Voröld


Voröld - 24.07.1918, Blaðsíða 3

Voröld - 24.07.1918, Blaðsíða 3
Winnipeg, 23. júlí, 1918. YORÖL^ BIs. 3 TIRES 32x4 FISK Non - Skid $30.00. BREEN MOTOR CO.r LTD. 704 Broadway Sími Sherbr. 657 Business Course er heróp nútímans—Allir keppast við að hafa meiri eða minni þekkingu á verzlunarmálum. TÆKIFÆRIN VIDA Alstaðar skortir menn og stúlkur með reynslu«og þekkingu, þó hvergi eins og I verzlun^rhúsum og á skrifstofum GÖDAR ST(jDUR BIDA þess sem aðeins undirbýr sig. Marga langar til að fara á verzlunar- skóla, sem eiga við erfiðleika að stríða. þeim býður “Voröld” FYRST—10 prósent afslátt af sex mánaða námsgjaldi á einhverjum af þremur beztu verzlunarskólunum hér I Wínmpeg. ANNAD—pægilega borgunar skil- mála. pRIDJA—Tækifæri til að vinna af sér námsgjaldið. SKRIFID TIL VORALDAR petta er aðeins fyrir áskrifendur. Stofnað 18663. Talslml G. 1671 pegar þér ætlið að kaupa áreið- anlegt úr þá komið og finnið oss. Vér gefum skrifaða ábyrgð með öllu sem keypt er af oss. Mitchell & Co., Ltd. Gimsteinakaupmenn I Stórum Smáum Stfl. og 486 Main Str. Winnipeg. V_ HEYRID GÓDU FRÉTTIRNAR. . Enginn heymarlaus þarf að örvænta hver- su margt sem þú hefir reynt og hversu marg- ra sem þú hefir leitað árangurslaust, þá er enginn ástæða fyrir þig til írvæntingar. The Megga-Ear-Phone hefir oft gert krafta- verk þegar þeir hafa átt í hlut sem heyrn- arlausir voru og allir MBGA-eAR- töldu ólæknandi. PHOME Hvernig sem heyrnarleysi þitt er; ft hvaða al'dri sem þú ert og hversu oft sem' laakning hefir mistekist á þér, þft verður hann þér að liði. Sendu taf- arlaust eftir bseklingi m«ð myadum. Umboðssalar I Canada: ALVIN SALES CO., DEPT. 24 P. O. Box 56, Winnipeg, Man. Verð I Canada $12.50; póstgjald borg- að af oss. BÚJÖRD TIL SÖLU Einn landsfjórðungur til söiu nálægt Luadar í Manitoba. Land- ið er inngirt. Uppsprettuiind ná- lægt einu hominu. Verð $2,400. Landið er S. W. qr. 10, 20, 4 W. principal meridian. Héraðið umhverfis Lundar er ágætt gripaland, og einnig til yrk- ingar. Gott vatn. Landið yfir höfuð slétt með miklu af góðum aldiviðarskógi (poplar). Skilmálar.- $500 út í hönd. Sanngjarn tími á það sem eftir Btendur. Snúið yður til auglýsendans að 902 Confedfcration Life Building, Wiunipeg. I ‘P0WDRPAINT’ Nýtt mál til notkunar inni og úti fyrir minna en hftlfvirði af olíumáli, og endist helmingi lengur. Auðvelt að blanda það með vatni. pað gjörir harða húð líka sementi. Sérstaklega hentugt til þess að mála með húsveggji að innan, því auðvelt er að þvo þá á eftir. Skrif- ið eftir lita prufum og verðl. Skrif- ið einnig ef þér þurfið við sement, plastur eða línsterkju. Einnig vagnhlöss af salti. McCollum Lbr. & Supply Co. MERCHANTS BANK, WINNIPEG I SKIFTUM 320 ekrur af landi; 70 ekrur ræktaðar; umgirt; fjörgra her- bergja hús, $1,500 virði. Verð $20 ekran; 50 mílur frá Winni- Peg. 110 ekrur ai, landi; 50 ekrur ræktaðar , gott fjós; 15 mílur frá Winnipeg; skuldlaust. Verð $50 ekran. Tek aðrar eignir í skiftum, ef þær eru í Winnipeg. Hef einnig heilmikið af bújörðum með allri áhöfn, sem ég get látið í skiftum fyrir góðar eignir ef saman kem- ur. W.LKing 208 Mclntyre Block, Winnipeg Lög frá Alþingi. 9. TJm viðauka við lög nr. 6, 8. febr. 1917, um heimild handa lands- stjórninni til ráðstafana til trygging- ar aðflutningum til landsins. — 1 gr. Við 1. gr. laga nr. 6, 8 febr. 1917, bæt- ist: Enn fremur veitist ráðaneyti íslands heimild til þess, að taka eign- arnámi til útflutnings ísienzkar af- urðir hjá kaupmönnum, félögum, framleiðendum eða öðrum, gegn fullu endurgjaldi, að frádregnu lögboðnu útflutningsgjaldi. Endurgjald skal ákveða eftir mati þriggja óvilhallra manna; skai einn þeirra livaddur af Landsyfirréttinum, annar af bæjarfó- getanum í Reykjavík ogx þriðji af stjórnarráðinu. peir kjósa sér odd- vita. Matsgerðir þeirra eru fulnað- armatsgerðir. Eignarnemi þarf ekki að taka hið numda strax í sínar vörzl- ur, að matsgerð lokinni, en greiða skal hann eiganda eða umráðamanni hins numda hæfilegan geymslukost- nað eftir mati matsmanna. Að öðru leyti fer um framkvæmd eignarnáms- ins eins og greinir í lögum nr. 61, 14. nóv. 1917, um framkvæmd eignar- náms. — 2. gr. Lög þessi öðlast þegar gildi. 10. Um bráðabirgðarútfl.gjald. — 1 gr. Meðan norðurálluófriðurinn stendur og ráðaneyti fslands fer með verzlun innlendra vörutegunda, fleiri eða færri, eða sér um útflutning þeirra, er því heimilt að leggja með reglugerð ,eða reglugerðum útflutn- ingsgjald, auk þess útflulningsgjalds, sem nú er lögboðið, á vörutegundir þessar, eftir því sem nauðsynlegt er, til xþess að landsjóður bíði ekki skaða af afskiftum sínum af þeim. Gjaldi þessa skal hagað þannig, að ekki konpii á néina vörutegund hærra gjald en sem svarar til þeirrar fjár- hæðar, sem landssjóður verður að leggja fram vegna verzlunar með eða umsjónar á þeirri tegund. Vörurna'r, andvirði peirra og vátryggingarupp- hæð, er að veði fyrir gjaldinu. í reglugerð má kveða á um innheimtu gjaldsins, hver skuli greiða það, sekt- ir fyrir brot á henni og meðferð mála út af slíkum brotum — 2. gr. Lög- þessi öðla.it þegar gildi. þingsáliktunartillögur. 32. Um skipun launamálanefndar. Flm. Pj. J., þór. J. Matth. 61., að skipuð verði 7 mánna nefnd til að íhuga erincii þau frá ýmsum embætt- ismönnum og starfsmönnum lands- ins um launabætur, sem komið hafa til alþingis. 33. Um styrkauka til tveggja skálda. Flm. Bjarni frá Vogi, Jör. Brynj. og þorst. J. — Alþingi álykt- ar að heimila stjórninni að greiða Guðm. skáldi Guðmundssyni og Guð- mundi skáidi Magnússynj 1200 — tólf huhdruð — krónur hvorum, til viðbótar við skáldstyrk þann, sem þeim hefur verið veittur þetta ár. 34. Um landsverzlunina. Frá bjarg ráðanef^id n. d. — Alþingi ályktar að skora á landstjórnina: 1. Að kpma á þeirri meginreglu í lands- verzluninni, að kaupmenn og kaup- félög hafi á hendi afhending og út- sölu á vörum hennar. 2. Að sjá lanÖ- inu fyrir nægilegum lánum th rekstrar landsverzlunarmnar og tll annara þarfa landsins, mcð sem hag- kvæmustu vaxtakjörum og nægum greiðslufresti. 355. Um rannsókn símleiða Flm. Hák. Krist. — Neðri deild Alþingis ályktar að skora á stjórnina að hlut- ast til um, að rannsakað verði á yfir- standandi sumri, hvar heppilegast muni að leggja síma frá Patreksfirði til Saurbæjar í Rauðasandshreppi og Breiðuvíkur í sama hr'eppi. 36. Um vppgjöf á eftirstöðvum af láni úr landsjóði til Fiskifélags ís- lands til steinolíukaupa. Fim.: Matth. 61. — Alþingi ályktar að heimila landstjórninni að veita Fiskifélagi íslands uppgjöf á kr. 2988.60 eftir- stöðvum af láni, sem landstjórnin veitti félaginu árið 1915 til steinolíu- kaupa. Feld frumvörp 5. Um skipamiðla. — Neðri deild afgr. það frumv. með svohlji. rök- studdri dagskrá: Deildin væntir þess. að stjórnin athugi, hvort tigi sé þörf á lagaákvæðum um verzlunar- og siglingamiðla, og ef hún telur slíka þörf fyrir hendi, að hún leggi þá fyrir næstl reglulegt Alþingi frv. til laga í þá átt. f von um þetta tekur deildin fyrir næsta mál á dagskrá I, -—7. Um skipun nefnda. 8. Um söia ölafscvallar. 9. Um stofnun útibús á Siglufirði frá Landsbankanum. 10. Um Rauðfjárbaðan;r. II. Um 1-olanám í Gunnarssaða- gróf í Dragsnesslandi, svohljóðandí: Alþingi ályktar að heimila lands- stjórninni að styrkja kolanóm í Gunn- arsstaðagróf í Drangsnesslandi í Strandasýslu með 2000 kr. fjárfram- lagi úr landssjóði, til þess að gera ak- færan veg frá námunni til sjávar og til áhaldakaupa. Enn fremur eru Strandsýslu heimil námuréttinda landsins i Drangsnesslanai ókeypis til ársloka 3919. ,12. Um stofnun útibús í Vest- mannaeyjum frá Landsbaukanum. 13. Um útsæði, svohljódandi: 1. Að vekja athygli sveitar- og bæjal- félaga á‘ því a.ð sjá sér fyrir nægi- legu útsæði í haust og tryggri geymslu þeas í vetur. 2. Að annast um, að gefin verði út leiðarvísir til almennings um trygga geymslu úf- sæðis yfir veturinn. 3. Að afla inn lends eða útlends útsæðis af bestu tegundum til geymslu, til frekari tryggingar } ví, að ekki verði útsæðis- skortur í Jandinu. 14. Um aukinn styrk og lánsheim- ild til Flóabáta. Alþingi áiyktar að heimila landsstjórninni: 1. að hækka styrk þann sem ákveðinn er I gild- andi fjárlögum til Langanessbáts. um alt að 12 þúsund kr. á ári, og gangi 1 eða 2 bátar frá Sauðárkróki til Seyðisíjarðar, með viðkomu í Grímsey, er séu eigi minni til samans en 80 smál. og haldi uppi ferðum til miðs nóvembers, og ennfremur hækka styrkinn til bátsferða um ísa- fjarðardjúp upp í alt að 9 þús. kr. á ári. 2. að veita 8500 kr. lýðbóta- styrk til Breiðafjarðarbáts, vegna vetrarferða 1917—1918. 3. að lána alt að 90 þús. kr. til kaupa á Húnaflóa- bát. 15. Um reglugerð fyrir sparisjóði. Neðri deild Alþingis ályktar að skora á landástjórnina að veita þeim spari- sjóðum, sem hafa ekki vfir 100,000 kr. til ávöxtunar I undanþágu, að meira eða minna leyti, frá bókfærslu þeirri, sem fyrirskipuð er í reglu- gerð fyrir sparisjóði 5 maí 1917, ef sjóðir þessir sanna fyrir stjórnarráð- inu, að bólifærsla þeirra sé þannig háttað, að trygt sé. 16. Um bátaferðir á Faxaflóa. — Alþingi skarar á landsijórnina að stuðla að því, að Eimskipafélag fs- lands tak að sér rekstur á bátaferð- um um Faxaflóa, eða hlutist til um, að ferðir þessar komist á annan hátt sem fyrst í hentugt og trygt horf. Heimilast stjórninni jafnframt að hækka að nokkru styrk til Faxaflóa- ferða ef brýn nauðsyn krefur. 17. Um ueimild fyrir landstjórnina til að greiða Gísla Guðmundssyni meiri laun tn heimilað ev í fjárlög- unum. — Alþingi ályktar að heimila lahdstjórninni að greiða Gísla Guð- mundssyni, gerlafræðingi, 600 kr. a ári af launum þeim, sem 1 fjárlögun- um er ætluð- forstöðumanni efna rannsóltnarstofunhar í Reykjavík, meðan hanu gegnir þeim störfum. 188. Um námsstyrk til háskóla- sveina. — Alþingi ályktar að heim- ila stjórnirni að hækka náms- og liúsaleigustyik háskólanema 1917 — 19188 um 50 ’pró cent frá því, er í gíld- andi fjárlögum segir. 19. Um fjárveiting til.þess að fá Röntengenstofnuninni ný áhöld. —- Al- þingi ályktar að heimila stjórninni að verja 6500 — sex þúsund og fimm hundruð — krónum til þess að út- vega Röntgenstofnuninni r-ý áhöld, til viðbótar við þær Télar, sem keyptar voru þegar stofnunin hófst 1914. 20. Um að fela fjár.veiiingarnefnd n. d. að taka til athugunar erindi þau frá ýmsura embættismönnum og starfsmönnum landsins um launa- bætur, sem komið hafa t.il alþingis og gera tillógur þeim viðvlkjandi. Enginn Meðalvegur Með þessari yfirskrift birtist rit- gjörð í Voröld 16. april s.l. Rit- gjörðin er stutt. Oss líkar hún ekki, samt er hún spor í áttina. Einn kafli ritgjörðarinnar hljóðar svo: “Svo framarlega sem ekki verður þröngv- að svo að lcosti hinna svo-kölluðu út- lendinga í þessu landi, að þeir verði neyddir til varnar gegn hinum, sem hér búa, þá er það rétt og heillavæn- legt að þeir renni saman í eina heild.” “En þarf þetta að ské svo fljótt, eða er enginn meðalvegur?” spyr höf- undurinn. Áður en lengra er farið skal bent á hvert það væri úr vegi að líta til ann- arra þjóðar brota hér með oss. Hvað ætla Norðmenn og hvað ætla Frakkar að gera? Munu þeir ætla að kasta frá sér þjóðerni sem útslitinni og ó- viðeigandi flík? Jón Jónsson, Sagnafræðingur segir oss: “Fyrir tíu liundruð ðrum var íslenzkan—ylhýra málið — sameigin- legt mál allra norðurlanda. Vér fs- lendingar einir vernduðum málið, en hinir töpuðu því!” í átta hundruð ár höfum vér íslendingar viðhalóið mál- inu. J>að er sem vér heyrum hljóm- inn hreimfagra berast til vor frá tungu mikil mennisins; það er sem vér sjáum hverja taug komast við af þjóðarmyndinni, er þetta fslands óska barn vort segir oss: “í átta hundruð ár höfum vér verndað málið okkat, íslenzkuna.” Gæti þetta ekki verið oss bending? v Nú, ef vér lítumst um hjá oss vest- ur íslendingum. Hvað? Já, hvað teljum vér tíma okkar hér í landi; má slcé 45 ár? Hvernig leitumst vér nú við að geyma þennan fjársjóð vorn, foóðarmyndina sjálfa? Um það mætti nú smíða langt mál, eií því skal slept hér. pað er að voru áliti að eins tvær leiðir fyrir höndum: Sú er önnur að taka tíman í makindum, leggja niður öll vopn og ^j-enna inn í strauminn hérlenda. pað þýðir að falla með óútmálanlegri vanvirðu. Hin er önnur leiðin að hervæðast þeim vopn- um, sem likust eru til sigurs, stanöa sem fastast og halda velli með sæmd. Parker & Son Beint á móti pósthúsinu, selja alt sem drengir þarfnast. í einni setningu sagt mentast sem allra bezt að kostur er á. "Orðin eru til alls fyrst,” er gömul sögn. Svo langt hefir verið farið að bent hefir verið á að koma á fót einu allsherjar félagi er hefði fyrir mark- mið viðhald íslenzkrar tungu og þjóðernis. Nauðsýn á þannig lag- aðri stofnun ætti að vera sameigin- legt áhuga mál allra; enginn fslend- ingður hér vestra ætti að neita slíkri stofnun um fylgi sitt. f laga . samþykt þeirri, sem samin yrði fyrir þetta alsherjar félag finst oss að ætti að standa, jafnvel efst á baugi íslenzkan: að íslenzkan ein- ungis ein yrði gerð að húsmáli allra meðlima. Enn fremur að sagan yrði gerð að máttarstoð við kenslu unglinga. Sagan ætti að vera sögð munnlega, einkum meðan börnin eru ekki orðin læs á íslenzka tungu. Oss dylst ekki að hér er fyrir hendi afar mikið verkefni, en það brínir fyrir oss kjarkinn, að ef rétt er álit- ið þá eigum vér hér fyrir vestan eins góða menn eins og vér höfum átt með þjóð vorri—minnsta kosti eru þeir niðjar þeirra. Og það er til þessara góðu, göfugu drengja er vér heyrum talandi rödd, hljómfagra, en þó al- vöru ríka, skora á yður að gæta nú arfsins og varðveita þjóðar sæmdina. Til þess neinum vér fyrstan séra Hjört J. Leo—segir röddin—hann get- ur verið yður sem þjóðarspekingur- inn Njáll. Annan nefnum vér séra Rögnv. Pétursson, hann getur verið yður í stað Gunnars að Hlíðarenda; hann hefir heiðrað hólmai n með heimsókn og mörgum velsögðum orð- um, er unga kynslóðin hefði gott af að kynna sér rækilega. priðji er séra Runóilfur Marteinson, honum ætlum vér og treystum, að ganga í spor Síðu Halls. Vér höfum heyrt hann þruma völdust kjarnyrði um þjóðmæringa vora með spursmálinu: megum vér við því að missa þetta úr tungu vorri. Oss getur ekki annað en hlýnað er vér virðum fyrir oss ein- lægnina er liggur á bak við hjá mannvalinu. Nú, Sig Júl. Jóhannesson getur gengið yðar í stað þorgeirs Ljósvetn- ingagoða—hann getur lagst undir feldinn. Barnablöðin hans þótt ekki væri annað, sýna oss að maðurinn er stór merkur. Vér 'látum oss nægja að nefna að- eins þessa fjóra—hollvætti—til fram- gangs málsins, en vitaskuld má bæta við eftir' þörfum—jafnvd þrennar tylftum—nógum er á að skipa. Vér látum svo staðar numið— altjenr í bráð. Með alúðar virðingu fyrir öllura þeim, er vilja styrkja þetta mál; sarnt þeirri hugheilu ósk, að árangurinn verði: “Eitt gróandi þjóðlíf með'þverrandi tár, sem þrosk- ast á guðsríkis braut.” G. Thordarson. 32x4 FISK Non - Skid $30.00. BREEN MOTOR CO., LTD. 704 Broadway Sími Sherbr. 657 TIRES Vatnabygðir. Kæra Voröid: Héðan er fátt að frétta en þó ber æfinlega eitthvað til tíðinda sem sle kynni að mönnum þyki fróðlegt að lesa um í blöðunum. Frá Elfros eru þær góðu fréttir að þangað er nýfiuttur íslenzkur læknir og var þess full þörf. Dr. Jóhannes Pálsson heitir hann og var áður um all langan tíma á Árborg í Manitoba. Hann er nýlega seztur hér að og því ekki mikið hægt að segja um það enn þá hvernig hann reynist, en vel geðj- ast bygðarbáum að honum og góðar vonir gera þeir sér um framtíð hans hér. Með tíðindum má það einnig telja að Grímur Laxdal hefir flutt til Moz- art og tekið þar að sér forstöðu verzl- unar þeirrar sem þeir Laxdals bræður eiga, Jón og Thorsteinn. Grímur er þaulæfður verzlunarstjóri frá Islandi og þekkir marga þaðan. Auk þess befir hann kvnst mikið fólki hér vestra síðan hann kom að heiman; tekið mikinn og góðan þátt í flestum félagsmálum og sýnt sérstakan dugn- að í hvívetua. Með öllum sínum hæfileikum c; þeirri víðtæku- þekk- ingu sem ham hefir fengið hér ætti verzlun hans að verða bæði blómleg og farsæl. Tíðarfarið hér I bygð hefir verið ó- hentugt; of miklir þurkar og mikil þörf á regni. Uppskera hlýtur héð- an af að verða í rýrara lagi yfirleitt hér í bygð þótt. hér eftir kynni að breytast til batnpðar. Ormar hafá auk þess svo að segja gjöreytt mat- jurta garða á stórum svseðum. Vinnukraftar er hér af svo skorn- um skamti að sumstaðar horfir til vandræða og verða menn þess eftir því meira varir sem lengur líður. Skraffinnur. VERID SPARSAMIR. Einkaleyfi 1 Canada, Bandaríkj- vfm og Stórbretlandi. Hermenn vorir og bandamanna herinn þurfa á öilu þvl leðurlíkl að halda sem hægt er aS fá; haldið saman öllu ieðurllki og aflið peninga sjálfum yður til handa.— Látið búa til hjólhringa sem bæði eru öruggir fyrir sandi vatni og sprynga ekki, úr tveim- ur þelrra hjélhringja sem þér hafið lagt niður. HID NÝJA HJÓLHRINGA VERK GAY’S Vér saumum ekki hjólhringana, I þeim eru engin spor sem raknað geti; vér setjum þá ekki saman með nöglum sem vaidi ryfum er sandur og vatn komist inn um. STYKKJAPLöTUR GAY’3 (sem sýndar eru í myndlnni) eru örugglega settar I áframhaldandl hring; þær verja algerlega skemdun sem orsakast af steinum, djúpum skorn- ingum eða krókum. Enginn hætta er á skemdun innri slöngunni vegna þess að hún hitni á sumrinu; með því að hringarnir eru svo þéttlr að enginn núningur á sér stað. Allar upplýsingar I té látnar ef óskað er. The Manitoba Gay Double Tread Tire Co., Ltd. 134J/2 HIGGINS AVENUE TALSIMI MAIN 2225 WINNIPEG, MAN. r ►04 \ TIRE SPECIALS ! I Berið eftirfarandi verð saman við vanalegt verð. Allar g’j.rðir seldar með því skylirði að kaupandi megi skoða þær. Séu þr ekki eins og sagt hefir verið þá getið þér sent þær aftur á vom kostnað. I FORD AND CHEVROLET SIZES. 0x3% Sléttar ________________ $15.50 30x3% Non-skid (bárott) _________16.95 30x3 !/2 Með keðju bárum ________17.95 2xx4 32x4 32x4 32x4 ALVEG SÉRSTAKT. Með keðjubárum Báróttar ________ Goodrich Sáfety . “Tractiou Tread” 34x4 Sléttar, tilbúnar í Canada 34x4 Goodrich Safety ............ 34x4 Báróttar (Canada) .......... 34x4 34x4 Báróttar, með rauðri briggju Q. D. Goodrieh Cord ____________ 34x4% S.S. Silvertown Cord $29.50 | _ 30.00 \ .. 30.50 I 35.80 “ ..29.00 Í _ 34.85 | _ 39.50 S _ 39.75 I _ 54.00 S $63.50 ! 35x4% 35x41/2 35x41/2 35x4y2 S.S. Fisk Non-skid ___________________________$48.75 Q.D. Goodrich, sléttar ..-.................... 45.00 S.S. Nobby og Allwea/her ____________________ 53.60 S.S. Sléttar ___________________________...__ 39.60 " 37x5 S.S. Fisk sléttar 54.75 Breen Motor Co. Ltd. ‘A’ 704 BROADWAY WINNIPEG - MAN. Upplýsingar fást á Bank of Toronto hjá Duns og Bradstreets. t-o-mmommm-ommmmommmommmommmommmommm-o-^^ommmommm-o-t l ►<t* t-o-^mmo-^mm-ommmmomi^mo-^mommmo-i t-ommmommmo-^mmo TILKYNNING i Dr. BASIL S. 0’GRADY i TANNLÆKNIR hefir opnað nýja lækningastofu að í i I i i 405 1-2 Selkirk Avenue ! ~ (Næstu dyr við Union bankann). \ Dr. Básil S. O’Grady hefir öll nýustu og fullkoriinustu tæki aðlútandi tannlækníngum. SERSTÖK KOSTABOD í EINN MÁNUD. Hver sem keniur með þessa auglýsingu fær Einn Dollars afslátt .á hverju fimm dollara verki. 20 pró cent afsláttur er mikill spamaður fyrir alla sem þurfa að láta gera við tennur sínar. Reynið mig áður en þið farið eitthvað annað og sparið yður pemnga. GOTT VERK ÁBYRGST. Viðtalstími frá 9 f.h. til 8.30 e.h. mo-mmmom^mo-mimo-mmo-mrm-o-mmo-mmmo-mmmo-mmmommmo-mmmo-mmm I i

x

Voröld

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Voröld
https://timarit.is/publication/221

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.