Voröld


Voröld - 26.03.1918, Side 2

Voröld - 26.03.1918, Side 2
Bls. 2 VORÖLD Winnipeg, 26. Marz, 1918 ■VOHOLP. Ritstjóri: Sig. Júl. Jóhannesson RáSsmaður: Jón G. Hjaltalín Skrifstofa: 4821/2 Main St., Rialto Block, Winnipeg Sandur. Sandur er notaður í líkingamáli i þrennum skilningi aðal- lega. Aö laumast aftan að manni með sandpoka er sagt þegar á einhvern hátt er komið að manni óvörum og honum unnið tjón. Að byggja hús á sandi er sagt þegar um eitthvað er að ræða sem ekki þykir traust. Að kasta sandi í augu manna er algengt orða tiltæki. þegar reynt er að villa mönnum sjónir. Sandur er í öllum slíkum tilfellum hafður í illri merkingu. Vér gátum ekki varist því aS oss kom í huga orðið ‘sandur’ þegar vér lásum síðasta blað Lögbergs. Þar birtast tvær greinar, báðar með aðfinslu til Borden- stjórnarinnar. Þegar vér vorum reknir frá ritstjórn Lögbergs var það fyrir þá sök aS vér kváðumst mundu hafa þá stefnu að unna stjórninni sammælis þegar hún gerði vel, og finna sanngjarn- lega aS viS hana þegar hún gerði illa. Þetta var taliS óhafandi; því var lýst yfir aS það dygði ekki að finna neitt að athöfnum stjórnarinnar; blaSið yrSi að fylgja henni að málum. Oss þótti þetta einkennilegt; þótti það óviðeigandi aS hlaupa undan merkjum þess fána sem uppi hafði verið haldiS í heil þrjátíu ár. En vér héldum aS þetta væri ef til vill einlægni; stjórn- endur blaðsins hefðu af einhverjum ástæSum snúist hugur; þeir hefðu komist að þeirri niðurstöSu að frjálslynda stefnan væri óheppileg og óheillavænleg; afturhalds flokkurinn hefði á réttu aS standa. Borden væri sá sem líta mætti til sem frelsara þessarar þjóSar, en Laurier sá sem ekki mætti treysta; stefna hans væri hættuleg og kenningar hans óhæfar. Vér héldum að blaðið hefSi þannig haft andleg stakka- skifti fyrir fult og alt og þá þótti oss það eðlilegt að stjórnend- ur þess vildu ekki hafa þann í þjónustu sinni sem svo væri óþægur aS vilja athuga nokkrar gjörðir Bordenstjórnarinnar. Eftir þriggja ára trúa þjónustu hefSum vér kallaS burt- reksturinn ‘sandpoka’ ef vér hefðum ekki talið hann eSlilega afleiðing þess að blaðiS væri orðið Bordenstjórnar málgagn. SíSan birtist hvert eintakið af Lögbergi á fætur öSru og leynir það sér ekki aS blaSiS er eindregið með Borden stjórninni. En þruma kom úr heiSskíru lofti á miðvikudaginn var. Þá flytur Lögberg tvær greinar nákvæmlega í sama anda sem vér kváSumst mundu skrifa, og vorum reknir fyrir. Gátan um orsökina til þess að blaSið fór þannig úr Borden- kápunni eftir stutta stund—til bráðabyrgða aS minsta kosti— er ekki auðráðin. Eyrir örfáum vikum var það burtrekstrarsök frá blaSinu aS vilja finna hógværlega og kurteislega að því sem Borden- stjórnin kynni aS gera illa. Nú drýgja þeir sem fyrir þeim rekstri stóSu sömu syndina. ÞaS er alvarlegt atriSi á þessum tímum að reka mann frá stöSu með konu og ung börn þegar Manitoba veturinn er að snerta híbýli manna með köldum og héluðum fingrum. Sérstaklega þegar þeir sem reknir eru vita ekki betur en að þeir hafi unniS fyrir öllu sem þeir fengu og verið trúir köllun sinni. ÁstæSurnar fyrir þessum síSasta snúningi blaðsins vita menn ekki með vissu; má vera að gremja fólksins—hinna frjálslyndu kaupenda blaðsins hafi veriS orSin svo heit að eitthvað hafi þurft til bragðs að taka til þess aS kæla hana og lægja. Má vera aS útgefendur finni lykt af einhverjum stjómar- farslegum veðrabreytingum og vilji vera við því búnir að detta hinumeginn niSur af pólitíska veggnum ef sængin kynni aS verða mýkri þeim megin innan skamms.. En hver sem ástæSan er þá virSist oss þessi síðasta stefnu- breyting—eða hringl, vera sandur. BlaSið er Bordenstjórnarinnar málgagn eins og þaS sagð- ist verða að vara, og eins og það sjálft hefir sýnt svart á hvítu. ÞaS er því aðeins tilraun til þess aS kasta sandi í augu fslendinga að vera með þessi síðustu látalæti. Blaðið vissi það þegar það gekk Borden, afturhalds foringjanum, á hönd, hvern- ig hann og stjórn hans mundi reynast, og það er of seint að iðrast eftir dauSann. íslendingar eru staðfastari menn en svo aS þeir láti þennan sand blinda augu sín. BlaS sem yfirgefur stefnu sma eftir þrjátíu ár—hvort sem það er fyrir peninga, vinnu, völd, upp- hefS, hræðslu eða fylgi viS einhvern sérstakan mann; því verSur ekki trúaS þótt þaS reyni til að flýja aftur eftir örstutta stund undir þaS sama flagg sem það yfirgaf og hljóp í burtu frá þegar mest á reyndi. Allar vonir slíks blaSs til þess að ná aftur áliti sem frjáls- lynt blaS, sem bera megi traust til og reiSa sig á, eru á sandi bygSar. Það er eins meS blöSin og einstaklingana. þaS er auðvelt að vera hreykinn þegar um ekkert er að gera; þaS er út- Iáta lítiS aS tala máli fólksins þegar ekki er um neinn bardaga aS ræSa, því í hag, alveg eins og þaS kostar enga sjálfsafneitun aS vera vinveittur mönnum þegar þeir þurfa á engu liði að halda. En aS vera sá vinur sem í raun reynist og stjórna því blaði sem ekki leggist flatt við fætur hinna voldugu ef þeir banna því að tala máli fólksins; það er annað mál. ÞaS kemur fyrir að sandpokinn lendir þeim sjálfum í höfði er þeir ætluSu öSrum. ÞaS kemur fyrir að áttirnar snúast á meðan verið er að kasta sandi í augu annars, og hann fýkur því i augu þeirra sjálfra sem honum kasta, og það kemur fyrir að hús sem vel lita út eru bygð á sandi, og hrynja fyr en varir. Hann er varasamur ólukku sandurinn. ÍJ) ijl i|« Hœtta á ferðum. í síðasta blaSi var skýrt frá því að Royal bankinn hefsi svelgt Northern Crown bankann. Þeir hefðu runnið saman i eina volduga stofnun. Við þetta voru gerðar fáeinar athugasemdir i þá átt að hér væri um hættu að ræða; peningavaldið væri að komast i fárra manna hendur. Nú hefir annaS sporið enn þá stærra verið stigið í sömu átt síðan seinasta blaS kom út. Bank of British North America hefir runnið saman viS Montreal bankann og er þar myndaS ískyggilega voldugt peningavald. Bank of British North America átti sjötíu deildir í Can- ada, og tvær af þeim i Winnipeg. Hann hafsi $5,000.000 í peningum og $75,000,000 i eignum. Montreal bankinn á eignir upp á $400,000,000 og hefir í sparisjóði $250,000,000. Af þessu sést hversu sterk stofnun þetta er sem myndast af samsteypunni. Þessar bankasamsteypur eru ekki tilgangslausar; ekki ástæSulausar; ekki þýðingarlausar. þær hafa dýpri þýðingu en ofaná yfirborðinu liggur. Ef það er tilgangur auðvaldsins i Canada aS steypa saman öllum sterkustu bönkunum i fáeinar heljarsterkar stofnanir og hafa stjórn þeirra allra i höndum örfárra manna, þá sér alþýðan sína sæng uppreidda. ÞaS er eins og verið sé aS keppast viS aS koma þvi þannig fyrir áSur en stríðiS endar að alt vald og allur kraftur sé dreginn saman i umráS þeirra fáu sterku. Kjötfélögin hafa runnið saman og myndaS þannig marg- falt miljónafélag. Sumir spá þvi aS einhverjir vegir verSi fundnir til þess aö koma öllum járnbrautum undir stjórn C. P. R. Eina brautafélagið i Canada sem ekki er stórskuldugt er C. P.R. og stjórnin heíir lagt hálfdauöan helþungan skrokkinn af hinum félögunum á bak fólksins í staS þess aS taka þau öll—C. P.R. líka. En fátt er svo meö öllu ilt að ekki fylgi nokkuS gott. Þessi gífurlega sameiningar stefna hinna voldugu og fáu ætti aS verSa til þess—og verSur liklega—að alþýða manna vakni og reyni einhver varnar samtök á móti. Menn sem annaShvort vita litið um hvernig “stóru” menn- irnir leika með þá “litlu” eða vilja ekki láta hreifa við sann- leikanum, hlægja ef til vill aS þeirri skýringu sem “Voröld” gefur á þessum málum. En oss skiftir það engu; vér munum óhikaS 'segja fólkinu frá því sem er aS gerast og skýra þaS eftir þeim skilningi sem vér vitum réttan. , Tíminn leiSir þaS í ljós aS hér er um hættulegt og alvarlegt mál að ræða. Ef ekki verSa nema fáeinar afar völdugar pen- ingastofnanir hér í landi, og þær í höndum fárra manna, þá geta þeir fáu menn bókstaflega stjórnaS landinu í orðsins fullri merkingu; þá fáum vér auðvalds- og einvaldsstjórn sem hlegið getur að öllum kvöSum og kvörtunum þeirra stétta sem fram- leiSa hér í landi. Hversvegna ganga ekki bændur i félag og stofna banka? Hversvegna reyna þeir ekki sjálfir meö samtökum að verzla sjálfir hverir viö aðra; hjálpa sjálfir hverir öörum og styrkja stétt sina á þann hátt, í stað þess að láta arS vinnu sinnar lenda i höndum þeirra sem að engri framleiðslu vinna ? íslendingar eru fámennasti þjóöflokkurinn hér i landi, og þó ættu jafnvel þeir auSvelt meS að stofna sinn eiginn banka ef ekki brysti samtök og samvinnu. Þetta mun verða kallaður loftkastali; en svo er með alt nýtt. ÞaS var loftkastali fyrir 15 árum aS tala um atkvæSi fyrir konur; þaS var loftkastali fyrir 10 árum aS tala um beina löggjöf; það var loftkastali fyrir 20 árum aö tala um vinbann, og svona mætti lengi telja. Yér skulum athuga málið. Hér i landi eru taldir 30,000 íslendingar ;^aS meSaltali er gert ráS fyrir 5 í heimili, þaS veröa 6,000 heimili. Setjum sem svo—svo ekki verði of hátt reiknaS—að af þessum heimilum sé helmingurinn úti á landi, meS öðrum orSum aS hér í landi séu 3,000 íslenzkir bændur. Skiftum þeim niður í flokka eftir efnum og ástæðum; tökum vissa tölu sem lagt gæti vissa upphæð i gróðafyrirtæki eins og banki er; vér skulum ekki hafa tölurnar of háar; oss finst það sanngjarnt sem hér segir: 100 með $3,000- -$300,000 100 meS 1,000- - 100,000 100 með 500- - 50,000 1000 meö 100- - 100,000 500 meS 50- - 25,000 1200 með 25- - 30,000 Alls. .$605,000 Gjörum nú ráS fyrir að 200 einhleypir alþýðumenn taki einnig þátt í þessu og leggi til sem hér segir: 500 meS $100—$50,000 500 meS 50— 25,000 500 meS 30— 15,000 500 með 10— 5,000 Alls........$95,000 Þetta yrði alls $700,000. Ennfremur gjörum vér ráð fyrir að 1,000 einhleypar konur og stúlkur legðu fram $25 hver sem 'yrði $25,000. Allur höfuðstóllinn yrði því $725,000. MeS þvi aS reikna aSeins 5% ágóSa af þessu væru vextirnir $36,000 á ári. Þetta fé sem hér er talað um nægði til þess að stofna meS banka, og tekjurnar sem hann veitti væru nægar, þótt ekki væri talinn sá mikli gróSi og þau þægindi sem þaS veitti aS bændur ættu sína eigin stofnun og lánuSu þannig hver öðrum sína eigin peninga. Þetta gerSi þá sjálfstæða í svo mörgum skilningi aS ekki verður lýst í einni stuttri blaöagrein. En þetta er óvinnandi vegur segja sumir; það eru draum- ar og loftkastalar manns sem ekkert skynbragð ber á fjármál segja aSrir; þaS er þvaður sem viS engin rök hefir aS stySjast, segja enn aSrir. Látum þá segja hvað þeim sýnist. Þetta er ekki einungis vinnandi vegur, heldur er þaö hægSar leikur ef samtökin bresta ekki og einhverjir góðir og ráSvandir menn eru til á meðal bændanna til þess að vinna að því. tjl Ji ijl Alvarlegar kærur. í Ottawa þinginu kom fyrir mál á þriðjudaginn var; þegar ræöurnar sté>Su yfir um hásætisræðuna stóS upp Charles Murphy og bar þar sakir á N. W. Rowell, fyrverandi leistoga frjáls- lyndaflokksins í Ontario og hélt all haröoröa tölu. Rowell var einn þeirra sem yfirgaf frjálslynda flokkinn í haust og varS ráðherra í Bordenstjórninni; hann hefir veriS gerður aS formanni leyndarráðsdeildarinnar. Murphy bar þær ákærur á Rowell að hann hefði svarist í samsæri við aSra menn fyrir kosningarnar til þess að koma Sir Wilfrid Laurier frá leiötogastööu flokksins og taka við henni sjálfur. Hann ákæröi Rowell fyrir þaS að hafa notaö kristna trú sem falskt flagg að verzlunarvöru til þess aS ná í peninga. Hann ákærði Rowell um þaS aS hann hefði þegiö þúsundir dala í peningum fyrir það aS veita Ross stjórninni i Ontario aS málum. Þetta eru svo alvarlegar kærur að þær verSa aS rann- sakast hvort sem þær eru sannar eða lognar. Ef þetta er spunnið upp frá rótum og öllum þessum stór- glæpum logiö upp á saklausan mann sem er í einni hæztu og virðingarmestu trúnaöarstöSu sem landiS á, þá ætti Murphy aö vera harSlega hegnt. Ef aftur á móti þetta er satt, þá er Rowell svo mikill skálk- ur að háborin smán er fyrir Canadisku þjóðina aS láta hann skipa þá stöSu sem hann nú hefir. Sé stjórnin á verði og gæti skyldu sinnar þá lætur hún rannsaka máliS; ekki meS neinni hálfvelgju, né kattarþvotti, heldur rækilega og hlífðarlaust, og láta dæma það eftir því sem fram kemur. Hér er ekki um þaS neinum blöðum að fletta, aS annar- hvor þessara háttsettu manna er sekur. AnnaShvort er Murphy sekur um það að vilja ræna mannorði einn af fremstu mönnum stjórnarinnar, eSa Rowell er sekur um stórglæp. Og verði máliö ekki rannsakaS og dæmt þá er hætt viö að margir líti svo á aS Murphy hafi haft eitthvað fyrir sér í þess- um alvarlegu ákærum, og þá er illa fariö. yi ijl Iji r Utlendingar. Dr. Thornton, mentamálaráSherra í Manitoba, hélt ræðu í Canadadiska klúbbnum á föstudaginn var. UmræSuefniS var “Skólarnir og þjóðin.” Dr. Thornton hefir látiS sér mjög ant um aS koma menta- málum fylkisins í gott horf, og hefir honum þar orSiS mikiS ágengt, enda er hann lipur maður og vel stöðu sinni vaxinn. Þegar hann byrjaði ræðuna voru allir látnir standa upp og drekka minni hans í tæru vatni; var það vel viSeigandi jafnvel þótt ekki hefSi verið komiö vínsölubann, því Dr. Thornton er eindreginn andstæðingur eiturkonungsins mikla, og hefir veriö um langan tíma. Hann skýrSi frá því aS af 553,000 íbúum í Manitoba væri 38% af öSrum þjóSum en brezkum, og vanda máliS hér í fylki væri það aS sameina alla þjóðflokka og skapa úr þeim eina Canadiska þjóö. Til dæmis því hversu blönduð væri hér þjóSin sagði hann ýms atriði, þar á meðal það að á kennara fundi þar sem 55 kenn- arar heföu mætt, hefSu veriö 10 mismunandi þjóðar menn. Þéttbýlið í sumum hlutum fylkisins og strjálbýlið í öSrum væri einnig erfiöleika auki. Sumstaöar væru ekki nema fáeinar hræöur á stórum svæðum, en annarstaðar væri landinu svo skift aS sumir hefSu ekki nema 5 ekrúr til ábúöar. Hann mintist á eitt héraS þar sem voru 169 börn í einum skóla meS einni kenslustofu og ættu öll heima á einum tveimur fermílum. Á einum staS vissi hann af 16 búendum á fjórum löndum. Hann sagði að stjórnin heföi á síöastliðnum þrem árum bygt 100 nýja skóla og víða hús handa kennurum. Dr. Thornton kvaS oröið útlendingur svo óheppilegt og svo mikla ógæfu stafa af því aS þaS ætti aS leggjast niður. Engin flokkaskifting ætti hér að eiga sér staS. Þetta væri vor allra sameiginleg fósturjörð. RæSan var ágæt og góöur rómur gjörSur aö.

x

Voröld

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Voröld
https://timarit.is/publication/221

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.