Voröld


Voröld - 03.09.1918, Blaðsíða 8

Voröld - 03.09.1918, Blaðsíða 8
BIs. 8. VORÖLD Winnipeg 3. september, 1918. GIGTVEIKI Vér læknum öll tilfelli, þar sem lisirnir eru ekki allareiðu eydd ir, meö vorum sameinuCu a5- ferSum. Taugaveiklun. Vér höfum verið sérlega hepn- ir aS lækna ýmsa taugaveikl- un; mörg tilfelli voru álitin vonlaus, sem oss hepnaðist aS bæta og þar meö bæta mörg- um árum viö æfi þeirra sem þjáSust af gigtinni. GylIiniæS Vér ábyrgjumst aS lækna til fullnustu öll tilfelli af Gyllini- æS, án hnífs eSa svæfingar. Vér bjóSum öllum gestum, sem til bæjarins koma, aS heimsækja oss. Miner al Spr ings Sanitarium Winnipeg, Man. Ef þú getur ekki komiS, þá skrifa eftir myndabæklingi og éllum upplýsingum. NefniS “Voröld” þegar þér fariS eftir þessari auglýsingu. Úr JBænum Ingólfur Goodman fór vestur til Argyle á laugardaginn til þess að heimsækja tengdafó.lk sitt, og var þar um helgina. Sigrón Hallgrímson, kenslupkona, fór vestur til Vatnabygða nýlega að heimsækja frændfólk sitt og vini. Fór hún um alla bygðina endilánga frá Foam Lake til Kandahar og vestur til Saskatoon. Allmikið segir hún að sé skemt af frosti þar til og frá, t. d. umhverfis Janson, norður af Wynyard og í kring um Leslie. Miklu minna í Kandahar. Nýlega voru þau gefin saman í hjónaband að Wynyard: Sigfús Hallgrímss on og Sigríður Hansson. þau fóru skemtiferð til Saskatoön eftir hjónavígsluna og dvöldu þar vikutíma. J>au setjast að á landi Hallgrímssonar skamt frá Wynyard. Húsfrú J. W. Frederickson héðan úr bænum fór vestur til Kandahar ný- lega að finna Jónas, son þeirra hjóna; hann hafði meitt sig talsvert á fæti. Hreggviður Sigurdson og kona hans sem hér hafa dvalið um nokkur ár að undanförnu fluttu alfarin til Wyn- yard £ vikunni sem leið. Húsfrú B. Stefánsson sem dvalið hefir vestur í Wynyard um tíma kom heim aftur í vikunni sem leið. Ungfrú Helga Bjamason fór vest.i til Kandahar í vikunni sem leið og dvelur þar mánaðartíma hjá þeim IT. Jónssyni og konu hans, sem er systir unfrú Bjarnason. Séra Albert E. Kristjánsson kom til bæjarins fyrir helgina og fór novð- ur til Gimli. Hann var að koma með móður sína sem verið hefir veik. Friðrik Kristjánsson er nýlega kom- in utan úr Grunnavatnsbygð þar sem hann var í nokkra daga. Svo mikið frost var hér í Winnipeg aðfaranótt mánudagsins að alt var hvítt af hélu og þykkur ís á vatni. Sigmundur Jóhannson, áður bóndi að Húsabakka í Skagafirði, lést að heimili sínu í Elfros, Sask., á föstu- daginn var eftir langvarandi heilsu- bilun. Sigurjón Christopherson og fjól- skylda hans eru flutt til 696 Banning street. Sigurjón hefir verið veiku/, eins og Voröld hefir skýrt frá,en er nú á allgóðum batavegi. Einar Jónsson, listamaður og kona hans, fóru út til Grunnavatnsbygðar í vikunni sem leið að finna ættingja og vini sem hann á þar. . ManitobaStores 346 Gumberland Ava (60 faðma fyrir austan Central Park). GUNNL. J6HANNSON, Verzlua- arstjóri. Kjörkaup í þessari viku: Ostur, ektagóður____________ 30c Baunir og flesk, 2 könnur___ 25c. Skó-sverta, 2 könnur .......26c. Tomato-soup, 2 könnur_______ 25c. Potted meats, 3 könnur______25c. Crisco, 3 könnur__ ___ ____$t,10 Kaupið Jam sem allra fyrst.— paS hækkar. MAMITOBA 8T0XE8 S Talifcaar: Oarry 8063 og 80C2 Astor Johnston frá Wynyard kcm til bæjarins á sunnudaginn. Hann var á heimleið vestan frá Argyle þar sem hann var að heimsækja systur sína og tengdabróður, Sigurjón Sig- mar og konu hans. Séra Rögnvaldur Pétursson Kom vestan frá Vatnabygðum á sunnudag- inn. Hefir fjölskylda hans d/a’ið þar í sumar og var hann að sækja hana. Halldór Jóhannesson og kona hans fóru norður til Gimli á laugardaginn til þess að heimsækja Guðir.und Fjtld- sted bróður hennar. Fundur var haldinn ; Tialdo llinni í vikunni sem leið til þess að ræða um sameiningarmálin. Ta'.ið er liklegt að sameiningin nái fram að ganga; en á hvaða grundvelli vita menr. ekki enn. Álítið er þó líklegt að norður- kirkjan verði seld og hinn sameinaði söfnuður flytji í Tjaidbúðina. R. S. Johnson frá Steep Rock var i bænum um helgina sem leið. Safnaðarfundur í únitara kirkjunni verður haldinn á fimtudagskveldið næstkomandi, kl. 8. Allir beðnir að fjölmenna. Carl Sigurðson frá Riverton, Man., kom til bæjarins í vikunni sem leið var á ferð vestur til Saskatchewan. Séra Jóhann Sólmundssbn frá Gimli var í bænum síðastliðna viku. Forseti kirkjufélagsins, séra B. B. Jónsson hefir tilkynt skrifara Heima- trúboðsnefndarinnar að í Skjaldborg messi cand. theol. S. A. Gíslason, þann 8. sept. n. k. Fólk safnaðarins er því vinsamlega beðið að fjölmenna við þessa messugjörð. Safnaðarnefndin. Herra ritstjóri.—Viltu gjöra svo vel og taka áritan sonar mins—2-Lt. A. G. Oddlafson, 8th London Regt. A. B. III. Stube 35, Offizier Kriegsgefangenen- lager, Mainz, Germany—í blaðið svo vinum hans gefist kostur á að skrifa honum, því öllum föngum er það ánægja mesta að fá bréf úr heimahög- um, því slíkra manna eru skemti- stundirnar smáar, og fáar. pinn ein- lægur. S. Oddlafson. Skemtistaðir “ ... WONDERLAND peir sem unun hafa af því að horfa á leynlögreglu sýningar ættu að sækja Wonderland þessa dagana. þar er einhver stórkostlegasta leynilög- reglusýning sem nokkru sinni hefir verið sýnd. Sumar slíkar sýningar eru ekki sem fínastar, en þessi er tal- in undantekning að því leyti. Aug- lýsingin frá Wonderland skýrir sig sjálf, hún ber það með sér að þar eru góðar sýningar um þetta leyti. Næstu viku verður þar ekki síður til vandað. pá verður sýnt þar “When a Man Sees Pearl” og “The Auction Block.” DOMINION ‘‘Hearts of the World” er leiksýn- ing sem þar fer fram núna í vikunni; er það þjóðræknis leikur sem mikið þykir til koma. par sést eitt hinna undraverðustu afkvæma mannsandans, segir maður sem ritar um þessa sýn- ingu í New York blaði. Sýningin er þannig að hún vekur alls konar til- finningar og hrærir hugskot þeirra sem á horfa til ’alvöru og gleði á víxl. Næstu viku verður ekki minna um að vera á Dominion: ‘“Bound in Morocco” heitir leiksýning sem þar fer fram. ORPHEUM par byrja nýjar leiksýningar á mánu daginn, 9 þ.m. Fara þar samtímis fram allskonar skrautdansar undir umsjón dansmeyjar sem ekkert annað hefir stundað frá barnæsku. “A Treat in Travesty” verður sýn- ing á Orpheum sem þess er verð að hún sé sótt. Er þar dregið naprasta liáð að öllu nútíðar félagslífi. petta ættu allir landar að sjá. Mac’s Theatre á Ellice og Sherbrook Str. Miðvikudag og fimtudag HARRY MOREY í sýningunni “BACHELORS CHILDREN” Föstudag og laugardag PAULINE FREDERICK I sýningunni “LA TOSCA” “‘A FIGHT FOR MILLIONS”, No. 3 og góður skopleikur Mánudag og þriðjudag, 9-10 ELSIE FERGUSON i sýnlngunni “THE LIFE” Opið 4.15 til 11.00 e.h., og kl 1 til 11 e.h. á laugardögum og helgidögum. WONDERLANrv THEATRE I 9 Miðvikudag og fimtudag Irene Castle I leiknum uSylvia of the Secret Service 7 kafli úr sýningunni THE HOUSE OF HATE. Föstudag og laugardag Ethel Clayton í leiknum ** Stolen Hours ” Týnd börn Kona sem T. H. Allan heitir héðan frá Winnipeg fór nýlega f kynnisför til Balmoral í Manitoba. Með henni var þriggja ára gömul dóttir hennar sem Mary hét. Litla stúlkan var úti með frænda sínum fjögra ára gömlum, Leonard að nafni og týndust þau bæði, höfðu ráfað eitthvað í burt og vilst. Loksins kom pilturinn, aðfram kominn af þreytu og hræðslu en gat ekkert sagt um stúlkuna. Sporhundar voru fengnir að leita hennar, en á mánu- dagskveldið hafði það engan árangur haft. Fólkið á heima að 1626 Ross avenue. í vikunni sem leið voru þrjú börn að leika sér saman skamt frá Higg- ins stræti rétt við ána; 6 ára gamall piltur, sem Mike Boychuk hét, var einn þeirra, og hvarf hann án þess að hin bömin vissu nokkuð hvað um hann varð. En á laugardaginn fanst hann í ánni; hafði dottið I hana og druknað. Börnunum sem með hon- um voru bar ekki saman, og á að rann- saka málið. SKÝRSLA. Dorcas félagið á Grund í Argyle bygð var stofnað fyrir tveimur árum síðan með ellefu meðlimum. Nú eru meðlimir 26. Aðaltilgangur félags- ins er að vinna að líknarstarfsemi, bæði innan safnaðar og utan, og hjálpa þeim sem bágstaddir eru, eftir megni, og yfir höfuð að tala að styðja góð fyrirtæki. En þó sérstaklega á meðan stríðið stendur yfir, að senda drengjum bygðarinnar sem komnir eru yfir hafið þá glaðningu sem hægt er. Inntektir Ársgjöld meðlima..............$ 43.00 Gjöf frá kvenfélagi Frelsissafn. 10.00 Gjöf frá Mrs. P. Sigtryggson .... 2.00 Gjöf frá ólöfu Sigurðson ........ 2.50 Gjöf frá J. A. Johnson ......... 10.00 Ágóði af samkomum og kaffi- sölum ...................... 379.00 Fyrir sölu á smávegis sem hefir gengið af kössunum .... 4.10 Ágóði af “autograph quilt .... .— 239.07 Ágóði af járnruslasölu ........ 262.00 Samtals ...................$951.67 útgjöld Band ...........................$147.81 Ýmislegt í kassana ............. 197.68 Postgjald á kassana.............. 58.62 íslenzku vikublöðin (23. árg.) 34.65 Kostnaður við samkomur.... .... 24.00 Gjafir til— Jakobs Johnson, Ninette..... 35.00 Jón Sigurðsonar félagsins .... 46.75 Red Cross..................... 20.00 Efni fyrir Red Cross sauma .... 29.98 Kostnaður við “autograph quilt” 21.77 Svartar slæður fyrir kirkjuna.... 3.00 Borgað E. Smith .................. 2.00 Sjóður í banka fyrir heim- komna hermenn................ 256.00 í sjóði ......................... 74.41 Samtals .......-..........$951.67 Sokka pör. Félagið hefir prjónað fyrir Jón Sigurðssonar félagið ......... 7.9 Félagið hefir gefið Jóns Sigurðs sonar félaginu ............ 12 Sokkar sendir í kössum til hermanna....................... H9 Tilbúnir sokkar, ósendir ........ 69 Alls hafa verið prjónuð ...... 279 Pör Vetlingar sendir I kössum...... 35 Vetlingar ósendir.................. 3 Prjónuð alls ................... 33 Hospítal föt búin til og gefin.... 23 “Surgical” skyrtur búnar til og gefnar.......................... 12 Saumað fyrir Red Cross í Glen- boro ......................... 25 Saumað fyrir þjóðræknisfélgið, Baldur.......................... 39 Saumað alls, stykki......... 99 Safnað fyrir Jóns Sigurðssonar fé!- agið: — 42 tylftir egg. 17 pund af smjöri. 1 gallón af skyri. Félagið hefir sent 115 kassa til hermanna. Hver kassi hefir að meðaltali kost- að $3.27 fyrir utan heimatilbúið brauð sem hefir verið látlð I þá. Félagið þakkar af alhug öllum þeim er að einhverju leyti hafa stutt það og styrkt Mrs. G. M. Davldasn, Skrifari. Hjónin sammála 15. ágúst birtist klausa í Heims- kringlu með fyrirsögninni “Rógburður Voraldar”. Á það að vera athuga- semd við örstutta grein i Voröld þar sem sagt er frá stofnun þriggja nýrra blaða í Winnipeg. Vér nefndum greinina “Umbrot í blaðaheiminum” og skýrðum síðan frá þeim áhrifum sem jafn stórt spor hlyti að hafa á blaða- heiminn. Ritstjórinn segir að greinin fjalli alls ekki um það efni sem fyrirsögnin bendi til. ■ Lestu betur, kunningi; sjáðu hverju spáð er um framtíð þessara þriggja blaða; fylgdu vel eftir starfi þeirra og má þá vera að þú sannfærist um að þau hafi valdið nokkrum umbrotum og ekki óskyldum þeim er um ræðir í greininni. Hún hneykslast á því hún Heims- kringla gamla að Voröld lítur horn- auga á þau mál sem gömlu blöðin fylgja undantekningarlaust, en ungu blöðin eru á móti. Man hann ólafur ekki eftir því sem porsteinn Erlings- son segir: “Fylgi hún þér einhuga’ hin aldraða sveit, þá ertu á vegi til grafar.” Sjaldan hafa sannari orð verið töl- uð en þessi; ;gömlu blöðin i landinu —flest að minsta kosti—fylgja nú sömu stefnu—afturhaldstefnunni og það sannar hann Heimskringlu ólafur ef hann lifir lengi að sú stefna er á vegi til grafar, en stefna nýju blað- anna verður eins og unglingurinn, sem gamla fólkinu þykir uppvöðslumikill, hún verður tímans herra. Um það er óþarft fyrir oss að deila við ólaf; vér vonum að okkur endist báðum aldur til þess að lifa þá tíð. Ekki þarf að bregða henni Heims- kringlu gömlu um það að hún sé ekki trygg bónda sínum, þótt hvorugs- kyns sé: hún tekur trúlega málstað hans en segir þó óvart að hann fylgi leigustefnunni; sé til uppboðs og sölu við hverjar kosningar. Eða svo skilst oss þar sem hún heldur þvi fram að vér höfum eggjað Vestur-ís- lendinga á að segja upp Lögbergi og Free Press • en einu blöðin sem vér eggjuðum landa vora á að segja upp voru leigustefnublöðin—undarlegt að sami strengurinn skuli vera snortinn I samvizku heggja hjónanna þegar tal- öll |að er um kaup og sölu við kosningar. Hann ólafur vandræðast yfir því að Voröld sé ekki nógu mikið blað fólksins. Látum fólkið sjálft dæma um það hvort nær sé hugsun þess stefna Voraldar eða Heimskringlu. Nýgifta frúin er langorð um það að bondi sinn hafi haft ágætt tækifæri til þess að græða áður en hún kyntist honum, á meðan frjálslyndi flokkur- inn hafi setið að völdum; þá hafi hann getað keypt stór svæði af heimilis- réttarlöndum fyrir einn dollar ekruna og selt það fyrir 6-8 dollara ekruna. pá hafi hann getað fengið stór svæði af stórskógum fyrir mjög litla borg- un, og stórvötnin hafi hann getað haft í sinni hendi til veiða fyrir $10 um árið og lægra. Auðvitað veit hóndi frúarinnar hvert þetta er satt, og er honum trú- andi til þess að leiðrétta það ef orð- um er aukið. Samkvæmt skoðun frúarinnar sjálfrar er henni ekki lá- andi þótt hún líti núverandi bónda sinn hýru auga; það er svo algengt að giftast fyrir auð í þessu hag- kvæmninnar landi. pað þyklr líka einkennilegt að Lögberg skuli þegja við þessum staðhæfingum sem 'ætti þó öllum öðrum betur að vita hvort þær eru sannar eða ekki. En svo er það nú reyndar virðingarvert að vilja ekki styggja konuna sína, jafnvel þót.t hún kynni að verða dálitið tungu- löng—bara það haldist. BRÉF FRA NATIONAL CITY Sandeigo, Cal., 23. ágúst, 1918. Dr. Sig. Júl. Jóhannesson, kæri herra,—Ég sendi þér nú nokkrar linur, ekki sem frétta grein heldur sem prí- vat bréf, en þyki þér einhver partur af því þess virði að setja í Voröld, þá banna ég það ekki, en aðal ástæðan fyrir mér með þessum línum er að ná sambandi við þig að einhverju leyti. Ég las fyrsta blað Voraldar á næstliðnum vetri í Blaine, Wash., en svo 1. maí n. 1. fór ég ferð til San- deigo, Califomia. Gjörði ég það vegna bilaðrar heilsu, ef ske kynni að bót væri fáanleg. Nú nýlega barst. mér fyrir sjónir eitt eintak af Vor- öld og kom hún austan frá Utah, svo kannað hefi hún ókunna stigu, en vel var hún hress og leit vel út eftir þessa löngu ferð, og þess vegna gat ég náð utanáskrift til þín, sem ég vona að sé rétt. Við hér erum útundan öllu því Is- lenzka nema ef við getum náð í ís- lenzkt blað sem við svo gleipum í okkur, og marg lesum svo þar til það er alt skráð gullnu letri á minnis- spjald þankans, sem svo geymir það hulið fyrir allra augum. pó min feili frægðin oft, flytja sögu er lýðir unna; hér er heilnæmt lífsins loft; Ijómar fögur morgun sunna. Frá Califoraíu likar mörgum að heyra fregnir, og er það eðlilegt, því fúrðu fáir íslendingar kynna sér þetta hérað; en hvað mun ég máttár- naumur mega þar standast við. Ég er að eins húinn að vera hér fjóra mánuði, og á þeim getur maður litlu lýst af því sem hér gerist. Sumar er alstaðar sumar, og er því engin und- arlega fögur eða merkileg sögn þó sagt sé fagurt sumar hér. Ég hefi verið mörg sumur í N. Dakóta, einnig í Argyle, Man, og suður I Utah og 6 sumur í Blaine, Wash., og hvergi hefir hitin verið eins léttur að sumrinu og hér, og þó heíir hann komist í 90 stig um nokkra daga hér við hafið; en blærinn er hér mest allan daginn af hafi og tekur hitann frá, en uppi i landinu er hitinn mikill—100 og 110 stig; varla lifandi fyrir óvana, ehda margt fólk frá heitu plássunum, svo sem Mexico, suður Ameríku, Indlandi, o. s. víðar Ég er búinn að kynnast landhúnað- inum að nokkru, og er hann marg- breytilegur ogól ikur því sem við venjumst eystra, því hér er alstaðar áveitu vatn, og er útbúnaður að þvi mjög mikill. Ég hefi talað við þá sem rækta hér alfalfa og hafa þeir slegið sjö sinnum um árið og var grasið aldrei styttra en 2 fet; slá vanalega eftir hverjar 6 vikur, en þetta er að eins þar sem áveituvatn er. pví hér er aldrei regn sem færir jörðinni næg- an vökva nema helzt seinni part vet- rar, og er það vist notað eftir mætti. September og október eru bezt til fallnir fyrir sáning, því þá fer nætur dögg að koma og heldur von um skúr, en þeir sem hafa áveitu vatnið sá í jörðina hvenær sem þeim hezt líkar. Aldini vara hér af mörgum tegundum Mest stundaðf óraníu epli, lemons, grapefruit, gráfíkjur, svo eru mestu feikn af berjum og ýmsu sem of langt væri að nafngreina, enn ekki vex hér blessað kaffið. Atvinna er hér margbreytileg, og víða vöntun á fólki, hvað helzt að land vinnu. Skipakvi er nú verið að byrja á hér og gefur það mikla vinnu, og vérði skipin smíðuð hér, eins og útlit er nú til að verði, verður mikil Vinna, og óefað er þetta bezti staður- inn fyrir verkalýðin, því hvergi er ákjósanlegri veðrátta, vetur og sumar, nótt og dag, og hvergi mun verða betri staður fyrir skip þau sem bygð eru úr steinsteypu en hér, því einlægt má fá nógan hita og þurk á steypuna. pað er í ráði að byggja hér þrjár teg- undir skipa—það er, úr steinsteypu, timbri og stáli. Skipakví þá sem verið er að byggja nú er um landa- mæri bæjanna, Sandeigo og National City, og er vonast eftir að nú sé að færast nær meira líf og gott útlit að National City byggist bráðlega meir; hann er enn ungur og strjálbygður, en héraðið fagurt. Mig l’urðar stórlega á því að íslend- ingar skuli ekki hafa sótt hingað að leita gæfunnar í þetta fagra land, að sama hlutfalli og til annara staða þessa lands. pað er eins og öllum ógni vegalengdin, eða áliti þetta ekki hvítra manna hæli. Komið á haust- in og dveljið hér vetrarlangt, þá mun- uð þið álíta að þið séuð flutt í annan heim, sem má líka til sanns færa í sumu tilefni. Hér er maður kominn vel á veg inn í hita beltið, og breyt- ingin hefir mikil áhrif á manninn. Hér er á sama breiddar stigi og syðst á Frakklandi. peir sem vilja stunda fiskiveiði geta það hér, enn það þarf nokkuð mikla peninga að byrja það. pað veiðist hér lúða og 3 tegundir af öðrum fiski sem ég hefi ekki þekt áður. Mestur er fiskurinn sóttur suður í Mexico sjó, og verða þeir sem fiska að horga toll af þeirri veiði, er flutt er norður hingað. Margt mætti upptelja sem manni finst aðdáanlegt. Eitt er með aldin- in. “Lemons” vaxa alt árið, og eru trén í sífeldu erviði; þegar þessi upp- skeran er full sprottin er önnur hálf- sprottin og þriðja að springa út, svo “lemons” er það arðmesta hér. ór- aníu epli vex að eins einu sinni, en tvær tegundir; önnur er fullsprottin í maí og júní, en hin í janúar og feb- rúar; álíka er með fleira. Útsýni er hér fagurt, og læt ég fylgja uppdrátt af lögun fjarðarins eða höfninni, og er plássið furðanlegt á að líta. i Ég vona að Voröld komi fljúgandi suður. Býst við að ég setjist hér að; vona að landar fjölgi hér. Með vinsemd og virðingu, Mag. Melsted. /--------------------'N Notaðarritvélartilsölu 1 REMINGTON NR. 10 1 L. C. SMITH NR. 2 pessar vélar eru alveg fullkomn- ar og smaa sem nýjar. THE OLIVER TYPEWRITER AGENCY 737 Somerset Block Winnipeg v_____________________y (---------------------s Halldor Methusalems Er eini Islendingur í Winnipeg sem selur Columbia hljómvél- ar og hljómplötur (records), hefur nú til sölu íslenska, Enska, Danska, Norska og Svenska söngva. Skrifið eftir verðlistum. Swan Mfg. Co. 676 Sargent Ave. Sími Sh. 971, Winnipeg. r OSKAD ER eftir tveimur fiskimönnum. Hæsta kaup borgað. Einnig er óskað eftir manni til að hirða gripi. Æskilegt væri að hann hefði þroskaðann ungling með sér. Báðum yrði borgað gott kaup. pað væri ekki frágangssök þó maðurinn væri giftur, þvi fjölskyldan gæti fengið ókeypis súsnæði og hita. Upplýsingar eru gefnar á skrifstofu Voralda,r. * ..... ....... BÚJÖRD TIL SÖLU 160 EKRUR í SASKATCHEWAN TIL SÖLU. pessi jörð liggur Z/2 mílur frá Turtleford. Mjög stutt til skóla, og eins pósthúss. Hérumbil enginn skógur á landinu, en nægur þar í nánd sem má fá leyfi til að nota endurgjaldlaust. Land þetta er mjög gott fyrir korn og griparækt. SANNGJARNT VERD. GÓDIR SKILMALAR Upplýsingar á skrifstofu Voraldar og hjá Thorleifi I. Hallgrimssyni Hecla, Man. j \ BÖRN 0G UNGLINGAR! SÓLÖLD er eina barna og unglinga blaðíð sem gefið er út á meðal Vestur íslendinga. SÓLÖLD verður skemtileg, gagnleg og fræðandi. SÓLÖLD verður með 3-5 myndum í hvert skifti. SÓLÖLD kemur út tvisvar í mánuði. SÓLÖLD vill verða vinur þinn. Vilt þú ei vingast við blaðið, sem er gefið út eingöngu fyrir þig. SÓLÖLD vill gjaman fá þig til að senda sér línu við og við. SÓLÖLD kostar að eins $1.00 nm árið- það borgar sig að gefa $1.00 fyrir Sólöld, 77LL ÚT MIDAKN f DAG SVO ))Ú PAIB NJB8TXJ SÓLÖLD.

x

Voröld

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Voröld
https://timarit.is/publication/221

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.