Voröld - 11.06.1918, Side 8
Bls. 4
VORÖLD
Winnipeg, 11. júní, 1918.
i <—•.... .............
GIGTVEIKI
Vér læknum öll tilfelli, þar sem
lisirnir eru ekki allareiðu eydd
ir, meiS vorum sameinuðu að-
ferðum.
Taugaveiklun.
Vér höfum verið sérlega hepn-
ir að lækna ýmsa taugaveikl-
un; mörg tilfelli voru álitin
vonlaus, sem oss hepnaöist að
bæta og þar með bæta mörg-
um árum við æfi þeirra sem
þjáðust af gigtinni.
Gylliniæö
i Vér ábyrgjumst að lækna til
fullnustu öll tilfelli af Gyllini-
æð, án hnífs eöa svæfingar.
Vér bjóSum öllum gestum,
sem til bæjarins koma, að
heimsækja oss.
MineralSprings
Sanitarium
Winnipeg, Man.
Ef þú getur ekki komið, þá
i skrifa eftir myndabæklingi og
öllum upplýsingum.
Nefnið “Voröld” þegar þér farið
eftir þessari auglýsingu.
Úv SBæitum
Guðrún þorkelsson frá Amesi
og Jóna Jónasson frá sömu bygð
komu til bæjarins fyrir helgina og
fóru heim aftur eftir tveggja
daga dvöl.
Knudsen, kaupmaður, frá ís-
landi, tengdabróðir Hjálmars
Gíslasonar, hefir legið veikur í
New York allengi, en er nú á
batavegi.
Samþykt hefir verið tillaga eða
áskorun af Goodtemplarastúk-
unni Skuld til allra íslenzkra
kirkjudeildanna þess efnis að þær
taki saman höndum tungu vorri
og þjóðerni til viðhalds.
Dr. Magnús Hjaltason frá
Lundar kom til bæjarins fyrir
helgina. Hann er seztur að þar
fyrir nokkru og stundar lækning-
ar.
Mrs. E. Anderson frá Leslie,
sem dvalið hefir hér í vetur hjá
Páli tengdasyni sínum og konu
hans er nýlega farin vestur. Með
henni fór Mrs. Pálsson dóttir
hennar snöggva ferð.
Jakob Lindal frá Wynyard var
staddur í bænum fyrir helgina.
Hann hefir flutt inn í Wynyard-
bæ og keypt sér þar hús; er hann
nú farinn að heilsu og hníginn að
árum; en fylgist þó vel með því
sem fram fer og gerist bæði heima
fyrir og í umheiminum.
Mrs. Sigurjón Björnsson, frá
Argyle bygð, er stödd hér í bæn-
um um tíma.
Mrs. B. Anderson, frá Gimli,
kom til borgarinnar í vikunni
sem leið til þess að finna móður
sína, sem liggur hér á sjúkrahús-
inu, undir umsjón Dr. Jóns Stef-
ánssonar.
Björn Halldórsson hefir byrjað
verzlun með allskonar ávexti og
svalandi drykki hér í bænum.
Búð hans er á horninu á Sargent
Ave. og Arlington Str. Landar
rata þangað.
Mrs. Jóhannsson sem lengi hef-
ir stundað greiðasölu á Victor
str., er nú hætt því, en af henni
hefir tekið við Miss þorsteinsson.
Prost hefir verið svo að segja á
hverri nóttu fram til þessa dags,
en ekki til skemda.
Björn Sigurðsson frá Mary Hill
var á ferð í bænum nýlega snögg-
va ferð.
Svo að segja hver einasti ung-
ur íslendingur hér í grend hefir
verið tekinn í herinn að undan-
förnu.
Ungfrú Guðrún Tómasdóttir
(Álfrún frá Felli), slasaðist í
vetur og var allengi veik í New
York. Hún er nú orðin allhress
aftur.
Jón Hoffmann frá Mikley, Mrs.
Th. Hallgrímsson og Mrs. Th.
Thordarson dætur hans komu til
bæjarins á fimtudaginn og fóru
norður aftur næsta dag. Með
þeim fór Pétur sonur Jóns, sem
er genginn í sjóliðið; hann
var áður kominn í land-
herinn, en kunni betur við sig
þar sem hann er nú. Hann fékk
tveggja vikna heimfarar leyfi.
Miss Una Sigurðsson héðan úr
bænum er nýlega komin norðan
frá Islendingafljóti.
Séra H. Leo prédikar á Lundar
kl. 12 á sunnudagin og kl. 2 á
Otto. Ferming of altarisganga
á síðari staðnum.
B. B. Olson frá Gimli var stadd-
ur í bænum á föstudaginn og ætl-
aði heim aftur á laugardaginn.
Jón H. Johnson, frá Hove, kom
til bæjarins í vikunni sem leið og
dvaldi hér í tvo daga. Hann var
að fara norður til Pas og dvelur
þar tveggja mánaða tíma við
fiskiveiðar.
Pétur Bjarason, frá Mikley,
var á ferð í bænum fyrir helgina.
Spilasamkoma var haldin á
heimili Leifs Sumarliðasonar og
konu hans á laugardagskveldið til
ágóða fyrir Tjaldbúðar kvenfél-
agið Björk.
Sjöunda Dags Adventistar halda
sína árlegu tjaldbúSasamkomu River
park, Winnipeg, frá 20. til 30. júní.—
Ein íslenzk samkoma verður haldin á
hverjum degi. AIIHr eru boðnir og
velkomnir. Prédikun á ensku fer
fram tvisvar á dag. pessar samkom-
ur verða mjög fræðandi og uppbyggj-
andi fyrir alla, sem vilja öðlast þekk-
ingu á guðs orði og sannleikanum fyr-
ir þennan tíma. Komið vinir og öðl-
ist dýpri reynslu. peir sem búa ut-
anborgar og ætla að leigja tjöld til að
vera í, eru vinsamlegast beðnir að
skrifa undirrituðum. Virðingarfylst,
Davið Guðbrandsson, 819-821 Somer-
set block, Winnipeg, Man.
Farlama og fjörgamall maður
hér í bænum var sektaður á fimt-
udagsmorguninn um $70 og máls-
kostnað fyrir það að hann hafði
undir höndum fjóra hveitipoka.
Gömlu hjónin eiga heima hér norð
ur í bæ, eru bæði gömul og las-
birða; hafði maðurinn keypt
hveitið til vetrarins áðitr en þau
lög komu að ekki mætti hafa und-
ir höndum nema lítið eitt af
hveiti. Svo var maðurinn fatlað-
ur að hann gat tæplega staulast
upp í vitnaklefann í réttarsalnum
og kvaðst hann aðallega hafa orð-
ið að búa sig svona vel undir vet-
urinn vegna þess að hann væri á
förum suður til Bandaríkja til
þess að leita sér lækninga, en
kona sín væri svo farlama að hún
gæti ekki dregið að sér björg.
En ekki dugði að deila við dóm-
arann—(Telegram)
Mattías Einarson, héðan úr
bænum, sem dvalið hefir vestur á
Kyrrahafsströnd í síðastliðna 7
mánuði, kom þaðan aftur í vik-
unni sem leið. Mattías var
lengst í grend við Los Angeles.
Hann kom til Islendinga í Yan-
cauver á leiðinni. Yel segir hann
að löndum líði yfirleitt á Kyrra-
hafsströndinni, sé þar nóg at-
vinna og allvel borgað, sérstak-
lega skipasmíðar.
Sunnudagaskóli Fyrsta lút-
erska safnaðar heldur skemtiferð
á laugardaginn. Verður farið á
gufuskipinu Keenora niður eftir
ánni 12 mílur til Keenora skemti-
garðsins, og lagt af stað kl. 12.
Allir eru velkomnir. Fargjald
50 cents fyrir fullorðna en 25
cents fyrir böm. Sunnudaga-
skólinn veitir börnum sínum far-
seðla ókeypis.
Fr. Anderson, sem unnið hefir
í banka í Estevan, Sask., að und-
anförnu, kom til bæjarins fyrir
helgina, og dvelur hér um tíma.
Unglingspiltur sem Kristmund-
ur Pétursson heitir, er nýkominn
hingað til bæjarins; kom hann
heiman frá íslandi í vor og dvaldi
um tíma í New York, en kom það-
an fyrir tæpum mánuði. Hann
vinnur hjá Voraldar félaginu.
Bjarni Björnsson, leikari, fór
norður til Ásborgar nýlega, eins
og auglýst var í Voröld, og hélt
þar samkomu; geðjaðist fólki á-
gætlega að skemtun hans þar, sem
annarstaðar. Bjarni ætti að
gangast fyrir því að mynda hér
leikfélag vor á meðal; fá í lið með
sér Ólaf Eggertson og annað gott
fólk. Leikfélags hefir verið þörf
um langan tíma; sú list er að
hverfa hjá oss og er það illa farið.
Bjarni ætti sannarlega erindi
hingað vestur ef hann gæti komið
því til leiðar. þjóðlíf sem á enga
leikara skortir tilfinnanlega einn
af þáttum menningarinnar.
Á kaffi húsinu ‘“Vevel” hefir
verið máluð ljómandi falleg lit-
mynd af þingvöllum og héraðinu
þar í kring. Blasir hún á móti
gestum sem inn koma, því hún er
máluð á veggin gagnvart dyrun-
um. Myndina hefir gjört Bjarni
Björnsson, og er hún prýðilega af
hendi leyst.
Jón Pétursson, frá Gimli, sem
nýlega er fluttur vestur til Blaine
biður Voröld að flytja kæra
kveðju sína vinum og vanda-
mönnum í Nýja Islandi og láta
þá vita að ferðin vestur hafi
gengið ágætlega, og sér líði vel
eftir því sem verið geti á þessum’
yfirstandandi tímum.
Halldór Austmann, einn af
stjómendum Hecla Press, kom
til bæjarins nýlega. Hann var á
ferð lit til Lundar og verður þar
úm tíma við verkfæra verzlun
Skúla Sigfússonar.
Ivar Jónasson, aktýgjamaður,
i -á Langruth, kom til bæjarins í
vikunni sem leið að kaupa sér
efni í aktýgi.
Sigurjón kaupmaður Sigurd-
son, frá Árborg, var nýlega á ferð
í bænum í verzlunar erindum.
Dr. Ólafur Stephensen hefir
aftur byrjað að stunda lækning-
ar eins og nýlega var getið um.
Hann er Islendingum kunnur og
þarf engra meðmæla sem læknir;
nóg að láta þá vita að hann sé
kominn aftur og sé við því búinn
að sinna þeim.
Tvö hefti af Iðunni eru nýlega
komin; vönduð að innihaldi og
fjölbreytt. þessara hefta verður
rækilega minst hér síðar; þau
eiga það fyllilega skilið. Til
bráðabyrgða nægir að geta þess
að ritið fæst til kaups hjá Mag-
núsi_ Péturssyni, eins og auglýs-
ing í blaðinu vísar til.
Lestrar samkoma á sunnudag-
inn í Tjaldbúðar kirkjunni, kl. 7
e.h. Lesið í postillu séra Páls
Sigurðsonar frá Gaulverjabæ.
THE PROVINCE
“Lífsgríman” er talið eitt með
alllramerkustu listaverkum í
heimi leikíþróttarinnar. Mme.
Petrova er ein hinna færustu leik-
kvenna sem sögur fara af. þegar
þannig sameinast ágætt efni og
fullkomnasta.meðferð þá er það
trygt að skemtunin verði ein-
hvers virði. þessi leikur fer
fram að miklu íeyt.i í Florida og
sýnir starfsemi Rauðakrossins;
hefir hinn góðfrægi Dr. Frank
Crane sem Islendingar þekkja að-
stoðað við útfærslu leiksins, og er
það mikil meðmæli.
það hefir dregist að skrifa rit-
dóm um tvær ágætar og einkenni-
legar sögur eftir Gunnar Gunn-
arson; heitir önnur “Ströndin”
en hin “Vargar í Véum. ” Báðar
eru þessar sögur ólíkar flestu því
er maður á að venjast og báðar
taka þær lesandann föstum tökum.
Sögumar eru til sölu hjá Hjálm-
ari Gíslasyni, og verður þeirra
rækilega minst bráðlega.
HVAR ER STJÓRNIN?
Vöruverð í Minneaþolis og Win-
nipeg
Vara. Minneapolis. Winnipeg.
úrvals egg 0.35 0.42
Reykt pvínakjöt .27 .45
Smjör .41 .50
Kálfskjöt .16 .27
Nautakjöt .18 .35
Jarðar ber .15 .32
Bananas .20 .40
Fita (flot) .25 .38
Svínarif .17 .24
Kartöflur .03 .04%
Svínslæri .23 .38
Kverksigar .05 •12%
það íinkennilega er að þó kjöt-
ið sé helmingi ódýrara í Minneap-
olis þá eru gripir þar dýrari, t.d.
voru 100 pundin í ungu nauti í
Minneapolis fyrra þriðjudag $16
en í Winnipeg $14. Er það ekki
einn þátturinn í því að vinna
stríðið að taka fyrir kverkar á
þessu athæfi?
WALKER.
þar er afarskemtilegur gleði-
leikur þar sem lýst er hégóma-
girni og heimsku hins svokallaða
heldra fólks í New York. Ásta-
mál eru vafinn í leikinn og gera
þau hann enn þá skemtilegri, sér-
staldega fyrir unga fólkið. Heil-
mikið er blandað hermálum í
leikinn og fjörgar það hann til
stórra muna.
IDUNN
Nýkomin þrjú hefti. Fjölbreitt
efni, vandað að öllum frágangi.
Árgangurinn $1.25 Verðið fylgi
pöntun.
M. PETERSON
247 Horace St., Norwood, Man.
AUGLÝSING
1 haldi að S. 32 T. 19 R. 4 vestur
af principal meridian 22. maí 1918,
einn rauðflekkóttur graðungur,
jhér um bil 18. mánaða gamall,
ómarkaður. þessi skepna verður
seld 22 júní kl. 2 e.h. á ofan-
greindum stað,hafi eigandinn ekki
áður gefið sig fram og borgað á-
fallinn kostnað.
Peter Amason, gæslustjóri,
Lundar.
Vistirnar vinna stríðið—sparið þær
Fallegu klæðnaðimir okkar
með spöngunum eru mynd hinnar nýjustu
tízku—bæði einhneptar og tvihneptar
treyjur, með reglulegum
himnuvösum eða einföldum vösum.
þessi föt eru sérstaklega tilkomumikil
á ungum mönnum.
$20 to $35
J3hehs
2-9! Portage Aveu
MÁLVELASKÍFUR
Nýjar birgðir af norksum og
svenskum málvélaskífum, með
danslögum, /iöngvum o.fl.
THE SWEDISH CANADIAN SALES, LIMITED
208 Logan Avenue. Sími Garry 117. Winnipeg, Man.
Kirkjuþingið verður sett annan
miðvikudag, 19. þ.m., kl. 11 f.m.,
í Fyrstu lútersku kirkjunni. Fyr-
irlestra flytja þeir þrír prestam-
ir: Séra Friðrik Hallgrímsson,
séra K. K. Ólafsson og séra H. J.
Leo.
15. maí voru þau Guðmundur
Freeman Thordarson og þorbjörg
Guðrún Magný Jónasson, bæði
frá Langruth, gefin saman í
hjónaband af séra B. B. Jónssyni,
að 659 William avenue.
Mac’s Theatre
á Ellice og Sherbrook Str.
í kveld, 11. júní, þar birtist
MARY PICKFORD
í leiknum
“Stella Maris”
(Sæstjarnan).
10. kafli Vengeance and the
Woman.”
A miðvikudag og fimtudag.
ENID BENNETT í leiknum
“Keyes of the Righteous,” einn
bezti gleðileikur.
.. Á föstudag og laugardag........
Sérstakt í vikulokin, FRANK
KEENAN” og THELMA SALT-
ERS, í leiknum “The Crab.” 9.
partur í “The Lion’s Claw,” og
gleðileikur.
Næsta mánudag og þriðjudag,
17 og 18
“THE WHIP,” með hinu vana-
tega sanngjarna verði Macs. Kl.
2 til 6 e.h., 5 og 10 cents; kl. 6 til
11.30, 10 og 15c.
Komið snemma svo þér náið í
góð sæti.
WALKER
ALLA þESSA VIKU
Síðdegis á miðvikudag og laug-
ardag.
þar er hin nafnfræga canadiska
leikkona
MARGARET ANGLIN
í leiknum
“BILLETED”
Sem er ásta og gleðileikur.
Verð: Á kveldin $2.00 til 25c;
síðdegis, $1.50 til 25c.
PR0VINCE
LEIKHÚSID
Alla þessa viku verður þar
Mme.Petrova
f LEIKNUM
The Life Mask
“LÍFSGRÍMAN”
Areiðanlega sýnir Mme. Pet-
rova hér sína mestu snild.
Leikurinn er bæði skoplegur
og fræðandi.
Metcalfe leikur á hljóðfærið.
PARKER !
&S0N j
DRENGJA- j
BÚDIN !
239 Portage Avenue
Beint á móti pósthúsinu.
og serge, með einum eða tvennum stutt buxum. Stærðir 22 0
| til 36. Verð $6.50 og þar yfir. Skólapilta fötin okkar eru j
I einmitt fötin sem æskilegust eru hvaða ungum manni, sem er
| að byrja að vera í síðum buxum. Vér- höfum allskonar úrval j
| af drengja skyrtum, höttum og húfum; sömuleiðis regnkápur, o
Búðin okkar er opin til kl. 10 á laugardagskveldin.
I fullorðinna déildinni höfum vér úrval af fatnaði, skyrt- j
| um, nærfötum, o.s.frv.
g— ()<a»() —III ()'g^(H».()<—.[)<^(H»»-™>0<»0'«»()'^'»'t'(<l
s
! BÚJÖRD TIL SÖLU|
j 3 1-2 MÍLUR FR\ RIVERT0N, MAN. j
160 ekrur.
Gott hús á landinu; stærð 18-22. Fjós fyrir 20 gripi.
Landið liggur fast að fljótinu. Borgunar skilmálar mjög
vægir — lítil niðurborgun ef óskað er eftir og langur tími
á afgangnum. Umsækendur skrifi eða finni:
Halldor J. Austmann
RIVERTON.
I
I
OM
ONE GAR-SCOTT 25 H. P.
C
Samsett dráttvél og sjálffermari og blástursvél, fyrir Í
$3,500. Skilmálar $500 út í hönd og sanngjrn tími fyrir það j
sem eftir er. o
Snúið yður til auglýsendans að I
902 CONFEDERATION LIFE BUITDING, WINNIPEG
K. Thomsen
SKANDINAVIAN KLÆDASKERARI, 552 PORTAGE AVE.
Kvenna og karla fatnaðir hreinsaðir og slététaðir og lagfærðir
af heimkomnum hermanni. Föt og yfirhafnir búin til eftir máli,
fyrir sanngjarnt verð. Fljót afgreiðsla og ábyrgst að skiftavinir
verði ánwgðir.
verði ánægðir. 20 ára reynsla. öll vinna ábyrgst.
GERT VID LODFÖT OG þAU SNIDIN UPP.
Talsími 4947.