Voröld


Voröld - 14.05.1918, Page 6

Voröld - 14.05.1918, Page 6
BLs. 6 VORÖLD Winnipeg, 14. maí, 1918. TIL SÓLALDARBARNA (FRAMHALD) Oft er skamt milli skins of skúra, eða svo fanst okkur í þetta sinn, því skömmu eftir að við komum til gistihallarinnar í Vietaori hyrjaði að rigna, og látlaust ringdi á meðan við dvöldum þar, og varð því við dvölin þar okkur eigi sem liappasælust, en við regni má maður ávalt búast við ströndina á þessum tíma árs. Kl. 4 skreið skipið á stað á ný áleiðis til Seattle, en sökum þess að þokan gráa grúfði yfir strönd og sæ, eyddum við mestum tíman- um undir þiljum, og ræddum um framhald ferðarinnar, og eg man að þið sögðuð svo oft, “6, hvað það er gaman að ferðast á sjónum,” og ekki vóru þið mjög smeik um að þið yrðuð sjóveik, og svo var brosað og hlegið dátt, því létt var lundin, en sízt af öllu grunaði ykkur þá að það væri tvent ólíkt að ferðast á skipi, á smá sævi, inni á milli skerja og eyja, eða út á regin hafi, þar sem elckert skjól var fyrir vindi og hafrót, en á morgun finnið þið muninn. Kl. 9 um kveldið létti þokunni og þá gátum við greinilega séð Seattle, sem líktist hálf mána í lögun, þétt settum tindrandi stjörnum. Já mikið dáðum við þá sjón, en eftir því sem við færðumst nær borginni, varð okkur æ starsýnna á eitt ljós sem bar hærra við loft en hin, og sem blossaði með miklum bjarma í fáar skúndur en hvarf svo með öllu jafn lang- an tíma. Fyrst flaug okkur í hug að það væri að brjótast út eldur í stórhýsi, en síðar sáum við að það var nafnspjald á stærsta verzlunarfélagsins í þeirri borg, og oigi var að undra þó það hefði höfuð og herðar yfir hin, því byggingin var 30 hæða há og þar fyrir ofan var glerkúla sem ljós- geymirinn var í er framleiddi þetta einkenni- lega auglýsingaljós. ótti neyðir þá til þess; ekþi geta þeir gengið nema í sandi, en þá rísa þeir upp á afturfæt- uma, og eru þeir þá líkir manni tilsýndar. í eðli sínu eru þeir fremur meinlausir en þó hefir það komið fyrir að stórir selir hafa ráðist á menn er þeir hafa líf sitt að verja, en þá er betra að hafa annaðhvort bissu eða kylfu í hendi, því þeir geta bæði slegið fast með hreif- unum og bitið illa. Alt í einu*var hrópað “Hvalir!” og sem skot voram við komin út að borðstokk, og þá sáum við stóran hóp smá hvala með trjónu- myndaðan haus, og horn upp úr hryggnum, renna sér með miklum hraða og sporða köst- um rétt í vatnsskorpunni, og af því að þið höfðuð aldrei séð hvali fyr fanst ykkur mjög mikið til þcirrar sjónar koma. Ilvað! skot! Hver skyldi vera að skjóta? þaö þurftum við að sjá, og okkur tókst brátt að sjá það því aftast á skipinu stóð maður með lít- inn riffil í hendinni og var að leika sér að því ða skjóta aumingja litlu máfana sem altaf fylgdu okkur eftir, og hyrtu það sem til þeirra var hent, og þó honum tækist að dauðskjóta suma þá voru það þó eins margir sem féllu aðeins særðir til sjávar og börðust við dauðann svo lengi sem við sáum, og þótti okkur þessi leikur ijótur og hættum því að horfa á hann, en eitt er vist að þó það sé yndi og nauðsýn af og einatt að veiða, þá ætti enginn að hafa það að leikfangi að skjóta dýr eða fugla, því það er í mesta máta ámannúðlegt, og fyrst að eg er nú farinn að minnast á dýrin, þá vil eg minna ykkur á það að vera ávalt góð og nærgætin við skynlausar skepnur af hvaða tegund sem þær eru, og sýna það í verki að þið séuð því vaxin að vera þeirra verndarar, því í því er fólgin sönn mannúð. í Seattle dvöldum við aðeins yfir blá nótt- ina, því árla næsta morgun lagði haf skip það á stað er flytja átti okkur næsta áfangann, en mikil urðu vonarbrigði okkar þegar við lítum það, því við höfðum búist við, eftir sögu að dæma, að við mundum fara þá för á stóru og skrautlegu skipi, en þetta var mjög lítið og ^álitlegt í alla staði, en við fréttum brátt að orsökin til þess að svo væri ætti rót sína að rekja til ófriðarins, eins og svo margt annað. Hægt og rólega leið skipið áfram yfir sléttan hafflötinn. Sátum við uppi á efsta þilfari skipsins, lítandi borgina smá fara minkandi og að síðustu hverfa með öllu, við sjóndeildar- hringinn, en þó landsýn væri, þá var hún mjög óglögg, sökum bláleitrar móðu er yfir henni hvíldi, en glöð og ánægð með tilveruna nut- um við hins fagra morguns, lítandi við og við selina reka upp gjlásvartan kolinn, glápandi undrandi á þetta ferlíki er fram hjá þeim skreið. Já selirnir eru undarlegar skepnur, þeir eru svo óskaplega forvitnir, og hafa mjög gaman af hljóðfæraslætti, og oft hafa menn gert sér glada stund með þvi móti að fara fram á sjó á bát með eiMhvert hljóðfæri, eða flagg, helst rautt, og litaðan sterkum lit, og svo þegar þeir sjá selinn þá leggjast þeir kyrrir, og ekki líður á löngu þar til selurinn kemur að bátnum, en í fyrstu er hann mjög hræddur, en svo sefast hræðslan og að síðustu getur þú séð hann standa hreyfingarlausan alt að hálfri klukku- stund og hlustar eða horfir á það sem liann sér. En oft verður þetta honum að fjör- tjóni því til eru þeir menn sem nota þetta til þess að fá á þeim betra skotfæri. Selanna mesta yndi á heitum sólskinsdegi er að liggja uppi á klöppum eða í volgum sandinum og þurka á sér skrokkinn, en þegar4?eir era orðnir þurrir þá verða þeir svo væru kærir, að þeir bleyta sig ekki fyr en annaðhvort himgur eða En þegar leið á daginn þá fór skipið að veltast, því það var komin þung undir alda, en þó var logn, hvernig var þessu varið, það áttum við ervitt með að skilja, því við héldum að það þyrfti vind til að orsaka öldur, og það er eð vissu leyti rétt því undir aldan myndast af stormi sem geysar oft i margra mílna fjar- lægð, en sem er að smá færast nær, og eftjr því sem undiraldan er þyngri búast sjómenn ávalt við verra veðri, enda var þess ekki lengi að bíða í þetta sinn að stormurinn næði til okkar, því innan stundar var orðið rok hvast og' gríðar alda, sem velti svo skipinu að við áttum ervitt með að standa án þess að halda okkur í eitthvað, og fyrir kom það að aldan, með glcttnissvip lyfti sér yfir borðstokkinn og reyndi að bleyta okkur í fæturna, og fyrir kom það að hún skall með feikna afli á brjóst skipinu og irði þá okkur brimsöltu vatni, og þó við hefðum í aðra röndina gaman af gletni hennar og hamföi’um, þá gátum við ekki að því gjört að okkur reis einnig beigur af henni. En hvað hefir nú konlið fyrir, því eruð þið að verða svona föl í andliti? þið eruð þó lík- lega aldrei að fá sjósótt? Nei, það er nú síður en svo, við erum bara orðin þreytt, og því förum við niður til að geta notið hvíldar, en næsta dag sannfærðust þið þó um það að það væri ekki sopið kálið þó í ausuna væri komið, með sjósóttina frekar en annað. En þrátt fyrir stríðan mótvind og þunga báru, litum við leiðarljós hins Gullna Hliðs síðla kvölds hins þriðja dags, og það þótti okkur sannarlega yænt um, því við voMm bú- in að fá nóg af sjóvolkinu. Hið Gullna Hlið er mynni San Francisco fjarðarins kallað, og dregur það nafn sitt af hinu gullna sólskini sem þar sést svo oft, þó við værum ekki svo heppin að fá það séð í þetta sinn, en innsigling- in inn fjörðinn og það alla leið inn á höfn er einhver sú fegursta sem við höfum séð, því stöðugt frá báðum löndum fjarð- arins hvíldi á skipinu hinn bjarti og sterki kastljósa straumur, sem gerði leiðina eins greiða og bjarta sem um dag væri, og þó sú sjón væri áhrifa mikil þá fanst okkur þó enn áhrifameira að líta stærstu borg kyrra- hafstrandai’nnar í öllu sínu marglita Ijós- liafi og kvöldljóma, á hinu milda og kyrláta vetrarkvöldi (eða janúarkveldi). FRAMHALD MUNDI LITLI OG FROSKURINN Mundi: Heyrðu hróið mitt, hvað er nafnið þitt? pú ert hvorki rotta, fugl né fiskur Heima í húsið inn heyrði eg sönginn þinn. Ifvaðan komstu? ertu canadiskur? Froskurinn: Fáráð fræða ber, froskur nafn mitt er, eg er hvorki rotta, fugl né fiskur. Eg er, maður minn, minni bróðir þinn, fæddur hérna, ekta candiskur. GÓDUR DRENGUR Albert litli hafði verið úti að leika sér allan daginn. Um kveldið kom hann inn háskæl- andi því hann hafði dottið ofaní poll og var allur holdvotur. Mamma hans vissi að hann óhreinkaði ekki fötin sin viljandi; hún strauk tárin af kinnon- um á honum, færði hann úr votu fötunum og í önnur pur. Nú leið Alla litla vel. Hann settist við ann- an endan á borðinu þar sem marnma. hans var að vinna og fór að leika sér við gullin sín, og svo raulaði hann þessa vísu hvað eftir annað þangað til hann steinsofnaði fram á borðið: “Elskulega mamma mín, mjúk er blessuð höndin þín, tárin þorna sérhvert sinn sem þú strýkur vanga minn. f þegar stór eg orðinn er alt það launa skal eg þér. ’ ’ VÍSA. Ef hví^lar einhver hljótt að þór: “0, heiliavinur, fylgdu mér,” og leiðir þig á lasta braut, þá leitaðu aftur guð í skaut. Björnstjerne Björnsoru SÓLÖLD kemur út í öðnl formi en venjulega. Póst- stjornin í Canada bannar að prenta hana þann- ig að hún verði klipt úr Voröld og bundin sér- staklega; það verður því að hafa hana svona fyrst xim sinn. Voraldai’menn ætla að gefa hana út. sérstaka eins og áður og fá fyrir liana sérstök réttindi. Um alt fyrirkomu lag Sólaldar verður rætt í næsta blaði. Börnin verða að hafa sitt eigið blað hvað sem það kostar. /

x

Voröld

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Voröld
https://timarit.is/publication/221

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.