Voröld


Voröld - 09.07.1918, Blaðsíða 6

Voröld - 09.07.1918, Blaðsíða 6
Bls. 6 VORÖLD Winnipeg, 9. júlí, 1918 HENDURNAR HENNAR MÖMMU. (Framhald) “Nei, þeir voru alls ólíkir. Tolstoj er af slafneskum uppruna, og þeir ívan grimmi báð- ir; þeir mynda öfgar þess kynstofns, hver á sína hliðí og þær eru hvor annarar skilyrði.— Annar beitti valdi og gerræði til alls, en hinn vill ekki einu sinni veita mótspymu. Annar , þurfti að kúga vilja allra til að ryðja sér til rúms; hinn vildi gefa eftir með góðu, í trausti þess, að þá hyrfi hvötin til mótspyrnu. — pessi harðstjóratilhneiging — þessi píslarvætt- istilhneiging slafneskra þjóða — sama ótak- markaða ástríðumagnið á báðar hliðar. Upp- runnið hjá sömu þjóð og við sömu skilyrði. — Alt það frelsi, sem við Vesturevrópubúar eigum að fagna, höfum við unnið með því að setja okkur takmörk — ekki einungis, okkur sjálfum, heldur og öðrum. Jlað er, með því að veita mótspyrnu. Hið vanmátka er ó- takmarkað; það sterkara setur takmörk og heldur sér innan þeirra. ’ ’ “Bn í biblíunni stendur nú líka—” “Já, vissuléga; en hún er nú líka af aust- urlenzkum uppruna. Vesturlandaþjóðir breyta gegn biblíunni. það sem ég hefi sagt þér, er eftir föður , þínum. ’ ’ “Hann þekti Tolstoj—?” “Nei, en það sem er eldra en bæði Tol- toj og biblían.” “Ilann var þá mikill mælskumaður? ’ “Nei, það þori ég ekki að kalla hann. Hann var síður fallinn til að vera boðberi nýrra hugsjóna, en hann sá—hann var spá- maður. Já, truflaðu mig nú ekki! — Hann áleit, að eftir hundrað ár myndi verða lítið eins niður á þá, sem lifðu í iðjuleysi og óhófi, eins og nú á svikara og saurlífismenn. ” “ö, mamma, — hvernig var þér innan- brjósts?” “það var eins og rödd hans niðaði og tit- raði í sál minni dag og nótt. Mér fanst sem ég væri inni í þrumukýi, þar sem ég sat, og þó fanst mér hann hvorki hrópa né skipa. Nei, það var eitthvað í viðmótinu, í persónunni sjálfri, og svo röddin. Hún var innibyrgð og djúp; eins og hún kæmi úr hvelfingu. Eg held, að hann hafi talað í meira en tvo tíma. Pæri hann að horfa á eitthvað víst, þá horfði hann á það eitt tímunum saman; yrði honum litið út um gluggann, þá hélt hann sér við það. Úrræðalaus, skaltu vita. Augun tindruðu af báli, sem innifyrir bjó; hann stóð álútur eins og tré í brekku. — Mér datt hreint og beint skógur í hug. — þegar ég svo þekti hann betur síðarmeir, þá fanst mér líka anga skógarilmur af honum.------Og svo var hörund hans svo makalaust skært; t. d. sá hluti hálsins, sem ekki sólbrann, af því hann var álútur;—þegar hann svo reisti höfuðið — þú geimr ekki gert þér í hugarlund, hversu smágert og fínt það var.----- Já, hvernig kom ég nú að því að tala um þetta—?—En það gerir ekkert til; nú er ég þar og vil vera þar,—hjá föður þínum! Ó, Magna, hvað ég elskaði hann heitt, og mun elska hann til eilífðar!—Hún fór að gráta, og Eg sem hér rita nafn mitt óska að gerast áskrifandi að blaðinu Sólöld sem verði sérstakt blað fyrir börn laust við Voröld. Eg lofa að senda borgunina þegar fyrsta blaðið kemur út, ef mér þá líkar það og álít verðið sanngjamt. Ef mér líkar blaðið ekki eða álít verðið of hátt þá skal þetta loforð vera ógilt. Naf-n ____________________________________ Pósthús --------------------------- Fylki _______________________ petta er aðeins gert til þess að það muni ráðlegt að gefa út Sólöld sérstaka og við vænt- um eftir að fá þessi eyðublöð klipt úr ...og fylt inn og send sem allra fyrst. ÚTGÁFUNEFND VORALDAR. þær hvíldu barm við barm. Alt umhverfið— hinn föli litblær á skógi og högum, og árnið- urinn, þungur og stríður undir hið yfirvofandi úrfelli, — alt þetta var andstætt þeirra eigin hugblæ og hrinti þeim frá sér. En þess inni- legar vöfðu þær hvor aðra að sér og veittu hvor annari styrk. “Magna, þetta kemur alt samhengislaust, sem ég segi þér. Ég veit að eins, hvert ég vil stefna. Hann var eins og náttúran á þessum slóð- um, stórfengileg og ónumin; ég fann óljóst til hins og þessa. Hér var alt nýtt og óþekt fyr- ir mig; náttúran líka. Ég hafði ferðast, en ekki um Noreg. það er sagt um okkur konur, að við get- um ekki lýst þeim sem við elskum; — einung- is lofað þá einróma. — Já. — En vinur hans — bezti vinur hans, skáldið.......— hann gat lýst. — Hann var viðstaddur síðasta fyrirlest- ur Karls Manders, og hann kom til mín þaðan, þegar faðir þinn var látinn. Við töluðum saman um alt það, sem ég gat þá. Hann skrif- aði um hann; það var langbezt af því, sem skrifað var. Eg kann það utanbókar, sem sagt var af skilningi og göfuðlyndi um föður þinn. “Vitið þið hvað hann var?” reit hann. “Ef landslagið, sem ég sé héðan, gæti talað að manna hætti; ef skógarhálsinn, hár og dimm- ur, vildi taka undir við ána, og þau færu að tala sama yfir kollana á hrísrunnunum, þá kæmu fram þau áhrif, sem maður varð var, þegar Karl Mander hafði talað, þangað til nið- urinn af hinni djúpu rödd hans og hugsanirn- ar, sem hann flutti fram, voru runnar saman í eitt. Slitrótt og erfiðlega eins og úr djúpi; ráð- þrota, svo hann skifti sífelt um orð, komst hann að lokum að því sama frá öllum hliðum. Að endingu varð hugsunin eins gagnsæ og bjarkarlauf, sem borið er upp móti sólunni. ” “Var það alveg satt—?” “Já, truflaðu mig nú ekki! — “Mér virt- ist Karl Mander oft svo frábrugðinn öllum öðrum, því líkast sem hann væri alt annarar tegundar. Hann var ekki eins og einstakl- ingur, heldur þjóð. Hann rann fram hjá eins og vatnsfallið,—eftir landslagi og stað- háttum, en án afláts. það var svo bæði í orði og verki.—Röddin var heldur ekki mann- leg; hún líktist nið í fjarska. Hreimfegurð- in einbrotin og óslitin, en þó þunglyndisleg og seiðandi. ” “þetta minnir á hafið, mamma!” “Móðirin var svo hrifin af endurminn- ingunni, að hreyfingar hennar, augnaráð og áherzlur voru eins og ungrar-stúlku. Nú nam hún staðar. “Á hafið, segirðu—? Nei, nei, nei, ekki á hafið. það er að eins auga. Nei, góða, ekki á hafið! það á ekki til unaðsleg fylgsni eða afkima. pað var innilegt og ástúðlegt að vera með honum, og hann átti ekki sinn líka í hugþekni. En svo skal ég nú halda áfram: “Karl Mander var kjörinn,” skrifaði hann, “kjörinn til að vera fyrirboði, áður en tími þjóðarinnar sjálfrar var kominn.—Hann var til þess kjörinn af því að hann var góður og saklaus; erindið til framtíðarinnar saurgað- ist ekki í sál hans. ”—það er innilega vel sagt! Hugsaðu þér barn, hversu hrifin ég varð af þessu. Ég sem hafði haft óljósa meðvit- und um að vera á villigötum. Hér var ifiðar- ljós! Við konur elskum ekki þp,ð mikla og há- leita, einungis af því, að það sé mikið og há- leitt. Nei, ?að þarf að hafa veika lilið líka; hafa eitthvað, sem við þurfum að hlynna að. Við þurfum að hlynna að. Við þurfum köll- un. Og þú getur varla gert þér í hugarlund, hvað hann var þrekmikill og þó þrekvana.” “þrekvana, hvað áttu við, mamma?” “Að koma nú þarna ölvaður—!” — “Já, auðvitað!” “Og orðin? Hann fann aldrei hin við- eigandi orð strax, og svo stóð hann og skifti um og skifti um enn, rétt í miðju kafi! Hefði hann þá af tilvíljun eitthvað í hendinni, svo Jiélt hann á því. Væri það vatnsglasið, og jafnaðarlegast var það vatnsglasið, var hann vís til að halda hendinni kyrri, heila og hálfa tímana, einungis þess vegna. Framkoma hans var eitthvað svo átakanlega einfeldnis- leg, eða hvað ég á að kalla það? Hann var skáld — var spámaður, en ekki boðberi, — já, það hefi ég nú víst sagt þér áður. — En þeir eru alt öðruvísi en aðrir menn, spámennirnir. þeir vita svo litla grein á sjálfum sér; þeir eru alls ekki spéhræddir. Nei, hvað mig lang- aði til að fara til hans og taka af honum hand- stúkurnar! — það hefir víst einhver sagt hon- um að það dygði ekki annað en hafa hand- stúfeur, þegar stígið væri á ræðupall, en það var auðséð, að hann var ekki vanur við slíkt! —Hann hafði kruplað þær; þær höfðu losnað, eða kannske aldrei verið hneptar, og flöktu fram á handarbökin. Hann stríddi við þær Eitthvað var athugavert við vestið hans líka; ég held helzt, að það hafi verið skakt hnept, því annar boðangurinn gúlpaði út, svo sá í axl- arbandið, — að minsta kosti þaðan sem ég var, nefnilega á hlið við hann, þannig að ljósið féll á hann.-----þessi stóri maður, með álúta höfuðið.....Augu mín fyltust tárum. Ég fann það eins glögtog hugsast getur, að það þurfti að hjálpa honum og aðstoða hann. Mér hafði ekki hugsast, að ég mundi hjálpa honurn. Hugsun mín liafði ekki náð lengra en það, að hann þyrfti að njóta ástúðar og umhyggju. ” Hér yfirbugaði endurminningin hana, og hún sneri sér undan. í augum dótturinnar var móðir hennar orðin önnur manneskja. það var ekki lengur konan, sem vann og stjórnaði heima; ekki sú, sem sendi lienni al- varleg og íhuguð bréf. — En þær ástríðutil- finningar, og hvað þær fóru henni vel ■ “Hvernig leið þér svo, elsku mamma?” “þannig, að ég var eins og í dáleiðslu. Yið fórum burtu þaðan daginn eftir og sett- umst að skamt þaðan, sem bújarðir hans lágu. par eð sumt af okkur þurfti að sofa á bæjum í kring, þá kaus ég mér að vera á þeim, sem næst lá heimili hans; ég hafði þó vit á því! Og af því ofsinn í mér var nú orðinn óvið- ráðanlegur, þá sendi ég honum nafnlaust bréf. Eg bað hann að tala við mig. Við gætum mæzt milli bæjanna, þar sem vegurinn lægi um skóginn hans. Bréfinu stakk ég niður í hans eigið pósthólf við veginn. þú getur getið þér til um hugarástand mitt af því, að ég tiltók mótið klukkan tíu um kvöldið, því ég hélt, að þá væri orðið dimt! Ég hafði ekki veitt því eftirtekt, að það var bjart fram yfir þann tíma, þarna norðurfrá, sem við vorum komin. Af þessu leiddi, að ég þorði ekki að fara fyr en klukkan eliefu og þóttist þá viss um, að ég hitti engan. En þar gekk hann! Álútur og þunglama- legur kom hann skref fyrir skref, með hattinn sainanböglaðan í hendinni. “Eg vissi að það voruð þér!” sagði hann einurðarlítill með feimnislegri gleði.” “Ó, mmamma, hvað varð þér fyrir?” “Mér varð alt í einu óskiljanlegt, hvernig ég hafði haft kjark til alls þessa!—Já, ég vissi ekkert, hvað ég vildi honum! Mér lá við að hlaupa sem snarast til baka, þegar ég sá hann. —En þetta undarlega göngulag hans, skrefin löng og örugg...... hatturinn í hendinni og hárlubbinn blaktandi......ég mátti til að gæta betur að þessu. Og þetta undarlega, að hann segir: “Ég vissi að það voruð þér!” — Hvernig gat hann vitað það? Ég man ekki, hvort ég spurði, eða hann hefir að eins séð undrun mína, en hann sagðistd hafa séð mig, þegar váð fórum af fyrirlestrinum, og komist að, hver ég var. — pað kom undarlega við, að heyra hans djúpu rödd, sem í mín eyru færði eitthvað fátítt og óvenjulegt, eins og innan frá framtíðinni,—að heyra þessa rödd færa fram vandræðalegar afsakanir á því, sem hann hefði sagt og kynni að hafa rnóðgað mig. (Áður en hann gat sagt: “móðgað yður, ungfrú,” «agði hann: “móðgað drotninguna —, móðg- að drotninguna og meyjar hennar, vildi ég sagt hafa móðgað yður, ungfrú! átti ég við”). Hann sagðist hefði getað tekið svo mörg önn- ur umtalsefni, eða þá komið að þessu á ótal leiðum öðrum. Ifann hefði getað sagt ýmis- legt um drotninguna, sem hann þekti beinlín- is; nú hefði hann gleymt því. Svona hélt hann áfram og horfði í augu mér. Augu hans voru einlæg, en sterk, og seiddu mig til sín. Hans órannsakanlega og einfeldnislega hreinskilni niðaði í kyrrum skóginum. 1 augnaráðinu lá altaf eins og þessi spurning: “Haldið þér það ekki líka, ungfrú?” — það er ómögulegt að gera sér grein fyrir, hversu óvitandi þau augu voru um áhrif sín. (Framhald). LEIKIR. HOPP, KADALHLAUP OG STÖKK. 3. Myndið hring á jörðina eða í sandinn;; standið öll við hringinn (að innan) þannig að tærnar snerti línuna. Lyftið upp öðrum fæt- inum og hoppið áfram eins langt og þið getið, hlaupið því næst yfir kaðal (skip), og stökkv- ið svo áfram jafnfætis eins langt og þið getið og standið alveg grafkyr þar sem þið komið niður á stökkinu, þangað til einhver er búinn að setja mark við hælana á ykkur. Sá sem kemst lengst áfram svona í hoppinu, kaðal- hlaupinu og stökkinu, hann hefir unnið leik- inn. (XII—3614). pRANDUR f GÖTU. 4. þessi leikur er, eða getur verið,sérlega skemtilegur. Hann gefur tækifæri til þess að sýna hvað dugleg þið eruð að komast yfir erfiðleika. þessi leikur er innifalinn í því að þið hlaupið öll, en hindranir eru látnar í veg- inn fyrir ykkur hér og þar, og þið eigið að reyna ykkur á því hvert ykkar er duglegast að komast áfram. Mark er sett sem þið eigið að reyna að komast að, og sá vinnhr leikinn sem þangað kemst fyrst. Margar hindranir mega vera á leiðinni, og við köllum þær “pránda í götu. ” Ekki má liafa neitt til þess sem hætt er við úð þið meiðið ykkur á; fyrst má t. d. hafa tunnu á hliðinni til þess að klifra yfir; svo má hafa tóma, botnlausa poka, þanda út með gjörð sem á að skríða í gegn um, og á þriðja staðnum má reisa upp skrifspjald á rönd; við spjöldin á að vera bundinn griffill, og með honum á hver um sig að rita setningu sem áður er tiltekin og númerið sitt í staðinn fyrir uafnið. (X-—3614). KÁTI MALARINN. 5. Malarinn er innan í hring af krökkum sem raða sér þannig að þau eru tvö og tvö saman og haldast í hendur og ganga hratt altaf í liring og syngja hátt þessa vísu: Hann Magnús gamli malari var mesti heimsins galgopi, með hveiti-poka í hendinni, en hina uppi á trektinni; og vatnið hvein og hjólið sveif, í hveiti-pokann Magnús þreif. Um leið og seinasta orðið er sungið skiftir fólkið um þannig að þeir sem voru að utan í hringnum færa sig áfram hver um sig, þar sem sá næsti var að innaverðu í hringnum, en sá sem þar var fer þangað sem hinn var é.ður. En malarinn sem er innan í hringnum reynir að komast þangað sem einhver hinna var, og ef hann getur það, þá verður sá sem staðnum tap- aði að verða malari og fara inn í hringinn; þar verður hann að vera þangað til hann getur “þrifið” einhvern annan og komist í hans stað. (X—3614). SAFNHÚS. Flestir drengir safna saman ýmsum hlut- um, að gamni sínu, svo sem frímerkjum, fugla- eggjum, skeljum, fiðrildum, blómum, grösum, berki, laufum, steinum og fleiru. það er ekk- ert rangt við að vilja eiga fallega hluti, þegar þeir eru fengnir með góðu og réttu móti. En enginn drengur á að taka neitt frá öðrum, og enginn á að safna hlutum af stolti bara til þess að geta sagt við hina piltana að hann eigi þetta eða hitt, og stæt sig af því. Drengir ættu að læra eins mikið og þeir geta um alt sem þeir safna. Ef þeir safna t.d. fugla- eggjum, þá ættu þeir ekki einungis að læra nafn fuglanna sem verptu eggjunum, heldur ættu þeir líka að læra að þekkja fuglana sjálfa; vita um eðli þeirra og einkenni og þekkja hreiðrin þeirra hvert frá öðru. Sömuleiðis ættu þeir drengir sem safna fiðrildum, skeljum eða einhverju öðru að vita sem allra mest um það. • Eitt er áríðandi fyrir alla drengi sem safna hlutum: það er að hafa þá alla í röð og reglu. þessvegna ættu þeir allir að hafa sér- stakan stað til þess að hafa safnið sitt þar. það er hægt að búa til stað til þess; hvaða drengur sem bara nennir því getur gert það sjálfur. Snotran geymslustað fyrir þess- konar safn má búa til úr kassa; ekki þarf ann- að en að fóðra hann innan með grænum veggja pappír. Síðan má fá fimm eða sex borðstúfa eða fjalir sem séu mátulegir innan í kassann og negla þær í liann eins og hyll- ur. Á þessum hyllum má láta standa bakka með hlutum sem safnað er. Annaðhvort má kaupa til þess venjulega pappabakka í búðum eða búa þá til úr þunnum fjölum og negla þá saman. , það er nauðsyn- legt að hafa þessa bakka, því oft er þægilegt að draga fram hlutiná til þess að sýna þá, en það er hætt við að þeir skemmist ef þeir eru oft höndlaðir. þegar einhverju er safnað sem vandfarið er með, eins og t.d. fið.ildurn, eða viðkvæmum blómum þá er vissara að hafa glerlok mátulega stórt yfir bakkanum. og láta þau falla sem allra bezt. í einu safnhúsi mætti hafa bakka með steinum, annan með skeljum, þriðja með blómum, o.s.sfrv.

x

Voröld

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Voröld
https://timarit.is/publication/221

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.