til að vinna þetta verk, og bera því næat ljúgvitni gegn með- limum bandalagsins til þess, að koma þvi í bölvun. Hvað satter í þessu veit enginn enn ídag. En nú fór alt dagvernsandi. 21. nóvember bar svo við, að yfirmennirnir við Yindicator námuna, McCormick og Beck, fengu orðsending að koma niður í nám- una, því eitthvað mikið lægi við. Þeir fóru þegar og sigu niður í körfu, en er karfan kom 600 fet uiður rakst hún á víra, sem lágu að sprengivé! er þar var komið fyrir. Yólin spraklc og mennirnir voru svo sundurtættir að enginn limur af þeim fanst eftir er leitað var. Menn þessir liöfðu lengi verið fremstir í flokki að berjastmót bandalaginu, og allir þóttust vita, að bandalagsmenn iiefðu framið glæp þennan. Kviðdómur var settur til að dæma málið, en hann gaf þann úrskurð, að „ekk- ert yrði sannað um það hvernig þetta hefði at- vikast'1. Þó fundust brot xír sprengivólinni og vir- arnir, sem að henni lágu, og öeiri vegsummerki báru óræk vitni í máli þessu, ííiðingsverk þetta mæltist hvervetna illa fyrir, og vakti almennaóbeit á bandalaginu. Herlög voru nú sett þar í landi. Áður hafði herinn að eins lögreglu störfum að gegna, en eftir þetta skyldi hann sjá um að lögum væri framfylgt og rótti fullnægt, eða skera úr mál- um með vopnum að öðrum kosti. Margirbanda- lagsmenn voru nú handsamaðir, sem mesturgrun- ur lók á, og eettir í varðhald*). Eftir nokkra daga skipaði lióraðsdómarinn hernum að selja fanga sina fram til yfirheyrslu. Herforinginn hlýddi því boði, og lót leiða fangana i dómsalinn á ákveðnum degi. En áður fylkti liann hermönnum umhverfls ráðhúsið, og lót stórskotalið með fallbyssum bvía um sig á þakinu, þar sem það gat miðað byssum sínum beggja vegna eftir eudilöngum uæstustræt- um. Hver maður, sem inn vildi komast i ráðhúsið, mættirifllum hermannanna, og varð að gera fulla grein fyrir erindi sínu, og liver maður iiann væri. áður hann fengi inngönguleyfi. Jafnvel Seeds, sjálfur dómarinn, komst ekki inn í dómsal sinn, fyrir byssustingjum hermannanna, fjrr en hann hafði skýrt foringja þeirra frá liver hann var. Inni í dómsalnum stóðu hermanna-raðir með hlaðna riftia fram með veggjunum. Fangarnir voru látnir ganga í röð fram fyrir dómarann. Engley, sem áður var rikislögmaður í Colorado, fluttimál fang anna, og fór liörðum orðum um það, hversu lögum og rótti væri misboðið, þar sem dómstólum væri ógnað með hervaldi og vopnum, eins og hór ætti sér stað. Því næst gekk liann úr dómsalnum, en Seeds, dómari, gaf þann úrskurð í málinu, að fangana skyldi selja borgaralegu lögregiuvaldi í hendur. Þá gekk Chase, herloringi, fram fyrir dómarann og lýsti yflr því, að úrskurði hans mundi ei verða fullnægt að svo stöddu, því næst sltipaði hann hermönnunum að talca fangana og setja þá aftur í „uauta kvína“. Eftir þetta varherlögum stranglega framfylgt hvervetna í námahóruðunum. Margir voru hand- teknir og hafðir í haldi, eins lengi og lierforingj unum sýndist þess þurfa. Opinberlega mátti eng- inn flytja æsingaræður né tala ógætilega um stjóin þessa, hvað þá heldur sýna nokkurn m itþrta í verki. Þannig liðu nokkrir mánuðir að ekkert bar til tíðinda. Menn gengdu daglegum störfum, eins og ekkert væri um að vera, og daglega fjölg- uðu verkainenn i námunnm. I apríl fór herinn burt, því hans þótti þá ekki lengur við þurfa. Það leit helzt iit fyrir, að verkfaílið væri að engu orðið, og bandalagið alveg dottið úr sögunni, og flestir urðu friðnum fegnir í Cripple Creek. En þetta var að eins ládeyða undan stormi. Þegar minst varði sprakk járnbrautarstöðin i Independence í loft upp og margir saklausir menn voru drepnir eða meiddir. Það óhappaverk hleypti öllu i upp- nám, og ófriðurinn hófst nú á ný með meiri heift og grimd en nokkru sinni áður, en níðingsverk þetta varð banameinbandalagsinsí Cripple Creek. (Niðurlag næst.). *) Fangahús herliðsins þar vestra nefnist „bull pen“ (nauta-kví); það var hreiut og loftgott, en þeir, sem þar gistu,voru liarðlokaðir inni og fengu við engan mann að tala, en sættu annars góðri meðferð. Ef t i r m æ 1 i. Hinn 24. ágúst 1(J04, andaðist að heimili sínu í Garðarbygð í Norður Dakota, bóndinn Helgi Jóhannesson, eftir að hafa lesrið rúm- o r> fastur í nieir en ár. Helgi sál. var fæddur að Torfunesi í Köldukinn 7. marz 1850. Foreldrar Itans voru Jiau Jóhannes bóndi Jónsson og kona lians ■Ingibjörg Sigurðardóttir, er lengi bjuggu á Torfunesi. Föður sinn misti Helgi sál. J>eg- ar liann var á sjöunda ári, og á ellefta ári varð liann að yfirgefa móf ur sína og fara í víst hjá öðrum. Varð hann p>ví snemma að leggja mikið á sig og reyna hið misjtifna í lífinu. 20. júní 1883, gekk Helgi sál. að eiga liina eftirlifandi konu sína, Þórunni Ólafs- dóttur. Sama sumarið fluttu þau hjónin til Ameríku. Settust J>au fyrst að hjá Benedikt bróður Ilelga, sem J>á var orðinn búsettur f nánd við Garðar í Norður Dakota. Voru]>au hjá honum fram á veturinn, en fluttu [>á á land, sem pau keyptu par í nágrenninu, og bjuggu J>au par ávalt síðan. Hau hjónin áttu tvo syni, Ola og Benedikt. Deir eru báðir upp- komnir og hinir efnileguslu menn, og eru nú stoð moður sinnar, síðan er föður Jjeirra misti við. Af systkinum Helga sál. mru ni'i ekki noma tveir bræðurálífi: Benedikt, bóndi í Garðarbygð, og Guðjón, sem til heimiiis hefir verið hjá bræðrum sínum á víxl. Helgi sál. hafði í mörg ár kent til sjúk- dóms pess, er um síðir lagði liann í gröfina. Fyrir nokkrum árurn lá hann mjög þunga legu, en náði sér þó svo aftur, að liann var við Jiolanlega heilsu þegar hann reyndi lítið á sig. En um miðjan ágúst i fyrra sumar fór liann í rúmið. Hin langvarandi veikii.di sín bar hann með stakri þolinmæði, þó liann hefði liaft löngun til að halda áfram dagsverki sínu, ef það hefði verið guðs vilji. Sá kross, sem hann hafði að bera. varðhonum einnig léttari fyrir liina kærleiksíullu umönnun, er honum var veitt. Flestum mun hafa fundist til um það þrek og Jiolgæði, sem Hórunnkona hans sýndi gegnum alt stríðið. Helgi s'tl. var vel skýr maður. í viðmóti var liann liinn glaðlegasti, og í allri umgengni hið mesta prúðmenni. Hvað sem hann gerði vildi hann leysa af hendi sem bezt cg mynd- arlegast, en liafði óbeit á öllu, sem unnið pr að eins til liálfs. Hann var Jiví liinn bezti félagsmaður, einlægur ogötull í öllu því, er liann kom nærri. Fráf&ll hans er því ekki að eins mikill missir fyrir heimili hans heldur fyrir alla bygðina, som hann nú í tuttugu ár hafði búið í og verið til svo mikillar upp* hyggingar, sökum dugnaðar og mannkosta í hvívetna. Jarðarför hans fór fram liinn 26. ágúst. Var hún mjög fjölmenn, og bar þannio- ljós- an vott Jiess, liversu ástsæll liinn látni hafði verið hjá sambygðarfólki sínu. Minninghans verðskuldar hlvjan reit íhjörtum allra [>eirra„ sem þektu hann. K. K. Ó. 1

x

Vínland

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vínland
https://timarit.is/publication/219

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.