Voröld


Voröld - 19.11.1918, Page 5

Voröld - 19.11.1918, Page 5
'Winnipeg, 19. nóvember, 1918 VORÖLD Bls. 5 III. RÆÐARARNIR. Heyrir þú heldunurnar , fjarska, lirópiþ mitt í bálflóðum og eitur mökkum.—Skipstjórans kall í stýrimann að snúa skipinu að ónefndri strönd, því sú stund er úti—staðnaða stundin í höfninni— par sem sami, gamli vamingurinn er keyptur og seldur í endalausri hringferð, par sem dauðir hlutir hnígast saman í tæming og tómleika sann- leikans. peir vakna óttaslegnir og spyrja: "Félagar, livað sló klukkan? Nær kemur afturelding ? ” Skýin hafa máð burtu stjörnurnar. Hver er það þá, sem getur séð vísifingur dagsins? peir hlaupa út með árar í höndum, rúmin eru tóm, móðirin biðst fyrir, konan heldur vörð við dyrnar. Skilnaðarkvein stígur til himins og rödd skipstjórans hljómar í dimmunni: “Komið sjómenn, því stundin í höfninni er úti!” Alt svarta bölstreymið í heiminum flæðir yfir árþakka sína. samt, ræðarar takið stöðu yðar með sorgarbles^uninni í sálum yðar! Hverja ásakið þér bræður! Beigið höfuð yðar niður! Syndin hefir verið yðar og vor: Vaxandi hiti í guðshjartanu um aldir— Hugleysi veikleikans, hroki styrkleikans, græðgi auðsældarinnar feitu, hatur þess móðgaða, ættardramb og mannníðsla— hefir sprengt guðsfriðinn og brotist fram í ofviðri. Látum skruggurnar tvístrast, fellibylinn brjóta hjartað í agnir eins og þroskaðan fræbelg. Hættið ofsa lastmælginnar og sjálfshælninnar, og með þagnarrórri bæn á enni haldið til strandarinnar ónefndu. Á hverjum degi höfum vér kynst syndum og sot'gum og dauðann þekkjum vér; þær svífa yfir jörð vorri eins og ský, hæðandi oss með snöggum eldingar hlátrum sínum. Alt í einu hafa þær stansað og orðið að undri Og menn skulu standa frammi fyrir þeim segjandi: “Ófreskja! Vér óttumst þig ekki, því hvern dag höfum vér lifað til að sigra þig, og vér deyjum í þeirri trú, að friður sé sannur, að gott sé satt, og sönn sé alveran eilífa, eina.” Bf ódauðleikinn býr ei í hjarta dauðans, ef spekin glaða blómgast ei sprengjandi af sér sorgarsliðrin, ef syndin deyr ei af opinberun verka sinna, ef hrokinn brotnar ei undir byrði sæmdarverkja sinna, hvaðan kemur þá vonin, sem knýr þessa memi frá heimilum sínum, eins og stjörnur flýtandi sér í dauðann í morgunljósinu? Skal gildi píslarvottablóðsins og móðurtáranna týnast algjörlega í dufti jarðarinnar og megna.ei að kaupa heiminn fyrir verð sitt? Og þegar maðurinn sprengir af sér dauðeya takmörkin, opinberast þá eigi á sömu stundu liin ótakmörkuðu? IV. Skýið sagði við mig: “Ég hverf.” Nóttin sagði: “Ég sekk í aftureldinguna. ” pjáningin sagði: “í djúpri þögn verð eg eftir sem fótspor hans. “Eg dey inn í fullkomnunina, ” sagði líf mitt við mig. Jörðin sagði: “Ljós mitt kyssir hugsanir þínar sérhvert augna- blik.” “Dagamir líða,” sagði ástin, “en eg bíð eftir þér.” Dauðinn sagði: “Eg sigli lífsbát þínum yfir um sæinn. ” Þegar dimmast er pegar dimmast er, verður ljósþráin sterkust. pað er eins með mannshjartað og baðstofurnar. pegar rökkrið breytist í nótt, er kveikt á lampanum, og þörfin kveiltir ljósið í mannssálinni á sama hátt. Og ljósinu fylgir birtan og myrkur eyðingin, hugsvölunin og harmléttirinn. Bitt af ljósum mannkynsins frá alda öðli hafa ljóðin verið. Mismunandi þó, eins og mannflokkamir hafa verið, sem smíðuðu þau og sungu- Áður en styrjöldin mikla skall á, má með sanni segja að ljóða- listin væri ekki höfð í neinum hávegum í Canada. Hún fór fyrir ofan eða neðan garð hins mikla starflífs hér. Atti hvergi við og hvergi heima. Eitt enskt blað, hérlent, komst svo að orði nýlega, “að flestir hinna yngri mann hefðu eins vel viljað verða uppvísir að grísa-þjófnaði og því að yrkja ljóð.” “Menn skeyttu ekki skáldskap. Mjög fáir lásu beztu ljóð ágætis skáldanna, sem fyrrum voru uppi og þá lesin og lærð. pað var álítið veikleika- og gagnleysis-merki hjá hverjum þeim, sem sást vera að lesa kvæði.” Sama blaðið segir að þetta sé að breytast. Stríðið—þessi ægi- legi biltingameistari—hafi hreyft við hugsun þjóðarinnar á mörgum íymdum og vanræktum svæðum. par á meðal ljóðunum gleymdu. Og nú virðist, sem endurkoma ljóðástarinnar, sem eitt sinn var svo sterk hjá engil-saxneska flokknum, sé í vændum. — í myrkrinu þrá menn ljósið. Fyrirlitningartízkan er hrunin til grunna í stormviðri sorga þús- undanna. Ljóðin—þessi lykill að fólkshjartanu, hangir eigi lengur á ryðguðunx nagla úti í ruslakofa. pjóðin þarf hans með. pjóðþörfin sem he.fir knúð hana til að taka liann ofan af naglanum, og bera hann á brjósti sér og opna með honum hjarta sitt móti ijósinu. pað fer eftir menningarstigi og tilfinningu hvers og eins í hvaða tegund skáldskaparins hann finnur hughreysting og hjartasvölun- En á öllum öldum hafa þjóðirnar í þyngsta harmi sínum, snúið sér að ljóðunum. Jafnvel hin lítilmótlegustu kvæði, frá sjónarmiði listar- innar, hafa fært frið og fögnuð og samkend í hjörtu þúsundir manixa, ha.fi þau haft það eitt sér til ágætis, að snerta “rétta” strenginn— hinn sameiginlega sorgarstreng þjóðarinnar. Ekld eru þau öll beysin engil-saxnesku kvæðin sem birtast urn stríðið. pað er öðru nær þótt einstöku séu góð . En þau eru lesin og sum lærð og sungin. Og þótt mörg þeirra séu óþroskuð að hugsun og einfaldleikinn sjálfur, þá finna þau bergmál í þjóðar- hja.rtanu, því allir skilja þau og geta notið þeirra. Og sannleikurinn, sagður með orðum hérlends ritstjóra, er sá, að “þorri fólks gæti eigi skilið nokkuð það, sem væri sannur skáldskapur ef það birtist ekki í hinni allra einföldustu mynd. ” En aðal atriðið er, að Canada þjóðin hefir snúið huga sínum að ljóðunum, þegar sorgin og dauðinn börðu á dyr þúsunda heimila. Og verði hún ljóðelsk þjóð, þá eignast hún ljóðmeistara, sem hún lærir að skilja og “fylgjast með,” þegar sá tírni kemur—þörfin býr hanr. til. Um Islendinga hefir það verið sagt að þeir væru fljótir að læra, það sem fyrir þeim væri haft. Enginn efi er að minsta kosti á því, að beinlínis eða óbeinlínis, og líklega hvortveggja—hafa þer orðið fyrir hérlendum áhrifum, livað lítilsvirðing ljóða snertir.—peir af þeim hér, sem enska heiminum og hugsunarhættinum hafa kynst. En fylgjast þeir nú með Canada-þjóðinni ? Finna þeir þörfina? Hafa þeir opnað hjarta sitt móti ljósinu—ljósi fegurstu ljóða sinnar eigin þjóðar? í framtíðinni Nú, þegar friðurinn nálgast og styrjaldarskuggarnir færast í baksýn, rennum vér björtum vonaraugum móti framtíðinni. 1 framtíðinni ætlum vér að verja lífi voi*u og kröftum til þess, að fyrirbyggja það að fyrirkomulagið í mannheiminum geti nokkurn- tíma orðið eins og það var og varð ái'ið 1914. I framtíðinni viljixm vér allir—einn fyrir alla og allir fyrir eirxn —stuðla að því eftr megni, að landsmál og þjóðmál hvers lands og hverrar þjóðar, verði almennings eign undir yfirráðum fólksins sem í iandinu býr—þjóðarinnar allrar. 1 framtíðinni verður, ef eigi á illa að fara, að myndast öflug sam- einnig með veitendum og þyggendmn vhmunnar. Allir að starfa að- eins einum drotni—landinu sem þeir lifa í. Frá hinum æðsta til hins lægsta starfsmaims þjóðarinnar, verða allir að vera þjónar þeirrar þjóðar, sem þeir búa meðal eða telja sína eigin þjóð, og um leið sameigendur hennar. í framtíðinni verður enginn einstaklingur né félög til, sem þjóðin veitir einkaleyfi á að stjórna samgöngutækjum sínum og öðr- um almennings nytjum, er getur svo sett, notun þjóðarinnar eins háa, en verkgjald hennar eins lágt og því sýnist. pví af þessu heimsku fyrii’komulagi stafa verkföllin ægilegu, sem enn liafa eigi sýnt sínar verstu hliðar, en eiga það óefað eftir, ef eigi verður breytt til í tíma. <í framtíðinni viljum vér uppræta þá óskrifuðu skoðun, að guð hafi skapað ríka manninn og valdhafann í sinni eigin mynd, en snauða manninn, valdlausa í mynd einhvers annars. Djúpið sem hinn fyr- nefndi hefir grafið milli sín og sambróðursins fátæka verður að brúast í framtíðinni, ef sameining.allra hinna beztu krafta þjóðanna á að fást til að byggja upp löndin betri og fegri en áður. Ef syndir feðranna eiga ekki að koma oss í koll og öll fómin að hafa orðið fyrir gýg- En vér treystum framtíðinni. Margt liggur nú brotið, sem að vísu aldrei verður bætt. Sárin mörg, sem gróa munu seint og illa. En tíminn er máttugur læknir. Flýtum öll fyrir breytingunni til bóta. Breytingunni sem leiðir til meiri mannréttinda, meiri lífsgleði þjóð- anna, og um fram alt meira andlegs og líkamlegs sjálfstæðis fjöldans. Verum öll trúir þjónar í þjónustu framtíðarinnar—undir nýjum himni á nýrri jörð. EATON’S HAUST OG VETRAR TheAvenue of Economy KAUPIÐ ÚR EATONS VERÐSKRANNI Þessi JÓL WTWWIWr: ■ • -(T-TK, .aiSJKŒBEa* Þetta eru dagar sparseminnar. Ekki að eins sparsem* i einu efni, heldur og í öllum mögulegum tilfellum. — Faerri ónýtar gjafir verða gefnar um þessi Jól. En nota- drýgri og stæðilegri gjafir verða nú gefnar en áður hefir tíðkast. Þér munuð strax hugsa til EATON’S Verðskrárinnar, þá kaupa þarf jólagjafir, því að þar eruð þér vissir að finna bæði nothæfar og fagrar og um leið ódýrar vörur.—Það eru margir hlutir skráðir í EATON’S Verðskránni, sem mjög hentugir eru fyrir fjöl- skyldu yðar, og þeir hlutir munu þakksamlega þáðir, og með endingu sinni og fegurð ávalt minna á gefandann.—Og það er þægilegt að verzla í EATON’S Verðskránni. Póstspjald, penni og fáar mínútur er alt og firrir áhygjum og vanda. Reynið það í ár. Ef þér hafið ekki Verðskrá, þá sendið eftir henni í dag. T. EATON C°L LtMITEO

x

Voröld

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Voröld
https://timarit.is/publication/221

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.