Voröld


Voröld - 16.04.1918, Síða 3

Voröld - 16.04.1918, Síða 3
Winnipeg, 16. apríl, 1918. VORÖLD Bls. 3 ir p^ska—7. noröangarö. . ÁriS 1917. Skoðanir manna um undanfar- iö og yfirstandandi árferði eru oft mjög skiftar. Þannig hefi eg nýlega lesiö i blöðunum mis- munandi álit um þetta. Á öðrum staðnum er því haldið fram, að undanfarið ár hafi verið velti ár, en í hinu blaðinu er sagt, að ár- ferðið hafi verið slæmt, og að í slikum árum mundi oft hafa orð- ið fellir á fénaði fyr meir. Mun það rétt álitið, enda lá við felli hér og varð nokkur, bæði 1914 og 1916. Um árið sem leið hygg eg að segja megi, að það hafi verið að ýmsu leyti erfitt. Og það sem valdið hefir sérstökum erfiðleik- um þetta ár, er endasleppur heyskapur í sumum héruðum landsins, haustharðindin og dýr- tíðin. Veturinn frá nýári og fram að páskum eða til 8. apríl mátti heita góður. Þó var allhart um Suður og Austurland, eða frá Hellisheiði að Vaðlaheiði um þriggja vikna skeiö, frá því um nýjár og fram að Þorra. En í fyrstu viku Þorra gerði góða hláku, og hélst. úr því góð tíð frameftir. Um Vesturland og meginhluta Norðurlands var vet- urinn talinn góður, jafnvel með þeim beztu, er komið hafa lengi. Bjuggust margur við heyfyrn- ingum með meira móti. En reynslan varð önnur. Síðari hluta laugardagsins fyr- apríl—gerði aftaka Stóð óslitin stór- hríð eða bilur víða um land í 3— 6 daga. Veðurhæðin mikil og frostíð að sama skapi. Mest varð frostið á Grímstöðum um 20o C. í Borgarfirðinum var það um 20o C. og undir Eyjafjöllum 15o C. Urðu þá og skaðar á húsum og fénaði. Fé hrakti, fenti og fórst í ám og vötnum. Kvað einna mest að þessum fjársköðum á Síðunni og í Fljótshverfi. Sömu- leiðis urðu og töluverðir fjár- skaðar í A.-Skaftafellssýslu, einkum á Mýrum og í Suðursveit. Á Vesturlandi fórst og eitthvað af fé. Ennfremur á tveimur bæjum í Miðfirði, og í Forna- hvammi í Mýrasýslu. Þessi harðindakafli hélst svo fram yfir sumarmál og enda lengur.—Hey gáfust þá mjög upp hjá mörgum, og nokkrir— fleiri og færri nálega í hverri sveit sunnanlands og víðar — urðu heylitlir og heylausir. Fyrn- ingar aðeins hjá einstaka manni, og miklu minni en við var buist um veturinn. Vorið var kalt og spratt seint. Frost á hverri nóttu, þegar heið- skýrt var. Á Jónsmessunótt, aðfaranótt 24. júní, lagði á poll- um. Hét ekki að vera að hagar fyrir stórgripi kæmu fyr en í lok júnímánaðar. Sauðfé gefið víða inni þar til 4—5 vikur af sumri. Nálægt mánaðarmótum júní og júlí, eða um 11. sumarhelgina breytti til. Gerði þá hlýindi og góða tíða. Tók þá fyrst að spretta. Var því seint tekið til að slá. Byrjuðu flestir heyskap um 13. sumarhelgina, og nokkr- ir enn seinna. Með sláttarbyrjun brá til ó- þurka hér súnnanlands, og héld- ust þeir í 3—4 vikur. Fór gras- vexti þá mj ög fram, og mátti svo heita, að hann yrði góður á end- anum. Fyrstu dagana í ágústmánuði, einkum 3. —4. ágúst—í 16. sum- arvikunni—ringdi feikilega mik- ið. Hljóp þá vöxtur í allar ár, eins og í mestu vorleysingum. Olli vatnavöxturinn sumstaðar allmiklu tjóni. Hey flæddi t. d. í Borgarfirði og víðar, eða varð leiri orpið.—Mestan skaða gerði úþurkurinn hér syðra, einkum austan fjalls. Taðan hraktist meira og minna. í Borgarfirði og um Vesturland voru ekki eins mikil brögð að óþurkinum. Náðu þar margir töðu sinni lítt skemd- ri. Norðanlands var tíðin betri um þetta leyti, og í Þingeyjarsýslum var góð tíð framan af, en sprett- an lakaril Laust fyrir miðjan ágúst—í 17. sumarvikunni—gerði þurk og beztu heyskapartíð, er hélst fram yfir réttir. En þá um sama leyti brá til óþurka á norð-austur- landi, og varð heyskapur þar mjög endasleppur og ekki góður. Einna lakastur varð hann á Út- Héraði, í Þingeyjarsýslum og á Ströndum. En annarsstaðar mun hann hafa verið í meðallagi og sumstaðar betur. Haustið var afarslæmt, eitt það versta er komið hefir í manna minnum. Skifti alger- lega um upp úr réttunum, eða 23. —25. seftember. Eftir mánað- armótin seftember og október, eða 24 vikur af sumri, gerði stór- hríð um alt austur, norður og vesturland, og setti niöur mikinn snjó. Héldust svo hríðarbyljir látlítið út mánuðinn og fram í nóvember. Frostið oftast 6—11 C, og mest 14—15C á Grímsstöð- úm. Gerði þá haglaust víða og varð að taka skepnur í hús og á hey. Syðra varð snjókoman mikið minni, og austan Hellis- heiði—um Suðurlandsundirlend- ið—varð lítill eða enginn snjór. Þó snjóaði töluvert á Reykjanes- skaga, og í Selvogi varð nálega haglaust, og er það sjaldgæft þar um það leyti árs. Víða um norður og austurland og eins í N. ísafjarðarsýslu og Strandasýslú urðu menn fyrir heysköðum. Heyið fauk og fenti, eða varð úti undir snjón- um. Viku fyrir vetur, 18.—20. okt. gerði sunnanátt og rigning- ar. Leysti þá töluvert. f Þ ing- eyjarsýslu var þá sumar-þýðvindi Náðu þá sumir þar, oð víöar um norður og austurland, nokkru af því heyi, er úti var, en sumt náð- ist aldrei.—En batinn varð skammvinnur. Um veturnætur gerði aftur norðanátt með frosti og fjúki. Hlóð þá niður smám saman mikl- um snjó um mestan hluta lands og gerði haglaust. Frostharkan var mikil síðari hluta nóvember og íram í miðjan desember; var frostið oft 12—20o c. og stund- um meira. Var fönnin víða orð- in þá svo mikil, t.d. í Stranda- sýslu, að ekki varð komist bæja á milli nema á skíðum.—Héldust þessi harðindi, svo að segja um land alt nálega óslitin fram að jólum. En þá gerði sunnannátt og hláku og leysti mesta snjóinn milli jóla og nýárs—er oröimi var sumstaðar jafnvel meiri en el.stu menn mundu eftir. Einna lakast mun tíðarfariö haf . verið, eiiís og reyndar oft er, á útkjálkum landsins. Norð- an úr Arneshreppi er t.d. mcr skrifað, að þar hafi tíðin ver'ð afar slæm, svo að segja frá því um réttir. 8ífeld snjókoma og harðviöri. Þar uröu hey viða úti, t.d. á Fínnbogastöðum um eöa j'fiv 300 hestar. Eins var tíðin mjög slæm a’t haustið um Norð-austurlaud, bæði á út-Uéraði, Borgarfirð’ og nor'>an 8? .jtrvatnsheiði. ]>ar voru ejimig stöðugir óþurkar, eins og áður er getið, allan síðari hiuta heyskapartímans. Hey- fengur var þar því rýr og nýting slæm. Uppskera úr kálgörðum varð víða lítil og sumstaðar meira og ninna skemd. Olli því, hvað hún var rýr, meðal annars það, hvað seint var sett niður og sáð, og svo nætui-frostin, er leið á sumar- ið. En ekki minstan hnekki og skemdir gerði það, hvað mönnum alment varð naumt fyrir að ná upp úr görðunum. Tíðin spilt- ist snemma, miklu fyri en venja er til. Hörku frost og hríðar komu svo að segja óvörum og áður en menn ugðu að sér. Áttu þá margir ótekið upp úr þeim. Og í Vestmanneyjum gerði kar- töfluveikin mikið tjón. — Þetta tvent til samans—kartöfluveikin í Vestmannaeyjum, og að ekki náðist upp úr görðunum í tæka tíð—nemur mörgum tugum þús- unda króna skaða ó öllu landinu. Laxveiöi í net varð mjög rýr þetta ár, en dúntekja undir það í meðallagi. Göngum eða leitum og þá um leið réttum—var seinkað um viku Alþingi átti upptökin að því. Sam- þykti það áskorun til stjórnar- innar um aö fá því framgengt, að fjallgöngur og réttir verði fram- kvæmdar viku síðar en vant er að vera. Þetta mæltist misjafnlega fyrir. Og sagt var, að þessi rétt- arfærsla hafi sumstaðar valdið nokkru tjóni. En fyrir þinginu mun það hafa vakað, að lengja með þessu slátt- inn. Og sú var líka reynslan i sumum héruðum landsiús—Sum- araukinn átti einnig sinn þátt í þessari réttarfærslu. En hann reyndist enginn búbætir að þessu sinni. Margir færðu frá í þetta sinn, er voru hættir því eða höfðu ekki gert undanfarin ár. Dýrtíðin rak á eftir með það. “Fátt er svo með öllu ilt, að ekki boði nokkuð gott”. Gafst flestum það vel, og þótti bót í búi. Til grasa fóru og fleiri en tíð- kast hefir að undanförnu. Átti það sér einkum stað í Þingeyjar- sýslum, sumstaðar á Vesturlandi Borgarfirði og víðar. Um verzlun og viöskifti er svipað ,að segja og árið 1916. Hátt verð á öllum fénaði innan- Iands. Á uppboðum og manna á milli kostúðu meðalkýr 320— 400 kr., brúkunarhestar upp og ofan 320—400 kr., ær hér syðra 36—40 kr., en norðanlands og vestan 45—56 kr. og jafnvel dæmi að ær hafi verið seldar á 60 kr. Útflutningur á hrossum var enginn þetta ár, og útflutn- ingur á smjöri bannaður. Verð á flestum innanlandsaf- urðum svipað og árið áður, bæði ull, kjöti o. fl. En þar á móti hækkar stöðugt verö á öllum útlendum varningi, bæði nauðsynjavörum og öðru. Nemur þessi verðhækkun frá byrjun ófriðarins, að því er nok- krar vörutegundir snertir, og þar til í október í haust, samkvæmt Hagtíðindunum, því sem hér greinir: Tegundir Verðhækkun síðan í júlí síðan í júlí 1914 1917 Kornvörur .248% 9% Kaffi 43— 4— Sykur 117— 0— Súkkulaði, te, o.fl 87— 13— Egg, ostur, o.fk... 148— 8— Matarsalt .225— 73— Sódi og sápa 192— 73— Steinolía 144— 10— Steinkol ..965- 9 6— Samkvæmt þessu, hafa kolin hækkað langmest í verði, þarnæst allskonar kornvörur, þá matar- salt o.s.frv. Af innanlands afurðum er það mjólkin í bæjum og kauptúnum, er hefir hækkað mjög í veröi, og er einlægt að hækka. Seinnipartinn í fyrra vetur var lagt hámarksverð á smjör, og í haust var það einnig lagt á hangi kjöt og kæfu.—Verðið á smjöri var þá orðið kringum 4 kr. kílóið. En hámarksverðið var sett 3 kr. kg. af heimaverkuðu smjöri, en kr. 3.30 kg. af rjómabúasmjöri. Verðið á rjómabúasmjörinu frá Smjörbúasambandi Suðurlands var seinna hækað upp í kr. 3,80 kílóið. Út af þessu hámarksverði rete all-mikil óánægja meðal bænda. og er frá leið, seldu menn og keyptu smjör án tillits til þess— En af hámarksverðinu leiddi þaö meðal annars, að minna var búið til af smjöri og selt.en ella hefði særið gert. Samfara því leiddi það líka af þessari ráðstöfun, að miklu færri færðu frá en annars hefði orðið. Hámarksverðið hefir að þessu íeyti og ýmsu öðru, ékki haft nema ilt eitt í för með sér. Alþingi í sumar reyndi að fá hámarksverðinu aflétt, en tókst ekki þá. En í haust var það af- numið. Kaup verkalýðs og vinnufólks fer -sífelt hækkandi. Kaupa- mönnum var goldið í surpar um vikuna 30—40 kr. og kaupakon- ur fengu 16 — 20 kr. og sumar meira.—Kaupgjaldið hefir hækk- að síðan stríðið hófst um 125— 150%. Smjörbúin eða starf þeirra varð bæði rýrt °g endaslept að þessu sinni. Aðalástæðurnar að því voru útflutningsbannið á smjöri og hámarksverðið. Af 18 búum í Smjörbúasambandi Suð- urlands störfuðu aðeins 11, og flest þeirra mjög stuttan tíma smjörframleiðslan varð því miklu minni en að undanförnu. Mun hún hafa numið alls—frá öllum smjörbúum, er störfuðu—25,000 kg. í mesta lagi. Mest af smjör- inu var selt í Reykjavík. Þetta sumar voru haldnar tvær héraðssýningar á hrossum, ein stórgripasýning fyrir Hóla- og Viðvíkurhreppa i Skagafjarðar- sýslu, og 40 hrútasýningar, sem mér er kunnugt um. — Önnur hrossasýningin var haldin að Sveinsstöðum fyrir báðar Húna- vatnssýslur, en hin að Garði í Hegranesi fyrir Skagafjörð. Á Sveinstaðasýningunni voru sýnd- ir 14 hestar, 4 vetra og eldri, 10 folar 3 vetra, og 18 hryssur. Fyrstu verðlaun voru ekki veitt, en 5 hestar fengu önnur verðl. og aðrir 5 þriðju verðl. Af 3. vetra folunum fengu 3 önnur verðl. og 3 þriðju verðl. Á sýningunni í Garði voru sýndir 14 hestar 4 vetra og eldri, 4 folar 3 vetra og 30 hryssur. Fyrir 5 hesta voru veitt önnur verðl. og 4 þriðju verðl. Af 3 vetra folunum fengu 2 önnur verðl. Hrútasýningarnar voru haldn- ar um sambandssvæði Búnaðar- sambands Austurlands, og í Eyja fjarðar og Skagafjarðarsýslum. Kynbótafélögin störfuðu flest hin sömu og árið á undan. Nautgripafélögih voru í árs- byrjun 31, með um 3300 full- mjólkandi kýr. Styrkurinn frá Búnaðarfélaginu til þessara fél- aga nam 4731 kr.—Félög þessi eru, 2 í V. Skaftafellssýslu; 8 i Rangárvallasýslu; 8 í Árnessýslu 2 í Borgarfjarðarsýslu; 2 í Mýra- sýslu; 1 í Barðastrandarsýslu; 2 i Húnavatnssýslu; 1 í Skagafjarð arsýslu; 2 í Eyjafjarðarsýslu; 2 í S.Þingeyjarsýslu", og 1 í V. ísa- fjarðarsýslu. Hrossaræktarfélögin eru 10 alls, 1 í V. Skaftafellssýslu; 3 í Rángárvallasýslu; 5 í Árnessýslu og 1 á Fljótdalshéraði. Búnaðarnámsskeið, sem haldin voru, urðu fjögur alls. Eitt Simi G. 1626 Heimili S. 4211 McLEAN & CO. Electrical and Mechanical Engineers We repair: Elevators, Motors, Engines, Pumps and all other kinds of Machinery and all kinds of Machine Work Acytelene Welding 54 Princess Street, Winnipeg Keep in Perfect Health We’re open day and night. Phone G. 868 TURNERS TURKISH BATHS Turkish Baths with sleeping accomodation.. Plain Baths. Massage and Chiropody. Cor. King and Battatyne Travellers Building Winnipeg Talsími Garry 3286 RELIANCE ART STUDIO 616 Main Street Vandvirkir Myndasmiðir. Skrautleg mynd gefin ókeypis hverjum eim er kemur með þessa auglýsingu. Komið og finnið oss sem fyrst. Winnipeg, Manitoba Gleymið ekki þið farið eftif blaðinu. “Voröld” þegar auglýsingum í • Til að fá góðar myndir, komið til okkar. fD 3 N 3 cö s BURNS PHOTO STUDIO _ g u w cT cx 576 Main Street Sími Sherbr. 3640. DOMINION EXPERT TAILORS AND FURRIERS Föt búin til eftir máli bæði fyrir karla ,og konur. Einnig gerum vér við, hreins- um og pressum alslags fatnað J. Friedman, Manager 940 Portage Avenue Winnipeg Sími: M. 4963 Heimili S. 3328 A. C. JOHNSON Legir hús, selur fasteignir, útvegar eldsábyrgðir. 528 Union Bank Bldg. Einkaleyfi, Vörumerki Útgáfuréttindi FETHERSTONHAUGH & Co 36-37 Canada Life Bldg. Phone M. 4439 Winnipeg Lloyd’s Auto Express (áður Central Auto Express) Fluttir böglar og flutningur. Srstakt verð fyrir heildsölu flutning. Talsimi Garry 3676 H. Lloyd, eigandi Skrifstofa: 44 Adelaide, Str. Winnipeg Phone M. 3013 ALFRED U. LEBEL Lögfræðingur 10 Banque d’Hochelaga 431 Main Street, - Winnipeg New Tires and Tubes CENTRAL VULCANIZING H. A. Fraser, Prop. Expert Tire Repairing Fljót afgreiðsla óbyrgst. 543 Portage Avenue Winnipeg Vér getum hiklaust mælt með Fetherstonhaug & Co. Þekkjum íslendinga sem hafa treyst þeim fyrir hugmyndum sínum og hafa þeir í alla staði reynst þeim vel og áreiðanlegir. ADAMSON & LINDSAY Lögfræðingar. 806 McArthur Building Winnipeg. ALMANAKS PENNA OG BLYANTS KLEMMA. A. S. BARDAL 843 Sherbrooke Street Selur líkkistur og annast um útfarir. Allur útbunaður hinn bezti. Ennfremur selur hann allskonar minnisvarða og leg- steina. Heimilis Tals - Garry 2151 Skrifstofu Tals. G. 300, 375 Talsími Main 3775 Dag og nótt og sunnudaga. THE “KING” FLORIST Gullfiskar, Fuglar Notið hraðskeyta samband við oss; blóm send hvert sem er. Vandaðasta blómgerð er sérfræði vor. 270 Hargrave St., Winnipeg. ELGIN MOTOR SALES CO., Ltd. Elgin and Brisco Cars Komið og talið við oss eða skrifið öss og biðjið um verð- skrár með myndum. Talsimi Main 1520 417 Portage Ave., Winnipeg. J. .1 SWANSON & CO. . Verzla með fasteignir. Sjá um leigu á húsum. Annast lán og eldsábyrgðir o. fl. 504 The Kensington, Cor. Portage & Smith Phone Main 2507. Phone Sh. 2151 Heimili S. 2765 AUTO SUPPLY & ELECTRIC CO., Ltd. Starting & Lighting Batteries Charged, Stored and Repaired Speedometers of all makes Tested and Repaired. Tire Vuncalizing. W. N. MacNeil, Ráðsmaður 469 Portage Ave., Winnipeg Framhald á 4. bls. Ágæt klemma fyrir lyndar- penna eöa blýant, með mánaðar dögum. Kleman ver pennum og blýöntum að týnast úr vasanum. Auðvelt að breyta mánaðanöfn- um; vel tilbúin klemma með nik- kelhúð, nett, hentug og falleg og ódýr. Aðeins 15c; tvær fyrir 25c. Sent með pósti, og burðar- gjald borgað af oss. Segið hvort klemma eigi að vera fyrir penna eða blýant. Verðbók með myndu maf alls- konar smávegis og útsæði, send ókeypis. ALVIN SALES COMPANY Dept. 24, P.O. Box 56, Winnipeg Hver kaupandi “Voraldar” er hlekkur í keðju áframhalds og velgengni blaðsins. Það eru auglýsingarnar einnig. CHICAGO ART CO. 543 Main Street, Cor. James St Myndir teknar af vönduðustu tegund. Films og Plates framkallaðar og myndir prentaðar. Eigandi: FINNUR JONSSON

x

Voröld

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Voröld
https://timarit.is/publication/221

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.