Vínland - 01.04.1906, Blaðsíða 2

Vínland - 01.04.1906, Blaðsíða 2
10 V í N L A N D . Sendibréf til ritstjórci „ Vínlands“ frá jósri jónssyni frá Sleðbrjót. Rabbit Point P. O., Man., Can. 21. marz 1906. Herra ritstjóri! t>að liefir helzt til lengi dregist fyrir mér aðefna loforð mitt að skrifa „Vínlandi“ nokkr- ar línur, og bið eg yður að virða J>að á hægra veg. Dað er venja í p>eim sökum að hafa pennaletina sér til afsökunar, og hún á, ef til vill, sínn pátt í pessum drætti fyrir mér að efna loforðið, en aðalorsökin er það,að eghefl hálf ögrað mér við að fást við efni p>að, er pér ákváðuð, sem var að lýsa einhverri íslenzku nylendunni hér í Canada. t>að getur nú ekki verið um aðra nylendu að ræða fyrir mig, en pá, sem eg bý í (Álftavatnsn-ýlendu). Eg hef svo stuttan tíma (tæpl. 3 ár) dvalið hér í landi, og ekki haft efni eða ástæður til að ferðast hér neitt um, svo pekking mín á öðrum ný- lendum, en peirri, er að eins af afspurn, ogúr bréfum og blöðum. Og að lýsa vel peirri nýlendu er eg by í er h'ka örðugleikum bundið á ymsan hátt. Hér eru engar hagfræðisskýrslur, ekki einu sinni skrá yfir tölu búenda,auk heldur annað, við að styðjast. Alfcavatnsnýlenda liggur á austurströnd Manitobavatns, og er að miklum hluta bygð af íslendingum. íslendingabygðin hyrjar lítið fyrir norðan Oak Point, og nær norð- vestur með vatninu til Rabbit Point. E>á kemur Iangt svæði með vatninu, sem bygt er af hérlendum mönnum, og þegar lengra norð- vestur dregur er Indian Reserve. Norðvest- an við pað kemur aftur íslendingabygð, Sigluness og Narrows bygðir, par búa rúmir 20 íslenzkir bændur. Austur af Álftavatns- bygðinni er Grunnavatnsnýlenda, umhverfis Grunnavatn (Shoal Lake). Þessar nýlendu- bygðir eru nú runnar saman, svo nú er sam- feld bygð milli Manitobavatns og Grunna- vatns. Það mun láta nærri, að í aliri íslend- ingabygðinni hér austan Manitobavatns séu um 200 íslenzkir búendur. En pað er að eins ágizkun mín, pví mig skortir kunnugleika til áð segja pað með vissu. Aðalverzlunarstöð allra pessara íslenzku bygða er hér í Álftavatnsbygð, bæði frá Grunnavatnsbygð og frá Narrows, nú upp á síðkastið. Hér í bygðinni eru 0 verzlanir, par af 4 íslenzkar. Tvær pessar verzlanir eru á Oak Point, sem er á suðvestur takmörkum bygðarinnar. Til Oak Point liggur járnbraut frá Winnipeg, sem lögð var í fyrra. Hefir samgönguleysið mjög staðið bygð pessari fyr- ir þrifum; pví síðan hðr hófst íslendingabygð (og auðvitað áður lika) hafa bændur purft að sækja nauðsynjar sínar á vögnum og sleðum 00 til 80 mílur, annaðhvort til Stonewall eða Winnipeg. Síðari árin voru reyndar byrjað- ar verzlanir liér, og kaupmenn fluttu hingað á sauia hátt vörurnar, en kostnaðurinn við flutninginn kom auðvitað niður á bændum. Nú hefir nefnd manna höðan farið á fund for- sætisráðgjafa, Roblins, og fengið hjá honum loforð um að braut skuli lögð hér norður til Narrows, fyrir árslok 1907; 25 mílur af henni eiga að leggjast í sumar. Yonandi kemur það nyju lífi, fjöri og framkvæmdum á stað hér í bygðinni, ef brautin kemur. Er pess enda talsverður vottur við peuna stutta braut- arstúf út á Oak Point, pví síðan hún var lögð hafa risið hér upp 3 verzlanir í bygðinni, landsala lifnað og talsvert byrjað að plægja, sem varla varð vart við áður. — Land er hér öldótt, með bleytu flóumá milli. Jarðvegur- inn er heldur punnur víða, en pó mun með köflum vera hér allgott plógland, einkum er dregur vestur með vatninu. Skógar eru hér talsverðir mest ösp og víðir. Kartöflur príf- ast hér vel, og aðrir garðávextir. Af höfrum hefir hér líka fengist góð uppskera, og ertal- ið víst að plæging muni borga sig hér vel. Hér erfremur gott gripaland, en nú er orðið of péttbýlt í miðhluta bygðarinnar, svo pað stendur gripum fyrir prifum. Dálítið hefir verið reynt að bæta hér nautgripa kynið, en miklu minna en skyldi. Hér í bygðinni er smjörgerðarfélag. E>að er hlutafélag, og eign bænda hér. Lætur pað sækja rjómann heim til allra, sem í því eru, og gera úr lionum smjör, og annast um sölu pess. Hefirrjóma- bú petta selt frá 00 púsund og upp í 70 pús- und pund af smjöri á ári. Verð á pví mun hafa verið frá hér um bil 13 og upp í 15 cent pundið, að frá dregnum kostnaði. Á vetrum er heima tilbúið smjör hér 18 til 22 cent pd. Smjörgerðarfélagið starfar að eins frá pví í maí og par íil í september. Fyrir kjöt fá bændur hér 4 tii 5 cent'vanal. fyrir pundið. E>aðkvað vera auðfélag í Winnipeg, sem held- ur niðri kjötverðinu hjá bændum, sem purfa að selja kjöt, og uppi kjötverðinu við bæjar- búa, sem purfa að kaupa pað. Er pað fróðra manna sögn að svo sé á ölium svæðum verzl- unar og viðskipta hór í Manitoba, að auðfé- lögin, studd af stjórninni með verndartollum, séu að ná haldiáöllu viðskiftalífinu.—■ Fiski- veiði er talsverð hér í Manitobavatni, er pað bvítfiskur, birtingur og aðrar fiskategundir, sem veiddar eru hér og seldar. Ilér hofir undanfarin ár verið mjög mikil deyfð í gripasölu, sern er aðal markaðsvara bygðarmanna. Af pví hefir leitt að peninga- velta hefir verið hér mjög lítil. Bændur hafa pví neyðst til, bæði haust og vor, að vinna daglaunavinnu bæði í Winnipeg og við presk- ingu vestur í landi, oftast umhverfis Portage la Prairie, til að afla sér gjaldeyris, og hefir pað mjög hnekt framkvæmdum með plæging og aðrar búnaðarlegar framfarir. íslendingabygð hófst hór árið 1887, og hefir síðan haldið áfram stöðugt. Fjöldinn af peim, er hingað hafa flutt, hafa verið blá- fátækir menn, og liafa þeir komist hér raargir í vel lífvænleg efni. Hjálpsamir hafa þeir verið og drenglyndir hver við annan,og bætt pannig upp það, að peir hafa verið olnboga börn stjórnarinnar, hvor flokkurinn sem að völdum hefir setið. Nú hafa íslendingar hór í bygðunum 7 til 8 skóla, 2 samkomuhús, 2 bændafélög, smjörgerðarfélagið og 2 lestrar- félög. Annars er félagslíf hér fremur dauft og sundrað; er það eðlileg afleiðing af sam- gönguleysi, efnalegri skókreppu og afkvíun frá viðkynningu við pá staði, sem eru í fram- farastraumnum. Hér var áður sveitarstjórn en er nú lögð niður. Bygðarmenn liafa pví ekki vanist neinum lögbundnum félagsskap, 'og hefir pað liaft ill áhrif, bæði á hugsunar- hátt og framkvæmdir. En pað er mín tru að pað breytist hér til batnaðar, við meiri og betri samgöngur, pví eg hygg pað ekkert of- lof pó eg segi, að pessi bygð standi alls ekki öðrum íslendingabygðum, sem eg hef spurn af, að baki að pví, ersnertlr hæfileika íbúanna til að taka framförum, bæði andlecra oo verk- lega, E>að er bundið afl í ísl. pjóðflokknum hér, sem vonandi losnar, pegar viðskifta- og mannfélagsstraumurinn lirífur hann með vax- andi samgöngum, og alpyðan sér að hún þarf að skipa sér í fasta fylking, ef pjóðflokkurinn á ekki að fara forgörðum, og einstæðingarnir að sópast með straumnum, ef til vill, ofan í forina og sorpið; pví „íslendingar með cana- diskum framkvæmdarhug vilja allir vera“ hér. E>að kemur æfinlega í Ijós ef innlendur maður ætlar að misbjóða íslendingi, pá er ætíð liver íslenzk liönd til reiðu að hjálpa, o'g eins hjá peim fáu, sem ímynda sér peir séu hættir að vera íslendingar. Blóðið rennur til skyldunnar. Enginn söfnuður er hér í bygðinni með fastri skipun. En tveir prestar messa hér nokkrum sinnum á ári. Annar peirra, .lón Jónsson, er lúterskur. Elann er ekki frá kirkjufélaginu. Verndarvængir pess ná ei hingað. Hinn er frá LJnitara-félagi í Winni- peg, Rögnvaldur Pétursson. Hann byrjaði sína kirkjulegu starfsemi hór síðastl. sumar, og hefir orðið talsvert ágengt. Séra Jón Jónsson byr hér í bygðinni, og heldur uppi messugerðum hér, skírir börn og fermir, og jarðsyngur dána, pegar pess er óskað. Hann er fátækur maður, og hefir starfað af eigin kröftum, án pess kirkjufélagið styddi hann rreð fjárframlögum. Er pað virðingarvert af Iionum, fátækum manni, að ráðast í það, sem kirkjufélagið sér ekki fært að sinna. — Séra Röo-nvaldur kemur hinsrað annan hvorn mán- uð, flytur messur hér og í Grunnavatnsbygð, og gerir önnur prestsverk, eftir pví sem ósk- að er. Lítt eru menn hneigðir hér til kirkju- legsfólagsskapar. E>eir hafa nú verið hér að mestu prestlausir undir 20 ár, og þykjast vel hafa komist af, enda finst ytnsum peirra atferli kirkjufélaganna íslenzku, hvort við annað, minna eins mikið á hestaatsfundina í fornökl heima á Fróni, eins og á kristilegt kærleiks- líf. — Eg læt hör nú staðar numið, að sinni, og óska Vínlandi og yðurheilla og liamingju.

x

Vínland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vínland
https://timarit.is/publication/219

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.