Voröld - 11.06.1918, Qupperneq 5
Winnipeg, 11. júní, 1918.
VORÖLD
Bls. 5
DAGURINN ER LIDINN.
(Eftir Longfellow).
►O-KJ
Eftir beiðni er þetta kvæði birt hér, ritstjór.
Voraldar þýddi það fyrir tæpum 20. árum, en nú
hefir vaknað um það allmikið umtal vegna þýðingar
“Gests:”
Mér dagur er horfinn og húmið
það hrynur af vængjaðri nótt
sem fjaðrir af fljúgandi erni,
er falla að jarðskauti hljótt.
Og birta frá ljósum í bænum
mér berst gegn um myrkur og regn;
og kend er mig sorgvopnum sækir,
fær sál mín ei staðið í gegn.
\
Hún þrýstir sem þorsti eða löngun,
en þó ekki sársauka ríkt;
hún sorginni svipuð er aðeins
sem svartnættið regninu’ er líkt.
Kom, vina, og lestu mér vísu,
sem viðkvæm er, einföld og hlý;
hún óþreyju sál minni sefar,
og sýnir mér daginn á ný.
Ei djúpsyndra spekinga dulmál
né draumblönduð háfleygra stef,
sem berast um bogskála timans
og bergmála fjarstígin skref.
því ljóð þeirra hersöngvum líkjast
í lífstríð með vansælu í gjöld
þau ósjálfrátt huga vorn hrekja—
en hvíldar ég þarfnast í kvöld.
Nei, styrk mig á óbrotnum stefjum
er streymdu frá sál þess er kvað
s,em skúrir frá skýjum að vori,
sem skínandi társtraumabað.
Prá sál þess, er sveittist að degi
og svefnlaus varð nóttin og löng,
en hlustaði—inst sér í hjart-a—
á himneskan dýrðlegan söng.
Slíkt kvæði er sál minni sumar,
það sýnir mér skrúðengi græn,
það kemur sem faðmandi friður,
sem fæst eftir lijartnæma bæn.
Mér bragmál íir bók þeirri veldu,
* sem báðum er hugljúf og kær,
og andaðu’ í óðsnilli skáldsins
þeim unað sem röddin þin ]jær.
pá áhyggjur friðtóna flýja
og farg það, sem náttmyrkrið ól;
og tjöldum á svipstundu sviftir
hver svipur, er dagsljósið fól.
BITAR.
Blaðið Ottawa Citizen segir að
skýrsla sú sem Sir James Lough-
eed of nefrid manna með honum
átti að semja um sparsemi og
framfarir liafi kostað landið $20,-
000, og svo finnist skýrslan hvergi
eða henni sé leynt. Hún ætti þó
að vera einhvers virði, þegar hún
kostaði $20,000,” segir blaðið. —
Heimskringla heldur líklega að
Yoröld ranghermi þetta.
“Að mínu áliti er enginn lif-
andi maður í Canada eins miklum
hæfileikum gæddur eins og Sir
Robert Borden til þess að stjórna
forlaga fleyi þessa lands, þegar
eins mikið er í húfi og nú”—Trib-
une 29. maí. — Gaman væri fyrir
Richardson að fletta upp Tribune
fyrir einu ári og skoða þar sín eig-
in orð um Borden.
“Eftir að hafa lesið ummæli
hans (ritstjóra Voraldar) er ekki
ólíklegt að margur leiðist til að
halda að 'glæpsamleg svik og of-
beldi’ hafi ef til vill átt sér stað
um alt Canada við síðustu kosn-
ingar. ’ ’—Ileimsk. 6. júní. — Ó-
skaplega mætti fólkið vera spilt
ef það léti sér koma slíkt til hug-
ar eftir jafn hreinar kosningar og
sanngjarnar! ’ ’
Skyldi Kringla græða á því hjá
verkafólk'inu hvernig hún kom
fram í verkfallinu?
Maple Leaf mylnu félagið
græddi $250,000 árið 1913, en
1917 græddi það $1,760,000; West-
ern Canada mjölfélagið græddi
$445,000 árið 1913, en $845,000 ár-
ið 1917, og þar að auki lagði það
í stóran varasjóð. Ogilvie’s
hveitifélagið græddi $473,000 árið
1913, en $2,690,000 árið 1918, og
og auk þess $760,000 í varasjóð og
öll önnur hveitifélög að sama
skapi.—Er þeirri stjórn ant um
öag fólksins sem líður þetta?
_ Liturinn á skóm sem kvenfólk-
ið notar nú er þánnig að peir
líkjast óhreinum hvítum skóm.
Heimsk. segir í fyrri parti
greinar að það sé rangt hjá Vor-
öld að stjórnin hafi neitað rann-
sókn í kærumáli. En svo segir
hún í seinni parti sömu greinar
að það hafi verið felt að leyfa
rannsókn í málinu—felt með 92
atkvæðum gegn 61—það var
nefnilega felt með öllum stjórn-
aratkvæðum gegn hinum.—“Alt
er gult í glyrnum guluveikimanns
ins,” sagði Stephan G.
R. L. Richardson, ritstjóri
Tribune’s lýsti því yfir í Grace
ltirkjunni, 2. júní, að hann væri
stoltur a.f því að Borden liefði
ekki látið undan bændum, sem
vildu fá undanþágu fyrir syni
síria.
“pó neitað væri að kjósa þing-
nefnd til rannsóknar í þessu máli,
lofaðist stjórnin þó engu síður tií
að láta rannsaka kærur þessar, og
verður þeim vísað til dómstól-
anna. Rarinsókn sú verðnr AD
LÍKINDUM hafin í nálægri fram-
tíð.”—Heimsk. 6. júní. — Ójæja,
svo Borden stjórnin lætur fyrst
neita rannsókn með atkvæðum en
ætlar síðan að setja sitt eigið vald
yfir vald þingsins og breyta þvert
á móti þessaiá þingsályktun.—
Altaf fjölgar silkihúfunum. En
svo segir nú Kringla að rannsókn-
in fari fram (aðeins) AD LÍK-
INDUM. pað þekkjum við frá
dögum Kobliskunnar sælu.
Copp vildi láta stjórnina út-
nefna helminginn af nefndinni til
að rannsaka kosningakærurnar,
en að Laurier skipaði hinn part-
inn. petta vildi stjórnin ekki;
hún kunni betur við það, og henni
jþótti það sanngjarnara, að Vera
ein um hituna og skipa sjálf alla
nefndina.—Skiljanlegt.
Nú er orðið stutt til þingvalía;
komið inn á Vífilstaði þá blasa
þeir við.
í huga fyrst og fremst það geim
þá fara úr lagi stígvél þín,
að ganga nú um Notre Dame
og ná í skósmið Hjaltalín.
I Canada kostaði sigurlánið
$5,000,000; í Bandaríkjunum ekk-
ert.—Svona er Canada langt á
undan.
“MÓDIR, KONA MKYJA”
■‘Fóstur landsins freyja,
fagra vanadís,
móðir, kona, meyja,
meðtak lof og prís.
Elessað sé þitt blíða
bros og gullið tár,
þú varst lands of lýða
ljós í þúsund ár.”
—Matth. Jochumson.
Með þessari fyrirsögn flytur
Voröld framvegis deild sem aðal-
lega fjallar «m málefni kvenna og
störf þeirra innan heimils og utan.
Staða konunnar í mannfélag-
inu hefir tekið svo miklum breyt-
ingum og framförum í seinni tíð
að engin hefði trúað slíku fyrir
fáum ái’um.
Afstaðan í heiminum er þannig
nú að stjórn landanna hlýtur að
verða að miklu leyti í höndum
kvenna. Stríðið hefir þær óhjá-
kvæmilegar afleiðingar að karl-
menn verða mörgum miljónum
færri en konur. pað hittist svo
einkennilega á að einmitt nú þeg-
ar þannig stendur á eru þær að
fá jafr.rétti við menn í stjórnfars-
legu tilliti. Og þótt það sé ekki
nema að nafninu til enn þá bæði
hér hjá oss og víða annarstaðar,
þá skyldi enginn vera svo skamm-
sýnn að efast um framgang full-
komins jafnaðar karla og kvenna
eftir stríðið.
pví hefir vei'ið spáð af mörgum
að konar mundu hægar til þátt-
töku almennra mála, þær mundu
tæplega neyta atkvæðis og kjör-
gengis þótt þeim væri veitt frelsi
til þess.
petta hefir við nokkur rök að
styðjast. Eðli mannsins er svip-
að eðli augans. pegar vér höf-
um verið lengi í niðamyrkri þolum
vér illa birtu í fyrstu; vér veigr-
um oss þá við því að opna augun
og_ láta óhindraða ljósgeislana
skína í þau; vér þolum það ekki.
Augað verður að venjast birtunni
smátt og smátt til þess að þola
liana.
Mannlegu eðli er eins varið.
pegar bönd þrældómsins hafa
fjötrað hendur vorar og fætur, þá
kunnum vér tæplega tökin þegar
frelsið fæst. og böndin eru leyst
eða slitin. Sanngirnin verður oss
þá nokkurs konar hefndargjöf í
byrjun; vér verðum eins og hest-
urinn sem lengi var í hafti; hann
Iioppar fyrst í stað þess að ganga;
hann nan ekki eftir því; getur
ekki gert sér grein fyrir því að
hnappheldan hafi verið tekin af
honum. Vér getum tæpast grip-
ið það að oss liafi verið veitt
frelsi; vér hikum við að beita oss
—þorum ekki að ganga óhikað.
pað er vaninn sem hefir hald á
lraga vorum og athöfnum; vér
verðum að venjast af myrkrinu
og áhrifutn þess til þess að þola
ljósnautnina og vér verðum að
venjast af haftinu og afleiðingum
þess til þess að geta fært oss í nyt,
hreyfingar frelsið.
pannig er því várið með kven-
fólkið. pví liefir verið haldið í
myrkvastofu og það hefir verið
bundið á höndum og fótum frá
upphafi tímans til vorra daga, og
það' verður að venjast við birtuna
og frelsið áður en full not geti
hlotist af.
En tvent leiðir til þess að kon-
ur hljóta að verða fljótar á sér
í þessu efni: í fyrsta lagi neyðast
þær til þess, kringumstæðanna
vegna að leysa af hendi störf karl-
manna þar sem liönd hins grimma
hernaðarguðs hefir lagt bræður
þeirra að velli. I öðru lagi verð-
ur sægur af einhleypu kvenfólki,
vegna karlmanna fækkunar, -og
það er margsönnuð staðreynd að
fullorðnar stúlkur sem ekki gift-
ast taka sér venjulega fyrir hend-
ur einhver sérstölí mál sem þær
vinna fyrir með óskiftum áhuga.
Ástin verður að koma niður á ein-
hverju; þær sem ekki eiga menn
og börn til þess að elska taka að
sér einhver mannúðarmál í stað-
inn. pær geta ekki annað; kær-
leikurinn brýst fram til dauðra
niálefna sem því verða eins og lif-
andi verur, þegar ekki er annað
til móttöku.
petta verður til þess að eftir
stríðið taka margar konur þátt í
stjórnmálum og félagsmálum
lands og þjóðar. En þær þurfa
að búa sig vel undir starfið.
SORGIR
Sorglegt, slys vildi til á fimtu-
daginn. Fimm ára gömul stiilka
sgm hét Agnes May Dawson,
lést sviplega. Henni hafði
verið gefin pakki af kvoðu-
plötum (gum) og var í pakk-
einhvern hátt veittu mér hjálp og
anum örlítill loftbelgur. Á
leiðinni á skólann lét litla stúlkan
upp í sig belginn og sogaðist hann
ofan í kokið og stóð þar í henni.
Enginn var við staddur sem hjálp-
að gæti og varð þetta litlu stúlk-
unni að bana. Kona sem á eftir
henni kom sá hvar hún lá í gras-
inu rétt hjá götunni, ýtti því við
henni og hélt að hún svæfi þar.
pegar læknir kom sást það að
stúlkan hafði kafnað. Hún átti
heima hjá móður sinni, að 596
Kylemore str. í Fort Rouge. Faðir
hennar, Thomas Dawson, féll í
stríðinu fyrir hálfu öðru ári.
Agnes litla kom heim til miðdags-
verðar glöð og kát og kvaddi
mömmu sína hlæjandi og hoppaði
af stað á skólann eins og léttfætt
fiðrildi, en innan hálfrar stundar
var hún liðið lík.
28. maí fanst kona í sorgarbún-
ingi sem hafði auðsjáanlega fyrir-
farið sér í Rauðánni hér í Winni-
peg. Konan hét Mrs. Walker og
átti heima að 80 Ruby str.; hafði
hún mist yngstu dóttur sína á al-
menna sjúkrahúsinu fyrir rúmri
viku og tók sér það svo nærri að
þetta leiddi af. Hafði hún verið
þunglynd að eðlisfari. Konan
hafði skilið eftir nokkuð af fatn-
aði sínum á árbakkanum hjá Elm
skemtigarðinum og var þar miði
með þessu árituðu, “Eg get ekki
lifað, en vona að Flóí’ence fyrir-
gefi mér.” Florence var elzta
dóttir hennar.
hluttekning á síðast liðnum vetri,
þegar ég varð fyrir því óhappi að
fá illkynjað fingurmein, og varð
þar af leiðandi að vera undir
læknis umsjón samfleitt í tíu vik-
ur, eða frá 26 október s.l. árs til
4. januar þessa árs, og svo síðar í
marz mánuði 14 daga. Allan
þemian tíma dvaldi ég á Gimli
,undir umsjón Dr. S. E. Björns-
sonar og tíu daga á hans eigin
heimili. Hinn tímann, eða nærri
þrjá mánuði var ég hjá Mr. og
Mrs. Páll Sveinsyni og tóku þau
að eins 50 cents á dag fyrir fæði
og ummönnun alla, o g alls ekk-
ert fyrir 14. daga er ég dvaldi þar
í marz mánuði , og sjá allir hve
lítið gjald það er í þessari dýrtíð
sem nú er. Enn fremur gáfu
mér peninga: Mr. og Mrs. Gísli
Sveinsson, $2.00; Auðunn Jóhann
$1.00 og B. Fnjóskdal, Hecla,
Man., $10.00. Öllu þessu góða
fólki bið eg guð að launa gjafirn-
ar allar og sitt góða og gleðjandi
viðmót.
Staddur í Winnipeg, 6. júní.
P. Bjarnason,
frá Hecla, Man.
pAKKLÆTI.
“Sjúkur var ég og þér vitjuð
uð mín, gestur var ég og þér
hýstuð mig. ”
Hér með vil ég tjá mitt inni- Margt verður að bíða vegna
legasta þakklæti öllum þeim er á rúmleysis; höfundar afsaki.
pýzku neðansjávarbátarnir hafa
sökt 14 skipum við strendur
Bandaríkjanna. Er álitið að þeir
séu þar allmargir til og frá og auk
þess sé búið að dreifa tundurdufl-
um með fram ströndinni. Stjórn-
in kvaðst hafa gjört svo öruggar
ráðstafanir nú gegn þessum ó-
fögnuði að enginn eða lítil hætta
stafi af. En í New York borg
hefir verið tekin upp sama reglan
og í London að slökkva ljós eða
deyfa á kveldinn, því þar er búist
við loftskipa árás óvinanna.
RUBBER STAMPS, STENC-
ILS, SEALS, CATTLE
EAR BUTTONS, Etc.
pegar þið þurfið stimpla insigli,
signet o.s.frv. skrifið til hins undir-
ritaða.
Sendið eftir ókeypis sýnishomi
af Gripa Eyrna Hnöppum.
Canadian Stamp Co.
S. O. BJERRING
Sími, Garry 2176.
380 Donald St. Winnipeg
BÚJÖRD TIL SÖLU
Einn landsfjórðungur til sölu
nálægt Luudar í Manitoba. Land-
ið er inngirt. Uppsprettulind ná-
lægt einu horninu. Verð $2,400.
Landið er S. W. qr. 10, 20, 4 W.
principal meridian.
Héraðið umhverfis Lundar er
ágætt gripaland, og einnig til yrk-
ingar. Gott vatn. Landið yfir
höfuð slétt með miklu af góðum
ildiviðarskógi (poplar).
Skilmálar: $500 út í hönd.
Sanngjarn tími á það sem eftir
stendur.
Snúið yður til auglýsendans að
902 Confederation Life Building,
Winnipeg.
|)«i)e»(i'»i)«»()«»()Mi]e»[)'»i)«»i)^i)^()^()
Heimsækið
‘ ‘ Grafonola ’
deild vora.
Vorleyti
pÁ ER TÍMIN TIL AD EIGA
pÆGILEG OG MJÚK RÚM.
r
Sjáið
okkar nýju
White ‘Rotary’
Saumavélar.
TV0 SERST0K KJ0RKAUP
FYRIR V0R HIISA
HREINSUN.
“BRASS” RÚM MED ÖLLU TILBÚNU.
Með 2 stórum höfuðpúð-
um, þungum uppstoppuðum
og ágætum “Coil” rúm-
fjöðrum; sérstaklega góðum
flóka undirsængum.
Kjörkaupsverð ____
$59
$20.00 út í hönd og $6 á
mánuði.
ADEINS 25. TILBÚIN RÚMSTÆDI MED ÖLLU
TILHEYRANDI.
4 fet 6 þuml. breið; seld
meeð ábyrgstum rúmfjöðr-
um, og heilnæmum undir-
sængum. Sérstök íPl C*
kjörkaup .........Jp 1
$5.00 íit í liönd og $5.00
mánaðarlega.
VÉR VEITUM YDUR LÁNSTRAUST.
J. A. BANFIELD
492 MAIN STREET
»a«»()'»()M'()'a»()«'i)«»()«»0'W<)«B.|,4m,w,)^n
S»-«
I
WINNIPEG
K)4H»'O«»O'M»0'a»'(!4a»().W'()«
Hvers vegna
biður fólkid um
Ryan skó ?
peir eru þægilegir, ný-
móðins og gera alla ánægða.
Biðjið kaupmann yðar
um.
RYAN SKÓ.
THOS. RYAN & CO., LTD.
Heildsölu skókaupmenn
‘ P0 WDRPAINT ’
Nýtt mál til notkunar inni og
úti fyrir minna en hálfvirði af
olíumáli, og endist helmingi lengur.
Auðvelt að blanda það með vatni.
pað gjörir harða húð líka sementi.
Sérstaklega hentugt til þess að
mála með húsveggji að innan, pví
auðvelt er að þvo þá á eftir. Skrif-
ið eftir lita prufum og verði. Skrif-
ið einnig ef þér þurfið við sement,
plastur eða línsterkju. Einnig
vagnhlöss af salti.
McCollum Lbr. & Supply Co.
MERCHANTS BANK, WINNIPEG
I SKIFTUM
320 ekrur af landi; 70 ekrur
ræktaðar; umgirt;, fjörgra her-
bergja hús, $1,500 virði. Verð
$20 ekran; 50 mílur frá Winni-
peg.
110 ekrur af landi; 50 ekrur
ræktaðar , gott fjós; 15 mílur frá
Winnipeg; skuldlaust. Verð
$50 ekran.
Telc aðrar eignir í skiftum, ef
þær eru í Winnipeg. Ilef einnig
heilmikið af bújörðum með allri
áhöfn, sem ég get látið í skiftum
fyrir góðar eignir ef saman kem-
ur.
W. L. King
208 Mclntyre Block, Winnipeg
Sími, Main 694.
H. W. HOGUE
SérfræSingTir í öllu sem
röddinni tilheyrir bæði í ræðu
og söng. Alt læknað sem að
röddinni gengur. Stam, mál-
helti, raddleysi lælmað með
öllu.
Ófullkomleikar raddarinnar
til ræðulialda lagfærðir.
H. W. HOGUE.
A. O. U. W. Hall, 328 Smith St.
Winnipeg.
MANITOBA
SKJALDBREID
Almennur hlutliafa fundur í
hlutafélagi Skjaldbreið, í Argyle
bygð, verður settur og haldinn í
húsi félagsins, að Grund, 15. júní
þ.á.; byrjar kL 2 e.m. Mjög á-
ríðandi að allir hluthafar mæti.
prátt fyrir ítrekaða áskorun frá
mörgum hluthöfum til forseta fél-
agsins, P. Christophersonar, um
að gangast fyrir því að oían-
skráð fundarboð væri auglýst í
opinberu blaði, svo öllum fjær og
nær gæfist kostur á að vita um
starfssemi þess félagskapar sem
þeir eru búnir að tilheyra um 20.
ár, hefir sá velæruverðugi herra
leyft, sér að neita. En í þess stað
tekið þá miður heppilegu aðferð
að senda ofarnefnt fundarboð
með farand mönnum, til örfárra
af hluthöfum en einstöku alls ekki
á neinn hátt. Eg leyfi mér því
hér með að hirta þetta, í samráði
við fimm aðra liluthafa, ef ein-
hver kynni að hafa not af því, og
dreg svo fram fyrir almenning
eina litla mind af félagsskap £
Argyle.
Baldur, Man., 8. júní, 1918.
—A. Sædal.