Voröld


Voröld - 24.07.1918, Síða 2

Voröld - 24.07.1918, Síða 2
Bls. 2 VOKÖLD Winmpeg, 23. júlí, 1918. f I I l ! I kiettum 1 1 I I í LTver sagði þér eg sæti hér og sjónar minnar neytti?. Hver sagði þér að alt sem er um aldur skeiðið þreytti? Ilver sagði þér að horfa hátt af himni þínum niður? Ilver sagði þér að líta lágt á lauf, sem enginn styður? Hver sagði þér á bergið blátt ab breiða geisla þína? Hver sagði þér að mikinn mátt þú mættir öllu sýna? Hver sagði þér að senda yl í svona kletta glufu? Iíver sagði þér að sjá nú til að sæir hverja hrufu? Hver sagði þér að brosa blítt í bil á vetrar degi? Hver sagði þér að hafa hlýtt um hrafn á norður vegi? Hver sagði þér að annast eins hið illa sem vér köllum? Ilver sagði þér að minnast meins í mauraþúfum öllum? Hver sagði þér að sefa tár og sorgir burtu Ieiða? Hver mælti: Geisla minsta sár, er mætti annars deyða? Hver minti þig, um morgunstund, á mararflöt og hjalla? Hver sagjði þér, er brástu blund, að blessa sérhvern skalla? Hver gaf þér þetta geislaskraut, er gastu látið falla um hálsa, dali, litla laut og lika’ um jökla alla? Hver mældi þína löngu leið, með litlum bömum þínum, er heldur þú á hnatta reið, ei hársbreidd skakkar línum? Hver gaf þér kjól að kvöldi dags með kynja fögrum litum? Hver gaf þér alt til yndi’ og hags? Um ekkert þetta vitum. En þú ert söm um ár og öld og upp að morgni risin, en ekki þegar kemur kvöld af kulda orðin visin. Eg horfi á þig og halla mér á hamra snasir mínar, er geisla bylgjur breiða’ úr sér um bygðír allar þínar, því eitthvað finn eg fara’ um mig af frumögn lífsins drauma: að síðar enginn sjái þig úr sæng með gylta tauma. En hvað um það, þú sunna sæl, þér sæmir líf og heiður. Og lifðu frjáls, á máli mæl: þú munir hvergi eyður, því fari einn, er annar hér, sem alda þráðinn rekur, og ekki getum vitað vér hver vörðinn síðsta tekur- Marz, 1918. J. FRÍMANN. ! I I ! i ! I LF.IDRÉTTING. Kitstjóri Voraldar:— Viltu gjöra svo vel og ljá eftirfylgj- •andi línum rúm í blaði þínu. Mig langar til að leiðrétta dálitla missögn sem birtist í síðasta tölu- blaði Lögbergs, í grein, sem er undir- skrifuð af herra J. W. Magnússyni, prentara, við það blað. Missögnin er sú, að hann segir að í grein sem birtist í Vorö u um verkfall prentara, hafi Ritstjórmn ekki getað setið á strák sínum að hnýta í Lögberg. petta er kanske ekki orðrétt en það er meiningin. 1 blaði Voraldar sem út kom 2. júlí byrtist ofurlítil grein. Er hún svo stutt að 4g birti hana hér, og er hún sem fylgir: Prentara þeir, sem vinna við prentsmiðju?' aðrar en dagblöðin, gjörðu verkfall á þriðjudags morg- uninn. Biðja þeir um $30 á viku, svo að kaupið verði jafn- hátt bæði á dagblöðum oð öðr- um prent stofnunum. Hafa dagblöðin goldið það kaup um langan tíina. Isienzku blöðin hér í bænum ei’u þrjú. Voröld, Heims- kringla og Lögberg. Ekki vitum vér hvað Lögberg hefir gert' en Voröld og Heimskringla álitu sjálfsagt að borga mönnum sín- um þetta kaup, og er því ekkert verkfall hjá þeim. Ef þetta er greinin sem hr. Magnús- son á við, þá vil eg benda honum á það, að ritstjóri Voraldar á engan þátt í henni. Svo stóð á að ég, und- irritaður, var staddur inni á prent' smiðju Voraidar ög blaðið var í þann veginn að fara í pressuna, en vantaði svo sem 2. þuml. uppá lesmálið. Rít- stjórinn var ekki viðstaddur og báðu því prentararnir mig að skrifa eitt- hvað , helzt um verkfallið. Skorað- ist ég undan; sagði að verkfallið væri ný byrjað og væri ekki hægt að segj„a mikið am það; en samt skrifaði ég áminsta grein, og nefndi þar ís- lenzku blöðia af þeirri ástæðu að þaú komu íslendingum við, en ekki af því að ég væri neitt að hnýta í Lög- berg. ‘4pað eru elcki allar sóttir Guði að kenna,” segi.' máltækið, og eins mætti segja um ritstjórana suma; það er ekki æfinlega alt þeim að kenna, sem þeir eru ákærðir um. útá Columbia Press og hegðun þeirra í verkiVúinu hefi ég ekkert að setja. Vinsamlegast, G.uðmundur Johnson, prentari. 20. júlí, 1918. SUNDURLAUSIR pANKAR prjú mikilmenni Crerar, akuryrkjumála ráðherra, sagði fyrir síðustu kosningar, “Enginn sem vinnur að framleiðslu verður tek- inn I hepinn,” eða svo sögðu blöðin að hann hefði sagt. Nikulás Ottenson sagði þann 10. des. síðastliðinn, “Borden getur ekkí gert að því þó að menn þeir sem vinna fyrir hann gæti ekki skyldu sinnar; hann liefir aldrei sagt að taka drengina héma, og þeir verða aldrei teknir. Islendingadagur A GIMLI 2. ágúst 1918. Forseti Dagsins: Bergthór Thordarsson. PROGRAM: -Mínni Islands..-......Dr. Sig. Júl. Jóhannessón —Minni íslands................Jón Jónatanson. -Minni Kanada........—.......Jón Árnason, M.A. —Minni Kanada............ -Minni Nýja íslands...... Ræða— Kvæði- Ræða— Kvæði- Ræða- Kvæði- Ræða- Kvæði- Dr. S- E. Björnson. ....G. 0. Einarson. —Minni Nýja íslands...........Sigursteinn Einarson. -Minni Kvenna...............Séra A. E. Kristjánson. —Minni Kvenna ................Gutt. J. Gitttormsson Söngvar undir umsjón Jónasar Pálssonar fara fram milli ræðanna. Gísli Jónsson, hinn góðltunni- söngmaður syngur ís- 'enzka söngva. íslenzlt glíma, hlaup, stökk, kappsund og aðrar íþróttir eins og að undanförnu. Dans að kveldinu.—Prís vals. Islendingar viljum vér allir vera. FJÖLMENNID A ÍSLENDINGADAGINN Á GIMLI. NEFNDIN. Hon. T. H. Johnson, dómsmálaráð- herra, sagði sama kvöldið, í ræðu sinni: “peir sem ekki vilja fara í stríðið, þeir þurfa ekki að fara, þeim dugar að skrifa til Duff dómara, og biðja hann um undanþágu; það skrif- aði maður þangað fyrir skemstu og hann var undan þeginn.” petta kall- ar maður nú að vera samhuga og sam- taka og sjálfsagt fá þessir menn að vera saman í öðru lífi. Hversu dá- samleg og dýrðleg sjón verður það þegar þessi þrjú mikilmenni stinga kollunum út úr faðmi Abrahams. En óneitanloga yki það mikilleik þessarar dýrðiegu sjónar ef Sigurður okkar Vilhjálmsson væri þar með sitt elccricisiti, til að bregða yfir ásjónur þeirra til þess að sem bezt gæti sést hreinleikinn :g sannleiks ástin, sem ávalt stafar frá saklausum sálum. Hvorir eru vinir okkar^ Hugsum okkur mínir elskulegir að við værum öll föst niðri í feni, og setjum nú svo að maður kæmi að fen- inu sem gerði alt sem hann gæti til að bjarga okkur úr fenina, huglireysta okkur og sýna okkur fram á að jörðin kringum fenið væri frjógsöm og fögur og lífið væri pess virði að lifa það ef að við færum rétt að, hugsum okk- ur að í sama mund beri að menn sem spörkuðu í okkur mannvonsku- lega og segðu “Bölvuð illmennin ykk- ar þetta er ykkur mátulegt; þið eruð aldrei ánægðir hvort heldur er. pið hafið ekki vit á að meta það við þá sem að réttu lagi eiga að ráða í ver- öldinni, þó þeir hafi lofað ykkur að lifa til þess að vinna fyrir sér, og þó þeir skilji eftir handa ykkur svo mik- ið af matnum að þið hafið getað lifað fram á þennan dag. Drepist þið nú þarna, úrþvættin ykkar.” Mundi okkur ekki verða hlýrra í hug til þess fyr nefnda? Vissuiega, því við erum ekki enn þá komnir upp á lag með að blessa þá sem okkur bölva. En eins ólík og framkoma þessara manna er, eins ólik var framkoma Voraldar og hinna Vestur-íslenzku blaðanna í verkfalls málinu síðast- liðið vor. Voröld studdi verkamenn- ina en Lögberg og Heimskringla virt- ust ekki almennilega skilja hvaöa verur þessir verkamenn væru. Að vera að biðja um bót á kjörum sínum það þptti þeim nú ljóta ósvífnin, og þó segir Voróid að þeir séu báðir ritstjóramir gamlir verkamenn. peir eru þvi eftir því að dæma upp- skapningar. pað eru víst ógeðsleg- ar skepnur skaparans þessir upp- skapningar. Gísli Einarsson. TILKYNNING Hérmeð tilkynnist öllum þeim sem nú hafa og haft hafa viðskifti við verzlun þá sem við undirritaðir bræður nú eruin eigendur að hér •'á Mozart, að herra Grímur Laxdal hefir tekið að sér forstöðu þessarar verz- lunar, og er því til hans að snúa sér með alt það sem eldri og framhalds viðskiftum viðvíkur. Herra Grímur Laxdal er mörgum af viðskiftamönnum þessarar verzlun- ar velkunnur bæði sem kaupmaður og verzlunarstjóri frá fslandi og sem bóndi hér við Kristnes pósthús, og erum við þess fuilvissir að hann muni gjöra sér alt far um að gjöra hvern þann ánægðan sem við hann skiftir. Mozart 15. júlí 1918. John og Th. S. Laxdal. f sambandi við ofanritaða yfirlýs- ingu vil ég leyfa mér vinsamlegast að mælast til þess, að sem flestir þeirra er verzlun sækja til Mozart vildu gjöra svo vel að líta inn í verzlun þeirra Laxdal Bros., svo mér sem fyrst gefist kostur á að kynnast og kynna mig mönnum, og vonast ég eftir að geta sannfært alla um það að ég mun umfram alt leitast við að reyn- ast áreiðanlegur í öllum viðskiftum, og sjá um fljóta og lipra afgreiðslu, eins og mér líka skal umhugað um að verzlunin ætíð sé sem bezt byrg af öllu nauðsynlegu. Yirðingarfylst, Grímur Laxdal. NCFNDARFUNDUR Eins og lesendur Voraldar minnast var fundur halinn að heimili Thos. H. Johnsonar, ráðherra, fyrir hér um bil tveimur mánuðum til þess að ræða um það hvernig hægt væri að veita fólki aðstoð og létta því þá byrði sem stríðsmálin leggja því á herðar. Á þessum fundi voru kosnir nokkrir menn í nefnd og áttu þeir meðal ann- ars að gangast fyrir undirbúningi al- menns fundar eða almennra funda. Nefndin kom sama á fimtudaginn var á skrifstofu Dr. B. J. Brandsonar? er hann formaður nefndarinnar. Taláð var um að íslendingar sam- þyktu yfirlýsingu á þjóðminningardag sínum 2. ágúst, líkt og sum önnur þjóðbrot hafa gert hér viðvíkjandi þegnhollustu og áhuga sinum í stríðs- málum. Voru allir því sammála að viðeigandi yfirlýsing í því efni ætti heima við það tækifæri. pá var stungið upp á nauðsyn þess að grenslast eftir og fá vissu fyrir því hversu margir Islendingar hefðu geng- Ið í herinn beggja megin línunnar. Kvæði Flutt á samsæti hermanna við Geysir bygð 17. Júlí, 1918 Til ungmenna vorra, sem alfaðir skóp, svo indæla friðsama og blíða, það kallið berst hingað með kníandi hróp: “Nú koma þið verðið að stríða!” En herskapar þráin hjá löndum er lægð,— Hún lifði þeim forðum í huga,— Eg veit að þeir hugann á friðsama frægð í framsóknar stríðskepni að duga. Við vitum að lánið og lífi ð er valt hjá líðum hvar hættan býr mesta- En gæfuna skapar, það gildir um alt að gjöra sitt ýtrasta og bezta. Og fram þegar sækið, á fánann sé skráð, að fomkappa siðunum hreinum: Við berjumst og sigrum með drengskap og dáð, en drýgjum ej þrælsmorð í neinu. Svo farið þá, vinirnir, fjarlæg í lönd hvar fylkingar hugprúðar stríða, cg fylgi ykkur almáttug forsjóaar hönd og forði við þrautum og kvíða. En skilnaður stundum er svíðandi sár og saknaðar helbeiskur ótti. Nú byggðin öll hatmar með blæðandi sár, hún blómunum tapar og þrótti. En vi ð skulum reyna að bera okkar böl— Nú bezta þarf stillingu að sýna— pvi brátt geturjiorfið hin beiskasta kvöl, hvað bjart mun þá lífsólin skína. Eg fastlega trúi’ á hinn friðþrungna mátt sem frelsisins hugsjónir mynda, og öflin þau leysast úr læðingi brátt sem lífgrös við helsárin binda. Sú trúin og vonin skal hressa vom hag— þá hart að oss sækja vill kvíði— að sjáum hinn blessaða, dýrðlega dag, sem drengimir koma úr stríði. i' (•/ Við biðjum, þó hugsun vor beisk sé og köld, —og bænrækni vanti okkur frína— þið himnesku, eilífu, algóðu völd, nú ófriðinn láti ð þið dvína. H. V. FriðrikSson. I I I ! 1 I I ! jÉ. 1 Var álitið að til þess þyrfti helzt að velja færan mann sem verkið stund- aði í Ottawn. Var áætlað að til þess mundi þurfa sex mánuði og að kost- naðurinn munrli verða um $1,000. Var talað um að Capt. Walter Líndal væri vel til þess verks fallinn ef hann fengist til þess. pá var talað all lengi um það hver verða mundi heppilegaust aðferð til þess að létta byrði fólksins í sam- bandi við stríðið og skýra sem bezt fyrir því allar hliðar málsins og koma því í kilning um nauðsyn þeirrar fórnfærslu sem af því væri krafist. Var af sumum minst á al- menn fundarhöld, en aðrir töldu sýnan árangur af þeim. tví- Sumir vildu láta frumsemja og þýða góðar og fróðlegar ritgerðir er bæði væru birtar í öllum blöðum og sér prentaðar og sendar út á meðal fólks- ins. Frekari ákvarðanir voru ekki tekn- ar á þessum fundi, en væntanlega kemur nefndin saman aftur innan | skamms, og er þá ekki óliklegt að ákveðið verði að halda fundi víðsveg- ar meðal fslendinga, enda virtist það vera framkvæmanlegasta og áhrifa- mesta leiðin. Okeypis Dráttvélar Bœndur góðir Ef þú hefir hugsað þér að kaupa land, þá geturðu liagnýtt þér þetta stórk'.stlegi kostaboð. REGLULEG DRÁTTVEL TIL JARDYRKJU ÓKEYPIS. petta er blátt áfram ráðvöndleg verzlun eins áreiðanlegasta verzlunarfélagsins í Cariada og Banda- ríkjanna. Dráttvélarnar hafa meðmæli reyndustu bænda og eru- eins mikils virði og 10 hestar. Sendið oss umsókn og takið það til hversu mikið þér getið borgað út í hönd í landinu; dráttvélin er alveg ókeypis. pað kostar ekkert að svara. Vér höfum að- eins fengið fáeinar dráttvélar sem vér lát- um fyrir gjafverð og bókstailega géfum eina þeirra með hverri landspildu sem vér seljum. American Land and Loan Company WINNIPEG 35 Canada Life Building MANITOBA

x

Voröld

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Voröld
https://timarit.is/publication/221

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.