Voröld


Voröld - 19.11.1918, Qupperneq 6

Voröld - 19.11.1918, Qupperneq 6
Bls. 6 VOEÖLD Winnipeg, 19. nóvember, 1918 La Bretonne Bftir C. A. André Theuriet Nóvember kveld, og skuggarnir voru að iengjast á Sankti Katrínar degi, er' dynar opnuðust á A.u berive fangahúsinu til að hleypa út kvenmanni, á að ætla, þrjátíu ára að aldri, klæddri gömlum slitn- um kjól rneþ lérefts húfu á höfðinu, er setti ein- kennilegan blæ á hið föla andlit og þrútnu, sjúklegu uppblásturs fituna er mataræði fangelsisins höfðu orsakað. Hún hafði verið fangi sem nú var látin laus og sem hinir fangamir nefndu La Bretonne. pað var nákvæmlega sex ár síðan fangavagninn hafði flutt hana til betrunarhússins-Hlún var dæmd fyrir bamsmorð — Og nú, í hennar fyrri görmum, með þessa fáu aura í vasanum, er skrifstofu þjónínn hafði gefið henni, var hún aftur frí óg frjáls og hafði vegabréf stílað til Langres. En ferðavagnimi til Langres var löngu farinn. Hnipin og afkáraleg lagði hún leið sína til aðal gistihúss bæjarins, og með skjálfandi röddu bað hún sér skjóls fyrir nóttína. Gistihúsið var margn.ent, og gestgjafinn, sem ekki vildi hýsa “Einn af þessum fuglum þarna að handan” ráðlagði henni að leyta fyrir sér á veitingahúsinu í útjaðri þorpsins. La Bretonne hélt þangað, titringurinn ágerðist, og ennþá afkáralegri en áður, barði hún að dyrum á veitingarhúsinu, sem í sjálfu sér, var ekki annað en nokkurskonar matreiðsliibúð, mestmegnis fyrir verkamenn. Veitingakonan leit hana einnig með ýmugust og augnaráðið virtist segja: “Nýsloppin fangi.” Að lokum neitaði hún með þeirri afsökun að hún hefði ekkert rúm handa henni. La Bretonne þorði ekki að halda fast fram beiðni sinni, með drjúpandi höfði hélt hún lei'ar sinnar—En inst í sálu hennar reis og ágerðist óljóst hatur gagnvart þessum heimi sem þannig kastaði henni frá sér. Fyrir henni lá ekki annað en fara fótgangandi til Langres. Um lok nóvember mánaðar kemur nóttin snögg- lega. Og brátt var La Bretonne vafin rökkrinu, á gráleitum veginum með skóg á báðar hliðar. Norðan vindurinn blés ægilega, þyrlaði upp dánum laufun- um og fylti nasir hennar og augu með reki. Eftir sex ára einveru og kyrsetu voru vöðvarnir hnýttir og stirðir og fætur hennar, vanir víðum við- arskóm særðust undan nýju stígvélunum. Hún hafði gengið nokkrar mílur eg fæturnir þjáðu hana —hún var uppgefin; og lét fallast titrandi ofan á grjótarhrúgu meðfram veginum, spyrjandi sjálfa sig hvort hún mundi nú farast af kulda og hungri þessa dimmu nótt, í þessum nístandi vindi, sem virt- ist fara gegnum merg og bein. Alt í einu, í cinstæ ðin gskap næturinnar, fanst henni hún heyra, hæga og milda tóna syngjandi raddar — Hún hlustaði — og henni bárust hinir inni- legu, en tilbreytingarlitlu söngvar, sem sungnir eru til að hugga bpm. Hún var þá ekki ein ! Hún barðist við að komast á fætur og í áttina þangað sem röddin kom frá, og þar á vegamótijm sá hún rautt ljós skína á milli trjágreinanna. Fimm mínútum síðar var hún fyrir framan lítinn kofa úr moldar veggjum; torf þakið lá uppvið klett; úr glugganum hafpi skinið hinn leiðandi geisli. Með kvíða í hjarta ákvað hún að berja að dyr- um. Söngurinn þagnaði þegar og kona kom til dyra, bænda-kona, engu eldri en LaBretónne, en föl og gamal-leg vegna ofreynslu. Upphlutur hennar var götugur, og í gegnum götin mátti sjá í óhreint hör- undið; rauða hárið stakst úfið framundan saurugri húfunni og gráu augun störðú með undrun á gestinn og á apdlitið sem hafði eitthvað svo, tilfinnanlega einmanalegt við sig. > “Gott kveld!” sagði hún, um ieið og hún lyfti enn hærra hinum snarkandi lampa sem hún hélt á- “Hvað er þér á hjarta?” “Mér er ómögulegt að halda áfram--------” hálf- hvíslaði La Bretonne, og röddin varð óskýr vegna grátekka; “bærinn er langt í burtu, og ef þú getur hýst mig í nótt, þá gerir þú mér greiða...... .Eg hefi peninga, og eg skal borga fyrirhöfnina. ” “Kom,” svaraði hin, eftir að hika í nokkur augnablik. “En því,” hélt hún áfram, og rödc'in lýsti fremur forvitni en tortryggni, “svafstu ekki að Auberive?” \ “peir vildu ekki hýsa mig, ” Bláu augun féllu, hún var gripin af beiskum efasemdum. “Af— af því eg kem frá Maison fangelsinu. ” % “Svo—! Frá^Maison fangelsinu—! það gild- ir einu—kom—Eg hefi ekkert að óttast því eymdin er það eina sem eg þekki. Eg gæti heldur ekki sam- visku minnar vegna úthýst nokkra kristna mann- eskju á sljkri nóttu. Eg get látið þig hafa rúm að hvílast í og ost að borða. Og hún dró framundan þakskegginu þornað lyng, breiddi það út eins og rúmfleti í horninu hjá erineldinum. “Býr þú hér ein?” spurði La Bretonnc feimnis- lega. “Já, með barninu mínu, nú á sjöunda árinu. Eg vinn fyrir okkur með því að strita í skóginum.” “Maðurinn þinn er þá dáinn?” “Já,” sagði hin snarplega. “Bamið á engan föður. I stuttu máli, hver á sína sorg! En kom, tak stráin og tvær eða þrjár kartöflu, leifar af kveld- matnum. pað er alt sem eg get boðið þér—” Bamsleg rödd kallaði á hana úr dimmum kima, sem viðarþel aðskildi frá herberginu. ‘Góða nótt!” sagði hún. “Bamið grætur; eg verð að fara, en sofðu vel! ’ ’ Hún tók lampann og fór inn í kimann og skildi LaBretonne eftir til að hjúfra sig upp í myricrinu. Hún lá á rúmfletinu eftir að hafa snætt kveld- verðinn og reyndi að loka augunum. En henni varð ekki svefnsamt. Gegnum þunnan vegginn heyrði hún móðirina tala mildilega til barnsins, sem koma gestsins hafði vakið, og nú vilcli ekki sofna aftur. Móöirhi huggaði það með ástúðlegum orðum sem einhvem vegimi einkennilega ónáðuðu La Bret- onne. pessi eðlilega og einfalda viðkvæmni virtist vekja truflandi móðurlegar tilfinningar í sálu stúlk- unnar sem hafði verið dæmd fyrir að deyða hið ný- fædda afkvæmi sitt. “Ef ekki hefði farið svona illa fyrir mér,” hugs- aði La Bretonne, hrygg í anda, þá mundi það nú jafn gamalt þessu barni.” Við þá hugsun og óminn af bamsröddini, virt- ist veikinda hrollur fara um hana alla; eitthvað milt og viðkvæmt vakna í hinu sýrða hjarta, og vaxandi þörf fróandi tára. “En kom, kom, elskan mín litla,” sagði móðir- in. “pú verður að sofna! Og ef þú verður gott barn og gerir eins og eg bið þig, þá skal eg fara með þig á Sankti Katrínar sýninguna á morgun. ’ ’ “Bama viðhöfnina mamma; bama viðhöfnina, áttu við það.” “Já, engillinn minn, það er fyrir böm.” “Og dagurinn þegar hin góða Sankti Katrína færir bömum leikföng, mamma?” ‘ Stundum—Já. ” . “Hversvegna færir hún okkur ekki leikföng, memma?” “Ef til vill, af því við eigum heima svo langt í burtu, og við—erum fátæk.” “Færir hún þau aðeins til ríkra barna, marnma? En því, mamma, því það—segi eg—? Mér mundi þykja væntum að fá leikföng.!” “Æ, góða! Einhvemtíma kanske, ef þú verður mjög góð — ef til vill í nótt ef þú verður þæg og sofnar fljótlega. ” ‘‘Eg skal gera það, mamma, undireins, svo hún komi með þau á morgun. ” Litla röddin þagnaði; síðan löng kyrð, og svo jafnir, langir og léttir andadrættir. Bamið var sofnað að lokum—og móðirin einnig En La Bretonne svaf ekki! Tilfinning, bæði bitur og viðkvæm barðist um í brjósti hennar, og hún liugsaði meira en nokkru sinni fyr um hinn Ijúfliuginn litla sem þeir sögðu að hún hefði myrt. þannig leið nóttin framundir afturelding. Móðirin og barnið sváfu ennþá, en La Bretonne var komin á kreik og út, hún leynilega hraðaði ferð sinni áleiðis til Auberive og hægði ekki á sér fyr en mótaði fyrir fyrstu hús þorpsins. Áður en langt um leið var hún komin inn á hið eina stræti bæjarins. Hún gekk hægt og leit fullum augum á öll nöfn verslananna. Og að lokum virtist ein þeirra vekja athygli hennar. Hún barði á gluggahlerann sem innan skams opnaðist. pað var auðsjáanlega vefnaðarverslun, en það voru einnig glingur og barnaleikföng í glugganum — fátækleg, hégómleg smáræði,—pappírs-brúða, örkin hans Nóa og loðin kind úr viði! La Bretonne keypti þau öll, til undrunar verzl- unarmanninum, borgaði og fór út. Hún hafði tekið veginn til kofans í skóginum, þegar alt í einu þung hendi hvíldi á herðum hennar. Og hún sá fyrir framan sig lögregluþjón. Hin óhamingjusama hafði gleymt því að slept- um föngum væri fyrirboðið að flækjast í nánd við fangelsið. “pú ættir að vera í Langres nú, í stað þess að slæpast hér,” sagði lögregluþjónninn óþýðlega. “Kom, áfram, þessa leiðina! Á veginn, á veginn, heyrirðu! ’ ’ Hún reyndi að útskýra, en árangurslaust. Flutningsvagn sem fram hjá fór var þegar fenginn til notkunnar, henni varpað inn í hann, og undir um- sjón lögregluþjónsins var LaBretonne enn einu sinni á leið til Langres. Yagninn skrölti í frosnum hjólförunum. Með lopnum fingrunum og dauf í anda hélt hún fast utan um leikföngin. Alt í éinu, við krók á veginum, kannaðist hún við slóðann í gegnum skóginn. Hjarta hennar sló ótt og títt. Hún bað lögregluþjóninn um að hinkra við, rétt í nokkur augnablik, því hún hefði erindi viú LaFleuriotte, konuna sem þar ætti heima. Ilún sárbændi hann með svo miklum ákafa að lögregluþjónninn, sem í rauninni var hjartagóður maður, lét undan. pau bundu hestinn við tré og héldu svo eftir slóðanum. Fyrir framan dyrnar var La Fleuriotte, og hjó þar viðinn í tilætlaða smálimi. Hún starði með munninn opinn og hangandi höndum á gestinn koma aftur ásamt lögregluþjóni. “Uss!” sagði La Bretonne, “Uss! Ijúflingurinn litli—sefur hann ennþá?” “ Já,—en— “Hér eru þá þessi leikföng—legg þau á rúmið og segðu henni að Sankti Katrína hafi komið með þau. Eg fór til Auberive eftir þeim, en það virðist, sem eg hafi ekki haft oeinn rétt til að gera svo, og nú eru þeir á leið með mig til Langres. ’ ’ “Heilaga Guðs móðir!” kallaði La Fleuriotte upp í undrun sinni. “Uss! Vertu róleg, eg bið þig!” La Bretonne, ásamt móðirinni, færði sig nær rúminu og breiddi brúðuna, örkina hans Nóa, og Joðna viðarlambið, á rekkjuvoðina, tók svo beran arm barnsins og lagði yfir lambið, og snéri sér síðan við brosandi. “Nú,” sagði hún og talaði til lögregluþjónsins, sem í áka-fa núði sig um augun,—pau virtust frost- bitin—“er eg tilbúin: Yið getum farið !” J. G. Hjaltalín. Pólitískur friðor Pólitíska andrúmsloftið hefir verið óvenjulega mollulogt og hreifingar lit- ið nú um tíma. Má í fljótu hragði svo sýnast sem fólk hafi nú loksins fengið það stjórnarfyrirkomulag í landl hér, sem allflestir séu harð ánægðir með. DagblöSin hafa látið það óspart klingja að flokkapólitík væri nú ekki >engur til pólitiskur þroski landsins væri nú vax- inn henni langt yfir höfuð. Hana hæri nú að leggja inn á forngripasafn stjórn mála sögunnar, þar sem eftirkomendur vorir gætu haft hana fyrir augum, og forðast svo syndir og misstígin spor forfeðra sinna. Hefir tíðast verið bent á hið dýrð- lega fordæmi: Union stjórnina. þar, sem hinir “vitrustu og beztu” menn af öllum flokkum hafi tekið höndum sam- an til þess að bjarga þjóðinni og ‘vinna stríðið’. Hæðst hefir þetta þó hljómað frá þeim blöðum, sem áður hafa fylgt hinni frjálslyndari stefnu. Er það ekki und- árlegt því þau blöð hafa haft meira að afsaka við alþýðumanna. pað voru hin svonefndu frjálslyndu blöð, og þeir menn sem þau fylgdu að málum, sem lítillækkuðu sig þegar samvinnan tókst pað voru þeir sem með bognum knjám og berum höfðum, gengu yfir um til afturhaldsmannanna og sögðu: “mín er æran yðar er lítillætið.” Pólitískar deilur og flokkadrættir hafa ýmislegt ilt í för með sér en póli- tískur friður gctur einnig verið of dýr- keyptur. Og hvers eðlis hefir hann verið “friðurinn” sem hvílt hefur yfir okkar umhverfi. Er undirstaða hans sú meðvitund manna að þeir fái nú að njóta frelsis og réttlætis í eins ríkum mæli og kringumstæður leyfa, og að málum vorum sé stýrt i hið æskileg- asta horf? Mun ekki heldur vera sú ástæðan að þeir sem aðrar skoðanir hafa eigi lítinn kost á að láta til sín heyra; stór blöðin öll hafa verið á bandi stjörnar- innár, og eru enn, nema ef vera skyldi hið nýendurfædda Winnipeg Telegram Annað er það að stjórnin hefir bann- að alla stjórnar athafna gagnrýni, og haft með henni athugult eftirlit eftir því sem kringumstæður hafa leyft Getur það verið að canadískir borg- arar séu ánægðir með að hafa löggjöf- ina í höndum ráðherra samkundunnar? Ef svo er, því þá ekki að "leggja af” þingið? Getur verið að þeir séu á- nægðir með að fáta skjóta auðmönnum undan sköttum og skyldum þegar farið verður að hafa saman fé til að börga stríðskostnaðinn. Margt fleira mætti nefna. pað væri ekki úr vegi að menn færu að gera upp huga sinn í þessum sökum. Og hvað verður um flokkapólitíkina? Mun húh vera eins steindauð og sagt hefir verið í Union stjórnar blöðunum f pað stendur nú dálítið líkt á með frjálslynda flokkinn hér, eins og með Sjálfstæðisflokkinn heima, þegar hann klofnaði og partarnir flugust á um nafnið. peir sem yfirgáfu flokkinn og slóust í lið með afturhaldsmönnum vilja láta kalla sig “liberala” eftir sem áður. Munu ekki kjóscndur landsins mega eiga von á að sjá framan í þá aftur uppljómaða af ættjarðarást, með skjöl og skírteini fyrir því að nú séu þeir búnir að vinna stríðið. pessvegna vilji þeir ekki neitt meira hafa saman að sælda við “tollheimtumenn og ber- synduga” hafi aldrei verið ágætari en nú, eftir þann hreinsunareld göfugrar fórnfærslu sem þeir séu búnir að ganga í gegn um.' En hvað hafið þið um það að segja Iandar góðu? Ekki er alt sem sýnist Agætt meðal við hinum slæma sjúk- dómi, öfundsýliinni, er að líta í kring- um sig, og athuga hvernig öðrum farn- ast. Sá sem fylgir þessu ráði, mun fljótt komast að raun um að ekki er alt sem að ytra útliti er slétt og fágað, eins eftirsóknarvert og stundum sýn-' ist. Mörgum sinnum finnast á bak við hina ljósu og mest aðlaðandi staði, svartari skuggar en þeir sem við sjálf búum undir. Sá sem er óánægður hugsar: Nei, hvað þessl (eða hinn) hefir það gott; hvað alt sýnist heppnast fyrir honum, og allar hans óskir uppfyllast! Er hann þö ekki öfundsverður? Gættu nú í kring um þig og at- huga vel hvert hm sanna hamingja virkilega á þar heima; hvort friður og ánægja'eéu hans eða hennar l’örunaut- ar á lífsleiðinni. Sá sem þú öfundar er, ef til vill, rikur og í miklu áliti, en ágjam og hefir þess vegna enga ánægju af auð sínum, eða kannske þungsinna og eitrar fyrir sjálfum sér hverja gleði.— Mundi þig langa til að skifta við hann? Nei! Fjölskildan þarna í þessari fínu bif- reið sýnist vera brosandi og lánsöm. Dæturnar fallegar og vel klæddar alt sýnist vera fullltomið. En gættu nánar að. Fínheitin eru að láni. Sorgin og hræðslan við yfir- vofandi gjaldþroti leynist á bak við hin brosandi andlit og gjörir þennan fjöruga gleðilefk að kvöl. Og þarna, þessi laglegu hjón á há- degiskeið lífsins, fyrir þeim ætti ait að vera sólskin og gleði. pangað vogar sorgin sér ekki; þar er hrein ánægia. En hver veit hvað þau hafa að bera? Kannske mikið og margt. Hún er ótrú, en hann stórlyndur. Og hvað svo? Eyðilögð áform, og brotin ha}n- ingja skrjáfar sem glerbrot við fætur þeirra. —Og sjáðu þarna þetta heimilislíf, eins fagurt og innilegt, sem maður get- ur óskað sér. Glöð og skemtileg börn—blómlegar dætur og efnilegir synir—bfár himinn alt yfir.—Nei, ekki alveg. Dökk ský dragast upp, og eyðileggja alt; lundarlag móðurinnar og spilafýsn föðursins; skemtanafýsn og kæruleysi dætranna, og peninga- kröfur sonanna. —Og þetta hjónaband þama: Stofn- að af ást, segir fólk. pað ætti þó að vera ánægjulegt. Nei, ekki heldur þar.—Húsmóðirin er hugsunarlaus og eyðslusöm, og svo vantar hina stærstu blessun—börnin. pað eru bamlaus hjón sem þú sérð fyrir framan þig. þar sem alt gæti verið svo ljúft, eyði- leggur metorða þorsti mannsins heim- ilislífið. Konunni finst hún vera sett til hliðar, vera einmana og gleymd, við ákafa mannsins að komast í hærri stöðu. En þessi ríki ógifti herra 'þarna, sem getur uppfylt allar óskir sínar sem peningar geta veitt. Hjarta hans er tómt; lífið hefir aðeins fært honum vonbrigði. Kvenfólk sumt, sem er óbundið get- ur lifað þægilegu lifi, og það virðist stundum sem svo sé. En ætii )>að Sé nú altaf? ó, nei, hin dimma nótt, er oft þögult vitni að bitrum tárum yfir brostnum vonum og eyðilagðri æfi. Stundum eru þetta sjálfskaparviti, stundum sorglegar tilviljanir, sem ör- laga nornin liefir varpað á veg okkar. Hver getur talið upp allar bær þús- undir af sýnilegum og ósýnilegum or- sökum sem eyðileggja frið og ham- ingju, eða allar þær ástríður sem búa í hjörtum mannanna og pínir þau og kvelur mitt í auðæfum og velgengi, svo þeim finnst þeir vera flak á velt- andi bylgjum. Gættu vel í kringum þig áður en þú öfundar aðra. Pað sem þér finst þig skorta, er kannské hægra að vera án, en að bera sorgir annara. fmvndaðu þér ekki að sá sem hefir mikið sé lán- samastur; hann mun kannské áður en hár hans grána tapa auð sínum og stöðu og saknar þess svo tvöfalt. Nei, hann er varla öfundsverður. Okkur hættir við af'> öfunda hver aðra eins og börn sem fljúgast á um spilapeninga og myndir úr gylturn pappa; bara allir vildu hugsa sem svo: Ég skal gæta vel að—pað er aðeins gyltur pappi, en ekki hreint gull. Pá mundi öfundin hverfa, og margir mundu brosa, og halda áfram og leita gullsins í sínu eigin brjósti. Gjörðu aldrei neitt sem er ljótt eða rangt, og þá mun lánið fylgj* þér. pýtt af "Jack.” Margir halda þvi fram að keisarinn og hclztu menn MiðvSldanna ættu ekki að vera látnir leika lausum hala. Mcnn er hafa staðið á bak við önnur eins ódáðaverk og morð hjúkrunar- konunnar Edith Cavell og fyrir mans- líf þau er fórust þá er Lusitaniu var sökt. Vilja þeir láta dæma þá fyrir morð. 1 borð, kommóðu, bókaskáp eða stólá sem þú hefir fengið frá ömmu þinni, há haltu trygð við það, verndaðu það og dubbaðu það upp þangað til það verður sem nýir munir; skreyttu það með SHERWIN-WILLIAMS Vamisn Stain \ Sem gerir munina þannig að þeir verða einkennilega fagrir og breyta gömlu svo að segja í nýtt. Gamlir húsmunir þurfa oft ekki annað en að vera þannis smurðir til þess að fá aftur sína frumlegu fegurð. Litir > fást af svo mörgum tegundum og með svo margskonar blæ að þeir breyta öllum viðartegundum. MAR-NOT á gólf, búið til á gólf sem má ganga á og dansa á ef þess þarf. Skemmist ekki þó vatn hell- ist á það eða húsgögn séu dregin eftir því. MAR-NOT er seigt, varanlegt og alveg vatnshelt, þornar á 8 klukkustundum, verður dauft þegar það mætir núning, liturinn er ekki áberandi, mjög góður á harðviðar- gólf. SCAR-NOT á húsgögn og viðarverk; hefir orðið til þess að snúa þúsundum kvenna til þess að líta eftir heimilum sínum. pær nota SCAR-NOT til þess að gera húsgögn sín ný og falleg. Jafnvel sjóðandi vatn vinnur ekki á því. REXPAR, til utanhúss notkunar á hurðir og fleira—pað er alveg vatns- helt og verður aldrei hvítt hvað sem á gen gu,-r. Vér höfum fullar byrgðir af Sher- wyn-Williams mál og áburði. Spyrj- ið eftir litaspjöldum, verði eða hverju sem þér viljið og þuríið. Sveinn Björasson, Gimli i //

x

Voröld

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Voröld
https://timarit.is/publication/221

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.