Voröld


Voröld - 09.07.1918, Blaðsíða 4

Voröld - 09.07.1918, Blaðsíða 4
Bls. 4 VORÖLD. Winnipeg, 9. júlí, 1918 r kemur út á. hverjum þriðjudegi. Útgefendur og eigendur: The Voröld Publishing Co., Ltd. Voröld og Sólöld kosta $2.00 um árið i Canada, Bandaríkjunum og á Islandi. (Borgist fyrirfram.) Ritstjóri: Sig. Júl. Jéhannesson Ráðsmaður: J. G. Hjaltalín. Skrifstofur: Rialto Block, 482 y2 Main Street—Farmers Advocate Bldg. (gengið inn frá Langside Street) Talsími Garry 42 52, —i-.. II. m i" 1 Undir fölsku fiaggi. Candastjórnin á mörg ámæli með réttu; syndir hennar eru frá voru sjónarsviði óteljandi, en samt getum vér tæplega látið það hjálíða stundum að taka málstað hennar. Stríðið veldur mörgum hörmungum; seinastir allra mundum vér verða til þess að mótmæla því, en þó ofbýður oss stundum þegar stríðinu er kent um sumt feem því er alls ekki að kenna. Til þessa hvorstveggja fundum vér glögt þegar næst síðasta Lögberg kom út með skýringarnar á afdrifum Islenzkunnar á kirkjuþinginu. þar er það gefið í skyn að eitthvað sé varhuga- vert stríðsins vegna, og líklega stjómarinnar að vinna að viðhaldi tungu vorrar. petta er aðeins ein álman af hinni margvængjuðu eitur flugu sem hleypt er út á meðal vor; reynt að nota stríðið til þess að ausa moldum allar viðhaldstilraunir. Reynt að telja oss trú um að það séu landráð eða dragi úr starfi voru í stríðsþarfir að hugsa nokkuð eða aðhafast til þess að vernda málið; reynt að ógna oss undir rós með því að stjórnin eða eitthvert stórveldi hér í landi sem vér verðum að lúta muni telja sem sér sé misboðið ef vér ekki afneitum uppruna vorum og einkennum á meðan stríðið stendur yfir. petta er ofur haglega hugsað ráð; margir eru nógu skamm- sýnir, margir nógu trúgjarnir, nógu miklir heyglar til þess að beygja höfuð sitt í auðmjúkri lotningu fyrir slíkri kenningu; það vita foreldrar hennar. Og þeir vita annað; þeir vita það að ef stríðið stendur lengi yfir og hægt er að koma í veg f>rir við- haldsstarf á meðan þá verður íslenzka þjóðbrotið orðið vn.nið af því að telja tungu vora svo mikils virði að nokkuð sé lagt í söl- urnar hennar vegna. petta er því einstaklega hentugt tækifæri til þess að fjarlægja oss öllu íslenzku. pað er íslenzkur “hátta- tími,” sem notast á til þess að fara úr þjóðemis flíkunum undir því yfirskyni að það sé af nauðsyn geft aðeins til bráðabyrgða, en í þau verði farið aftur eftir, stríðið, en þetta skemdarstarf er unnið með þeirri vissu von, að vom áliti, að erfiðara verði að hef j- ast handa á eftir og að síður sé þá hætt við áhuga í þá átt- Sannleikurinn er sá að þetta á ekkert skylt við stríðið. Ef hér væri um að ræða stórkostleg þjóðræknis samtök uöi alt land væri ef til vill öðru máli að gegna, en þótt reynt sé að vernda tung- una þá lamar það ekkert stríðskraftana, heldur þvert á móti, ef nokkuð væri. Vér höfum enga ástæðu til þess að ætla tjórn- inni svo ilt að hún legði nokkum stein í veg slíkrar hreyfingar. En fyrir utan það hversu sú kenning er heimskuleg og Ijót að vér verðum að fremja þjóðernislegt sjálfsmorð stríðinu til liðs þá er greinin í Lögbergi svo bamaleg að tæplegast verður trúað að allsgáður maður hafi haldið á pennanum. pví er haldið fram að kirkjufélagið hafi verið bygt á tveimur homsteinum: annar sé lútersk trú og hin íslenzk tunga. Svo er sagt að rífa verði burt og kasta öðrum þessara steina meðan stríðið stendur yfir en láta kirkjufélagið hvíla 4 einum hornsteini aðeins—lútersku trúnni. Ef félagið er bygt á hom- steini sem kasta verður þegar í nauðir rekur, þá hefði sá steinn betur aldrei verið þar og tæpast getur íslenzkan talist hornsteinn kirkjunnar, eftir að hann er fordæmdur og h°num kastað á þeim tíma þegar mest á ríður. Síðar í sömu grein segir að pjóðverjar munu eyðileggja tungu vora og feðratrú ef þeir vinna. Sýst af öllu skulum vér forsvara þá fyrir því að þeir mundu eyðileggja það sem þeim fyudist sér hagur að, en hér er alt öðra máli að gegna. Ef ekki er átt við gömlu Ása trúna, með okkar feðra trú, heldur hina lútersku trú, sem vér höfðum þegar vér fluttum til þessa lands, þá er ekki heil brú í þessari kenningu, því lúterska trúin hefir, sannarlega ekki verið útlæg gerð á pýzkalandi. Staðhæfingar, líkar þeirri sem greinin flytur, gera menn hlægilega og spilla fyrir málstað þeirra. pað er stefna sem allir hygnir menn fylgja, sem vekjp vilja óhug gegn óvinum vorum og eðlilegt er, að telja það upp sem sennilegt sýnist, en ekki fjarstæðu líka þessari. Slíkt verður aðeins til þess að veikja traust og trú á sannleiksgildi blaðanna og spilla fyrir málefni voru. Sannleikurinn er sá að sá er greinina reit er auðsjáanlega á móti meðferð kirkjufélagsins á málinu, en er ekki nógu mikill maður til þess að halda fram skoðun sinni; þess vegna ferst honum þetta í handaskolum, alveg eins og sumum sem voru með stefnu Lauriers í fyrra en létu reka sig með svipu til þess að koma fram þvert á móti eða þegja. pað er ósæmilegt hvemig málinu var ráðið til lykta, sérstaklega fyrir þá sök, að vér vitum til þess að kirkjufélagsfólkið yfirleitt út í bygðum Islendinga er eindregið með viðhaldi tungu vorrar og á móti þessari afgreiðslu málsins. Annaðhvort á kirkjufélagið og Lögberg að berjast áfram með málinu í einlægni eða segja blátt áfram að þau séu horfin frá því og komin á skoðun séra Magnúsar Skaptasonar. Hreyfingin hefir hafist: íslendingar verða að skiftast ef þeir geta ekki unnið saman. peir sem svo mikla trú, alvöru og fórn- fýsi eiga til og trygð við móður sína að þeir vilji halda tungu Vorri við í lengstu lög og sjá hættuna við það að láta verða uppi- hald, verða að berjast sér ef ekki vilja eða þora allir að taka sam- an höndum. En vel ættu kirkjufélagsmenn að lesa fyrirlestur mannsins sem þeir kostuðu hingað vestur, áður en þeir leggja niður vopnin —þeir ættu að muna þar eftir niðurlagsorðunum þó ekki væri annað. Að kalla íslenzka tungu homstein "kirkjufélagsins en fara þó þannig að ráði sínu sem gert var á síðasta þingi, það finst oss vera að sigla undir fölsku flaggi. “Sá sem ekki er með mér hann er á móti mér, ” finst oss sem hljómi frá voru íslenzka þjóðemi. Kirkja án trúarjátningar. pau tíðindi gerðust hér í Winnipeg fyrra sunnudag að stofn- uð var ný kirkja með öðru sniði en aðrar kirkjur. Á meðal þess er kirkjan hefir flutt í nafni þess er faðir allra kallast eru þessi orð hans: “í húsi mínu rúmast allir, albr. ” En í verki hefir anda þeirrar kenningar sannarlega ekki verið fylgt. par hefir hver höndin verið upp á móti annari ekki síður en í öðrum málum; þar hafa vinir og vandamenn trúað á sinn guðinn hver, ef svo mætti segja, og hafa af því stafað liin mestu vandræði; stundum jafnvel hatur og óvinátta. Hver einasta kirkja hefir sína sérkenningu; allar hafa þær að sjálfsögðu eitthvert brot af sannleika og einhvern gleðiboð: skap að flytja, en öllum skjátlast þeim vitanlega að ýmsu leyti. Sérkenningarnar valda því að sumir geta ekki felt sig við kirkj- urnar; börn hiils sama föður geta ekki þess vegna komið saman undir sama þaki; innan sömu veggja með sameiginlega bæn og sameiginlegar tilfinningar. pví ber ekki að neita, hvaða trúarskoðun sem menn hafa að kirkjan er stórveldi í þessum heimi; hún hefir vafalaust áhrif á lífemi manna fremur flestum öðrum hreyfingum; það er því mik- ils um vert að hún bregðist ekki köllun sinni, sem á að vera sú að gera mennina göfugri og betri; efla bræðrahug þeirra og tengja þá kærleiks og friðarböndum; ekki í smá hópum þar sem hver fl°kkurinn um sig telur sína stefnu hina einu réttu; ekki í einu landi á þennan hátt og öðru á annan; heldur þarf að koma ein alls- herjar bræðralags kirkja um allan heim þar sem allir finni til síns andlega slcyldleika og þar sem í raun og sannleika rúmist allir, allir. pað er einmitt á þessum grundvelli sem séra William Ivens hefir stofnað kirkju hér í bænum án nokkurrar trúarjá+ningar. pað er alfrjáls kirkja á þeim grandvelli og með þeirri kenningu að allir menn séu börn hins sama föður án tillits til litar, tungu, skoðunar eða þjóðernis. Yér höfum það fyrir satt að þessi kirkja eigi mikla framtíð fyrir höndum. pað er eins með gömlu kirkjurnar og keisara- stjórnirnar að þær hafa ekki skilið köllun sína; þær hafa vilzt út af vegi sannleikans, hógværðarinnar og bræðralagsins; þær hafa verið gerðar að stigum handa vissum mönnum til þess að hefja sig eftir upp í hásæti veraldlegra valda; þær hafa verið gerðar að verzlunarstofnunum; þær hafa verið seldar fyrir peninga alveg eins og meistarinn sjálfur. Aldrei hefir þó kirkjan fallið eins djúpt í þessu tilliti og einmitt nú; aldrei hefir hún fallið lengra frá griyidvallar atriðum sínum en nú. pað er að segja þeir sem skipa embætti kirkjunnar eru sekir um þetta en ekki kirkjan sjálf. Hún getur verið eins ardlega styrkjandi og siðferðisvekjandi í raun réttri og þeir halda fram sem sterkasta trúna hafa ef hún væri í ráðvandra og samvizku- samra manna höndum; en það er vandfarið með eins helga dóma og þá sem eiga að móta sálir mannanna og stjórna lífi þeirra og breytni. Afvegaleiðslan er nú komin svo langt að gjörbreyting er óhjá- kvæmileg; fólkið tekur æfinlega í taumana þegar úr hófi keyrir, og svo er að verða nú. Hingað og ekki lengra, segir það; þessa helgu stofnun sem á að vera ljós á vorum vegum og lampi vorra fóta, líðum vér ekki lengur í þeirri mynd sem hún hefir tekið á sig. Vér neitum því að kirkjan eigi að vera stígi fyrir óhreina fætur upp til verald- legra valdstóla. Yér neitum því að hún eigi að vera þer .a óhlut- vandra og gjörxæðisfullra heimsvalda; vér krefjumst þess að hún veiti blindum sýn, hreinsi andlega líkþráa og boði hinurn fátæku guðspjöll friðar og kærleika, samúðar og bræðraþels. Ekki skyldi ss furða þótt hin nýja kirkja séra Iverr, ætti fyrir sér að vaxa öllum öðrum kirkjum yfir höfuð að áhrifum og útbreiðslu áður en langir tímar líða, og vér trúum því tæplega að ekki rísi upp einhver nógu sjálfstæður maður meðal vor Islend- inga til þess að hefja samskonar starf hjá oss. Hér fylgir þýðing af parti á grein sem birtist í “Labor News” á laugardaginn um þessa nýju kirkju: “Klukkunum hefir verið hringt, stundin er komin; nýr dagur er upprunnin. Um langan tíma hafa menn haft það á xneðvit- undinni að dagar hinnar gömlu kirkju, eins og hún er, væri innan skamms taldir. Tækifæri hafa drepið á dyr hjá henni hvert á fætur öðru. Kveinstafir fátæklinganna; hinna undirokuðu; hinna vegmóðu hafa hljómað við hlið henríar. Kveinstafir sem ekki báðu um miskun eða meðaumkvun heldur blátt áfrnn um réttlæti. Hinir undirokuðu hafa haldið upp fyr-ir henni höndúm sínum biðjandi og grátbænandi hana að halda uppi máli sínu. En alt hefir verið árangurslaust; hún hefir neitað um áheyrn Hún hefir hrópað: “Frið! frið!” þegar um engan frið var að ræða. Hún hefir varið mál þeirra sem undirokuðu og þjáðu, og þess ’vegna hafa hinir lítilmótlegu verið neyddir til þess að yfirgefa hana. Sem afleiðingar af þessu var haldinn merkilegur fundur á sunnudaginn var í verkamanna salnum. Eins og allir vita hefir séra Ivens smám saman verið að færast yfir í lið verkan,anna, pangað til verkfallilð mikla dtmdi yfir, þá kom hann fram heill og óskiftur og sór málefni verkamanna fylgi sitt með lífi og sál, til þess að verða talsmaður þess lífs og liðinn. Hann gerði sér grein fyrir því að allar brýr væru brunnar að baki hans og ekki var um annað að gera en stefna beint áfram. Aðrir sáu það einnig að ef séra Ivens fengi að halda áf: am að prédika í kirkjunni þá væri kirkjan þar með búin að slá helgi yfir kenningar þær er hann flutti. petta fanst þeim óhæfa; ;það mátti ekki eiga sér stað og þess vegna er það að séra Ivens hefir verið rekinn úr kirkjunni sem hann prédikaði í. Á sunnudaginn var gat séra Ivens þó sannarlega fundið til þess að kenningar hans höfðu ekki fallið í grýtta jörð; hinn stóri salur verkamanna var troðfullur til þess að hlusta á fyrstu ræðu sem flutt yrði í hinni nýju kirkju. Samskot voru tekin og námu þau $40,00; þótt það sé ef til vill ekki stór upphæð saman borin við sumar gömlu kirkjurnar þá var það skýr og skýlaus bending um hugsun fólksins yfir höfuð. Miðum var útbýtt að lokinni ræðu og þeir sem vildu látnir lýsa því yfir að þeir væru fúsir að styrkja alfrjálsa kirkju trúar- játningarlausa þar sem því einu væri haldið fram að allir menn eigi guð sem sameiginlegan föður og allir menn séu bræður; kirkju sem að því vildi vinna óhikað að koma á jöfnuði og réttlæti hér á jarðríki. Enginn var beðinn að rita nafn sitt á þessa miða, aðeins gefinn kostur á því, en sarnt sem áður rituðu nöfn sín á miðana þrjú hundruð manns. Pegar þessi kirkja er stofnuð verður það fyrsta þjóðlega kirkja í heimi eftir því sem vér bezt vitum. En hún verður ekki lengi ein; þetta er enn þá litla skýi sem ekki er stærra en manns hönd en því safnast fljótt kraftur, og frá því munu áður en langt líður koma frjófgandi gróðrar skúrir hins upprennandi vors sem er forboði hins eilífa sumars hér á jörðu. Ef vér skiljum verka- manna hreyfingarnar í heiminum þá bera þær þess vott meðal annars að fjöldi fólks er orðinn þreyttur á innihaldslausum og þýðingar litlum kenningum og siðum og trúarjátningum sem ekki ná lengra en til varanna; og ekki síður þreyttir á tilbúnum mis- mun milli mannanna sem allir eru í eðli sínu jafningjar og bræður; þreyttir á þeirri hræsni og uppgerðar helgisöngvum sem filla gömlu kirkjurnar. Fólkið heimtar kirkju sem trúir því að hjarta þess—fólksins— sé trútt og heilbrigt ef það fái að njóta sín; að því megi treysta fyrir sínu eigin málefni og að þess sanna þrá sé friður sem ekki fáist með því fyrirkomulagi sem nú sé við haft, þar sem kenn- ingar og játningar koma í beina mótsögn við breytni og lífei’nL Fólkið heimtar kirkju sem trúir því að friður sem grundvallast á núverandi ranglæti þýði ekki annað en andlegan og líkamlegan, siðferðislegan og félagslegan sjúkdóm. pess vegna er það að vér biðjum yður og bjóðum yður að koma í þessa nýju kirkju; ef þér trúið á mannúð, réttlæti; fagrar hugsjónir, jafnrétti, þá biðjum vér yður í nafni þess að styrkja þessa nýju kirkju- Ef þér elskið saklaus börn, ef þér viljið vinna að umbótum á kjörum verkafólksins, þá komið í nafni þess. f nafni alls sem er satt, rétt, gott og göfugt, heilbrigt og heiðai’legt bjóðum vér yður í þessa nýju guðs kirkju þar sem sannarlega rúmast allir—allir.” pannig farast greinar höfundinum orð um hina nýju kii’kju, og mun flestum falla það vel í geð sem heilbrigða tilfinningu hafa. Geti kirkjan orðið hæli og athvarf hinna líðandi sem “gleymir ei aumingjans kveini, ” geti hún orðið griðastaður þar sem “þreyttur fær hressing á erfiðri leið.” þá nær hún tilgangi þeim sem slík stofnun ætti að stefna að; þá en ekki fyr sannast spá- dómsorð sálmaskáldsins sem segir um ódáins tré hinnar lifandi kirkju: “Frá heimskauti einu til annars það nær, pótt önnur tré falli, þá sífelt það grær, þess greinar ná víðar og víðar um heim, unz veröldin öll fær sitt skjól undir þeim.” - pá en hreint ekki fyr en þá verður hægt með góðri samvizku að syngja og heyra sungin þessi gullfögru orð skáldsins: “Sælu njótandi; sverðin brjótandi, faðmist fjarlægir lýðir. Guðsríki drotni; dauðans vald þrotni;;; komi kærleikans tíðir.” Hverri hreyfing sem í þá átt miðar biðjum vér sigurs. Á hundavaði. / (Framhald.—Copps kærurnar). 23. Að svika atkvæði hafi verið talin fyrir Cumberland kjör- clæmi í Nova Scotia, og að Capt. H. M. Burke, aðstoðarkiörstjóri, hafi gjört það á líjörstaðnum í Ashford héraði í Kent á Englandi; að kjósendur sögðust eiga atkvæði í Springhill, Tignish, Joggin Mines, Pugwash, Oxford og Amherst, þrátt, fyrir það þótt þeir í raun og veru ættu heima í Manitoba, Saskatchewan, Alberta, Ontario og Quebec. 24. Að samskonar athæfi sem frá er skýrt í næstu grein hér á undan hafi átt sér stað þar sem kjörstjórn hafði á liendi Lieut.-Col. C. M. R. Graham, foringi 156 herdeildar, í Whitley, og að þar hafi hermenn sem kosningarétt áttu og voru frá öðrum pörtum On- tario og Manitoba og margir frá Bandaríkjunum verið fengríir til þess að sverja rangan eið og telja heimilisfang sitt í Brockville í Leeds kjördæmi. 25. Að á áðurnefndum kjörstað liafi í nærvera Lieut.-Col. C. M. R. Grahams aðstoðar kjörstjóra þannig verið hagað til að atkvæði hermannanna sem áttu upphafstaf frá A til H, verið greidd í Gren- ville kjörstað, og að þau atkvæði hafi verið grcidd þar eftir að þessir kjósendur höfðu verið látnir lýsa yfir hátíðlega þeim ósanmndum að keimilisfang þeirra væri í bænum Prescott, í Grenville kjörhéraði. 26. Að stór hópur Bandaríkja borgara hafi greitt atkvæði á kjörstöðunum Peel, Digby og Annapolis, St. Annes, í Quebec, Pi’ince Edward héraði í Ontario, North Essex, Bruce North, Eclmon+on, Cape Breton South, og Richmond, St. Lawrence og St. George, Ottawa, Brome, Renfrew, Laurier og Outrement,' Wright, Cape Breton North cg Victoria, Pictou, Westmoreland, Cumberland Leeds, Yarnxouth, Hants, St. Antoine og Port Arthur og Kenora. 27. Að hermenn hafi greitt tvisvar atkvæði á sama kjörstað. 28. Að aðstoðar kjörstjórar hafi fengið hermönnum tvo kjöi'- ; eðla sem er beint og skýlaust brot gegn kosningalögunum. 29. Að hermenn hafi greitt atkvæði fyrir aðra kjósendur. 30. Að eftir atkvæðisgreiðsluna hafi svikum verið beitt þegar ritað var utan á umslögin, þannig að atkvæði hermanna hafi verið flutt þaðan sem þau áttu að vera og í önnur kjördmi þar sem þau Leyrðu ekki til samkvæmt tilvísun kjósendanna í svari við 6- og 7. spurningu á eyðublaðinu B. 31. Að aðstoðar kjörstjórar hafi sviksamlega leyft fólki að greiða atkvæði vitandi að það átti engan atkvæðisrétt samkvæmt k osningalögunum. 32. Að fjölda margir canadiskir herforingjar hafi sviksamlega !• rcitt atkvæði í öðrum kjörhéruðum en þeir höfðu lieimild til. Hér hafa menn séð kærurnar sem Heimskringla gefur í skyn að séu ekki sérlega alvarlegar. Aframhald af ræðu Copps og meðferð stjórnarinnar á kærunum, eins og frá er sagt í þingtíðindunum, kemur í næsta blaði. (Framhald).

x

Voröld

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Voröld
https://timarit.is/publication/221

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.