Voröld - 22.10.1918, Page 2
t
VORÖLD
Winnipeg 22. október, 1918.
Helena Keller
(Framhald)
Hálfum mánuði síðar, 5. april s. á.,
skrifar Miss Sullivan sömu konu:
.. .. “f dag hefir Helena stigið
stórt framfaraspor. Henni hefir sem
sé skilst, að allir hlutir eiga r.ór
heiti — og að fingramálið er lykiUinn
að öllu því, er hana langar til að fá
að vita.”
Daginn eftir bætir hún við:
“f morgun, þegar Helena litla fór
á fætur, skein gleðin út úr henni. Hún
hvarflaði frá einu til annars og spurði
mig um nafn á öllu, og kysti mig af
einskærri ánægju. í gærkveld þegar
ég kom upp í rúmið til hennar, kom
hún sjálfkrafa í faðm mér og kysti
mig í fyrsta sinn, og ég get ekki með
orðum lýst gleði minni.”
Löngu áður var Miss Sullivan farin
að stafa bæði ’einstök orð og heilar
setningar í lófa Helenu litlu, og þó
hún skildi fæst af þvl, festist henni
samt mikið í minni, á sama hátt og
páfagaukur, sem getur lært langar
setningar, þó hann skilji ekkert í
þeim.
Nú var skilningurinn vaknaður
hjá Helenu — eða eins og hún sjálf
segir: “sálin var vöknuð og leyst úr
læðingi,” og því fór nú Miss Sullivan
fyrir alvöru að hugsa um, hvaða kens-
luaðferð hún ætti að viðhafa. Hún
hafði varið næstum hálfu ári til að
búa sig undir að kenna Helenu litlu,
og lesið þá það, sem hún gat náð í, um
henslu blindra, daufdumbra og talsvert
af sálarfræði. það var nú auðvitað
gott og blessað, en þegar til átti að
taka, gat Miss Sullivan efeiki notað
þá kunnáttu beinlínis til að sjóða sam-
an kensluaðferð, er hentaði Helenu
litlu. En þá komu hennar góðu gáf-
ur henni að haldi, og nú er enginn,
sem fær e? um að leggja dóm á slíkt,
íneinum vafa um það, að kensluaðferð-
in,- sem Miss Sullivan tók upp og
framfylgdi með óbifanlegri elju — er
ekki aðeins góð, heldur og eina að-
ferðin, sem hefði getað gert Helenu
Keller það, sem hún r)ú er orðin.
Aðferðin sýnist í fljótu bragði vera
ofur einföld og eðlileg. Hér er
kafli úr bréfi frá Miss Sullivan til
sömu vinkonu og áður, ritað 10. april
1887, þar sem hún gerir grein fyrir,
hvernig hún ætli að fara að.
.... “Ég hefi ásett mér, að láta
Helenu litlu ekki hafa nina fastá-
kveðna tíma fyrst um sinn.... Ég ætla
að fara að öllu leyti með hana eins
og tveggja ára gamalt barn.......Ég
hef spurt sjálfa mig: Hvernig lærir
ófatlað bam að tala ? pví er auðsvar-
að: Með því að herma eftir. Barn-
inu er meðfæddur hæfileiki til að
læra, og það lærir af sjálfu sér, ef það
einungis verður fyrir þeim áhrifum.
er með þarf. pað sér aðra gera hitt
og þetta, og reynir að gera eins
pað heyrir aðra tala—og reynir sjálft
að tala. En löngu áður en bamið sjálft
getur talað fyrsta orðið skilur það
flest, sem við það er sagt.”
Svo segir hún frá því að hún ásetti
sér að gefa gætur að yngri systur
Helenu, sem þá var ársgömul, og va-
ekki farin að tala neitt, en skildi
mætavel flest af því, sam sagt var við
hana.
pessar athugasemdir styrktu hana 1
fyrirætlun hennar, að fara með Hel-
enu eins og ófatlað barn, að svo
miklu leyti sem það væri unt.
“Ég ætla,” skrifaði hún síðar, “að
tala i lófan á Helenu eins og við töl-
um í eyrun á bömum sem heyra. Ég
ætla að ganga út frá þvi, að hún geti
lært og líkt eftir eins og ófötluð böm.
Og því ætla ég að tala við hana í
heilum setningum, og sé það óhjá-
kvæmilegt, þá að gera henni meining-
una skiljanlega með bendingum, eða
með táknum þeim, er hún sjálf hefir
búið til. Ég ætla ekki að einskorða
hugsun hennar vijS neitt einstakt, en
ég ætla að gera alt, sem í mínu valdi
stendur, til að gleðja hana og örfa—
•og bíða svo átekta.”
Miss Sullivan gekk brátt úr skugga
•um, að þeSsi aðferð, er hún hafði kos-
ið bar hinn bezta árangur; og 24.
apríl s. á. skrifar hún:
“Nýja aðferðin mín reyndist aðdá-
anlega vel. Helena veit nú merkingu
f meir en hundrað orðum, og lærir
daglega fjölda orða án þess að hafa
minstu hugmynd um, að hún í raun-
inni leysir afarmikið erfíði af hendi.
Hún læjir öldungis ósjálfrátt — af því
hún getur ekki annað — alveg eins og
fuglsunginn lærir að fljúga.
Enginn má þó ætla að hún sé farin
' ag tala samanhangandi; eins og hve'rt
smábam notar hún einstök orð 1
staðinn fyrir heilar setningar. Mjólk
og bending þýðir: “Gef mér meiri
mjólk,” Mamma og spyrjandi augna-
ráð þýðir: "Hvar er mamma?” o. s.
frv. En þegar ég stafa í lófan á henni:
“Réttu mér brauð,” þá réttir hún mer
það. Eða ef ég segi: “Fáðu hattinn
þinn, við skulum fara út að ganga,” þá
gegnir hún undireins. Tvö ein orðin:
•“hattur” og “ganga” mundu geta gert
henni þetta skiljanlegt, en þegar öll
setningin er endurtekin í lófa hennar
mörgum sinnum á dag, hlýtur hún
smámsaman að mótasc á heilann, og
einhverntíma kemur svo að i því, að
Helena notar alla setninguna sjálf-
krafa.”
Nokkra seinna skrifar Miss Sulli-
“Pað er ekki laust við, að ég sé
farin að fá óbeit á öllum fastákveðn-
um uppeldiareglum. Mér virðist þær
flestar gera ráð fyrir, að börnin séu
nokkurskonar aulabárðar, sem aðrir
endilega verði að aenna listina þá, að
hugsa. En sé börnunum lofað að
eiga sig, þá hugsa þau margfalt meira
en ella, þó minna beri á því í fljótu
bragði.... Helena litla er nú að læra
lýsingarorð og atviksorð, og gengur
það alveg eins vel og með nafnorðin.
—Og hugmyndin er altaf undanfari
orðsins.”
pegar hér var komið, hafði Helena
litla þó aðeins lært þau nafnorð, er
voru heitKá hlutum, sem hún gat
þreifað á, og þau ein lýsingarorð, er
táknuðu einhvern eiginleika við þessa
hluti, sem hún gat fundið, t. d. heitur,
kaldur, stór, lítill, hnöttóttur o. s. frv.
Alt þetta gat hún fundið, með því að
þreifa á hlutunum, og margar af þess-
um hugmyndum þekti hún, áður en
Miss Sullivan kom, og hafði búið sér
til tákn fyrir þær. En jafnóðum og
hún lærði orðin, tók hún þau upp í
stað táknanna.
Ennþá hafði Helena litla ekki lært
að þekkja neina hlutlausa hugmynd.
Allur hugarheimur hennar^ var tak-
markaður við áþreifanlega hluti.
“Margir fræðimenn óg heimspeking-
ar hafa spurt mig um,” segir Helena
Keller löngu seinná, “hvernig í ósköp-
unum ég hafi farið að, að geta nokk-
um tíma skynjað hlutlausa hugmynd.”
En það kom ósjálfrátt.
Helena segir sjálf frá því í æfisögu
sinni, hvernig fyrsta hlutlausa hug-
myndin vaknaði í vitund hennar, og
frásögnin um það færir hinar æski-
legustu sönnur á það, að börnum er
meðfæddur sá eiginleiki að hugsa,
eins og Miss Sullivan hafði haldið
fram, þegar hún sagðif að börnunum
væri jafn eiginlegt að komast upp á
að hugsa, eins og fuglunum að kom-
ast upp á fljúga.
“Aldrei gleymi ég morgninum þeim,
þegar ég í fýrsta sinn spurði, hvað
væri meint með orðinu “elska,” segir
Helena. “Ég var þá ekki búin að
læra nema fremur fá orð. Ég hafði
fundið fyrstu vorfjólurnar í garðinum
okkar,og tíndi þær og færði MisS Sulli-
van. Hún ætlaði að kyssa mig, fyrir
blómin, en um það leyti var mér ekki
um að neinn kysti mig, nema mamma
mín. Miss Sullivan lagði þá hand-
legginn blíðlega utan um mig og staf-
aði í lófa minn: “Ég elska Helenu.”
Hvað er “elska?” spurði ég.
Hún dró mig nær sér og svaraði:
“Elska býr hér,” og benti á hjartað
I mér. Og þá tók ég í fyrsta sinni
eftir því, að hjartað í mér sló. Ég
gat með engu móti skilið í, hvað hún
ætti við, því þá skildi ég og skynjaði
ekkert nema það eitt, sem ég gat
þreifað á.
Ég fann ilminn af fjólunum, sem
hún hélt á í hendinni, og spurði, sum-
part með orðum, sumpart með bend-
ingum:
Er ‘elska’ sama sem ilmur blóm-
anna?’
‘Nei,’ svaraði Miss Sullivan.
Aftur reyndi ég að hugsa. Sólin
skein á okkur.
Er þetta 'elska?’ spurði ég, og benti
í áttina, sem sólarhitinn kom úr. Er
ekki þetta ‘elska?’
Mér fanst ómögulegt, að neitt gæti
verið fegurra til en blesjsuð sólin,
sem lífgar alt með ylgeislum sínum.
En Miss Sullivan hristi höfuðið, og ég
skildi ekkert í þessu. Ég var í stand-
andi vandræðum. Mér fanst það und-
arlegt, að Miss Sullivan skyldi ekki
geta sýnt mér elskuna.
Einum eða tveim dögum seinna var
ég að draga misstórar perlur á þráð—
tvær stórar perlur, þrjár litlar—upp
aftur og aftur. Mér hafði skjátlast
hvað eftir annað, Miss Sullivan hafði
hvað eftir annað leiðrétt hjá mér með
báðu og þolinmæði. Loks tók ég
eftir greinilegri villu í röðinni hjá
mér, og eitt augnablik beindi ég nú
allri athygli minni að starfi mínu, og
reyndi af öllu megni að hugsa um,
hverfiig ég hefði átt að raða perlunum.
Miss Sullivan tók þá á enni mér og
stafaði í lófa mér með mikilli áherzlu:
‘Hugsa’ (Thinlt).
í sömu andránni vissi ég, að þetta
orð, ‘hugsa,’ var heiti þess verknaðar,
sem fór fram í höfði mínu. Og þetta
var mín fyrsta vitandi skynjan hlut-
lausrar hugmyndar, (my first consci-
ous perception of an abstract idea).
Langa lengi sat ég sem steini lost-
in. Ég var ekki lengur að hugsa um
perlumar í kjöltu minni, ég var að
fínna skýringu á “elsku,” 1 Ijósi þess-
írar nýju vitundar. Sólin hafði ver-
ið hulin skýjum allan daginn, og smá-
skúrir með köflum, en alt í einu glaðn-
aði nú til, sólin skein í suðrænni
geisladýrð.
Og aftur spurði ég Miss Sullivan:
“Er ekki þetta “elska?”
“ ‘Elska' er nokkuð, sem er áþekt
Skjunum, sem huldu himininn, áður en
sólskinið kom,” syaraði hún. Og svo
útskýrði hún þetta fyrir mér með ein-
faldari orðum en hinum, sem ég þá
ekki gat skilið, og sagði:
“Pú veizt, að þú getur eklci þreifað
á skýjunum, en þú finnur rigninguna,
sem úr þeim kemur, og þú veizt, hve
blómunum og þyrstri jörðinni þykir
vænt um rigningtína, eftir hitann á
daginn. pú getur heldur ekki þreifað
á ‘elskunni,’ en þú finnur yndi það,
sem hún gefur öllum hlutum. Án
elsku gætir þú ekki verið glöð eða
baft gaman af að leika þér.”
Og í einu vetfangi skynjaði ég nú
hinn óviðjafnanlega sannleik. — Mér
varð það Ijóst, að ósýnilcgir þræðir
tengdu anda minn við anda annarra
manna.”
Ekki leið nú á löngu, áður en Hei-
ena litla byrjaði að iæra að lesa.
Miss Sullivan notaði upphæakað letur
ur punktum einum — hver bókstafur
Z—6 punktar, ýmislega niðurraðað.
Petta letur er kallað Braille-letur, eftir
manni þeim, er fyrstur fann það upp,
en það var blindur kennari í Paris,
Braille að naTni.
Helena fékk orðin, sem hún átti að
læra að þekkja og lesa, 4 ofurlitlum
pappaspjöldum, og í fyrstu voru það
kalt. Viltu gefa henni kápuna þína?”
Helena litla fór strax að tosa sér úr
kápunni og sagði: “Ég verð að gefa
litlu, fátæku, ókunnugu stúlkunni
hana.”
Henni þykir ógn vænt um börn, sem
eru minni en hún sjálf, og móðureðli
hennar vaknar samstundis og hún, fær
að snerta á smábörnum. Hún fer eins
varlega með ungbörn og bezta barn-
fóstra. Og það er garnan að sjá, hvað
hún er hugsunarsöm um þau, og ávalt
reiðubúin til að gegna öllum keipum |
þeirra.
Hún er ákaflega félagslynd, og þyk-
ir hin mesta skemtun að vera með
þeim, sem geta fylgst með og skilið
hinar eldfljótu fingrahreyfingar henn-
Vér kennum
Pitmann og Gregg
hraðritun
SUCCESS
Vér höfum
28 æfða
kennara.
BUSINESS COLLEGE
A HORNINU A PORTAGE OG EDMONTON
WINNIPEG, - MANITOBA
aðeins heiti á hlutum I herberginu, t. |ar; en sé hún einsömul, getur hún |jgj
d. stóll, brúða, skápur o. s. irv. Pegar J skemt sér tímum saman við að prjóna j||
Og þegar hún er
með bók, Htur hún ekki upp úr henni,
en sökkvir sér alveg niður I lesturinn.
hún var búin að læra stafina i orðinu, æða sauma.
og komin í skpning um, við hvað það Hún les mikið.
átti, fann hún þann hlut í herberg-
inu, klipti orðið af pappírsspjaldinu og |
nældi það I hlutinn. ' SmámsamanlUm leið og vísifingurinn á vinstri
lærði hún svo að búa til setningar úr i hendi hleypur eftir línunni, stafar hún
einstökum orðum, og þá fór hún eins ,orðin hvert fyrir sig með hægri hendi;
að, og stundum var öllum iauslegum ' en oft ber hún svo hraðan á, að ó-
hlutum í herberginu raðað niðurt í mögulegt er að skilja, jafnvel ekki fyr-
setningar. Hafði hún hið mesta gam- ] ir þá, sem vanir eru við að lesa allar
TÆKIFÆRI.
Mikil þörf er á góðu fólki út-
skrifaðu frá Success. Hundruð
af bókhöldurum, hraðriturum,
skrifuram og skrifstofuþjónum
vantar einmitt nú sem allra fyrst
Byrjið tafarlaust—núna strax í
dag. Búðu þig undir tækifærið
sem drepur á dyr hjá þér. Legðu
fé þitt í mentun. Ef þú gjörir
það þá farast þér svo vel að for-
eldrar þínir, vinir þinir, viðskifta
heimurinn verða stolt af þér.
Success skólinn veitir þér lykil-
inn að dyrum gæfunnar. Bezt
er fyrir þig að innritast tafar-
laust.
ÖDRUM FULLKOMNARI.
Bezti vitnisburðurinn er al- §8
ment traust. Árs innritun nem- iji
enda á Success skólann er miklu |§|1
hærri en allra annara verzlunar- gl
skóla I Winnipeg til samans. S
Skóli vor logar af áhuga nýrra Hl
hugmynda og nýtísku aðferða. gjl
ódýrir og einstakra manna skól- ggg
ar eru dýrir hvað sem þeir kosta jgj
Vér höfum séræfða kennara; I1Í
kennarar vorir eru langt ura Jíg
fremri öðrum. Lærið á Success, ||§|
þeim skóla skóla hefir íarnast. fjjj
allra skóla bezt. Success skói- ifs
inn vinnur þér velfarnar. T
an af þessu og lék sér að því tímun
um saman. Stundum
sjálfri sér, auk heldur
hennar margbreyttu og hröðu fingra-
raðaði hún ; hreyfingar.
öðru, nældi | Sérhver minsta skapbreyting lýsir ’SU
þá t. d. orðinu “telpa” á svuntubleðil- ' sér í andliti hennar. Framkoma henn-
inn sinn, fór svo inn í fataskápinn og J ar er látlaus og blátt áfram, og hún
stóð þar, og raðaði á hillu í honum | laðar alla að sér, af því hún er svo
orðunum: “er” “í” “fataskáp.” jhrein og béin og græskulaus.,...
pegar Helena litla var búin að læra J Henni þykir vænt um allar skepnur
talsvert mörg orð með þessu móti, fór j og vill láta fara vel um þær. pegar
hún að byrja að lesa bækur, með sama [ hdn ekur í vagni, vill hún ómögulega
letri. Og þó hún í fyrstu ekki kann- láta vagnstjórann beita sVipunni,
INNRITIST HVENÆR SEM ER. SKRIFID EFTIR BÆKLING
The Success Busíness College
F. G. Garbut, Pres.
LTD.
D. F. Ferguson, Prln.
aðist við nema fáein orð á hverri
síðu, hafði hún mesta yndi af að sitja
með bókina og leita þessi orð uppi, og
réð sér varla fyrir kæti, þegar hun
iann orð, sem hún þekti.
Miss Sullivan gætti þess stcðugt, að
láta alla kensluna iíkjast leik, enda
segir Helena síðar: “Hvað mikið
sem ég lærði, þá fanst mér það llkara
leik en vinnu; því alt, sem Miss Sulli-
van kendi mér, útskýrði hún annaö-
hvort með fallegri sögu eða kvæði. Og
æfinlega, ef mér þótti sériega gaman
að einhverju, þá talaði hún um það
við mig, alveg eins og hún væri sjáif
jafnaldri minn.....Og aldrei þreytti
hún mig á spurningum til að komasí
eftir, hvort ég myndi nokkuð eða ekk-
ert af því, sem ég hafði lært daginn
áður.”-
Næstum samtímis lærði Helena að
skrifa —'upphækkaða skrift, og þótti
svo gaman að þvi, að hún oft gat set-
ið allan seinni hluta dagsins við skrif-
borðið sitt og haldið áfram að skrifa,
hvað sem henni kom til hugar, bæði
einstakar setningar, bréf og smásögur.
Hún var stálminnug og svo fljót að
læra að undrum gegndi. Hún lærði
að skynja fyrstu orðin í móðurmáli
sínu í apríl 1887, og í ágúst sama ár
kunni hún að beita 625 orðum rétt
bæði í ræðu og riti — þá rumra 7 ára.
Og nú var sú breyting orðin á skap-
ferli Helenu litlu, að hún var kát og
glöð frá morgni til kvölds, og lék við
hvern sinn fingur; alt geðríkið var nú
snúið í brennandi áhuga á að læra,
læra, óg það svo, að foreldrar hennar
óttuðust fyrir að hún mundi ofþreyta
sig; því létu þau hanaynú fara að
ferðast hitt og þetta, sumpart með
Miss Sullivan einni saman, og sum-
part fóru þau sjálf með. 1888 voru
þau t. d. á læknafundi í Boston og
þar vakti Helena athygli allra og á-
vann sér marga vini. Einn af lækn-
unum sagðP við föður hennar: “Ég
er nú orðin gamall og hefi séð mörg
ánægð andlit,en aldrei hefi ég séð aðra
eins ánægju skína út úr nokkru and-
liti eins og á þessu bami.” “Hún var
svo kát og fjörag, að það var eins og
engum gæti komið til hugar, að kenna
í brjósti um hana,” segir Miss Sulli-
van. Annar karlinn sagði: “Svei
mér ef ég vildi eki gefa aleigu mína
til að hafa stelpuna þá arna altaf f
kringum mig.” Einn þeirra bauð
henni að gefa henni brúðu, en hún
svaraði: “Ég vil ekki eiga of mörg
börn, Naney er nú veik, Adelína er í
illu skapi, og ída er mesta óræsti.” Og
þetia sagði hún með þeirri ógnar al-
vöru, að við hlógum þangað til tárin
komu fram í augun á okkur.”
Ég get ekki stilt mig um að taka'
kafla úr bréfi frá Miss Sullivan þetta
ár, sem lýsir Helenu eins og hún er
þá orðin:
“prátt fyrif það, þó Helena sé vak-
in og sofin í lærdómnum, er hún þó
eðlilega barnsleg. Henni þykir gam-
an að leikum og Skemtunum, og hennl
ar mesta yndi er að vera með öðrum
bömum. Hún er aldrei önug eða óþol-
inmóð, og aldrei hefi ég séð henni
verða skapfátt við leiksystkini sín, þó
þau gætu ekki skilið hana. Hún get-
ur leikið sér tímunum saman við böra,
sem ekki skilja eitt einasta orð hjá
hénni, og það er átakanlegt að horfa
á allar tilraunir hennar að lýsa hugs-
unum sínum og tilfinningum með lima-
burði og látbragði. Stundum. ber það
við, að eitthvert af leiksystkinuití
hennar langar til að læra fingramálið,
og þá er yndi að sjá, með hvílíkri þol-
inmæði, blíðu og þolgæði Helena leit-
ast við að setja hinar ókyrru fingur
þessa litla vinar síns í réttar stell-
ingar.
Einu sinni var Helena litla í kápu
sem henni þótti mjög vænt um, þá
kom móðir hennar til hennar og sagði
við hana: “Ég þekki litla, fátæka
stúlku, sem á enga kápu, svo henni er
ISlS9lllil!l!iblSlili!illlíE!:iIS!Hii!!ljli!iiSillii!<lllBlilSililiniEglBi
“þvi,” segir hún: “vesalings hestarn-
ir fara þá að gráta.” Einn morgun
uppgötvaði hún, að dálitil hnyðja hafði
verið bundin um hálsinn á einum
hundanna; það var tík, sem hét Perla.
petta sárnaði Helenu mjög, en henni
var sagt, að það væri gert, svo Perla
hlypi ekki í burtu. Dálítið bætti það
um, en allan daginn notaði Helena
hverja stund, sem hún gat, *il að
leita uppi tíkina og bera hnyðjuna
fyrir hana.
....pegar við erum á ferðalagi
drekkur hún í sig 'nugsanir og orð... .
Ég sit hjá henni í vagninum og lýsi
öllu, sem fyrir augað ber gegnum
gluggann: hæðum, dölum, ám og vötn-
um, baðmullarökrum og aldingörðum.
.... hestum óg kúm á beit á slétt-
lendinu og fjárhópunum sem dreifa sér
um fjallahlíðarnar, borgum með kirkj-
um, skólum, búðum og margbreyttri
starfsemi íbúanna. Fróðleiksfýsn
hennar er ótæmandi, og þegar hún get-
ru ekki spurt í orðum, lætur hún með
bendingum og látbragði í ljósr>löng-
un sína til að vita meira.”
pegar þær voru heima, fór kenslan
að mestu leyti fram úti við.
Helena lærði grasafræði á þann
hátt, að athuga lífsferil jurtanna, frá
vöggunni til grafarinnar. Miss Sulli-
van lét hana þreifa á fyrstu frjóögn-
unum, sem komu í ljós á vorin, og dag-
lega athuga, hvernig blöðin spruttu
hvert á fætur öðru, blómknapparnir
komu í ljós og þroskuðust, unz blóm-
ið breiddist úr, ilmríkt og unaðslegt,
hvernig blöðin smávisnuðu og féllu af
a sínum síma, og fræið, sem geymdi
í sér frumveru nýrrar plöntu, full-
þroskáðist.
Á sama hátt lærði hún dýrafræði.
Hún fékk lifandi smádýr handa á milli,
og Miss Sullivan lét hana þreifa á
hverjum einstökum parti þeirra og út-
skýrði alt eðli þeirra og lífsháttu fyr-
ir henni. Kom það þá að góðu gagni,
að Helena litla hafði svo næma til-
finningu í fingrunum (eins og blind-
um tr títt, að heita mátti, að hún
skynjaði jafnvel með gómunum einum
og áðrir með augunum.
Liti gat hún þó auðvitað ekki skynj-
að á þenna hátt, en þó ótrúlegt megi
virðast, kom í ljós hjá henni mikill á-
hugi á að heyra sagt frá litum, og
ætla flestir, að hún muni eigi með öllu
hafa verið búin að gleyma þeim litum,
er hún hafði skynjað fyrstu 19 mán-
uðina, áðUr hún misti sjónina. Ein-
hverju sinn spurði hún t. d., hvernig
augun I Mildríði litlu (það var systir
hennar, ársgömul) væru lit. Henni
var sagt að þau væru blá. “Eru þau
þá eins og himininn?” spurði hún
átrax. /
Útlit jarðarinnar varð henni skiljan-
legt á þann hátt, að Miss Sullivan iðu-
lega tók hana á skemtigöngu niður að
gamalii lendingu við Tennessee-fljótið,
og lét hana leika sér að því að grafa
í sandinn og byggja steingarða, búa
til eyjar og vötn og grafa árfarvegi.
“Ég gerði þetta ait að gamni mínu,”
sagði Helena litla síðar, “og hefði síð-
ast af öllu trúað því, að ég væri að
læra lexíu. Ég hlustaði með mestu
undrun á, þegar Miss Sullivan var að
lýsa þessum stóra, hnöttótta heimi, og
öllum hans dásemdum: eldgjósandi
fjöllum, stórborgum orpnum moldu,
rennandi skriðjöklum, og fleira því um
liku.”
Miss Sullivan bjó til upphækkuð
landabréf úr leir, og léfhana þreifa á
fjöllum og dölum, og draga fingurinn
eftir bugðóttum árfarvegum, og þótti
Helenu það hin mesta skemtun.
Um þetta leyti voru henni sendar
nokkrar steingjörðar jurtir og skeljar,
og það notaði Miss Sullivan til að
fræða hana um eldri jarðfræðistímabil
og dýra- og jurtalíf þeirra.
Yfir höíuð lét Miss Suilivau. ekkert
O
I
ONE GAR-SCOTT 25 H. P.
Samsett dráttvél og sjálífermari og blástursvél, fyrir |
$3,500. Skilmalar $500 út í hönd og sanngjrn tími fyrir j>að É
sem cftir er.
Snúið yður til auglýsendans að
902 CONFEDERATION LIFE BUILDING, WINNIPEG
C. S. MACDONELL LUMBER C0. f
Bæði Stranda og Fjallaviður
...............' :C:áÍ
(Framhald á 5. síðu).
pakspónn úr nauðum sítrus-viði.
Sívalir og kantaðir staurar. Eldiviður
SKRIFID EFTIR UPPLÝSINGUM UM VERD
346 SOMERSET BLOCK
I
WINNIPEG 5
ÖH
RJ0MI
SÆTUR OG SÚR
Keypt
ur
Vér borgum undantekningar-
laust hæsta verð. Flutninga-
brúsar lagðir til fyrir heildsölu
verð.
Fljót afgreiðsla, góð skil og
kurteis framkoma er trygð með
því að verzla við
i
DOMINION CREAMERIES
ASHERN, MAN. _ og WINNIPEG, MAN. J
r
Tannborun
FÖLK KVfDIR FYRIR pEIRRI ATHÖFN ALMENT.
REYNID OSS OG SANNFÆRIST UM
ADFERD VORA.
Aðferð sem allar tannlækninga tegundir verða
gerðar með alveg sársaukalaust, svo sem til dæmis:
að draga tennur, að taka burt tanntaugar, að fylla
tennur; í stuttu máli alt sem gera þarf við munninn.
Vér óskum aðeins eftir að þér reynið oss.
Alt rammlegt, end-
ingargott og ^
ábyrgst.
Skrifið þessa áritan á
minnispjaldið yðar.
DR. B. S. O’GRADY, DENTIST.
405'/2 Selkirk Ave., Winnipeg.
GULLBRÝR
GULLKRÖNUR C
GULLTENNUR
Hæfileg skoðun við tanndrátt og áætlun ókeypis.
Lægsta verð i Vestur Canada. Ábyrgst að menn séu ánægðir
með verk vor.
VERNDID HEILSU YDAR.
með því að láta mig gera það sem þér þurfið við tennur yðir. Sér-
takur gaumur gefin þeim sem í bæinn koma utan af landi.
Ráðlegt aðbáta mig vita í tíma hvenær þér ætlið að koma.
Með þakklæti,
s
Dr. BASIL S. 0’GRADY |
TANNLÆKNIR
hefir opnað nýja lækningastofu að
405 1-2 Selkirk Avenue j