Voröld


Voröld - 11.06.1918, Side 4

Voröld - 11.06.1918, Side 4
Bls. 2 VORÖLD. Winnipeg, 11. júní, 1918. kemur út á hverjum þriðjudegi. Útgefendur og eigendur: The Voröld Publishing Co., Ltd. Voröld og Sólöld kosta $2.00 um árið i Canada, Bandaríkjunum og á fslandi. (Borgist fyrirfram.) Ritstjóri: Sig. Júl. Jóhannesson Ráðsmaður: J. G. Hjaltalín. Skrifstofur: Rialto Block, 482% Main Street—Farmers Advocate Bldg. (gengið inn frá Langside Street) Talsími Garry 42 52, .... ÚLFUR OG LÖMB Úlfinum er viðbrugðið fyrir það hversu hann sé slægur og grimmur; hann hugsar upp alls konar krókavegi til þess að koma fram áformum sínum. Spekingar forn aldarinnar rituðu margar dæmisögur þar sem þeir lýstu grimd og hrekkjum úlfsins. Og þessir sömu spekingar skráðu einnig dæmisögur um lamb- ið og sýndu með alls konar skýringum sakleysi þess og einfeldni; grunleysi þess og trúgirni. Margar þessar sögur lýstu einmitt viðskiftum úlfsins og lambs- ins og sýndu hvemig saklaust lambið lét blekkjast af undirferli og hrekkjum úlfsins. J)að einkennilega við þessar dæmisögur er það að þótt lambið hafi einu sinni—og jafnvel hvað eftir annað—reynt úlfinn að hrekkjum þá trúir það honum aftur og lætur leiðast í gildrur hans og snörur. Ein algengasta blekkingar aðferð úlfsins er það að taka sauð- argæru, kasta henni yfir sig og láta lömbin trúa því að hann sé sauðkind. Af þessu er komið orðtækið að einhver sem leikur hrekk sé úlfur í sauðargæru. Og það er einkennilegt við úlfinn í dæmisögum spekinganna, að hann er kurteis og prúður í framkomu þegar hann hefir blekk- ingu í huga; hann vill helzt ekki eiga í deilum, heldur að þá opnist augu annara fyrir sannleikanum og svik hans komist upp. Hann tekur því öllu með rósemdar glotti, vitandi það eða treyst- andi því að sér muni á þann hátt takast bezt að láta blekkingamar gleymast og firnast yfir ofbeldisverkin í liðinni tíð til þess að hægt verði að beita samskonar aðferð framvegis í annari mynd. En hvað þessir fornu spekingar hafa skilið vel vissan þátt manneðlis- ins; en hvað þeir hafa náð því vel að lýsa aðferð pólitískra skálka annars vegar með úlfum, og leiðitömu fólki hins vegar með lömb- um. Hinir svo-kölluðu frjálslyndu menn sem brugðist hafa stefnu sinni og flokki og hin fyrverandi frjálslyndu blöð sem snúist hafa á móti fólkinu halda sjálfsagt að lambseðli þjóðarinnar sé svo rótgróið að ekki þurfi annað en kasta yfir sig sauðargæru til þess að geta blekt framvégis eins og að undanförnu. Lesið rækilega þessi blöð og skoðið gaumgæfilega atferli þess- ara manna og vitið hvort þér sjáið ekki úlfshaminn gægjast á stöku stað út undan sauðargærunni. Leikurinn sem hin svo-kölluðu frjálslyndu blöð leika virðist vera sá að falla í faðmlög við andstæðinga sína til þess að traðka rétti fólksins í eigin hagsmuna skyni, og koma síðan fram aftur þegar til kosninga kemur og þykjast vera eins frjálslynd eftir sem áður. En tíminn ætti að sýna það að þjóðin sé komin af lambsaldrin- um og hætt að láta blekkjast takmarkalaust á yfirborðs kurteisi og uppgerðuna, fagurgala hinna pólitísku úlfa. Sá sem svíkur þegar mest á ríður á aldrei skilið traust aftur hversu sléttmáll sem hann kann að' vera. pjóðin hefir opnað augu sín og sér nú loksins að nokkru leyti hvernig stjórnað er hinu pólitiska svikatafli og næstu kosningar munu bera þess ljósan vott. Til þess að rækilega verði hreinsuð þau sæti á stjórnarbekkj- um sem óhreinkuð hafa verið er eitt nauðsynlegt; verkamenn í bæjum og bændur í sveitum þurfa' að taka saman höndum, sópa burt öllum auðvalds fulltrúum og kjósa sína eigin menn. í bessa átt er sterk og víðtæk hreyfing að myndast og hún er það eina sem frelsað getur þjóð og land frá áframhaldandi glötun. HREINSID HREIDRID Tíminn styttist til bæjarstjórnar kosninganna í haust. Win-' nipeg búar hafa verið þolinmóðir að því er fulltrúa þeirra snertir; auðvaldsfulltrúar hafa verið þar í meeiri hluta og sýnt það oftar en einu sinni og oftar en tvisvar að þeim var annara um að fá atkvæði sjálfum sér til handa en hitt að leggja sig í lima fyrir alþyðu manna. það hefir lengi verið á vitund manna að Winnipeg bæ væri ekki eins vel stjómað og til mætti ætlast; en verkfallið; strætisvagnamálið og fleira af táknum hinna síðustu og verstu tíma hefir þó leitt þetta í ljós betur en áður var. það er eitt af aðal umræðu efni hvar- sem farið er nú í bænum hvemig kjósa eigi í haust. Aðeins einn (eða tveir) af yfirráðs- mönnum þykir hæfur og ekki fleiri en fjórir af bæjarráðsmönnum. Flestir koma sér saman um það að slátra yfirráðsmanna em- bættunum, þarf því ekki frekar um þá menn ai ræða, þeir hafa fullko unað skeiðið, endað hlaupið og fylt mæli gjörða sinna. En bæjarráðsmenn og borgarstjóra þarf að velja. Eina skynsamlega ráðið í ár er það að velja fyrir borgarstjóra dugandi og samvizku- saman verkamann eins og t.d. F. J. Dixon eða einhvern hans líka. Og sama er að segja með bæjarráðsmennina, Wiginton, Ileaps og Queen eru þeir einu mennirnir sem treysta má og sjálfsagt er að endurkjósa, hinir hafa allir brugðist meira eða minna og verða að fara. Verkamenn ættu að hafa vaknað svo til meðvitundar um þann mikla kraft sem þeir eiga í samtökum að þeir láti sér það ekki í augum vaxa að velja verkamann í borgarstjórasætið og hvert ein- asta bæjarráðsmanns sæti. Verkfallið síðasta var fyrsta sönnun hins mikla afls er sam- vinna hefir og það ættu menn að láta sér vera fyrst í huga í haust. Hreinsum hreiðrið; rekum þaðan gömlu fuglana látum þar aðra nýja. Auðvaldið hefir haft lúkuna nógu lengi yfir því hreiðri; burt með hana—verjum það ærlegri verkamanns hendi. HEIMKOMNIR HERMENN. Um götur bæjarins getur enginn farið án þess að honum mæti þar hver hrygðarmyndin á fætur annari: Fótalausir menn; handa- lausir menn; augnalausir menn, allavega skaddaðir menn og lemst- raðir birtast á götum bæjarins hvar sem farið er. Af Islending- um eru ekki margir þannig leiknir enn sem komið er, þótt þeir séu til. En ekki þarf lengi að skerpa sínar andlegu sjónir og líta fram í tímann til þess að sjá heeila hópa særðra manna, lemstraða og limalausra. pað er á flestra vitund að ein stærsta og erfiðasta gátan eftir stríðið verði sú að búa heimkomnum hermönnum og særðum við- unanlega framtíð. Sú gáta er ekki og verður ekki ráðin á einum degi, né einum mánuðuú hún verður akki leyst af einum manni eða tveimur. Til þess þarf langan tíma og mikla samvinnu. Isléndingar hafa lagt fram eeins marga menn hlutfallslega og nokkur annar þjóðflokkur her, í landi í þetta stríð. þeir höfðu farið sem sjálfboðar í stórhópum og nú eru þeir teknir með her- skyldu ekki síður en aðrir. Af þessu leiðir það að vér megum vera þess vissir að vor skerfur særðra manna og limlestra verður ekki tiltölulega minni en annara. pegar menn fara af stað í stríðið var þf'm fylgt á járn- brautarstöðvarnar með lófaklappi, klútasveiflum og húrrahrópi. þeir voru leystir úr garði með hlýjum kveðjum og heillaóskum og hæfilegum gjöfum. pá voru þeir að fara og ÆTLUDU að berjast. En svo koma þeir aftur þegar þeir HAFA barist, og í þeirri baráttu hafa þeir margir hverjir mist beilsu sína; þeir hafa skilið eftir hönd eða fót austur á Frakklandi, og koma síðan heim til lands síns og þjóðar sinnar. Stjórnin hefir gengist fyrir því að þeir færu; þeir hafa ekki dregið sig í hlé; þeir hafa lagt fram líf sitt og limi og mist nokkuð af hvortveggja. pegar þeir koma aftur mætti ætla að dýrðin og fagnaðurinn væri ekki minni en þegar þeir fóru. pá mætti ætlá að stórir hópar—ekki einungis vina og vandamanna—heldur einnig þeirra sem fyrir opinberum málum standa tækju þessum særðu mönnum tveim höndum og legðu sig fram um það að lílma þeim og búa þeim framtíð. Ekki veita þeim neina ölmusugjöf heldur láta þeim það í té sem hver maður á heimting á eftir að hann hefir lagt sig í hættu og hlotið tjón af ef verkið var nauðsynlegt þjóðfél- aginu sem hann fórnaði sér fyrir og hann var hvattur til þess eða skyldaður. Islendingar verða, sóma síns vegna, að gæta þessara manna framvegis. Einhver ráð verður að finna. til þess að þeir geti haft atvinnu, hver eftir því sem hann er hæfur til. 1 þessu skyni ættí að gangast fyrir almennum íslenzkum borg- arafundi hér í Winnipeg; kjósa þar nefnd manna og kvenna er bæru sama ráð sín og stígju öll nauðsynleg spox málinu til fram- kvæmdar. Og þetta má ekki leggjast undir höfuð. það verður að gerast tafarlaust. peim fjölgar óðum vor á meða‘ sem særðir koma og1 fyrsti tími er beztur til ráðstafana. petta virðist eitt af aðalhlutverkum framtíðarinnar og það þolir enga bið. Yoröld hefir vakið máls á þessu áður og endur- tekur það nú; og hún ætlar sér að halda því vakandi þangað til einhver veruleg hreyfing myndast í þá átt sem. bent hefir verið á. pað er satt að vísu að hér er talsvert gert að því alment að bæta hag heimkominna manna; en þess eru dæmj dögum flciri og nóttum dekkri að liagur þessara manna sumra er ekki sá sem vera ætti. Og það væri vanvirða oss íslendingum ef vér reyndum ekki að létta spor vorra eigin manna eftir þær eldraunir sem þeir hafa farið í gegnum. Höíuðsótt. Svo var kölluð veiki á íslandi þegar kindur höfðu sull í heilanum og voru utan við sig. pær voru til með að taka stefnu- breytingu á svipstundu og fara í þveröfuga átt við það sem þær höfðu farið, án þess að til þess væri sjáanleg nokkur ástæða. Og þá var ómögulegt að sansa þær vesallings skepnurnar. Heims- kringlu gömlu ferst líkt seinast og höfuðsóttarkindúnum. í grein sem hún kallar “Alvarlcgar ákærur’’ byrjar hún á því að lýsa Yoröld ósannindablað og neita því að Ottawa stjórnin hafi af- sagt að láta rannsaka kærur Gopps þingmans. Og þegar hún hefir anað þannig áfram um stund eins og höfuðsóttarkindur gera, snýr hún við blaðinu á svipstundu og viðurkennir að það sé heil- agur sannleikur sem hún ætlaði að sanna að væri ósatt. “þegar gengið var til atkvæða um tillöguna í þinginu, ” segir ITeims- kringla, “var hún feld með 92 atkvæðum gegn 61.” Með öðrum orðum það var felt (því var neitað) af þeim þingmönnum einum sem stjóminni fylgdu og stjórninni sjálfri að rannsókn fengist í málinu eins og Copp krafðist. Ekki einn einasti ráðherra í stjórn- inni greiddi atkvæði með því að leyfa rannsókn. Ef Heimskringla hefir ætlað sér að láta fólkið trúa því að stjórnin h'afi ekki neitað rannsókn og Yoröld færi með rangt mál þá hefði það verið skyn- samlegra fyrir hana að þegja yfir þeim sannleika að 61 þing- maður heimtaði rannsókn en 92 neituðu henni. Auðvitað hefir það átt að vera leyndur augnasandur að nefna ekki hverjir þessir 92 eða hinir 61 voru; en atkvæðisgreiðslan sýnir það í þingtíðind- um að öll stjórnin og allir hennar fylgi fiskar neituðu rannsóknar frelsi en allir hinir kröfðust þess. pað er öllum mönnum ofvaxið að reikna stefnu höfuðsóttarkiixdanna. Bœndur fordæma Bordenstjórnina. Nýlega gengu 4,500 bændur frá Ontario á fund stjórnarinnar og heimtuðu undanþágu fyrir þá bændur sem ekki máttu missast frá framleiðslu. Beiðni þeirra var neitað. pá kröfðuts þeir þess að fá að bera upp mál sín fyrir fulltrúum sínum á þingi; því var neitað. pá héldu þeir fund og samþyktu áskorun til þing- manna að segja af sér með því að þeir væru ekki fulltrúar bænda. lengur; því var ekki sint. Á miðvikudaginn héldu mörg hund- ruð bændur fund í Ontario og lýstu því yfir að þar sem vinnu- krafturinn væri tekinn væri ekki mögulegt að halda áfram fram- leiðslu, og samþyktu þeir það þar að hleypa gripum sínum út á akrana. Á föstudaginn héidu 2,000 bændur fund í Toronto, voru þaS íulltrúar úr ýmsum stöðum í Ontario, og fordæmdu stjórnina með cllu fyrir gerðir hennar. Mótmæltu þeir því í einu hljóði að ungir menn væru allir teknir frá framleiðslu landsins og búnaður- inn eyðilagður. Lýstu þeir því yfir að viðtökur þær sem bændur hefðu fengið hjá stjórninni væru smán og svívirðing og yrði þess konar ekki tekið þegjandi og hljóðlaust. peir kröfðust þess í einu hljóði og samþyktu að herskyldu- lögunum yrði þannig breytt að ekki yrði tekinn hver maður sem hraustur væri frá búnaði. Yfir höfuð fordæmdu þeir stjórnina niður fyrir allar hellur fyrir gjörðir hennar. pað er einkennilegt að þessir 2,000 bændur í Ontario sam- þyktu svo að segja það sama sem Argyle bændur höfðu samþykt nokkru áður og er hér það sem þeir sendu stjórninni 13. maí: “Vér, þegnhollir bændur í Brú héraði sem saman höfum kom- ið í þeim tilgangi að ræða þjóðræknismálefni leyfum oss að benda sambandsstjórninni á þá gjöreyðing framleiðslunnar í héraði voru sem leitt hefir af því hvernig herskyldulöguunum er beitt, þar sem allir bændasynir og aðrir akuryrkjumenn eru teknir í herinn án þess ag heimilisástæður séu teknar til greina. Bændasynir eru oft teknir þar sem enginn er eftir á heimilinu nema einstæðings- ekkja og veikluð móðir. “Vér leyfum oss virðingarfylst að lýsa yfir því að vér krefj- umst þess er hér segir í nafni réttlætis og varúðar. “1. Að emn vinnufær ungur maður verði að minsta kosti skilinn eftir á liverri jörð, þar sem 125 ekrur eru ræktaðar og nokkur lifandi peningur til gæzlu. • (Hér getum vér með sanni sagt að víða verði að hætta sáningu með öllu á sumum stöðum vegna þess að allir voru teknir í herinn). “2. Landið er í stórhættu næsta ár þegar uppskerutími kem- ur vegna þess að æfðir vélamenn hafa verið herskyldaðir; menn sem eru með öllu svo nauðsynlegir heima að án þeirra verður ekki komist af og stöðu þeirra getur enginn tekið með árangri sem ekki er því verki vanur. “3. Vér viljum einlæglega gjöra alt sem í voru valdi stend- ur til þess að efla hag landsins og vinna stríðið; en með því að það -:r sannfæring vor að framleiðsla sé eitt allra þýðingarmesta atrið- ið til sigurs, teljum vér það heilaga skyldu hvers einasta rétt- liugsandi borgara að gjöra sitt bezta til þess að ekki verði þuml- ungur of ræktanlegu landi ónotaður í ár, og vér mótmælum með fullri alvöru þeirri óheillastefnu stjórnarinnar að taka alla hina sönnu framleiðcndur af landinu þar sem búskapur er rekinn. “4. Að endingu leyfum vér oss í auðmvkt að minna stjórn- ina á þau loforð sem hún og starfsmenn hennar veittu fyrir síð- ustu kosnjngar, þau loforð og þær staðhæfingar að aldrei skyldu sannkallaðir bændur verða herskyldaðir. pessi loforð lilýtur stjórnin að muna. ” pað var samþykt í einu hljóði að senda þessa yfirlýsing til Sir Robert Bordens, forsætisráðherra, Crerar, búnaðarráðherra, og Henders, þingmanns kjördæmisins. pessi bænda fundur var sá fjölmennasti sem haldinn hefir verið í sögu Argylebygðar. Voru þeir Wm. Christopherson, H. H. Johnson og Stephan G. Johnson, kosnir til þess að senda stjórn- :nni ávarpið. Svipaðir fundir og samskonar samþyktir eiga sér stað allvíða og fjölga með degi hverjum. Ontario bændurnir fordæmdu blöðin hardlega og ákváðu að stofna dagblað fyrir bændur og alþýðu. Hver er sekur ? Sú frétt stóð í enskum blöðum nýlega að kona nokkur liefði horfið hér í Winnipeg og fyndist hvergi þrátt fyrir nákvæma leit. pannig er sagan sögð að kona þessi og maður lxennar hafði flutt fyrir 10 árum í þá paradís sem kölluð er Winnipegýog glæsi- lega var lýst fyrir þeim austur í Evrópu bæði í blöðum og bæld- ingum og af umboðsmönnum canadisku stjórnarinnar. pau hjónin höfðu keypt sér lítið hús og átt þar friðsamt heimili. Bæði höfðu þau unnið baki brotnu til þess að geta staðið í skilum og með sæluríkri eftirvænting höfðu þau horft fram á þann dag þegar litla jarðneska himnaríkið þeirra yrði svo trygt að því væri engin hætta búin. pau höfðu unnið saman og hjálpast að í öllu. pau áttu þrjú efnileg börn; það yngsta tveggja mánaða gainalt. Eftir að stríðið hófst hækkaði alt í verði, en kaupið eltki að því skapi. pað varð dýrara og erfiðara með degi hverjum að fæða litlu munnana, en það varð þó að ganga fyrir öllu og annað að sitja á hakanum. Skuldheimtumenn sem lán áttu í húsinu gengu hart eftir afborg- un—því þetta fólk var útlendingar. Eitt kveld kemur maðurinn heim, þreyttur og hnugginn og stynur því upp við konuna sína að nú séu þau búin að tapa hxis- inu sínu. Fyrir þeim lá því ekki annað en að flytja þaðan og reyna að fá annan samastað með hópinn sinn. Um nóttina hvarf konan úr húsinu; hafði látið 25 cents í lófann á einu barninu og kveðjuorð á miða. Ilún hefir ekki sést síðan—haldið að hún muni hafa gengið í ána. Yngsta barnið var vcikburða og verslaðist upp eftir nokkra daga, en hin bíða sorgbitin og spyrja föður sinn hvert mamma hafi farið; hvenær hún komi heim. Hver ber ábyrgð á eyðilegging þessa heimilis? hverjum er það að kenna að allar lífsnauðsynjar eru helmingi hærri hér en fám mílum sunnar? Ber ekki stjóm landsins eða fylkisins eða bæjarins eða þéim öllum til samans að vernda borgarana fyrir ráns- klóm hinna óseðjandi okurvarga! Til hvers eru stjórnir kosnar ef ekki til verndar heimilinu? Blóð þessara dánu konu, tár þessa syrgjandi eiginmans; neyðaróp þessara munaðarlausu barna hrópa í himininn um hefnd yfir þeim sem þetta er að kenna, beinlínis eða óbeinlínis, hver eða hverjir sem það eru. Hverjir eru þeir? Ilugsið vcl um það og svari hver fyrir sig.

x

Voröld

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Voröld
https://timarit.is/publication/221

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.