Voröld


Voröld - 19.11.1918, Page 3

Voröld - 19.11.1918, Page 3
Winnipeg, 19. nóvember, 1918 VORÖL: Bls. 3 ísienzkir mánaðardagar fyrir árið 1919 Eru nú ný-komnir út og er þetta 4. árgangur þeirra. Eru þessir nýju me'ð svipuöu fyrirkomulagi og þeir hafa verið á síðastl. tveimiy árum, nema livað heldur hefir betur verið vandað til þeirra hvað lit og prentun snertir. peir eru prentaðir í þremur litum, að þessu sinni, og letrið undir myndunum er bæði skýrara og stærra en í fyrra. yzt. á kápunni er mynd af “Deginum” eftir listamanninn fræga Albert Thor- valdsen. En neðan undir standa þessi | orð úr ‘Sólarljóðum’ í Sæmundar Eddu i Sól ek sá, svá þótti mér Sém ek sæja göfgan guð; Henni ek laut, hinsta sinni Aldarheimi í. Er þá næst eyðublað fyrir þá að I skrifa á er kaupa og senda vilja vinum 1 eða kunningjum um áramótin. þá koma mánaðarspjöldin tólf, og fylgir mynd hverjú þeirra, hinna merkustu íslendinga á öldinni sem leið. Er hug- mynd útgefanda að halda svo áfram ofan til vorra daga. í fyrra fluttu mánaðardagarnir myndir af þeim ís- lendingum er mestan þátt áttu í end- urvakningu íslenzku þjóðarinnar á fyrri hluta 19. aldar, og börðust fyrir sjálfstæði, frelsi og menningu hennar. Voru í þeim hópi einsog sjálfsagt var Jón Sigurðsson forseti, Jónas Hall- grímsson, Konráð Gíslason, Pétur bislc- up, ofl. Flytja nú þessir mánaðardag- ar myndir hinna ýngri samverkamanna þeirra. Auðvitað eru þeir þar ekki allir, en myndir hinna munu eiga að koma í næstu útgáfum mánaðar spjald- anna, eins ört og árin líða. Myndirnar að þessu sinni eru af mönnum er flestir munu kannast við er noltkuð þekkja til sögu íslands, þó eigi hafi þeir sumar myndirnar séð áð- ur, þvi þær munu vera sjaldgæfar og all óvíða til. En fyrir þá som eigi kunna til mannanna að þekkjn mætti skýra frá helzta verki þeirra hvers um sig. Fyrstur er Jón Guðmundsson rit- stjóri, fæddur 15. okt. 1807, dáinn 31. maí 1875. Var hann um langan tima meðan stjórnarbarátta Islendinga stóð sem hæzt ritstjóri eina og fyrsta viku- blaðsins í landinu “pjóðólfs” Hann var eindregin þjóðarvinur og öflugur stuðningsmaður Jóns Sigurðssonar. Hann sat á þjóðfnhdinum 1851 er sem- ja átti réttarkröfur íslendinga og var einn þeirra þriggja manna er mælt er að danska stjórnin hefði skipað að láta skjóta ef uppþot yrði, en hinir voru Jón Sigurðsson og séra Hannes Stephensen. Hafði Jón Guðmundsson þá embætti í landinu, var setfur sýslu- maður í Skaftafellssýslu en það tekið af honum vegna þess hann þótti um of halda taum landsmanna. Annar cr Pá!l Melsteð sagnfræðing- ur, fæddur 13. nóv. 1812; dáinn 9. feb. 1910. Hann var einn Fjölnismanna, en eftir að hann kom heim til íslands lagði hann mesta stund á sagnfræði. ítitaði hann fyrstu “Mannkynssögu” er gefin hefir verið út á íslenzku. Hann ritaði og “Veraldarsögu” í 3. stórum bindum og “Norðurlandasögu” Um langan tíma var hann kennari við latínuskólann í Reykjavík, auk ýmissa lögfræðisstarfa er hann gegndi í Rvík. fyrri hluta æfinnar. Hann andaðist í Reykjavík fyrir fáum árum síðan nær 100 ára gamall, var þá fyrir nokkru orðinn blindur. priðji er Jón Árnason, landsbóka- vörður, fæddur 17. ágúst, 1818, dáinn 4. sept. 1888. Hann var einhver mest- ur fræðimaður á þjóðlega visu sem vér íslendingar höfum átt. Góðktinnu i'ur er hann fyrir að hafa safnað “pjó-5- sögunuríj” er gefnar voru út í Deipzig á pýzkalandi 1862-64. Var það eitt hið þarfasta verk og er það saj:n eitt. af hinum gullvægu ritum íslenzkra bókmenta. ' Fjórði er Jón p. Thoroddsen, sýslu- maður og ská,ld, fæddur 5. okc. 1319, dáinn 8. marz 1866. Eftir hann eru hinar vinsælu og ágætu skáldsögur “Piltur og Stólka” og "Maður og Kona’ auk þess “Dálítil ferðasaga” er út kom í Norðurfara, 1848, og ótal ættjarðar- kv v'ii svo sem einsog “ó fög'Ur ei vor fósturjörð” ofl. Hann var sjáúboði í her Dana. móti Prússum 1848 og seinna sýslumaður í Barðarst.andarsýslu og í Bcrgt rfirði. Skálds > ;t r Jóns eru kunnar um öll.Norðurlönd og þykir al- staðar mikið til þeirra koma. Fimti er Halldór Kristján Friðriks- son, yfirkennari, fæddur 19. nóvember 1819, dáinn 22. marz 1902. Var hann einn hinna ýngri “Fjölnismanna” er hann ábýrgðarmaður tveggja síðustu árganga “Fjölnis” (1845 og 47). Aðal æfistarf hans lýtur að kenslumálum. Hann varð kennari við Rvíkur skóla .'848, yíirkounari 1874, en sugði af sér embætti eftir 47 ára þjónustu árið 1895 Hann var sérstakur fræðimaður um öll islenzk og norræn efni, gaf út fjölda málfræðisrita og kendi íslenzku mörg- um útlendun: merkismönnum. Var sterkur stuðningsmaður Jóns Sigurðs- sonar, og hélt fram kláða lækningu á fé og tók óþökk margra fyrir er skem- ra sáu en hann í því efni. I-Iann rit- aði “Undirbúningsblað undir þjóðfund- inn” 1851 og var fulltrúi á þeim fundi. Hann var Alþingismaður frá 1859 -85, og frá 1892-95. En mest gætti áhrifa hans á meii:amál landsins. Lýsir Rector Jón porkelsson honum svo: “Hann vildi sóma skólans í öllu, hat- aði þar sem annarstaðar ónytjings- skap allan, leti, ómensku og óreglu. Hann var manntaks, mannkosta og at- gervismaður, langrækinn á báðar hend- ur, óvinum tryggur óvinur, en vinum trúr.” Sjötti er Dr. Grímur p. Thomsen, f. 15. maí 1820 dáinn 27. nóv. 1896; má um hann segja að hann sé tignastur íslendinga þeirra er uppi voru á 19. öld Enginn hefir náð öðrum eins metorð- um I útiöndum og hann. pes.-ar nafnbætur hafði hann meðal annara: I.egazíónsi áð með justizráð.i 'asi jui og Riddari af Dannebrog frá Dönum; Riddari Guelphaorðu, Hannovers manna; Kommandör af L; opoldsorðu Belga og Officeri Heiðursfylkingar Frakka. Nafpbætur þessar bættu auð- vitað engu við kosti hans og ágæti en sýna aðeins að aðrar þjóðir vildu auð- sýna honum dásæti. Hann var kan- cellisti í utanríkisráði Dana, fulltrúi í konsúladeild stjórnarráðsins, stjörn- ardeildarskrifari frá 1859-66 og er sagt að um tima hafi hann sama sem stjórn- að einn Danaveldi. Heim fór hann 1867 og settist að sem bóndi á Bessa- stöðum. Alþingismaður var hann frá 1869-1891. Hann var einhver lærðast- ur maður sinnar tíðar. Fjöldi ritgjörða liggja eftir hann, en bezt og lengst mun hann lifa í minni þjóðarinnar fyr- ir kvæði sín. Eru þau hin kjarnmestu göfugustu og alnorrænustu er kveðin hafa verið á siðari öldum. Hann er líka sá eini, nú á síðari öldum, er held- ur kaus að vera bóndi á ættjörðu sinni en fullvaldur konungs 1 útlöndum. Sjöundi er Dr. Jón porkelsson, rekt- or, fæddur 5. nóv. 1822, dáinn 21. jan. 1904. Starf hans er mest alt á sviði íslenzltrar málfræði, og liggur fjöldi rita eftir hann um það efni. Mesta og frægasta rit hans er hinn syonefndi “Viðauki við fslenzkar orðabækur,” (Supplement til íslandske ordböger) í þremur bindurn stórum. Er þetta. sjálfstæð orðabók yfir ýngra málið pá ritaði hann og skýringar á mesta fjölda vísna úr fornsögunum, æfisögu Gizurar porvaldssonar, eða kafli úr ís- landssögu áður en landið gekk undir konung. Ennfremur langa ritgerð um Fagur-skinnu og ólafssögu Helga. Um vísindalega starfsemi Jóns Sigurðsson- ar ofl. Alt hans verk er vísindalegs efnis og kemur hann lítið við stjórn- málasögu þjóðarinnar. Hann varð kennari við Rvíkur slcóla 1859, yfir- kennari 1869 en skólastjóri 1872. Hann var eigi atkvæðismaður, á þá vísu sem svo er talið, en hann var sannur mentamaður og sómi þjóðarinnar á sviði vísindalegrar málfræði, bæði ut- anlands og innan. Áttundi er Séra Arnljótur ólafsson, prestur á Bægisá og síðar á Sauðanesi, fæddur 21. janúaV 1823, dáinn 21. okt. 1904. kemur hann mest og bezt við þjóðmálasögu íslands. Hann lagði aðalstund á þjóðmegunar fræði og stjórnfræði og eru aðal verk lians á þeim svæðum. Hann var hvatamað- ur að stofnun innlendra kaupfélaga, og ritaði af mikilli þekkingu um verzlun og lögeyri, og að stofnun Landsbank- ans, er að lokum var lögákveðinn 1885. pess utan var hann sérstaklega vel að sér um alt er laut að sögu lands og þjóðar. Hann var Alþingismaður frá 1859-67, frá 1877-91,, 1901. Voru af- skifti hans á þingi um flest er að fjár- mála hliðinni laut og kom það oft fram að hann sá þar lengra en aðrir, einsog með stjórnarskrár málið og ríkissjóðs- tilboðið 1867 Helztu rit hans eru: “Auðfræði” (18S0) “Rökfræði” (1891). “Um lögaura og silfurgang” (1904) ofl Um liann segir Dr. Björn Olsen: “Hann var að minni hyggju kjörinn til að vera forgöngumaður verklegra fyr- irtækja. pó vár hann, elskaður og virtur scm kennimaður. Hann var enginn kreddumaður, frjálslyndur í trúefnum og umburðarlyndur við aðra” Níundi er Dr. Vilhjálmur Finsen, hæstaréttar dómari, fæddur 1. apríl, 1823; dáinn 23. júní, 1892. Hann var einhver fróðasti maður í norrænum lögum á sinni tíð. Gaf hann út lög- bækurnar fornu: Gragás (konungsbók 11850-70) (Staðarhólsbók 1879) og Grá- gás og Kristinnrétt hinn forna (1883). Ritaði hann mikið um lagaskipun fs- lendinga í fornöld, og þykir þar litlu vera við að bæta. Hann var sýslu- maöur í Kjósar og Gullbringusýslu og Landfógeti frá 1852-60, en meðdómari í yfirréttinum frá ,1856-60. Alþingis- maður frá 1853-59. Assessor við yfir- réttinn i Vébjörgum frá 1860-8. Tók þá sama embætti í K'nöfn til 1871, ^.3 hann varð assessor við hæstarétt frá 11871-1888. Árið 1871 var hann skipað- ur af konungi til þess að gjöra tillögur um gufuskipa ferðir kringum ísland. Var hann formaður þeirrar nefndar og mun hafa átt mostan þátt í að þær komust á. Er það ásamt hinu vísinda- legu starfi hans, eitt hið þarfasta verk er unnið hefir verið þjóð vorri til þrifa og framfara á seinni tíð. Tíundi er Benedikt Sveinsson, sýslu- maður; ; fæddul' 20. jan. 1826; dáinn 2. ágúst, 1899. Var hann einn hinna mælskustu íslendinga á síðastl. öld. Ákafur sjálfstjórnarmaður og einn aðal leiðtogi ísl. í stjórnarskrár bár- áttu þeirri eftir að Jón Sigurðsson leið Er eftir hann urmull af pólitískum rit- gjörðum einkunn í “Andvara.” Hann var meðdómari við yfirréttinn frá 1859 -70 og sýslumaður frá 1874-1897, en al- þingismaður frá 1861 til 1899. Hann var framfara maður í öllu því er að landsmálum laut, bæði í atvinnu og mentamálum. Ellefti er Benedikt Gröndai, skáldið og vísindamaðui'inn góðfrægi, fæddur 6. okt. 1826; dáinin 2. ágúst 1907. Er hann einhver fjölhæfasti og fjölfróð- asti íslendingur á síðari öldum. Hann var dráttlistarmaður ágætur, framúr- skarandi ljóðhagt skáld, tungumála- maður mikfil og skáldsöguhöfundur. Góðfrægastur er hann meöal alls al- mennings fyrir ijóðin mörgu og góðu og hinar óviðjafnanlegu sögur af “Heljarslóðarorustu” og “pórði Geir- mundarsyni,” þá þekkja og margir “örvaroddsdrápu” “Ragnarökkr” og þýðingar hans í “Svövu”. Hann lauk og við þýðingar föður síns Dr. Svein- bjarnar Egilssonar á þetjukvæðum Homers. Annars kannast allif ís- lendingar svo vel við Gröndal að nóg er að nefna nafnið hans. Mynd hans á mánaðartöflunum er af honum 30 ára gömlum. Tólfti og síðasti, en ekki sízti er Dr. Guðbrandur Vigfússon, fæddur 13. mar 1827; dáinn 31 jan. 1889. Er hann mestur norrænu fræðingur næstur Konráði Gíslassyni þeirra manna er lif- að hafa á 19. öld. Ágætast verk hans er hin stóra og vandaða “Icelandic- English Dictionary” er út kom í Ox- ford, 1874. Átti hann ’mestan þátt í orðabók þessari, þó margir aðrir hefðu áður að henni unnið. pá gaf hann út Flateyjarbók í félagi með norskum fræðimapni, Dr. Unger, 1860-68. Bisk- upasögurnar gömlu bjó hann undir prentun fyrir bókmentafélagið, og í safni til sögu fslands ritaði hann um “Tímatal í íslendingasögum” er notað er, að mestu leyti óbreytt af fræði- mönnum síðan. í Oxford gaf hann út “Icelandic Sagas” eða þær sögur is- lenzkar er snerta England og Orkneyj- ar, ennfremur Sturlungu í afar vand- aðri útgáfu og safn allra fornra Nor- ræna kvæða er hann nefndi “Corpus Poeticum Boreale,” “Icelandic Prose Reader,” ofl. Er Guðbrandur óefað sá maður er mestum frægðarljóma hefir varpað yfir Norðurlönd meðal enskrar þjóðar. Undir myndunum standa smágreinar eftir höfundana sjálfa, er helzt þykja auðkenna verk þeirra.. “Mánaðardagarnir” eru hvoi'tveggja hið snotrasta og þjóðlegasta smárit sem gefið er út hér vestra. Ættu sem flestir að eignast þá, og eins þá er út- komu'í fyrra, til þess að eiga myndar- safnið heilt frá byrjun, því það verður bæði fágætt og merkilegt safn um það að því er lokið. pað er að þeim veg^- prýði í íslenzkum húsum og betra há- tíðaóska-kort fá kunningjar ekki sen.t hver öðrum. peir kosta eins og að undanförnu 35c og eru til sölu hjá útgefanda Séra Rögnv. Péturssyni, 650 Maryland Str. og útsölumönnum í flestum íslenzkum bygðum. Færri eintök hafa verið gefin út þetta ár en að undanförnu; verða þqir því að panta þá tímanlega er ætla sér að eignast þá. Charitinoff, ritstjóri Charitinoff, ritstjóri rússnesks verka mannablaðs, cem gefið var út hér í bæ, var fyrir nokkru tekinn fastur, eftir að gerð hafði verið “landráðaleit” á skrifstofu blaðsins. Var hann dæmdur til fangelsisvistar og hárra féselita. Blöðunum, “Winnipeg Tiibune*’ og “Western Labor News” hefir orðið skrafdrjúgt um það mál. “Tribune” flutti lesendum sinum sögu málsins og mynd ritstjórans eins og sannleiks- elskandi og þjóðræknu blaði sómdi. En sá var galli á gjöf Njarðar, að þeir sem ritstjóranum voru kunnugir könn- uðust ekki við svip hans á myndinni. pessi “Tribune” mynd bar ótvíræð merki spillingar og lasta. En ritstjór- inn var þeim kunnur að snyrtimensku og Ijúfmcnsku, og svipur hans var hrcinn og sakleysislegur. “Labor News” náði sér því í mynd af honum og birti samhliða “Tribune” útgáfunni, og dróttaði því hálft í horn að hinu blaðinu, að myndasklftin mundu ekki vera með öllu óvilja veik. Einnig var skýrt frá að Charitinoff væri veikur í fangelsinu, og að vistin og aðbúnaðurinn væri þannig að lífi hans væri hætta búin. Hvorutveggja var svo r.ndmæl’t í “Tribune” Kveðst blaðið hafa vsent mann til að rannsaka þetta, hafi hann komist að því að maðurinn hafi aldrei veikur verið, og fangelsisvistin sé í besta. lagi. Mynda mistökin hafi verfð gerð óviljandi. Vitnisburður lögrcglunnar virðist þó benda á það að “Tribune” hafi ver- ið það kunnugt að myndin var eklci af ritstjoranum. Einnig segir “Laboi' News” að dagblöðin hafi borið það út að maðurinn væri sekur um uppreistar æsingar eða jafnvel landráð, enda sýn- ist dómurinn helst bcnda á að svo mun vera. En blaðið segir að slíkt sé til- hæfulaust, hann hafi ekki anna'Ö af sér brotið en það að á skrifstofu hans fundust einhver blöð, sem hinir alvísu stjórnendur vorir álíta skaðleg fyrir saklausar sálir landsins barna, og jafn- vel hættuleg fyrir vora dýrðlegu mann- félags bygging. pessi rit hafi honum verið send, og engin sönnun eða líkur hafi komið fram um það að hann hafi ætlað að taka neitt af þessu forboðna dóti í blað sitt. Máli ritstjórans hefir verið áfríað. Pað fer hér eins og oftar að maður veit ekki hverju trúa skal, en ef leggja skal trúnað á það sem “Labor News hefir um málið sagt, þá lcemur hér fram blaðamennsku ódrengskapur á háu stígi. Og réttvísin er í mesta máta ströng. En þetta er auðvitað stríðinu að kenna. » “Hrópið að ofan” pað er siður manna, þá bækur eru skrifaðar að fá aðra höfunda, sérstal; lega fræga menn fyrir ritstörf að segja álit á þeirri bók eða blaði sem um er að ræða í hvert sinn. Vér Islendingar höfum og fylgt þessari siðvenju, sem er auðvitað ekkert annað en regla sem við allar vörur sem seljast eiga, verður að fx-amfylgja, nefnilega að auglýsa þær, og þess meir og betur sem þær eru auglýstar þess betur seljast þær í flestum tilfellum, nokkuð eftir því hvað varan sem seld er kemst uæst því að falla í “smekk” þeirra sem vör- una kaupa. Eg tel mig ekki í tölu höfunda bólca, síðar en svo, en með þessum línum vildi eg tala til þeirra fyrst og fremst, sem kynnu að vilja eignast litla kverið sem um var getið lauslega í Voröld fyrir rúmum mánuðu síðan, en sem ef til vill hafa ekkert heyrt eða séð um þetta litla kver í því blaði, en í fjær- veru minni úr bænum, gætti eg ekki um að láta geta um það í öðrum blöð- um, og hafði ekki hugsað mér að láta mikið um það sagt í fréttablöðum. En samkvæmt beiðni minni var minpst á kverið í október hefti “Sameiningar- innar’ en það sem sagt var um það þar var auðsjáanlega ekki ætlast til að væri auglýsing fyrir þessa litlu bók, að dæma af því sem sagt var þar af ritstjóra þess blaðs. par var bent á galla á ytra frágangi bókarinnar. Ekki trúi eg öðru en einhver sem lesið hefir þetta erindi áliti útásetning ritstjórans ótímabærann. Af því eg býst við að margir sem bókina kunna að lesa sjái ekki “Sam- einingina” þá vil eg taka upp, það sem ritstjórinn hefir aðallega út á bókina að setja, þar stendur þetta: “Nafnið, ‘Hrópið að ofan’ er mfeð til- visunarmerkjum og því eftir öðrum haft, en ekki vitum vér hvaðan það er komið, og ekki ber ritið það með sér hversvegna orð þau, eftir annan mann, eru valin að yfirskrift.” Er það virkilega svo að “Hrópið að ofan” sé þýðingarlaus titill á Evangðl- iskum boðskap nú á tímum, og ekki sé líægt að skilja hversvegna að svona lagaður tilill sé notaður nú, jafnvel þó einhver'hafi gjört hið sama áður? petta vil eg nú leggja undir dóm og álit annara sem ritið hafa lesið. Mér var og er ant um að ritið sé lesið og berist í hendur sem fléstra, og þess- vegna hafði mér hugkvæmst að biðja tvo menn, sem eg áleit að gætu og vildu segja um gildi efnisins, án alls fordóms, gefa álit sitt á því frá sálu- lijálplegu sjónarmiði og hvert það er í samræmi og anda fagnaðar boðskap- arins sem heimurinn svo átakanlega » nú þarfnast, og að það væri gert í kirkjulegum málgögnum. Kandidat S. A. Gíslason mun mjög bráðlega gefa álit sitt á gildi efnisins í kveri þessu í “Bjarma” sem hann og kona hans eru svo fræg og elskuð fyr- ir af íslenzkum kristindóms vinum, og skal því ekki gjörðar frekari ráðstaf- anir til að biðja um ritdóm á kveri þessu. En af því mig langar til, að kverið, eða efni kversins, eignist ritdóm í hjörtum einhverra þeirra sem lesið hafa, er aðal augnamið mitt með lin- um þessum það, og beini orðum mín- um sérstaklega til þeirra sem fundíð hafa eitthvað I kveri þessu, se;n gefið hefii sorgmæddu hjavta von \sg gleði — vcn og gleði af öðru tagi en heimur- inn hefir að bjóða á þessum liá alvar- legu tímum. Vilja þeir nú, seci þannig hefir vcr- ið astatt hjá gera mér þá ánægju að grfa mér álit sitt á efni kversins með því að skrifa mér fieinar línur uin það sem þeim finnst fyrir eigin reynslu að kverið beri gildi fyrir. G. P. Thordarson Lloyd George hefir stungið upp á að núverandi stjórn a Englandi er hat.u er formaður fyrir haldi áíram á meðar, skipulag er að komast á et'tir stríöið. Kosningar áttu að fara fram þar fyrir þremur árum síðan, en vegnx stríðsins var tíminn framlengdur án kosninga, alveg eins og Borden stjórnin gjörði i Canada. Nú er spursmálið hvað fólk- ið muni segja. f endurbættum kosn- ingalögum er gjorð voru í fyrra var at- kvæðisréttur gefinn konum yfir 30. ára; mönnum yfir 21. ára og hermönn- um undir 21. ára Bættust þannig á kjörskrá 6,000,000 konur og 2,000,000 karlmenn. Enginn veit hvernig hven- fólkið muni greiða atkvæði, eða með hvaða flokki hermennirnir rnvrni verða (M J0LAGLE DI og FAGNAÐUR yfir striðslokun. þorbjörn Magnússon kom nýlega inn á skrif- stofu Yoraldar og gaf $10.00 í Jóla-Sjóð Sólaidar- bama til Betel með þeim nmmælum að sér fyndist hann ekki geta betur sýnt ánægju sína yfir úrslitum stríðsins, en með i því að leggja þessa peninga tS glaðnings gamla fólkinu á Betel. Voröld finst þetta vel mælt og rétt liugsað-— Fleiri þúsundir dollara hafa verið eyddir til eihskis af sömu ástæðu, nefnilega, vegna enda stríðsins, og mundu þeim peningum betur varið til einhvers góðs og þarflegs. það munu margir vilja sýna á einhvern bátt eð þeim hafi létt hugur—Og ekki væri hægt að láta það í ljósi á betri eða göfugri hátt en með því að létta og lyfta anda gamla fólksins á Betel á jplunum. Ungfrú R. Ingjaldsson á skrifstofu Yoraldar veitir móttöku peningum þeim sem fólk vill láta af hendi rakna. I ►<o Walters Ljósmyndastofa Frá því nú og til jóla gefum við 5x10 STÆKKAUA MYND—$50° VIRÐI okkar íslenzku viðskiftavinum MUNIÐ EFTIR MYNDASTOFUNNI sem Islendingar hafa skift við svo árum saman. Walters Ljósmyedastofa, 290 Portage Ave. Talsimi Main 4725 r ! í Hudir, ull og lodskmn i “* ' ' | j Frank Massin, Brandon, Man. | Ef þú óskar eftir fljótri afgreiðslu og hæsta verði íyrir uli og loð- sksnn, skrifið I SKRIFID EFTIR VERDI OG ARITAN ASPJÖLDUM. 0-—>0-«M»<>-«M»0 — ()•«——i ()■«■»•<)•«■■»•<)■€«• ()«—»<5 SOLOLD Drenginn þinn langar til að eign- ast Sólöld eins og hina drengina sem hann þekkir. \ ÖIl börn vilja eiga “Sólöld” Stúlkuna þína langar til að eignast Sólöld. Hún vill læra “ástkæra, ylhýra málið.” Sólöld kostar aðeins $1 um árið SENDID pENNAN MIDA I DAG VORÖLD PUBLISHING CO., LTD. 4828y2 Main St., * Winnipeg, - Man. Kæru herrar:— Gerið svo vel og sendið mér blað yðar Sólöld. Hérmeð fylgir $1.00 fyrir fyrsta ársgjaldið. Dagsetning .................................. Nafn Aritan Dragið ekki að gerast áskrifendur Sólaldar.

x

Voröld

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Voröld
https://timarit.is/publication/221

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.