Voröld


Voröld - 22.10.1918, Síða 1

Voröld - 22.10.1918, Síða 1
Þórður Vigfússon Þórðarsson Hann er fæddur í Áskoti í Melasveit í Borgarfjarðarsýslu 31 ágúst; 1897. ölst hann þar upp með foreldrum sinum þangað til þau fluttu vestur um haí 1901; dvöldu þau um hríð í Winnipeg, en tóku siðan heimilisréttarland í Grunnavatnsbygð og var pórður heima hjá for- eldrum sinum alla tíð unz hann var kallaður í herinn 11. júní 1918, þá tvítugur að aldri, en 25. júlí lagði hann af stað til Englands. Foreldrar pórðar eru þau Vigfús, sonur pórðar óðalsbónda frá Leirá í Borgarfirði, sem var sannnefndur héraðshöfðingi um eitt skeið, og Kristín ólafsdóttir frá Sturlureykjum, systir Jóns kaupmanns ólafssonar að Leslie. pórður er efnilegur piltur og vel gefin eins og hann á kyn til í báðar ættir. TJtanáskrift hans er: Pte. Th. V. Thordarson 3347292 31st draft, lst O.B., Man. Reg. 18th Reserve Batt., care of Army P.O. London, England. Kaupið sigurSánsbréf hérna megin til þess að sigra hinu megin hafsins ’ VOLTAIC ELECTRIC INSOLES pægilegir og heilnæmir, varna kulda og kvefi; lækna gigtarþrautir, halda fótunum mátulega heitum, bæði sumar og vetur og örfa blóðrásina. Allir ættu að hafa þá. Verð fyrir beztu tegund 50 cent parið Skýrið frá því hvaða stærð þér þurfið. PEOPLE’S SPECIALTIES CO., LTD. P.O. Box 1836 Uept. 23 Winnipeg 1. ÁRGANGUR NÚMER 37. HEY! HEY! Sendið heyið ykkar til íslenzku hey- kaupmannanna, og fáið hæðsta verð, einnig fljóta afgreiðslu. Peningar lán- aðir á “kör“ send beint til okkar. Vér ábyrgjumst að gera yður á- nægða. THE NORTHERN HAY CO. 408 Chambers of Commerce Talsími G. 2209. Nætur talsími S. 3247 Winnipeg, - Man. ✓ WINNIPEG, MANITO±5A, 22. OKTÓBER, 1918. ^■^^■n-mmt-ii-mmm-omm-u-m^-ii'mam-omms- Guðni Bjarni Jónsson Sæsíminn bilaði alvarlega 15. ágúst en var kominn í samt ]ag aftur 29. ágúst. Verð á Canadiska dollarnum er nú ekki nema 3.20 kr. eða var 29. ágúst. Vantraustsyfirlýsing var borin fram í sameinuðu þingi 8. september gegn atvinnumálaráðherranum Sigurði Jóns- syni og áskorun um að hann segði taf- arlaust af sér embætti. Tillöguna bar fram séra Sigurður Stefánsson; en Halldór Steinsson, læknir, studdi. Séra Sigurður Stefánsson bar einnig upp samskonar tillögu gegn Sigurði Egg- erz fjármálaráðherra. Ribsber hafa vaxið ágæ|]ega í Reykjavík í sumar. pað hefði þót:. fyrirsögn í gamla daga. Flyðra veiddist á bát frá Reykjavík nýlega sem vóg skippuníd (160 kg.). Árið 1904 veiddist flyðra I Flatey svo jetór að höfuðið af henni vóg 110 pund. j Eggert ólafsson getur um flyðru í j ferðabók sinni 9 feta langa og 5% feta ! breiða. Hann var sonur þeirra hjóna Jóns Guðmundssonar og Steinunnar Magnúsdóttur, konu hans, sem búa í Hnausabýgð í Nýja íslandi. Var hann fæddur þar og ólst upp hjá foreldrum sínum. Guðni eál. gekk i 223 herdeildina 13. marz, 1916, og var við æfingar í þeirri deild þangað ttl hann lagði af stað frá Winnipeg 22 apríl 1917. Eftir tæpra tveggja mánaða dvöl á Englandi veiktist hann af liðagigt og lá hann þar á sjúkrahúsi í 5 vikur. Áður en hann kom þaðan út aftur var deild hans skift og nokkuð af henni sent til Frakklands; varð hann því viðskila við félaga sína. Hann var við heræfingar á Englandl þangað til í november, 1917, þá var hann sendur til Frakklands með 78. herdeildinni. í þeirri deild var liann eftir það og oftast í skot- gröfunum í næstu 10 mánuði. pá særðist hann og dó af sárum nokkru síðar. Guðni sál. var góður sonur foreldra sinna; og ástríkur bróðir syst- kina sinna, var vonin og tilhlökkunin sæl að fá að sjá hann aftur, og þá bjargföstu trú hafði hann að hann ætti afturkvæmt til foreldra. húsanna. En vonbrigðin urðu sár þegar sorgarfréttin barst um frá fall hans. Hann var 26 ára þegar hann lézt; hinn mannvænlegasti maður og drengur hinn bezti; þrekmikill og kappsamur við skyldu- störf sín öll. Hann tók mikinn þátt í félagsmálum og er þvi sárt saknað af mörgum í bygðinni. Auk hinna saknandi foreldra syrgja liann einnig 5 systkini, 3 bræður og 2 systur. Bæði foreldrarnir og systkinin biðja blöðin að flytja séra Jóhanni Bjarnasyni þakklæti fyrir hina ágætu minningar- ræðu sem hann flutti í Hnausa kirkju 6 október. Sömuleiðis þakka þau öllum þeim er með bréfum og sendingum vörpuðu ljósi á leiðir hans í fjarlægðinni. Hans Ellefsen, útgerðamaður aðist i Ncregi 6. ágúst. and- Allur síldarafli á íslandi í surnar \oru aðeins 55,000 tunnur. Garðar Gíslason hefir geftð 3,000 kr. í Radiumsjóð. pinginu var slitið 10. aoph'moer eftir 9 daga starfa. pað er itvzta þing í sögu landsins. Bjöm Kristjánsson hefir sagt af sér bankastjórastöðunni. Vantraustsyfirlýsingarnar gegn ráð- herrunum voru drepnar ineð rök- studdri dagskrá frá Guðmundi Björns- syni, sem samþykt var með 20 aikv. gegn 12. ISLANDS FRETTIR Eftir því sem Vísir segir er mikið gert að því á íslandi að safna sölvum til matardrýginda eins og gert var í fyrri daga. Verið er að undirbúa stofnun á hæli fyrir berklaveikt fólk á Akureyri. Mun vera hugmyndin að koma á þesskonar stofnun í öllum helztu stöðum lands- lns. 24. ágúst var haldið hátíðlegt hund- rag ára afmæli landsbókasafnsins I Reykjavík. Jón Jakobsson, yfirbóka- vörður flutti þá langa ræðu í tveimur köflum, en sungin voru minningarljóð eftir porstein Gíslason, ritstjóra er birtast í næsta blaði. Landsverzlunin er að setja upp þrjú útibú; á Akureyri, ísafirði, og Seyðis- firði. ' Sigurður I. heitir skip sem nýlega er farið að ganga milli Reykjavíkur og Borgarness. Bruni mikill varð á fsafirði 2. sept- ember, kviknaði í húsi ElígSar Pálsson ar Cg Jóns Edwalds kaupmanna; það var afarstprt hús og í þvi bæði íbúðir, verzlanir og vinnustofur. Húsið brann til kaldra kola á hálfri klukkustund. í húsinu bjó Guðmundur Jónssota, gjald- keri landsbankans; át(i hann þar mik- ið bókasafn og vandað sem hann misti alt. Hann var einnig gjaldkeri bæj- arins og brunnu þar bæjar bækurnar. Nokkrir slösuðust við.el(linn: Jóhann- es Jensson fótbrotnaði, Helgi Eiriks- son brendist á höndum og fleiri slys urðu. Tvö önnur hús Irunnu einnig til stórra muna. “Útilega” heitir ný bók sem gefin er út heima. Er hún um það hvern- ig menn skuli búa sig í ferðir og haga ferðum sínum; gagnleg bók og góð. Félagið “Framtíðin” á Seyðisfirði hefir gefið 1,000 kr. í radíum sjóðinn til minningar um Jón Jónsson frá Múla. peir bræður Andrés og Sigurður Fjeldsted frá Hvítárvöllum hafa gefið Náttúrugripasafninu í Reykjavík út- sel sem þeir veiddu. Jón Helgason biskup hefir verið í yfirreiðarferð um Vestur Skaptafells- sýslu, Suður Skaptafellssýslu og Suð- ur Múlasýslu í sumar. Með honum var Hálfdán sonur hans guðfræöis- neml. Jón Sigmundsson sem heim fór til ís lands með Sveini Oddsyni, virðist ætla að vinna landinu gagn og gróða. Hann er nú hættur að stýra bifreiðum og hefir sett up verkstofu þar sem hjirui gerir við bifreiðar. Segir Vísir að hann hafi mikið að gera. Hann hefir og byrjað á því að setja saman drátt- plóga og kenna notkun þeirra; er það fyrsta skifti sem þeir hafa verið not- aðir á Islandi og reynast ágætlega vel. Vísir flytur alllanga grein um þetta og um starf Jóns, 29. ágúst. Maður sem porbergur Jónsson hét hvarf úr báti af Akureyrarpolli 5. ágúst. Fanst bátur hans með segl- um uppi en mannlaus; haldið er að hann hafi drulcknað, og er sagt að hann hafi ekki verið hraustur á geðs. munum. Reykjavík hefir bygt 1,200 liesta hlöðu austan við skólavörðr. hultið hjá hinni svokölluðu Hringbraut. pessa þingvísu f.v.ur Vísir: Sjálfstæðis þeir si\ngu vers, svo að þaut í grönum: að því loknu langs og þvers lágu þeir fyrir D"num. Allir greiddu atkvæði með sambands- laga frumvarpinu í efri deild Alþingis, nema Magnús Torfason, hann var á móti og B. Sveinsson I neðri deild. Einar Helgason heíir skrifað leið- arvísi um geymslu garðávaxta. Aflstöð er verið að undirbúa við Elliðaaámar sem áætlað er að kostl alls og alls 1,767,400.00 kr. Áætlunin birtist í næsta blaði. 85 fjölskyldur voru liúsnæðis’ausai í Reykjavík I byrjun septembei. Steingrímur Matthíassou, læknir, var skorinn upp Við bot ilangabf igu 10. september af Guðmundi lækni Magn- ússyni. Rafmagnstöðvar eru nú koumai víða í Reykjavík. Skyrsla um störf landssímans árið 1917 er nýkomin út. Samkvæn.t lienni voru tekjur símans yfir áiið 496,362.65 kr„ cn gjöld 213,880.88 kr ; tekju afgangur því 282,472.77 kr.; kemur það ekki vel heim við reikn- ing, þeirra sem sögðu að landráða- maðurinn Hannes Hafstein hefði með símanum lagt grundvöllinn að gjald- þroti Islands. Loftskeytastöðin er nú tekin til starfa á íslandi og reynist allvel; eru fluttar fréttir frá henni í blöðunum daglega. Raflýsing er nú komin á ■■ ið Reykjavíkur höfn. Sigurður Sigurðsson Eirdtssonar (regluboða) varð fyrir byssvskoti ný- iega og beið bana af. Hann var hinn efnilegasti maður og mannvæn- legasti. Seladauði hefir átt sér stað við strendur íslands í sumav; er talið að einhver óþekt pest og óvenjuleg hafi komið upp sem sýki selinn og deyði. (Pessar fréttir oru eftir Vísi). ALMENNAR FRETTIR. .Stórkostlegur eldur kom upp í Win- nipeg á fimtudaginn; kviknaði frá öskuhaug við verksmiðju manns er Gray heitir og býr til vagna, og brann verkstæðið til kaldra kola. Skaðinn er metinn á $408,000. Walter Scott, fyrverandi forsætis- ráðherra í Saskatchewan var á ferð í Winnipeg í vikunni sem leið. Hann er gamall blaðamaður og var það starf hans áður en hann byrjaði stjórnmál. Hann varð að segja af sér fyrir sakir heilsulasleika fyrir tveimur árum, en hefir nú fengið all góða heilsu aftur. Hann kveðst ekki hugsa sér að hefja stjórnmálastarf á ný heldur taka til aftur við blaðamensku. Sumir halda þó að hann muni tæplega komast und- an því að taka þátt í stjórnmálum; jafnvel er því fleygt að hann muni verða einn aðalmaðurinn í endurreisn frjálslynda flokksins undir stjórn Sir Wilfrid Laurier’s. “Hello, mamma!” sagði sjötíu og sex ára gömul dóttir við móður sína nýlega. Hún heitir Margrét Mac- Lean og á heima í bænum Sidney I Nýja Skotlandi; móðir hennar er 101 árs að aldri og á heima í Boston. Dótturin gekk 15 mílur til þess að heimsækja móður sína. í september voru 30 verkföll í Can- ada; í þeim tóku þátt 7,511 manns og töpuðust við það 103,233 dagsverk frá Samkvæmt nýjustu skýrslum hafa Bretar mist 1,000,000 mannslíf í sam- bandi við stríðið síðan það hófst. Dr. Reid, járnbrautaráðherra í Can- ada lýsti því yfir hér nýlega að stjörn- in ætlaði að fara að dæmi C.P.R. fél- agsins og láta smiða gufuskip I sam- banoi við járnbrautir sínar bæði á Atlantshafið og Kyrrahafið. Ungverjaland heiir lýst því yfir að það sé hér eftir sjálfstætt ríki. Fylkisstjórinn f Quebec sem Sir Ev- ariste Leblanc hét, andaðist á föstu- daginn var, 64 ára gamall. T. C. Norris, forsætisráðherra, Thos. H. Johnson, dómsmálastjóri og Val- entine Winkler, búnaðarráðherra, komu frá Regina á fimtudaginn. peir voru þar í nokkra daga á ráðstefnu með öðrum mönnum frá hinum vestur- fylkjunum að ræða um innflutninga mál og meðferð landa. Jafnaðarmannablað f Vancouver sem Western Clarion heitir hefir verið bannfært af stjórninni og er hætt að koma út. Jafnaðarmenn í Austurríki gefa út blað sem heitir Arbeiter Zeitung (Verkamannatíðindi) 16. þ. m. farast ritstjóra þess orð á þessa leið: “Lá- varðarnir og aðalstéttirnar kváðu upp stríðið en 'fólkið mun kveða það niður; fólkið mun semja friðinn.” petta segir blaðið í sambandi við frið- arboð pjóðverja og svar bandamanna. “pegar Berchtold greifi, Tisza greifi og von Hoetzendorf greifi ákváðu að ráðast á Serbíu,” segir blaðið enn fremur, “þá hefir þeim ekki komið það til hugar að þeir væru að leiða hina fornu Habobcrgar ætt fyrir ætternis- stapa.” Nýlega hefir komið skipun frá Evrópu þess efnis að *allir herforingj- ar sem hér séu vígfærir í Canada skuli fara tafarlaust austur um haf í stríð- ið. $350,000 virði veiddist af hvítfiski í Winnipeg vatni I sumar. Réttið hjálpar hönd. Styrkið sigur lánið! Blöðin skýra frá því á fimtudaginn að þýzkir fangar haldi því fram að vopnahlé hafi þegar verið samið. pað sem hér fer á eftir er haft eftir þeim: “Allar ráðstafanir hafa þegar verið gerðar fyrir vopnahlé. pannig er ákveðið að pjóðverjar skuli draga her sinn til baka um 20 kilometra en bandamenn sinn her 10 kilometra, þannig á að vera 30 kilometra svæði milli hersveitanna; þannig á það að vera þangað til friður er saminn að fullu.” Allir pýzkir fangar að und- anförnu hafa verið glaðir og kátir; lýsa þeir ánægju sinni yfir þvi að hætta að berjast. Kváðust þeir alls ekki fyrirverða sig fyrir það að pýzkaland hefði orðið að óska vopna- hdlés og allir voru þeir stoltir af keisaranum. peir komast þannig að orði: “pýzkaland er enn ósigrað, og mesta land í öllum skilningi, sér- staklega þó að því er snertir menn- ingu og lærdóm. Sönnun fyrir þvi er sú að pýzkaland hefir nú verið vilj- ugt að bjóða vopnahlé til þess að frelsa heiminn frá frekara blóðbaði. pað hefir oft talað um frið síðan þetta strlð hófst.” Eins hlægilegt og þetta virðist vera, tala þeir um það með alvöru og ígrund- un sem eru nógu skynsamir til þess að hugsa nokkuð um það á annað borð. (pýtt úr Telegram , 9 bls. 17. okt.) Meþódista kirkjuþingið hafði til um- ræðu að leyfa konum prestsembætti; var rætt um það lengi af allmiklum hita og síðast samþykt að fresta mál- inu í fjögur ár. Einkennilegt var það að Dr. Bland, sem þykist. vera fram- sóknar- og umbótamaður gerði frest- unartillöguna; er það honum stór van- vlrða frá voru sjónarmiði. Réttið hjálpar hönd. Styrkið sigur lánið! Sporvagnafélagið fer fram á að hækka fargjald til þess að mæta aukn- um útgjöldum. Sé gróði félagsins ekki meiri en svo og hafi ekki verið t. d. í síðastliðin 5—10 ár að því sé hægt að mæta útgjöldum án þessara úr- ræða, þá eru þau sanngjörn. En fél- agið ætti fyrst að sýna almenningi greinilega skýrslu um tekjur sinar og gjöld um nokkur ár að undanförnu. pá en ekki fyr er hægt að dæma um sannglrnlna. 225 fjölskyldur í Winnipeg lifa á styrk úr bæjarsjóði vcgna fátæktar, samkvæmt síðustu skyrslum. W. Garland Foster, herforingi sem um eitt skeið var ritstjóri blaðsins Daily News í Nelson, B.C., er sagður fallinn í striðinu. Fjórar konur voru kosnar 1 neðrl deild þingsins í Danmörku nýlega og fimm 1 efri deildina. Átta daga gamalt barn fanst inni í tal- símastöðlnni í Eatons búðinni á föstu- daginn. Ein kona eða stúlka vel- klædd hafði sést fara lnn í stöðina með barnið; hefir það að líkindum verið móðir þess, en hún hefir hvergi. fundist síðan. Farið var með barniði á heimilið í Tuxedo. Maður sem hét Charles Grozat Con- verse andaðist í New Jersey á laugar- daginn, háaldraður. pessi maður var flestum fjölhæfari; hann var lögmað- ur, upptyndingamaður, ljóðskáld og tðnskáld. Kunnastur er hann sem höfundur sálmsins: “ó þá náð að eiga Jesúm,” er Matth. Jochumson hefir þýtt. Jóhann S. Austmann sem verið hefir herfangi á pýzkalandi um langan tima er nú kominn til Hollands. Alþýðuskólinn í Gladstone í Mani- toba brann til kaldra kola 8. þ.m., og er skaðinn metinn á $18,000. SORGIR. Kona sem Ellen Neilson hét og heima átti að Juniper avenue I Toron- to, hafði vakað svo að segja nótt og dag yfir manni sínum er lá veikur í lungnabólgu. Á miðvikudaginn var kom kona þar inn í eldhúsið og sá þá sorgarsjón að húsmóðirin og tvö börn hennar lágu þar öll örend. Hafði konan auðsjáanlega orðið skyndilega brjá’uð af vökum og þreytu. Hún hafði farið með vatnsbala inn I eld- húsið, helt í hann talsverðu af vatni, tekið tvö börnin er þau hjón áttu, látið höfuðin á þeim ofan í vatnið og haldið þeim þar þangað til þau voru örend, farið síðan með höfuðið ofan í vatnið sjálf og haldið því þar þangað til hún var dáin. Börnin voru eins og tveggja ára gömul. Maðurinn sem lá veikur I húsinu var leyndur þessu og fluttur tafarlaust á sjúkrahúsið. SPARIÐ SVO ÞÉR GETIÐ LÁNAÐ

x

Voröld

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Voröld
https://timarit.is/publication/221

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.