Voröld - 26.03.1918, Síða 3
Winnipeg, 26. Marz, 1918
VORÖLD
-Bls. 3
I
A
I
i
Fuglinn þinn.
Um litinn fugl þú ljóöar milt
og ljúfa sönginn hans,
er læöist hann um lyngið stilt,
og laufa-fagran krans.
Þú segir hann uni sæll á grein,
og syngi hrygö á braut,
og bugi sorg og bæti mein
og burtu nemi þraut.
En fuglinn þessi frjálsi þinn,
svo friöarsæll og dýr,
hann óöar lítur óvin sinn,
ef óvart að þér snýr.
Hann flýgur yfir fjalliö þá
og felst í skógar borg,
þig mæddan hrelldan minnir á
hve mörg er lífsins sorg.
Hve yfirgefinn einn og sár,
og oft ei skilinn rétt.
Meö viðkvæmt hjarta og votar brár
þitt vart mun brjóstið létt.
Ei litla fuglinn líttu á
ef létta viltu hug,
hann flýgur burtu þá og þá,
og þínum rænir dug.
En líttu’ á kaldan klettinn þar
þó kunni ei sýngja milt,
hann barns-röddina bergmálar
svo blítt og skýrt og stillt.
Hann ei þig flýr en festu og þrótt
hann flytur þér með þögn.
í dimmu’ og björtu dag né nótt
hann deyfa ei veðra-mögn.
Ef kærleiksorð þú kletti ber,
þótt kalt sé hjartað hans,
með sömu oröum ansar þér,
já, eins og tunga manns.
Ef við hann segir: “vinur minn,
hve vinarlaus eg er,
eg þrái’ að vera vinur þinn,
æ, vertu nú hjá mér.”
Hann segir við þig sömu orð,
er síst þú mundir fá
hjá vinum flestum vítt um storð
þó værir þú þeim hjá.
Æ, flýt þér vinur, flý þú hel!
og fáðu hjá mér skjól,
og aldrei eg það eftir tel
þó aftri kulda’ og sól.
1 skjóli kletts þín kvíldin býr,
en hvar er fuglinn þinn?
Hann hræðist þig og hreldur flýr,
sem helzta óvin sinn.
Æ, syng þú næst um kaldan klið,
um karlmennsku og þrótt,
óg hjarta, sem að finnur frið,
án fugla. Góða nótt.
i
I
»
T
♦%
♦*♦
f
í
10. sept. 1895.
J. Briem.
-•^♦.•-•^♦.•-•^♦••-•^♦•••••^♦^..•.♦♦♦.•..•^♦..„,^J,.#..#^
Samkvæmt sveitarstjómar lögunum.
Það er hérmeð opinberlega tilkynt að aukalög nr. 1 hafa
verið samþykt af fulltrúum Lundi skólahéraðs, nr. 587
er heimila lántöku fimtán þúsund dala, ($15,000) ; þannig
að útgefin séu verðbréf og skal greiðslu slíkra verðbréfa ásamt
vöxtum skift niður í tuttugu ára jafnar borganir.
Lánið er tekið til þess að byggja nýjan 4 herbergja skóla,
og verður löglega atkvæðisbærum mönnum og konum leyft að
greiða atkvæði með eða móti þessum fyrirhuguöu aukalögum,
samkvæmt ákvæðum sveitastjórnarlaganna er þetta atriöi
snerta. Þessi atkvæðagreiðsla fer fram iaugardaginn 6. apríl
1918, í Lundi skólahúsi í Riverton.
Tuttugu og einum degi fyrir atkvæðadaginn um ofangreind
aukalög útnefnir oddviti sveitarinnar Bifröst skriflega, og
undirritað meö eigin hendi, tvo menn til þess að telja atkvæðin
og einn mann til þess að vera á atkvæðastaðnum fyrir hönd
þeirra sem hlut eiga að máli, og ant láta sér um þetta efni,
annaðhvort vilja styðja það eða andæfa því að aukalögin nái
fram að ganga.
Skrifari ofangreindrar sveitar reiknar saman atkvæðin í
Lundi skólahúsi sjötta dag apríl mánaðar, 1918, milli klukkan
fimm og sex eftir hádegi, og skýrir frá því hversu margir hafa
verið með, og hversu margir á móti aukalögunum.
Dagsett að Arborg, áttunda dag marzmánaðar, 1918.
I. INGJALDSSON,
Fjármálaritari Bifröst sveitar.
Fullnaðar úrslit kosninganna.
•?* *?• *?•
W. T. O’Connor, aðalumsjónarmaður atkvæðanna við síð-
ustu kosningar hefir nýlega gefið skýrslu um úrslitin, og eru
þau þannig:
Fylki | Liberals Un. Lib j Conserv.|kjördæmi
Prince Edæard Island I 2 0 1 2 1 4
Nova Scotia -1 4 3 1 9 16
New Brunswick -1 4 4 1 3 i 11
Quebec -1 62 1 1 2 1 65
Ontario -1 3 12 1 62 1 82
Manitoba -1 1 6 1 8 1 15
Saskatchewan -1 o 7 1 9 1 16
Alberta -1 1 4 1 7 1 12
British Columbia -1 0 1 1 12 1 13
Yukon -1 0 o 1 1 1 I 1
1 82 38 1 1 115 1 1 235
Þetta sýnir að kosnir eru 82 Liberals, 38 Union Liberals,
115 Conservatives; meirihluti stjórnarinnar 71 ef allir Union
Liberals verða með henni. Liberals og Union Liberals kosnir,
120. Skýrsla sú sem hér fer á eftir sýnir hversu mörg atkvæði
stjórnin fékk, og hversu mörg hinir; bæði af heimaborgurum,
hermönnum í Canada, á Bretlandi og Frakklandi..
r " I
U-i
Prince Éd. Island
Nova Scotia......
New Brunswick...
g &
o g
2 ö
a m
<D
xo
&
>
•+J
£ «
c3 cö
bO to
| JS
C CQ
■ ro
Ö
cS
<D
ffi
p
r*
•4—>
u
cS
a
c
_ c
g g
:S, E
■+j a>
m ,c
XO
æ
>
cS
bo :
C 5
•» pj
jj |
co E
•o C
Ö 2
03 ,C
YD
$
>1
cí
•3, œ
Cn c3
10,450) 12-224 2-775l 434l 13-225
40,9851 49,831 10,699|1,474[ 51,684
35,8711 32,397 9,934] 919) 54,805
Quebec ............j 61,808)240,504| 14,206)2,927 ) 76,014
Ontario ..........|419,928|263,300|95,212|5,793)515,140
Manitoba ...... ...j 83,469| 26,073]23,698|1,157|107,167
Saskatchewan .... | 68,424)
Alberta .......j 60,399]
British Columbia | 59,944|
Yukon........ |. 666,
30,829112,996]2,672| 81,420
48,865|19,575|1,055| 79,974
40,050|26,461|2,059| 86,405
766| 293] 32] 959
5©
>
cS
bo
P
50
J
•a k>
C 33
ci cS
Samtals .........]841944|744849|215849|18522|1057793|763371
Y
•*.
12,658
51,305
33,316
243,431
269,083
27,230
33,501
49,920
42,109
808
Eftirmæli eftir
Mrs. Sigurey Goodman
v
í
Dána að Gimli, 12. ágúst, 1917
Fædda 11. marz, 1885.
Nú húmar yfir bygð og bæ
og bráðum alt er hljótt,
hin þunga rödd með banablæ
mér boðar hinstu nótt.
Eg fel þér herra húsið mitt
og hjartkær börnin smá,
með von á líknar ljósið þitt
sem lifir öllum hjá.
Svo hneigði móðir höfuð þreytt
í himins náðar barm,
en nálín var á beðinn breitt
og blundur lukti hvarm.
En börn og maka beygir hrygð
því burt er vinur kær,
í minning lifir dagsins dygð
sem dáið aldrei fær.
O hvíl nú systir sæl við frið
það söknuð fær oss létt,
þú hafðir æ það mark og mið
að mæla og breyta rétt.
Frá æsku tíð að bana blund
þú brostir trygg og hrein,
með hjartans yl að lyfta lund
og létta þjáðra mein.
Já, því skal bera böl og kíf
og brosa hverju mót,
vor trú á annað æðra líf
er allra harma bót.
Fyrir hönd bróður hinnar látnu.
M. Markússon
T
Í
í
♦*♦
V
\
t
t
t
i
IbeilbvigbL
Ljós.
“Myrkrið fæöir uglur einar,
ekkert blóm í myrkri grær.”
H. Hafstein
Sólin er viöhald alls lífs; ljósið
er tákn allrar fegurðar, en
myrkrið einkenni deyfðar og
dauða.
Hver stund sem þú lifir undir
hæfilegum áhrifum ljóss og birtu
styrkir þig og veitir þér þrek.
en hvert augnablik sem þú ert í
myrkri færir þig nær gröfinni og
dauðanum.
Lj ós og myrkur hafa meiri
áhrif á heilsu manna en flest
annað..
Fjölda margir sjúkdómar or-
sakast af of litlu Ijósi og of miklu
myrkri, ef ekki beinlínis, þá ó-
beinlínis
Þaö er sýnt og sannað að sum-
ar sóttkveikjur deyja ef sólin
skín á þær varnarlausar um
nokkrum tima, en að þær magn-
ast og margfaldast séu þær í
myrkrinu.
Tæringar sóttkveikja er ein
þeirra. Tilraunir hafa verið
gerðar þannig að hráki með tær-
íngar gerlum í hefir verið látinn
þar sem sólarljósið skín á hann
óhindrað og þegar hann var svo
skoðaður í smásjá eftir nokkum
tíma voru sóttkveikjurnar dauð-
ar. Hafi hrákinn aftur á móti
verið geymdur þar sem dimt var
(helzt ef einnig var rakt) þá
margfölduðust sóttkveikjurnar
og leið einstaklega vel.
Af þessu er það auðséð hversu
áríðandi er ljós og birta. Glugg-
um í húsum manna þarf að
vera þannig hagað að þeir séu
sem lengstan tima dags á móti
sól, þessvegna eru bogagluggar
(Bay Windows) heilsusamlegri
en aðrir gluggar, auk þess sem
þeir eru fallegri.
Ljósböð eru nú orðin svo tið
að þau eru eitt hinna helztu at-
riða í læknisfræðinni. Eru nú
bygðir í sambandi við sum sjúkra
hús stórir ljósbaðskálar þar sem
sjúklingar baða sig og baka eftir
vissum reglum.
(Frh.)
GÖMUL SAGA
Einu sinni fyrir löngu, löngu
var til borg sem hét Pollur, þar
var maður skipaður til þess að
sjá um matvæli; líta yfir að þau
skemdust ekki, o.s.frv.
15. febr. eitt ár kom þessi
maður inn í vöruhús og sá að
verið var að hrúga saman fugla-
skrokkum.
“Hvað eruð þið að gera hér,”
spurði hann.
Við erum að skoða þetta fugla-
kjöt. Vatn hefir komist inn í
kælirúmið og við höldum að fugl-
arnir séu skemdir. Vilt þú skoða
þá og segja mér þitt álit á þeim”
Vistaskoðunarmaðurinn leit á
fuglana, skoðaði þá í krók og
kring, þuklaði þá og þefaði af
þeim. “Eg held þeir séu ekkert
skemdir,” sagði hann, og svo fór
hann burt.
En yfirmaðurinn í vöruhúsinu
hafði vit á því að fuglarnir voru
skemdir, fór með 8,000 pund af
þeim og lét brenna þau á brenslu-
stofnun borgarinnar.
f byrjun marzmánaðar kemur
skýrsla frá brenzlustofnunni til
heilbrigðisráðsins í bænum; var
þar frá því skýrt að brend hefðu
verið 8,000 pund af fuglakjöti
Nú er hlaupið upp til handa og
fóta og látið mikið af röggsemi
borgarráðsins; það hafi með
miklum dugnaði skipað auðfélagi
einu í bænum að brenna 8,000
pund af kjöti.
Síðan er skipuð rannsóknar-
nefnd í málið og var ekki hægt
að finna neinn hæfari til þess
starfs en sama manninn sem
hafði upphaflega skoðað fuglana
og ekki haft vit á því að þeir voru
skemdir.
Eitthvað væri sagt um borgar-
stjórnina okkar hér í Winnipeg
ef þetta hefði skeð hérna núna.
THERES MONEY
IM A
BUSINESS EDUCATIOM!
START NOW!
/Ti\
Það er með því að gæta beggja hliða sem hamingan er vissust.
Eintóm erviði gagnar lítið. Það einstaka atriði sem mestu
ræður í velgengni manna; það sem helzt veldur því að þeim
hepnast fyrirtæki sín er æfing. Þó þú hafir áhuga, eldmóð,
skarpleika og þrá til þess að bæta hagi þína, þá er það ekki
einhlítt. Aukin velgengni leiðir af góðum undirbúningi og
sért þú ekki fús að eyða dálitlum tíma og þei mpeningum sem
nauðsynlegir eru til þess að fá þá æfingu sem þú þarft þá miðar
þér seint áfram.
Starfræksluæfing á verzlunar skóla tryggir þér góða stöðu fyrir
góð laun. Þú getur byrjað hvenær sem þér sýnist. þú hefir
skrifborð út af fyrir þig, ókeypis bækur til afnota og aðstoð
góðra kennara. Komdu og sjáðu hvernig starfið gengur á
verzlunarskóla þar sem mikið er að gera; skólastjórin mun
með ánægju skýra fyrir þér reglur vorar og aðferðir. Æfin-
lega er mikil eftirsókn eftir þeim sem útskrifast frá okkur.
Munið eftir að nefna “Voröld” þegar þér farið eftir þessari
auglýsingu.
Önnur Gömul Saga.
í sama bænum, Polli, var ein-
hverju sinni stórt mjólkursölu-
félag; í því félagi var maður
sem Agnar hét. Deila reis upp
í bænum milli félagsins og þeirra
manna sem áttu kýr og seldu
fólkinu mjólk.
Skipaður var roaður til þess að
rannsaka málið og komast þar að
sanngjarnri niðurstöðu. Og til
þess að rannsaka var skipaður
Agnar, hluthafinn í stóra félag-
inu.
Við sem núna erum uppi og
erum vön sanngirni í skipun
rannsóknarnefnda, mundum hafa
sagt eitthvað ef þetta hefði skeð
í Winnipeg.
ALMANAKS PENNA OG
BLYANTS KLEMMA.
Ágæt klemma fyrir lyndar-
penna eða blýant, með mánaðar-
dögum. Kleman ver pennum og
blýöntum að týnast úr vasanum.
Auðvelt að breyta mánaðanöfn-
um; vel tilbúin klemma með nik-
kelhúð, nett, hentug og falleg og
ódýr. Aðeins 15c; tvær fyrir
25c. Sent með pósti, og burðar-
gjald borgað af oss. Segið hvort
klemma eigi að vera fyrir penna
eða blýant.
Verðbók með myndu maf alls-
konar smávegis og útsæði, send
ókeypis.
ALVIN SALES COMPANY
Dept. 24, P.O. Box 56, Winnipeg
Til Ritstjora Voraldar.
Vönd eru spor um vegleysur
valda sorans skæða;
sendu’ oss Voröld Sigurður;
sannleik þorum ræða.
Iðunn.