Voröld


Voröld - 19.11.1918, Side 4

Voröld - 19.11.1918, Side 4
ttls. 4 V0J8ÖLD. Winnipeg, 19. nóvember, 1918 kenmr út á hverjum þriðjudegl. Ctgefendur og eigendur: The Voröld Publishing Co., Ltd. Voröld kosta J2.00 um áriö I Canada, Bandarikjuanm og á tslandi. (Borgist fyrirfram.) Ritstjóri: Sig. Júl. Jóhannesson Ráðsmaður: J. G. Hjaltalín. Skrlfstofur: Rialto Block, 482% Main Street—Farmers Advocate Bldg. (gengið inn frá Langside Street) Talsími Garry 42 52, • - ................ 1 ■ Áttavitar Heima á íslandi mátti víða sjá vörður með vegum fram, ein- kennilega gerðar. pær voru ferkantaðar og var út úr einum kant- innm steinstrýta sem benti út eins og handleggur eða stór fingur. pessir “vísifingrar” bentu allir í sömu áttina, og voru vörðurnar til þess gerðar að ferðamenn sem um veginn færu gætu áttað sig. Vörðumar voru “áttavitar” þótt það orð sé venjulega látið tákna sérstakt áhald—segulnálina— Flestar,voru þessar vörður á fjallvegum og eyðimörkum. par var mest hættan á því að menn viltust, og þar var mest í húfi ef villu bar að höndum. pessir áttavitar urðu mörgum mönnum til liðs og líknar—björguðu jafnvel oft lífi manna. pó vildi það stundum til að menn voru orðnir svo viltir þegar þeir sáu vörðumar að þeir fóru í þveröfuga átt við það sem “vísi- fingurinn” benti—þeir höfðu tapað sér að einhverju leyti og trúðu ekki sínum eigin augum. Vér erum stödd á lnettulegri og villugjami eyðimork hér í Can- ada nú sem stendur. Fáeinir menn sem leiðinni réðu og til vegar þóttust segja, gjörðu það þannig að fjölda margir ferðamennirnir hafa stefnt í þveröfuga átt. Canadadiska þjóðin hefir verið leidd út á villibrautir í ýmsum efnum sem hún á erfitt með að komast af; og tjónið sem hún með þvl hefir unnið sér og landi sínu á þeim villibrautum, verður tæpast bætt að fullu um allan aldur. Nokkrir menn sáu þó hvað um var að vera—sáu að verið var að halda út í ófærur og ráðlögðu aðrar stefnur. En eins og forustu sauðir sem orðið hafa yfirkomnir af höfuðsótt, ana út í bláinn með óstjómlegum þráa. pannig héldu leiðtogarnir áfram; og eins og hópur höfuðsóttar kinda álpaðist mikill hluti hjarðarinnar á eftir þeim, álpaðist blint út í ógöngumar, beint út í glötunina; eða eins og viltur maður sem ekki getur áttað sig héldu þessir leiðtogar áfram út í eyðimörkina lengra með degi hverjum án þess að gefa gætur vísi- íingram vitrari manna. Eina bótin þegar villu bar að höndum heima var sú að oft var sem villan hyrfi skyndilega eftir nokkra stund; það var oft eins og einhver hulin hönd svifti skýi missýninganna af augum hins vilta, og hann fengi héilbrigða sjón aftur. Má þá nærri geta hversu fögn- nðurinn varð mikill og hversu fljótt var snúið á réttar ieiðir þegar villan hvarf fyrir snerting hinnar heilögu handar sem vegin vísaði. En eru nokkrar líkur til þess að skýið renni af augum hinna blindu leiðtoga vorra fyrir ljósfingrum sannleikans? Er ekki villan svo mögnuð að engrar afturkomu sé von hinum viltu á réttar leiðir? Ýmislegt virðist benda til þess að þjóðin snúi aftur frá villu síns vegar og yfirgefi leiðtogana í eyðimörkinni; því augu þeirra virðist haldin óafmáanlegu villuskýi. Nýlega hafa farið fram þrennar kosningar í Canada — sínar í hverju fylki—úrslit þeirra hafa verið slík að þær geta orðið öllum hugsandi mönnum og heilsjáandi nokkurskonar áttavitar. petta vora alt aukakosningar; einar í Ontario, aðrar í Alberta, og þær þriðju í British Columbia. Samsteypustjómin virðist hafa haft hönd eða öllu heldur pvöru í þessari grautargerð sem fram fór í pólitíska pottinum fyrir allar þessar kosningar, en öðruvísi sauðst en til var ætlast. Samsteypumaður sótti um þingmensku í öllum þessum kosn- ingum á móti Lauriermanni eða bændaflokksmanni. Yar það all-ein- kennlegt þar sem þetta vora fylkiskosningar. Engum kemur til hugar að þetta hafi verið af tilviljun einni; samsteypuflokkurinn hefir—að voru áliti—verið að reyna svellið; finna út hversu örugt það væri. pað var heillaráð í þeim skilningi að láta fara þannig fram aukakosningar hér og þar um lahdið til þess að hugsun fólksins kæmi í ljós með atkvæðum og hægt væri síðar"að haga sér eftir því í aðal kosningum. í öllum þessum kosningum beið samsteypu kandidatinn fullan og verðugan ósigur, en Laurier- og bænda fulltrúarnir hlutu glæsilegan sigur. 1 einu kjördæminu, Red Deer, fór samsteypumaðurinn slíka sneipuför að fá era dæmi annars eins. Hvað boðar þetta? Hvemig stendur á því? Er það af tilviljun einni saman? Nei! Og aftur nei! pessar kosningar sýna tvent glögt og greinilega. pær sýna fyrst >'Cg fremst það að samsteypustjómin er að leita fyrir sér; kosningarnar era auðsjáanlega í því skyni haldnar að leita fyrir sér; finna út hugsun fólksins; stjórnin er á glóðum; raddir óánægjunnar og for- dæmis jarmar eru þegar famar að láta svo hátt í eyrum hennar að henni er ekki um sel. Hún eða þeir sem henni hossa, hafa tekið það ráð að láta fara fram kosningar í ýmsum fylkjum í ýmsum stöðum og fá þannig út hugsun fólksins með atkvæðum. Eftir þeirri útkomu á síðan að haga sambandskosningum næstu. Ef samsteypumennimir í fylkjunum yrðu kosnir átti að básúna það til austurs og vesturs, norðurs og suðurs hvílíka himnaríkisstjóm Oanadaþjóðin ætti og hversu vel þjóðin kynni að meta þá flokklausu englasamkundu er á ráðstefnu sætu í Ottawa og stjórnuðu öllu með vísdómsfullum og kærleiks þrungnum nefndarákvæðum í stað laga. Ef aftur á móti Lauriemienn eða bænda fulltrúar sigruðu þá átti að segja sem minst, en leggja höfuð sín í bleyti og finna nýja kosn- ingavegi fyrir næsta bardaga. Árið 1911 var sá vegurinn happa drygstur að kalla alla landráða- menr. sem vildu hafa nokkur mök eða skifti við nágranna vora, sunn- an línunnar; 1917 var gæfudrygst að beita sömu aðferðinní en hafa annað landráðaatriðið. Nú þarf að finna eitthvað nýtt—einhver ný landráð sem borin séu á andstæðinga, til dæmis það að þeir hati ekki n jgu mikið kaþólska menn eða eitthvað sem æsi tilfinningarnar. Iívað það verður vita menn ekki enn með vissu; líklega er það í smíðum. Já, þessar þrennar kosningar hafa verið til þess gerðar að finna út hugsun fólksins; og þótt einhver segi að Ottawa stjórnin eigi þar engan þátt í grautargerð; þetta séu alt fylkiskosningar og komi sam- bandinu ekkert við, þá er það vísvitandi blekking vegna þess að það h.fir altaf verið svo og verður altaf svo að fylkisflokkarnir eru livorki meira né minna en sérstakar fylkingar af pólitíska hernum og aðal hershöfðingin er í höfuðherbúðunum—Ottawa. í öðru lagi hafa þessar þrennar kosningar sýnt huga fólksins svo greinilega að enginn heilvita maður getur vilst á. pær hafa orðið þær vörður á vegi sem 'ættu að geta látið Ottawastjórnina og ein- ræðisvaldið í Canada læra innilega lexíu; þær ættu að verða njægileg- ir áttavitar á vegum hinna viltu foringja. A því er engin efi að þessar kosningar sýna hugarfar fólksins í Canada eins og það er yfirleitt. Allur samsteypuflokkurinn—bæði í sambandi og fylkjum verður og á að vera blásinn burt sem duft fyrir heilnæmum blæ óhindraðs þjóðarvilja—þjóðaratkvæðis—blásið burt út í geim tilveruleysisins eins og andlegum sóttkveikjum. Fyr er það er gert, og gert rækilega, getur þjóðarlíkaminn ekki komist til heilsu eftir þá banvænu kílapest sem hann hefir þjáðst af síðan 1911, og sérstaklega síðan 1917. Fyr eú það er gert verður himininn ekki svo heiður að hægt verði til fulls að átta sig á vegum eyðimerkurinnar. Oss langar til að enda með setningunrii minnilegu, sem höfð er eftir Bismark, þegar verið var að semja við Frakka eftir stríðið 1871. pá á hann að hafa sagt: “Skiljið þeim ekkert, eftir nema augun til þess að gráta með.” Allir sem brugðust þjóð sinni þegar mest á reið; allir sem að því stuðluðu að koma Canada undir einræðis- og harðstjórnar fyrirkomu- lag þegar verið var að berjast fyrir frelsi þjóðanna; allir sem til þess veittu lið að afnema þjóðræði og jafnvel þingræði í sínu eigin landi, þegar sem hæst var talað einmitt um þjóðrægt út á við; allir sem til þess stuðluðu að rjúfa helga ríkissamninga við saklausa borgara þessa lands, eiga það eitt til launa að þeim sé ekkert eftir skilið í pólitískum skilningi nema augun til þess að gráta með. Ef þessir leiðtogar sem farið hafa með þjóð sína út á villuvegi, sjá nú ekki áttavitana þar sem þessar kosningar eru, þá ranka þeir aldrei við sér. Sir Rabindranath Tagore eftir pORSTEIN p. pORSTEINSSON Ekkert af núlifandi skáldum Indlands er orðið eins þjóðkunnugt í heimi bókmentanna og bengalska skáldið Rabindranath Tagore, sem ávann sér Nobelsverðlaunin árið 1913. Tagore er af göfugum ættum kominn. , Ilann er fæddur í Bengal 6. maí, 1861. Hann naut ágætrar fræðslu á uppeldisárum, en ekki líkaði honum aðferð kenslunnar á skólunum sem bezt. Kallar hann skólana “fangahús” og “draugsleg sjúkrahús”, á þeim árum. Ekki verður því þó neitað að sumir kennarar hans voru hæfir starfa sínum og leiðbeindu hinum unga anda Tagores á bjartar brautir. En bezti lærimeistariun var faðir hans. Er það um hann sagt, að hann hafi verið eitt af stærstu skáldum Indlands, sem uppi hafa verið, þótt aldrei orti hann eina ljóðlínu. Auk þess sem hann sjálfur kendi syni sínum ýmsar fræðslugreinar, hafði hann einkar holl og víðtæk áhrif á huga sonar síns. En skólaganga Tagores fór í mesta ólagi. Endaði hún með því að hann silgdi til Lundúna til að læra lög; dvaldi þar aðeins eitt ár og hvarf svo til baka til Bengal, þar sem hann undi sér bezt og elskaði mest, óg var þa 18 ára að aldri, Tagore þurfti aldrei, eins og svo mörg önnur skáld, að berjast fyrir fæði og klæði. Alt sem hann þurfti höndinni til að rétta lá við vöggustokkinn. Ungur að aldri byrjaði Tagore að yrkja og því heldur hann áfram enn. Ekki er neinn “hagkveðlinga háttur” á ljóðum hans. Era söngvar hans kveðnir í Austurlanda stíl, svipað og Davíðssálmar og önnur ljóð Biblíunnar, sem oss íslendingum eru kunnust, og mega því á voru rúnsterka máli teljast óbundin ljóð. En auk kvæðabóka þeirra, um 30 að tölu, sem út hafa komið eftir hann, hefir hann einnig samið um tíu sorgar- og ljóðleiki, eitthvað átta skáldsögur og smásögur og yfir tíu bækur með ritgerðum, eru þó hér eigi talin ýms smærri verk hans og þýðingar úr tungu sinni á enskt mál, bæði eftir sjálfan hann og aðra indverska höfunda, eins og t.d. Kabírskvæðin, sem nýlega eru útkomin. A þessu er hægt að sjá, að maðurinrin er víkingur að vinna að skáldverkum sínum og ritsmíðum. En hann er einnig heimspek- ingur mikill, andlegur og þjóðræknislegur leiðtogi, sagna rannsakari, söngmaður og sönglagasmiður, víðsýnn fræðari, afbragðs stjórnari og dágóður ritstjóri. Hefir hann haft ritstjóm fjögra mismunandi tímarit á hendi og tekist vel. Skóla stofnaði hann, og starfrækti eftir eigin hugmynd. Tekur hann sárt hversu einstaklingseðli barnanna, er misboðið í nútíðarskólunum. Marga og misjafna dóma hefir Tagore hlotið um æfina. Hefir hann eigi ætíð þótt framlegastur og mælt að sum verk hans bæra ueim annara höfunda, einkum indverskra. En um hann hefir einnig verið sagt að ættlandi sínu, Indlandi, væri hann það sem Dante var ítalíu, Shakespeare Englandi og Goethe pýzkalandi, og er þá mikið sagt. Djúp ást til alls einkennir öll hans verk. Hann er dulspekingur mikill og guðstrúarmaður lieitur í breiðri merkingu þess orðs. Hver áhrif hann hefir á vestrænar bókmentir, verður enn eigi hægt að greina, meðan hann býr vor á raeðal. öldur þær, er vakna við hreyfingar mannsandans, brotna á mörgum öfundar- og mein- bægnis tálmunum, svo lengi sem maðurinn dvelur með oss. pegar hann deyr oss, hverfa þær að mestu af sjálfu sér. Hér fara á eftir örlítll sýnisbrot, þýdd úr “Ávaxtarsöfnun” han.;. Bók, sem hann hefir nýlega birt á enskri tungu. I. “Yðar hátign,” birti þjónninn konunginum, “Narottara hinn helgi hefir aldrei sýnt það lítllæti að ganga í yðar konunglega musturí. ’ ’ “Hann er syngjandi guðsdýrð undir trjánum meðfram veginum. Musterið er tómt af dýrkendum. ” “peir flykkjast saman kringum hann eins og hunangsflugur utanum livítt lótusblóm, gefandi ei gaum hunangs krukkunni.” “Konungurinn, gramur í sinni, fór til staðarins, þar sem Nor- attam sat í grasinu. ’ ’ “Hann spurði hann: “Heilagi faðir, hví yfirgefur þú musteri mitt með gullna hvolfþalcinu og situr hér í duftinu úti að prédika elsku guðs?” “Sökum þess að guð er eigi í musteri þínu,” svaraði Narottam. Konungurhm lét brýmar síga og sagði: “Veist þú að tuttugu miljónum gulls var eytt til þessa völundarsmíðis og það guði helgað með kosnaðarsömum helgisiðum?” “Já, eg veit það,” svaraði Narottam. “pað var árið það, þegar þúsundir fólks þíns, hvers bæir höfðu brunnið, stóðu við dyr þínar og báðu árangurslaust um hjálp. Og guð sagði: “ Yeslingurinn, sem eigi getur veitt bræðram sínum skýli, byggir hús handa mér.!” “Og liann valdi sér stað með hinum hælislausu undir trjánum meðfram veginum. ‘ ‘ Og þessi gullna loftbóla er snauð af öllu nema heitri stærilætis- ;-ufU.” Konungurinn lirópaði í reiði sinni: “Yfirgef þú land mitt.” Stillilega sagði hinn helgi maður: “Já, rek mig í útlegð þangað sem þú hefir rekið guð minn. ’ ’ II. Tulsidas, skáldið, ráfaði í djúpum hugsunum meðfram (^inges- fljótinu, um stað þann, er þeir dánu era brendir. Hann fann konu eina sitjandi hjá líki eiginmanns síns, klædda giftingarskrúða. Hún stóð á fætur er hún sá hann, hneigði sig og mælti: “Leyf mér, meistari, með blessun þinni að fylgja manni mínum til himna.” “Hvað liggur á, dóttir góð?” spurði Tulsidas. “Er ekki þessi jörð einnig hans, sem himninn skóp?” Til himna langar mig ekki, heldur að komast til mannsins míns, ’ svaraði konan. Tulsidas brosti og sagði til hennar: “Farðu héim til þín aftur, barnið mitt. Áður en mánuðurinn er úti muntu fimia mann þinn.” Konan gekk heim í glaðri von. Tulsidas kom til heimar á hverjum degi og kendi henni að hugsa göfugar hugsanir, þar til hjarta liennar fyltist háleitri ást. pegar mánuðurinn var tæplega liðiim, komu nágrannar hennar til hennar og spurðu: Kona, hefir þú fundið mann þinn?” Ekkjan brosti og sagði: “Já, það hefi eg.” Ákafir spurðu þeir: “Hvar er hann?” 1 hjarta mínu er herra minn,” svaraði konan. BITAR Flýr til Hollands liorngrýtið, hatur fylgir þjóða; flestir óska’ að fúlmennið fái refsing góða. G. pað sem heima vinsæld veitti verst er fótakefli hér: Félagsheillum fremst að skeytti, framsókn nýt var hugþekk mér; að eg meining mína sagði mönnum skírt, ef um var frétt, og til mála alira lagði aðeins það sem hugði rétt. J. J. Löglega afsakaður. Eg er “bissí” sem þú sér, en seinna máske heilsa’ eg þér. Eg er að tala við enskan mann og ætla að reyna’ að “plísa hann.” H. “STEPHAN G. Með Bita þrammar berserkur, Að brögnum hramma vegur, 1 hróðrar gjammi hundsterkur, Hreykinn og gammalegur.” G. H. í “Kringiu” Seyrður allur svipurinn, Seiminn karlinn dregur, “Kvinglu” galla-gripurinií, G(rautur) H(alialegur.) Stephan G.— “Gadd og byl sem gerir skil Grimdar þylur ljóðin.” O. T. J. í “Kringlu” “Getur ekki Heimskringla gamla of- urlítið gengið í endurnýjungu lífdag- anna? Hún má ekki tapa hylli fólks- ins ; sú var þó tiðin að hún hafði veg mikinn.” Heimskringla, 7-11-18 Sjálfs þíns vegna ættir þú alvariega að íbuga hvað mikils virði það er fyr- ir þig að fá llobberiin föt bú- in til eftir máli föt búin til úr úi-vals Enskri ull, sniðin og RAUNBÖTIN. Fella þyrfti, í þessum róstum, “þetta svona” tár á mann, Og “o’ní kaupið” kenna í brjóst’um “Kringlu” fyrir-----ritstjórann. Stephan G.— í — Hreinskilnislega og krókalaust lýsir ritstjóri Voraldar því yfir að hann hélt og heldur að séra Rögnvaldur Péturs- son hefði skrifað greinina í Kringlu, | sem nafnlaus kom fyrst, en síðan voru J gefnir stafimir “G. H.” Sé það rangt til getið þá verður G. H. auðvitað nógu drenglyndur til þess að birta fult nafn sitt til þess að vér getum leiðrétt mis- skilningln — þangað til það er gert skiftum vér ekki um skoðun — “Vér bfðum og sjáum hvað setur.” VESTLENSKA. Aglo—“það var svo sorglegt að tár- urnar rundu niður eftir kinnununr. á mér.” ií ) 't' Sennah:—“Eg fæ stingi í ‘hjövturaar’ að hlusta á þig góða.” E= saumuð af beztu klæðskerum sem hægt er að fá. Búin til eftir máli. $30 tíl $75 THE HOUSE OF HOBBERUN LTD. T ailors to the Canadian Gentleman 350 Portage Ave.

x

Voröld

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Voröld
https://timarit.is/publication/221

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.