Voröld


Voröld - 13.08.1918, Blaðsíða 2

Voröld - 13.08.1918, Blaðsíða 2
Bk.2 VORÖLD Wjnnipeg, 13,ágúst, 1918 NÝJA ÍSLAND pú Nýja ísland með eld og ís, með eyði-hjarn og Paradís; þú heitin ert í höfuð á þeim hólma sem við komum frá. Og sumir halda að heitið það, þú hafir ekki verðskuldað; og ísafoldar eyði dýrð, að eftir henni varstu skírð. þú átt að vísu engan hól, og enga hlíð á móti sól, en þú átt akra, og engi frjó og ár, og vötn, og grænan skóg. Og þó þú eigir engin fjöll og alir ekki hamröm tröll þá átt þú margt um eyði svið sem augað getur staðnæmst við. En sú er orsök allra helzt sem æ í þínu nafni felst, að út á þína eyði-slóð, kom örsmátt brot af Frónskri þjóð með þrautreynt táp og þolgæði og þessvegna er það réttefni. pó ekki séé að öllu jafnt þér uppörfun er nafnið samt að glata ei því sem göfgi ber og geyma það sem íslenzkt er- En eigin dramb og einagrun á ekki leið með framþróun því hvað sem gott og göfugt er þú getur einnig helgað þér, og hleyptu slíku öllu inn því arfur þinn er heimurinn, svo lengi að falt er fang í búr er flónska að byggja “kínamúr. ” þeim finnst þú ekki fara hratt í framfaraátt, og það er satt, þú hefir ekki hlaupið geyst, þú hefir ekki á svipstund breyst. úr veiðistöðvum villimanns í vegleg óðul búandans, og sviplaus ertu, og sefi jöfn, (er sagt) og “neflaus” eins og “Höfn.” Hvað stoðar alt hið ytra skart, þó útsýnið sé frítt og bjart, ef fólkið vantar víðsýni og “vita, ” í andans náttmyrkri. pYÍ fegurðar, við fjallaskaut í* fangaklefa enginn naut. Nei! ekkert land er fagurt fyr én freisi og mannúð opnast dyr. Hve lítiis vert er glamur gulls ef gildi manns skal reynt til fulls. Ég óska þér ei auðs né fjár sem aflast gegnum blóðug tár hins snauða hrjáða og veika er vald lét vinna fyrir smánargjald, er safnar dýngjum “okurs auðs,” á annars skorti daglegs brauðs. Ég get ei betur beðið þér, en böl það verði ei sveitlægt hér. og aldrei krjúpi íslenzkt fjör við auðkýfingsins fótaskör. pú sveit sem mig á brjósti barst; þú blíðrar æsku skjól mitt varst, mér geymist minning göfug þín þú geimir fyrstu sporin mín. Á töfra mátt ég trúi í þér, af töfra sprota snortin er þín strönd í krystalls skuggsjá skygð, þú skóga og vatna dísa bygð, og hingað fyrir hálfri öld, þú hiltir landnámsmanna tjöld. J)eir hjuggu stokka og hlóðu lag sem hjá þér stendur enn í dag. Og feðra og mæðra minnist ég um myrkviðinn sem ruddu veg. Sem helguðu striti hraustleik sinn og héðan fóru uppgefin. Hve erfið kjör; og þrautin þung, með þorrinn kraft, og bömin ung. Ó gengna tíð; hve grátleg er að giska á hvað þau liðu hér,— og launin,—eftir langa bið hve lítil, nema erfiðið. þau trúðu á fæðing fegri dags í framtíð þessa bygðárlags. Hvort megnar ekki að mýkja stein sú mold er geymir þeirra bein? En það sem verst er viðfangs nú er vanþekking á sannri trú, já, trú á fæðing fegri dags og framþróun vors bræðralags. Ég veit, við umhverft aldarfar í afturkyppum veraldar þú tekur þátt, en þvert um geð og þú mátt til að fylgjast með. Vér sáum hvar sem leið vor lá að líf og dauði skiftist á. það harmafró og huggun er í hillingum sem birtist mér þó móðir hljóti að missa son og margra liggi í rústum von á Gimli eftir Ragnarök hún rís á ný með' gullin þök. Sigursteinn Einarsson. 2. ágúst, 1918. Hólmfríður Árnadóttir Kennari í Islenzku við Columbia há- skólann Bóndadóttirin úr heiðardalnum. — “par singur lítil lóa og leiti gyllir sól.”— Hún var fremur treg til þess að gefa mér leyfi til að senda íslenzku blöð- unum í Winnipeg fáeinar línur um baráttu hennar og störf.—Framtíðar áform og hugsjónir. Mér var kunnugt um það, að Hólmfríður kom hingað vestur, með þeim ásetningi að kinnast mentamálum hér og hverfa síðan heim aftur. Hólmfriður Árnadóttir er fædd 1. feb. 1873 á Kálfastöðum í Iljaltadal í Skagafjarðarsýslu. Foreldrar hennar voru Árni hreppstjóri Ásgrímsson og Margrét þorfinnsdóttir, sem þar bjuggu allan sinn búskap. pað sem hér fer á eftir um skóla- göngu Hólmfríðar og kenzlustörf, er að mestu leyti orðrétt frásögn hennar sjálfrar. Seytján ára fór eg á kvennaskólann á Laugalandi og stundaði þar nám í hálfan annan vetur. Veturinn 1894-95 dvaldi eg við nám í Reykjavik. Tveim- ur árum siðar var mér veitt kenzlu- starf við kvennaskólann á Akureyri, og það hafði eg í fimm vetur. 1903, framkvæmdi eg þá fyrirætlun, sem lengi hafði verið mín ''innileg ósk, að sjá mig um víðar en á íslandi.. E.r fór til Kaupmannahafnar; þar dvaldi eg i þrjú ár, mestmegnis á '-ennara háskólanum, hlustaði einnig á fyrir- lestra við háskólann. Sumar. 1905 dvaldi eg á Askar lýðskóla, hélt síð- an heimleiðis um haustið. Á Akuroj i i kendi eg næstu tvo vetur við barna- skólann þar; þaðan hélt eg til ísa- fjarðar og kendi þar tv*< vetu>- ið barna- og unglinga skólana þ;u\ par þóttu mér sólarlitlir daga • inn á miili fjallanna, fluttist eg því til Reji ja*ik ur um haus'ið 1910. Suniarii'i 1909 hafði eg dvalið í Edinborg á Skotlandi og stundað þar enskunám við háskól- ann. par fékk eg “Certificate oi Merit” í ritaðri og talaðri ensku. Nú var orðin fyrirætlun mín að gjöra tilraun með skóla í Reykjavík; þar sem eg gæti hagað kenzlu eftir eigin vild. Eg auglýsti þvi námsskeið fyrir stúlkur, þar sem kenzlan fór fram síðdegis, í ýmsum námsgreinum. pessu var tekið svo vel, að með vax- andi aðsókn hélt eg samskonar náms- skeið í 7 vetur. Til aðstoðar hafði eg ýmsa ágæta kennara. Lítilfjörlegan landssjóðsstyrk fékk eg síðustu tvö árin. Erfiðleikar þeir, sem stöfuðu af stríðinu, gjörðu mér ómögulegt að hafa skólann síðastliðinn vetur. f allmörg ár hafði eg haft lör.gun til að heimsækja Ameríku, og dvelja þar eitt eða tvö ár. Eg þóttist viss um, að þar væru ýmsir andlegir straumar sem gætu hreinsað loftið heima væri þeim veitt þangað. Eg réð því af að taka mér ferð á hendur hingað og dvelja hér meðan stríðið helst. Erindi mitt er aðallega að kynna mér skóla og uppeldismál. pað var líka ríkt í huga mínum, að ef vel væri mætti eg styrkja einhvern af þeim strengjum er tengja saman vest- ur og austur fslendinga. Fyrirætlun mín var að fara til Win- nipeg síðastliðinn vetur. En á því varð breyting, sem stafaði af þvi að mér var boðið starf við Coiumbia háskól- ann, að kenna fslenzku (nútíðar) og dönsku. petta var á miðju skólaárinu svo ekki var að búast við mikilli að- sókn, og þar að auki á þeim tima sem allur hugur þjóðarinnar var bundinn við styrjöldina ægiiegu. Eg tók boðinu, og var sett kennari í þessum tungumálum. Eg hefi mætt mikilli velvild hjá þeim kennurum skólans sem eg hefi kynst. Einn þeirra sagði við mig, þegar við áttum tal um íslenzku, og eg sagði honum hve að- sóknin væri nauða lítil; “If they knew how interesting the Icelandic litera- ture is, they would all come.” Hann hafði sjálfur verið eitt ár á íslandi, og var einn af þeim sem stofnuðu forn- gripasafnið í Reykjavík. Hann er nú prófastur við háskólann. Nafn hans er Carpenter. Hann hefir verið kenn- ari f forn-íslenzku en er nú mestmegn- is hættur. Mig langar til að nota sumarfríið til þess að fræða Ameríku- menn um landið okkar og þjóðina; og er nú að leggja af stað í þann leið- angur. Um leið gefst mér tækifæri að kynnast hér landi og þjóð sem er, að mínum dómi, eina ráðið til þess að geta gert sér rétta hugmynd um hvort- tveggja. Siðastliðinn vetur sagði eg nokkrum sinnum frá íslandi og sýndi myndir þaðan, og var hvorttveggja tekið svo vel, að það gefur mér djörf- ung til að vonast eftir því sama fram- vegis. Viðvíkjandi skólum og uppeldismál- um, held eg að hér finnist það bezta sem nokkursstaðar er til af því tægi. Eg efast ekki um að því sé sunjstaðar ábótavant.en að því hefi eg ekki leitað Við, á íslandi, erum áreiðanlega langt á eftir því, sem hér bezt gjör- ist. par virðist, því miður, mentavið- leitni svo oft hafa gengið í þá áttina að sýnast. Uppeldismálið er x>g verð- ur mesta vandamál hverrar þjóðar. Á því sviði, eins og svo mörgum öðrum, Þjóðarsmán seta. — pá afsakaði hann ekki einu orði hvers vegna Einar listamaður vona eg að heimsstyrjöldin leiði til nýrra hugmynda og mikilla breytinga. Alt virðist nú stefna að því að minka bókalestur, en kenna mönnum að hugsa sjálfum. pað er áreiðanlega spor í rétta átt. Staddur í New York 1. Ágúst 1918. Aðalsteinn Kristjánsson. VERDLAUN UNNIN A ISLENDINGA- DEGINUM I WINNIPEG Stúlkur innan 6 ára, 40 yds.— 1. Elín Margrqt Johnson. 2. Sigurbjörg Steinunn Bjarnason. 3. Thora Olson. Drengir innan 6 ára, 40 yds —- 1. Halli Davidson 2. óskar Swmundsson. 3. Willie Sawyer. Stúlkur 6 til 8 ára, 50 yds.— 1. Norma Anderson. 2. Agnes Sigurðson. 3. Beatrice Thorláksson. Drengir 6 til 88 ára, 50 yds.— 1. Clarence Birdsley 2. Franklin Thorgeirsson. 3. Einar Johnson. Stúlkur, 8 til 10 ára, 75 yds.— 1. Dorothy Warren. 2. Lily Stevenson. 3. Solveig Sigurdsson. Drengir 8 til 10 ára, 755 yds.— 1. Walter Anderson. 2. Harold Robinson. 3. Charles Davidson. Stúlkur 10 til 12 ára, 100 yds.— 1. Unnur Jóhannesson. 2. Fanney Julíus. 3. Guðný Anderson. Drengir 10 til 12 ára, 100 yds.— 1. Albert Johnson. 2. Charles Dubois. 3. Arthur Gíslason. Stúlkur 12 til 14 ára, 100 yds.— 1. Alice Dubois. 2. Lillian Thorl ksson. 3. Lillian Johnson. Drengir 12 til 14 ára, 100 yds.— 1. Cecil Johnson/ 2. Otto Jónasson. 3. Victor Goodman. Stúlkur 14 til 16 ára, 100 yds.— 1. Áróra Jóhannesson. 2. Thorbjörg Jónasson. 3. Thorlaug Búason. Drengir 14 til 166 ára, 100 yds.— 1. Oliver Olson. 2. Karl Kristjánsson. 3. Maríno Sigvaldason. ógiftar stúlkur yfir 16 ára, 75 yds.— 1. Fríða Goodman. 2. Goodwynne Thorsteinsson. 3. Valdina Reykdal. 4. Dísa Elíasson. Giftar konur, 75 yds.— 1. Mrs. B. Hallson. 2. Mrs. Vaigerður Johnson. 3. Mrs. Robinson. Kvwntir menn, 100 yds. 1. S. B. Stephansson. 2. Guðmundur Lárusson. 3. Ptur Anderson. ógiftir menn yfir 16 ára, 100 yds.— 1. Walter Breckmann. 2. Leonard Dalmann. 3. Paul Magnússon. Konur, 50 ára og eldri, 50 yds.— 1. Mrs. Byron. 2. Mrs. Eiríksson. 3. Mrs. Guðfríður Hansen. Karlmenn, 50 ára og eldri, 75 yds.— 1. Nikulás Ottenson. 2. Fred. Swanson. 3. Sveinbjörn Gíslason. Knattleikur kvenna— “Falconettes” sigruðu “A.O.I.B.” Barnasýning— 1. Ermond St. Germain. 2. Woodrow Wilson Gillies. 3. Árni ívar Hjartarson. Skóa hlaup (konur) — 1. Fríða Bowman. 2. Alva Bowman. 3. Guðrún Goodman. Pokahlaup— 1. Edward Sigurðsson. 2. Albert Johnson. 3. Karl Kristjánsson. Langstökk (hlaup til)— 1. S. B. Stephanson. 2. Guðm. Lárusson. 3. Wal'er. Gillies. Hopp-Stig-Stökk— 1. S. B. Stephanson. 2. Guðm. Lárusson. 3. Walter Gillies.^ Glímur—Fegurðarglíma— 1. Steindór Jakobsson. 2. Aðalsteinn Jóhannson. Kappsund— 1. L. E. Solvason. 2. James Thorpe. 3. Leonard Dalmann. Hermannahlaup, 220 yards— 1. Henry Raymond Sigurðsson. 2. Th. Haldorsson. 3. Bert. Eyford. Kaðaltog— “Tlermenn” sigriðu “Bergora.’ Hjólreiðar, 2 mílur— 1. Otto Hjaltalin. 2. Donald Benson. Fegurðar Vals— 1. Mrs. Alex. Johnson. 2. Miss Magnússon. 3. Mrs. Sölvason. Um það ber flestum saman sem ís- lendingadaginn sóttu að forsetinn hafi gert Vestur-íslendingum vanvirðu með smánarorðum þeim er hann valdi Austur-íslendingum—bræðrum vorum heima. Vér birtum hér, eftir beiðni, grein er út kom í Lögbergi síðast, þar sem frá því er skýrt hvernig hann hag- aði sér, og efumst vér ekki um að allir sannir fslendingar beri kinnroða fyrir slíkt sé það satt. Sé það aftur á móti uppspuni þá verðskulda’r sá er greinina skrifaði harðar ákærur fyrir þann óhróður sem hún flytur.—Ritstj. ISLENDINGADAGURINN Lengi var eg búinn að hlakka til íslendingadagsins í Winnipeg. Síðustu dagarnir í júlímánuði voru inndælir. Blessuð sólin skein frá morgni til kvölds. Skógarkjarrið var litað rauðri slikju kvöldroðans og ljósin voru tendruð inni í strætisvögnunum. Fuglarnir sungu en kvikmyndaleikhúsin urruðu. Fólkið skemti sér ýmist úti eða inni. Ekki get eg neitað því að hugur minni hafi stundum hvarlað heim þessa dagana. — Heim til fjallanna og næturkyrðarinnar, þar sem sólin al- drei sest. — Heim til fossanna og elf- anna, þar sem silungur og lax stiklar upp á móti straumi..— Heim i kveldroðann, sem litar fjallahlíð- arnar og gerir jökulhúfurnar að glitr- andi demöntum. — öll sú dýrð! — pað auga sem fær að sjá slíka sjón, gleymir aldrei undraheiminum. pjóðliátíð Fjallkonunnar nálgaðist hjarta mitt glæddist innilegum kær- leika til landanna, sem þennan dag sameinast til að sýna þjóðerni sitt og syngja Fjallkonunni lof og dýrð, sem gaf þá. 2. ágúst rann upp með þokukendum dökkgráum skýjum, var útlit fyrir að náttúran mundi ekki glæða hjörtu manna þenna dag. — Kom mér til hugar að ræðusnillingar mundu inn- blása svo kærleiksríkum yl til fólksins og skemta fólkinu með mælsku sinni, þannig að allar dökkgráar hugsanir mundu fljótt hverfa. Aldrei glaðari en þennan dag lagði eg af stað til mótsins. — Par sem aðgöngumiðar voru seldir, var eg spurður á ensku máli, hvort eg vildi einn eður tvo. — Eg bað þá elskulegu að tala móðurmálið. — pessi dagur var íslendingadagur og átti vitanlega málið, sem tengir okkur saman, að skipa öndvegið, en hér varð raunin önnur, enskan hljómaði hátt og lágt, við íþróttimar, við innganginn, við matsöluna í kaffitjaldinu og víðar. Pá var fólkið kallað saman kring um ræðupallinn. — Skemtiskráin átti að byrja. — Um tvö þúsund íslend- ingar voru þarna saman komnir — Sé eg nú hvar maður einn, ófrýnilegur ásýndum, vindur sér hvatskeytilega fram á ræðupallinn. Sást fljótt að honum var mikið niðri fyrir. Leit út fyrir að hann hefði átt í orðakasti við einhvern áður. Byrjar á því að tala um stríðið, og skýra þessum grunn- hugsuðu!! löndum hvernig það í raun o g veru væri. — Komst hann alla leið út í gaseitur og eiturtungur. Maður- inn var nú kominn i æsingu og gætti ekki orða sinna. — Leið þá hugsunin heim til gamla landsins. pýzksinnað- ir höfðingjar sem í Reykjavík væru; varaði fólk við að hafa mok við menn sem væru nýkomnir að heiman. Van- inn væri að taka þeim tveim höndum, þetta ætti að breytast. “Vil eg ekkert af þeim vita,” sagði hann og sló saman hnefunum. — pá mintist hann á ísland og íslendinga, þeir skyldu ekki halda að þeir væru neitt meiri en aðrar þjóðir. Almenningur ekkert gáfaðri en annað fólk. peir sem' það héldu væri heimskir menn. pví næst talaði hann um íslenzkuna, sem þýð- ingarlaust væri að halda í, hún mundi deyja fyr eða síðar, og vildi helzt eftir orðunum að dæma, grafa hana strax lifandi. Mér kom til hugar hvort enginn væri þarna nærstaddur til að taka þenna mann, sem fór svívirðilegum orðum um þjóðerni vort—og það á sjálfan hátíðisdaginn, — taka hann burt og afkæla hann. — Mér var nú sagt að þessi hraðtungutali væri for- maður nefndarinnar. — Forseti þjóð- hátíðar fslendinga í Winnipeg, Dr. M. B. Halldórsson. — pá var mér nóg boðið, — þá gekk nú fram af mér. — pví lík ósvífni!! pví lík frekja Að hugsa sér nú framkomu forseta aðra eins og þessa. Er mér óskiljanlegt hvernig á því getur staðið að nokkur sómasamlegur íslendingur skuli kjósa annan eins glanna I annað eins virð- ingarsæti. Nóg af sönnum íslending- um á að skipa, t. d. J. J. Bildfell Rögnv. Péturssyni, Dr. Brandsyni, o.fl. Forseti íslendingadagsins hefir eng- an minsta rétt til þess að misbrúka stöðu sína, eins og hér varð raun á. Hans verkahringur er að eins að bjóða fólkið velkomið, sem nú sé samankomið til að skemta sér. Láta áhyggjur hverfa þenna eina dag. Sam- eina sálirnar með velvöldum hlýjum orðum. Varpa sálaryl inn í hjarta hvers einstaklings. — pjóðhátíðin er einungis þess efnis. En þetta var ofvaxið þessum for- Jónsson ekki gat komið.sem svo marg- ir þráðu að sjá. — Pessi fáráðlegi forseti íslendinga- dagsins er það eina sem varpaði skugga á ánægju mína á þjóðhátíðinni, sem að flestu leyti fór prýðilega fram, og var Vestur íslendingum til sóma. —Lögberg. tslandsvinur. Business Course er heróp nútímans—Allir keppast við að hafa meiri eða minni þekkingu á verzlunarmálum. TÆKIFÆRIN VIDA Alstaðar skortir menn og stúlkur með reynslu og þekkingu, þó hvergi eins og I verzlunarhúsum og á skrifstofum GÓDAR STÖDUR BIDA þess sem aðeins undirbýr sig. Marga langar til að fara á verzlunar- skóla, sem eiga við erfiðieika að stríða. peim býður "Voröld” FYRST—10 prósent afslátt af sex mánaða námsgjaldi á einhverjum af þremur beztu verzlunarskólunum hér I Winnipeg. ANNAD—pægilega borgunar skil- mála. pRIDJA—Tækifæri til að vinna af sér námsgjaldið. SKRIFID TIL VORALDAR petta er aðeins fyrir áskrifendur. / : ^ Stofnað 18663. Talslmi G. 1671 pegar þér ætlið að kaupa áreið- anlegt úr þá komið og finnið oss. Vér gefum skrifaða ábyrgð með öllu sem keypt er af oss. Mitchell & Co., Ltd. Gimsteinakaupmenn I Stðrum og Smáum Stfl. 486 Main Str. Winnipeg. HEYRID GÓDU FRÉTTIRNAR. Enginn heymarlaus þarf að örvænta hver- su margt sem þú hefir reynt og hversu marg- ra sem þú hefir leitað árangurslaust, þá er enginn ástæða fyrir þig til írvæntingar. The Megga-Ear-Phone h©fir oft gert krafta- verk þegar þeir hafa átt I hlut sem heyrn- arlausir voru og allir töldu ólæknandi. Hvernig sem heyrnarleysi þitt er; á hvaða aldri sem þú ert og hversu oft sem lækning hefir misteldst á þér, þá verður hann þér að liði. Sendu taf- arlaust eftir bæklingi með myndum. Umboðssalar I Canada: ALVIN SALES CO., DEPT. 24 P. O. Box 56, Winnipeg, Man. Verð I Canada $12.50; pðstgjald borg- að af oss. MEGA-EAR- PHOHB BÚJÖRD TIL SÖLU Einn landsfjórðungur til sölu nálægt Lundar í Manitoba. Land- ið er inngirt. Uppsprettuiind ná- lægt einu hominu. Verð $2,400. Landið er S. W. qr. 10, 20, 4 W. principal meridian. Héraðið umhverfis Lundar er ágætt gripaland, og einnig til yrk- ingar. Gott vatn. Landið yfir hofuð slétt með miklu af góðum jldiviðarskógi (poplar). Skilmálar; $500 út í hönd. Sanngjarn tími á það sem eftir Btendur. Snúið yður til auglýsendans að 902 Confedtration Life Building, Winnipeg. í SKIFTUM 320 ekrur af landi; 70 ekrur ræktaðar; umgirt; fjörgra her- bergja hús, $1,500 virði. Verð $20 ekran; 50 mílur frá Winni- Peg- 110 ekrur af landi; 50 ekrur ræktaðar , gott fjós; 15 mílur frá Winnipeg; skuldlaust. Verð $50 ekran. Tek aðrar eignir í skiftum, ef þær em í Winnipeg. Hef einnig heilmikið af bújörðum með allri áhöfn, sem ég get látið í skiftum fyrir góðar eignir ef saman kem- ur. W.LKing 208 Mclntyre Block, Winnipeg f Loðskinn og Uil Við viljum alla þá ull og öll þau loðskinn stm þú selur. HÁTT VERD OG GÓD SKIL WheatCityTanneryLtd BRANDON, MAN. Meðmæli: Bank of Commerce og öll express félög. y_____________________/

x

Voröld

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Voröld
https://timarit.is/publication/221

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.