Voröld - 04.02.1919, Side 3

Voröld - 04.02.1919, Side 3
Wiimipeg, 4. febrúar, 1919 VORÖLD. Bte. 3 PRESTSKONAN JÓLASACrA eftir Guðrúnu Lárusdóttur. peim liaf'ði orðið sundurorða og nú var hann farinn. Hún sat ein eftir í notalegu stof- unni þeirra, sem hún var búin að fága og prýða eins og hún mögu- lega gat, til þess að geta haldið sem allra hátíðlegustu fyrstu jólin sem þau voru í hjónabandi. Ilún hafði hlakkað til þeirra^ eins og barn, einkum hlakkaði hún þó tiJ þess að gefa manninum sínum myndina, sem hún hafði varið iöngum tíma til að sauma; það var mynd af snotrum bóndabæ, honum þótti svo vænt um sveitina, og var sjálfur fæddur og uppalinn í sveit. Hún var búin að setja kei*ti í margálmuðu ljósastikurnar, sem þau fengu í brúðargjöf hjá systr- um hans, alt átti að verða sem há- tíðlegast þessi fyi-stu jól á sameig- inlegu heimili þeirra, og þá þui*fti hann að fara að heiman! Hún éettist í hægindastólinn fyrir fram an arninn og virti herbergið fyrir sér. Húsakynnin voru að vísu hvorki vegleg eða mikil, en hér átti hún heima og hér lagði hún gjörva hönd að því að pi*ýða alt og fegra. Svo fór hún að hugsa um síðasta samtal þeiri’a hjónanna “pað er dáindis skemtileg staða þessi prestsstaða, ” hafði hún sagt þegar hún heyrði að það væri kom- inn maður til þess að sækja mann- inn hennar, til að skíra veik börn á pverá. ‘ ‘ pú færð ekld einu sinni að vera í friði á jólanóttina. Bless- aður farðu hvergi! pú getur skírt þessa krakka á morgun, þegar þú ferð til kirkjunnar. ” Harin var að láta hempuna og handbókina í töskuna sína á með- an hún lét dæluna ganga, “Og það sendir þér ekki hesta^ þú átt að fara gangandi, það er þó víst góð tveggja tíma ferð. Eg þakkaði fyrir í þínum sporum ! ’ ’ “Fátæklingar hafa ekki efni á að halda eldishesta, ’ ’ svaraði mað- ur hennar með hægð. “Gangfær- ið er ágætt, og það verður glaða- tunglsljós seinna í kveld. Eg flýti mér heim til þín, Anna mín, og* þá höidum við okkar jól,” og liann iagði brosandi handleggimt- utan um hana. , “pað verða skárri jólin þetta,” sagði hún afundin, “Eg hefði átt að hlakka ögn meira til þeirra. ” “Við verðum að hugsa um fleiri en okkur sjálf,” svaraði hann og klappaði henni á kinnina. “Ileld- urðu að mér hefði ekki þótt fult eins skemtilegt að mega vera heima hjá þér í kvöld, góða mín? En skyldustörf mín verða að sitja í fyrirrúmi fyrir eigin þægindum” “Jæja, blessaður farðu þá!” sagði hún stutt í spuna. “Eg hcld þú kimnir hvort, sem er bezt, við þig á kotbæjunum hérna,—minsta kosti talsvert betur beldur en heima hjá mér. ” pað var eins og hann Iieyrði þessi síðustu orð hennar eklri fyr en stundarkorni eftir að hún sagði þau, þá leit hann á hana alvarleg- ur í bragði: “pú skilnr mig ekki enn þá, elsku Anna mín !” sagði hann þá með hægð. “Eg kæri mig ekki uin að skilja þá menn, sem eru að vasast í öllu mögulegu, en tolla aldrei stundu lengur heima hjá sér, ” svaraði hún og bar ört á. “ pví segirðu þetta, kona” sagði hann alvarlegur, “þii veizt að eg vil það eitt, ef verða mætti að mér auðnaðist að hafa góð áhrif á safnaðarfólk mitt og leiða það nær Guði. A öðrum kosti hefði eg ablrei orðið prestur, og látið setjs mig hingað í afskekta sveit. iDg ’ issi hér af fólki, sem hefir fá tælr ifæi*i til þess að heyra Guðs orð; mig langar til þess að færa fólkinu orð Guðs, það er alt og sumt. Og þótt þú kallir preststöðuna leiðin- lega, þá heíir þó maður í þeirri stétt, ótal tækifæri fremur öðrum til þess að gleðja aðra.” Hann þagði um hríð. “pér hefir sjálf- sagt hálf-lciðst stundum, þegar eg hefi verið lengi burtu, en mundu þá, vina mín, hvaða málefni það er, sem þú leggur þetta í sölumar fyrir.” Unga frúin ypti öxlunji óþolin- móðlega. “Já, leiðst, hefir mér, það er satt,” sagði hún þóttalega. “ Viðbrigðin eru heldur ekki svo btil, að koma hingað úr fjölmenni og glaðværð,—eg veit svo sem að eg má hýrast innan um fólkið í baðstofunm, en það kæri eg mig ekkert um, og mér er ekkert vand- ara um á jólunum en endranÆr. “Bezta ráðið við leiðindunum væri það að kynnast fólkinu og* gjöra eitthvað fyrir það,” sagði maður hennar stillilega. “pú ætlast þó tæplega til þess að eg fari að prédika yfir því.” Hanri brosti. “ó, nei, ekki bein íínis. En hlýlegt viðmót og hjálp- fús bönd getur oft verið á við meðal prédikun. ’ ’ ‘“Fólkið hérna er svo fádæma leiðinlegt. pað er bæði fákunn- andi og klunnalegt.” “Prestskonan ætti þá að reyna að bæta eitthvað lír því,—það væri henni samboðið.” Hún mundi samtalið frá upp- hafi til enda; fyrst í stað þóttist hún hafa komist vel að orði, en nú fór hún að yfirvega orð sín nokk- ru nánar, og komst þá að þeirri niðurstöðu að sumt hefði betur verið ósagt, og óefað ógætilega talað af prestskonu. pví var löngum spáð fyrir henni að hún yrði prestskona, en hún liafði altaf þvertekið fyrir það, þangað til daginn, sem þan settu upp hringana. “Nú færðu ekld að dansa oftar, c’g’ nú verðurðu að sitja eins og* brúða í kirkju á hverjum sunnu- degi,” hvíslaði kunningjastúlka þá að henni. Hún tók ekki mjög' nærri sér að srnia baki við glingri og skemtun- um; úr því Einar áleit rétt að sneiða hjá því, þá var sjálfsagt að gjöra það, og hún gat ósköp vel gjórt það, honum til þægðar, að s’ija í kirkjunni, þangað til úti vgi*. Bún sinti því engu þó stöllur licnnar hentu gaman mð “siða- vendni” hans og sérgæðingshaitti, í ijda þótt lienni þætti stundum sjáifri nóg um. Og nú voru þau orðin bjón, þau hófðu gift sig' um haustið. Henni l.nfði liðið hverjum Meginum- bét- or, síðan hún kom að Grund. A! aðurinn hennar bar hana á höncl um sér. Ilúsfreyjan sá þeim fyrir tæði og þjónustu svo ekki átti hún annríkt að jafnaði. Bezta her- bergið fengu þau til íbúðar. En henni leiddist hvað maður- inti hennar var oft að heiman. pegar hún kvartaði um það við hann, sag'ði hann oftast: “Komdu með mér. Hjálpaðu mér til að húsvitja. Komdu til sjúkling- anna og þeirra sem bágt eiga,— hjálpaðu mér til að vera góður prestur.” pegar hann 'sagði þetta, fann hún jafnan til þess að hún hafði færst of mikið í fang, þegar hún varð prestskona. Henni varð lit- ið í spegil, sem hékk fyrir ofan legubekkinn. Var hún annars orðin nokkuð prestkonuleg? Speg- illinn sýndi henni góðlátlegt, kringlótt andlit, með djúpa bros- holu í annari kinninni. Dökk, fjörleg* augu sögðu hlæjandi: sérðu okkur ekki, hlæju'm við ekki enn þá? og dökkjörpu hárlokkarn- ir vöfðu hofuð hennar mjúkir og gljáandi. Nei, hún var ekki orðin vitund prestskonuleg enn þá. pær voru þó búnar að spá því, stöllurnar heima, að hún yrði ekki lengi að fá á sig “maddömu” svipinn. j Hún hafði ætlað sér að búast sínu bezta slcarti í kvöld, ætlaði að bjóða öllu heimilisfólkinu til kaffidrykkju; og hún ætlaði að vera kátínan sjálf, öldungu eins og hún væri aftur orðin ung neim- asæta, en þetta hlaut alt að íarast fyrir vegna þessarar barnsskírnar. Og fyrir bragðið átti hún cngin jól. pað setti að henni þunglindis- legar hugsanir og heimþrá, lieima var glatt á lijalla að venju, en hún var einstæðingur, sem var orðin viðskila við gleðina. Hún settist hjá glugganum og Iiorfði út. Veðrið var yndislega fagurt og nú var tunglið að gægj- ast upp fyrir f jallið gegnt bænum; bráðum glóði alt í fögru tungl- skini, sem minti liana á ýmislegt bæði nýtt og gamalt. “Komdu út” hvíslaði tunglskin ið. “teigaðu tárhreint loftið Hristu a!; þér mókið og loiðindin. Fáðu þér jólabirtu hjá okkur!” Og hún fann að hún varð að hlýða “Hvað ætli Einar segi, þegar hann mætir mér á förnum vegi?” hugsaði hún með sér, þegar hún var að fara í yfirhöfnina sína. Hún rataði auðvitað ekkert, en í svona bj^irtu veðrí var óriiögu- legt að villast, og alt, var betra en að sitja einsömul heima, og hún fór að hugsa um hve tómlegt og gleðisnautt lífið yrði, ef hann kæmi ekki heim aftur. Og hún sem hafði kvatt hann svo kulda- lega! Hún þurfti að finna hann sem allra fyrst, leggja hendur urii háls honum og biðja hann að fyr- irgefa sér. Hún hljóp í spretti ofan túnið, léttfætt eins og telpukrakki, svo hægði hún á sér þegar hún kom á þpóðveginn, og teigaði að sér tært vetrarloftið, en hraustlegum roða sló á vangann. Hún var ókunnug veginum, en hafði heyrt talað um að vegir skildust skamt frá Grund. pegar þar kom, vissi hún ekki livora leiðina hún ætti að fara, og* þótt tunglið lýsti eftir föngum, þá var unga prestskonan cngu nær. Hún réði það af að ganga heim að bæ, sem stóð í hliðirgii spölkom frá reginum, og spyrja þar til vegar. Hún drap að dyrum, en þegar enginn kom til dyra, gekk hún hik laust inn. pað lagði ljósglætu um rifu á hurð til annarar handar við bæjardyrnar og hún heyrði manna mál þar inni. “Eg vildi óska að einhvei* sencl- ist hanclan af bæjunum, til þess að hella upp á könnuna íyrir mig,” heyrði hún að sagt var fyrir innan Hún klappaði hægt á hurðina. “Kom inn,” var svarað, hún opnaði hurðina og- gekk inn í lítið en þokkalegt lierbergi. pau urðu 1 frekara lagi forvitin, gömlu hjónin í Koti, þegar velbú* iu kona í útlendum búningi gekk inn í baðstofu-kitruna þeirra og bauð gott kvöld. Látbragð henn- ar var eitthvað svo hressandi, rétt cins og tungsljósið sjálft og hreina loftið liti væri komið alla leið inn að fletununum þeirra, þar sem þau kúrðu hvort í sínu lagi. pau risu bæði upp við olboga og horfðu á gestinn eins og forvitin börn. “Hver er konan, ef eg má spyr- ja?” spurði gamli maðurinn, þeg- ar frúin var búin að heilsa þeim báðum með handabancli. Hún sagði til sín. ‘ ‘ Svo það er prestskonan okkar. Verið þér velkomin. Maðurinn yðar hefir oft glatt okkur með því að koma til okkar, og lesa fyrir okkur” sagði gamla konan. “Mað- ur kemst ekki orðið til kirkju. pað var mikill Guðs gjöf að fá hann í þetta bygðarlag. Hér er þörf á Guðs orði eins og* víðar.” “Guð blessi hann,” sagði gamli maðurinn, hátíðlegu’r í bragði. “Hann hefir margan aumingjan glatt,, síðan haðm kom hingað.” Frú Anna bar nú upp erindi sitt pau litu hvoi*t á annað gömlu hjónin. “Nei, það er engin leið að ljá yður fylgd, ” sagði gamli maðurinn, “og við getum tæpast sagt yður svo greinilega til vegar að það dugi, því það er hálf vand- ratað yfir ár-skömmina. Öllu er óhætt fyrir kunúuga, en ókunnug- ir mega vara sig* á henni. ” “Við erum nú ein í kotinu,” sagði gamla konan, “dóttir okkar fór yfir að þverá til þess að hjálpa henni Jórunni með veiku börnin, þess vegna eru nú jólin okkar í daufar lagi. Og Jói litli ætlaði að hjálpa Jóni við hirðinguna, á meðan hann fylgdi prestinum. Ójá það gengur nú svona. Einhvern tíma hefði eg nú verið búin að hella á könnuna, en nú treysti eg mér ekki einu sinni til þess, eg hefi verið svo undur lasin í allan dag.” “Og þá er nú Signýjuu minni brugðið, þegar hún getur ekki helt upp á könnuná,” sagði maður hennar brosandi. “Stcina mín bjó undir jólin, eftir því sem hún gat,” hélt gamla konan áfram, “en ekki liefi eg haft mannrænu í mér til þess að fara fram í búrið eftir lunimulium, sém hún bjó til 1 gær.” “Ilafið þið þá ekkert borðað í dag?” spurði frú Anna alúðlega. “Jú, í morgun, þá var eg á róK, en svo lagðist eg út af um hádegis- bilið og síðan ekki söguna meir.” ‘ ‘ líg sé áð mér þýðir ekkert að hugsa frekar um ferðlag að þessu sinni,” sagði frú Anna. ‘“En á eg ekki að búa til kaffisopa lianda ykkur áður en eg fer?” “pað er svo ósköp mikil fyrir- höfn, góða mín,” sagði gamla kon- an liæversklega. “En ekki tala eg nú um hvað fcgin eg yrði að fá kaffisopa. ’ ’ “Máske eg geti svo fundið .lummurnar, ” sagði frú Anna glað lega. “pær eru á búrhyllunnú búrið er hérna inni í göngunum. Svo eig- um við íáein kerti í handraðanum á kistunni þarna, ef þér vilduð gjöra svo vel og kveikja á þeim. Blessuð frúin, að vera að hugsa um að gleðja okkur gömlu skörin’ “pað er vel farið að séra Einar minn á sér samhenta konu, ” taut- aði gamli maðurinn. Frú Anna var ekki svipstund að liita kaffið á eldstóar krýli, sem var í baðstofunni, og von bráðar var borðið uppbúið með sykruðum lummum og glóðheitu rjómakaffi. ‘ ‘ pað fer að rakna fram úr fyrir okkur, Hannes minn,” sagði kona hans. “Ætíð lifnar yfir mér við blessaðan kaffi-ilminn. ” “Ef eg mætti svo bera fram mína æðstu ósk,” sagði Hannes gamli við frú Önnu, sem var að láta kerti í kertapípu, “þá vildi eg helzt af öllu biðja prestkonuna um að lesa jólaguðspjallið fyrir okkur pá fyrst finn eg að jólin séu kom- in, og ef þér vilduð svo syngja einn sálm.” — Hann rétti henni nýjatestamenti og sálmabók, sem hann tók undan koddanum sínum. Frú ~Anna hafði fallega söng- rödd, og bráðum hljómuðu jóla* söngvar í litlu baðstofunni, en gömlu hjónin rauluðu skjálfrödd- uð með. pau horfðu á jólaljósin og* hlustuðu eins og góð börn á fagnaðarerindi jólanna. =» Séra Einar var í þann veginn að leggja af stað frá pverá. pað var orðið áliðið og' honum var farið að verða hálfórótt innan brjósts út af Önnu, sem alt af sat ein heima og dauðleiddist. Koma hans að pverá hafði verið öllu heimilisfólkinu til mikillar gleði, hann farin hlýja strauma velvildar og* þakklætis í viðmóti þess og orðum. Steinunn í Koti átti að verða prestinum og fylgdarmanni hans samferða, “pið eigið samleið alla leið,” sagði Jórunn húsfreyja við hana. “Og' þakkaðu svo íoreldr- um þínum innilega fyrir hjálpina; segðu þeim að eg voni að nú skifti alveg um með blessuð börnin, mér sýriist enda vera tekið að votta fyrir bata. Og eg skal reyna að vera róleg hvað sem verður. Bless- aður presturinn bað svo undur vel fyrir okkur öllum. ’ ’ Lítilli stundu síðar lagði séra Einar af stað ásamt Jóni bónda á pverá og Steinunni. peim sóttist ferðin fljótt og segir ekki frá ferð um þeirra fyr en þau staðnæmdust fyrir neðan túnið í Koti. “Eg* er hrædcl um að foreldrum mínum þyki sárt að frétta að presturinn hafi íarið fraln.hjá kotinu,” sagði Steinunn, þegar presturinn ætlaði að kveðja hana. “Eg verð þá líklega að heilsa upp á þau,” sagði séra Einar. Ljósbirtuna úr glugganum lagði út á hlaðið og* séra Einari brá all- mjög í brún þagar honum varð lit- ið inn um gluggann, sem var skamt frá jörðu; var það konan hans, sem var þarna inni að syngja jólasálm? Hann lét þó á engu bera en gekk inn á eftir þeim Steinunni og Jóni. pau fóru sem hljóðlegast og staðnæmdust öll fyrir framan hálfopna hurðina og lögðu við hlustir, seinustu söngstefin hljóm- uðu til þeirra skær og mjúk, svo varð þögn. Séra Einar gægðist inn og sá að konan hans laut höfði og gömlu hjónin fómuðu skjálf- andi höndum til bæna, svo báðu þau öll Faðir vor. Raddirnar blöncluðust saman í hreimfagran klið, og séra Einari vöknaði um augu, hér voru Guðs börn ,á bæn. Og það var konan hans, sem var að lesa Guðs orð fyrir gömlu hjón- in, hún var að færa þeim það bezta sem til var, fagnaðarerindið um' fæðingu frelsarans! Svona f^gra hafði liann ekki séð hana, svona vænt hafði honum aldrei þótt um liana! ! pegar hann rétt 'á eftir, þrýsti hénninpp að brjósti sínu, hvíslaði hún að honum brosandi en með tár vot augu: “pað er satt sem þú segir, Einar mest gamal er að gleðja aðra.” « =* # Hún sagði það stundum síðar á æfinni að fyrstu jólin sín hefði hún haldið í kotinu hjá gömlu hjónunum. “pá sá eg í liverju jólagleðin fyrst og fremst er fólgin.” (Bjarmi) BANDARÍKIN Hér í Canada eru þúsundir manna iðjulausir og geta enga at- vinnu fengið. Stjórnin hefst ekk- ert að enn sem Iiomið er t.il þess að skapa störf handa mönnum; hefði það átt að vera eitt af helztu vei'k- um hennar að ráðast í stórkostleg, nytsöm og arðvænleg fyrirtæki, sem margir fengju atvinnu við. í Bandaríkjunum ér því öðruvísi varið. par hafa þegar verið veitt- ir $212,000,000 ekki til ölmusu út- býtingar til atvinnulausra manna heldur til þess að ráðast í ýms stór fyrirtæki sem atvinnu veita. í vikunni sem leið voru atvinnulaus- ir menn þar 42,000 eftir því sem Jesse II. Evans verkamáiástarfs- maður segir. Auk þess hafa járnbrautarnefnd irnar í Bandaríkjunum ákveðið að verja $300,000,000 til þess að legg- ja nýjar járnbrautit* og bæta þær gömlu og enn fremur $200,000,000 fyrir nýja vagna og gufuvélar eft- ir því sem Hines aðaljárnbrauta- ráðsmaður segir. Eru þ£tta alls yfir $700,000,000 clala og veitir það afarmikla atvinnu. VEÐRIÐ í WINNIPEG 21. jan.—Norðvestan andvari; ná- lega frostlaust; hrímþoka í lofti gekk í norður um kveldið og kólnaði dálítið. 22. jan.-—pykt loft; norðvestan kaldi; talsvert hrímfall og dá- lítið fjúk; mjög frostvægt. 23. jan.—pykt loft; stinningsgola á sunnan; lítið frost; birti til um hádegið og varð svo að segja frostlaust. 24. jan.—Stinningskaldi á sunnan; frostlaust og þoka í lofti; birti upp eftir hádegið og gerði sól- biáð og þíðu; vatn rann eftir götum eins og í leysingu á vor- degi og snjóhús sem börn bygðu sér bráðnuðu jafnharðan. 25. jan.—Nokkuð hvast á norðvest- an; frostlítið; þykt loft; birti upp síðari partinn og var hlýtt um miðjan daginn en kólnaði talsvert um kveldið; blæjalogn 26. jan.—Talsvert frost um morg* uninn; austan gola; þykt loft framan ax en létti til eftir há- degið og gerði blíðviðri; snjór bráðnaði. 27. jan.—Vestan gola, dálítið frost þykt loft; norðanstormur og kuldi seinni partinn. 28. jan.—Blæja logn og örlítið frost; þiðnaði á móti sól um miðjan daginn; þykt loft. 29. jan.—Vestan andvari; hálf- þykt loft; frostlítið; heiðslrirt loft síðari partinn og svo frost- lítið að snjór þiðnaði. Böm léku sér að snjókasti; blæjalogn 30. jan.—Norðvestan gola; lieið- skírt loft; dálítið frost; gckk í norður og kólnaði seinni part- inn. 31. jan.—Heiðríkt, talsvert frost; hrímþokt við jörð; norðan kaldi KENNARA VANTAR að Hayland skóla. Kensla byrjar lsta marz næstkomandi og stendur yfir til ársloka, að undanteknum júli og ágúst Umsækjendur tiltaki mentastig og caupgjald er þeir óska eftir, og sem»i undirrituðum fyrir 15. febr. Dog Creek Man. 2. jan. 1919 OLl LARSON, Sec.-Treas. Wheat City Tannery, Ltd. BRANDON, MAN. Eltiskinns idnadur Láttu elta nauta og hrussabúð- imar yðar fyrir Feldi ‘Ra-wbide’’ eða “Lace Leather” hjá "’WHBAT CITY TANNERY” félaginu. Elsta og stærsta eltiskinna 3ðaa3- ar framleiðslu félag S Vestur- Canada. Kaupa húðir og loðskinn með hæðsta verðo. Góð skil. , Spyrjið eftir verðlista UtanA skrift vor er Brandon, Man. 75c I EINNI 3AMSETTRI RESKN- ING3BOK Meðnafninu þrystu í 23 ^rot guit- stöfum. Til þess að koma nafni vor®, enn þá víðar þekt, jafnframt þvt augst. armiði að ná I fíeiri viðskiftavrid ger* __ um vér þetta JWerkHeg® t :hoð. bar sem vér bjó?<f um fallega leSJurbdli. með samsettmn reika. lugs eyðublððum eins o$ hér er sýnt wieð nafoj eigandans prýnta I JS karot gullstöfuao. pett*. er fullkomin sajnseit bók sem f/r a othcof í sjfr fðldum tilgangi: 3. aem 23WKA7"éoic»Ártt stór vasi til þosa aS -*• geyma reikinga; 2. ann- ar vasi fyrir spjöld og seðía; 3 þriðjí vasi fyrir ávvanir; 4. vasi fyrir ýmis leg skjöl; 5. stutt.ur meðvasi :með lok*a fyrir frímerki; 6. spjald til einkennía með plássi íyrir mynd þína eða ástvbi. þinna; 7. almanak með mánaðardöguns. Einkennisspjaldið og mánaðardagus:' inn sjást i gegn um gagnsseja hRf. Stærð alls 3x3% þuml. Vérð 76c Nafnið í einni llnu, 25c aukaverð tyrir Uverja aulia línu. Fæst einnig sérlege vandað fyrir $1.25. tvær línur 91-59. Skrautmunabók og útsæðisskrá ékcyp is með hverri pöntun. ALVIN SALES CO. Dept. 90, P. O Box 56, Winnlpejj, Man. Voröld vill ráð'tfggja öiiwn þeim sem veikír eru af gigt, taygasjCikdówv um eða gyllinæð að snúa sér ti) Mbi- eral Springs Sanitarium. pað er a)- kirnn og mjög vel þekt stofnun. ' Axli sem vaxa af útkynjaðri giilini- .eð þegar þær blæða ekki exu pser kállaðar blindar gilliniæðar; pegar þær blæða-öðruhvoru, eru þaer kall- iðar blæðandi eða opnar. —Orðabók Websetrs KENNARA VANTAR að Háland skóla Nr. 1227 fyrir tíu mán- uði frá 3. marz næstkomardi. Umsækj- andi verður að hafa Second Class Pro- fessional Certificate. Tilboðum, er greina frá æfingu og kaup sem er ósk- að eftlr, verður veitt móttöku af und- irrituðum tll 1g. feb. 1919. S Eyjólfsson Sec.-Treas. Hove, P. O., Man. GILLINIÆÐAR VALDA MÖRGUM SJOKDÓMUM Pú getur hel.t ofan í þig öllum meðölum sem hægt er að kaupa; —eða þú getur látið skera þig og tæta allan í sundur eins og þér sýn- ist— —Og samt losnar þú aldrei við þá sjúkdóma sem af gilliniæðum stafa FYR EN pÆR ERU LÆKNAÐAR. (Sönnunin fyrir þessu er sú að .ekkert sem þú hefir reynt, hefir iæknað þig til fulls) ER ANNARS NOKKUR pöRF A AÐ SEGJA þ£R pETTA VÉR LÆKNUM til fulls hvern ein- asta mann sem hefir GILLINIÆÐ og til vor leitar hvort sem veikin er í láu stigi eða lagi langvarandi eða skammvinn. Vér læknum með VEIKUM RAFMAGNSSTRAUMUM eða ef þér læknist ekki þá þurfið þér ekki að borga eitt einasta cent. Aðrir sjúkdó.mar eru einnig Iknaðir án meðala. Ef þér getið ekki komið þá skrifið. DRS. AXTELL & THOMAS 503 McGreevy Btock Winnipeg, Man. White & Manahan, LtcS. -Stofnsett fyrir 36 árum- 18882- -1918. Kaupið Jólagjafir yðaá* fyrir Karlmenn hjá hinni gömki *g áreiðanlegu búð. Yér höfum gjört þúsundir fólks ánægt síO- astliðin þrjátíu og sex* ár. Vér höfum gjört betri ráðstafanlr þetta ár en nokkru sinni fyr til að láta ferðir yðar í búð v©*a verða sem ánægjulegastar. ÚRVALS HÁLSBINDI 50c. 75c. $1.00 $1.50 $2.50. ---Margar tegnndir' af Skirtum, Pyjamas, Vetlingron, SiBri- klútum, Axlaböndum, Húsfrökkum. VERÐ MJÖG SANNGJARNT. White & Manahan, LtcL 500 MAIN STREET Qi'mm —— i — - » o — :i —. 3 m Komið til vor þegar þér Sas- eika í augunum. Hin iasga Miynste or og hinir mörgu ánægðra riðskirta- ivinir vorir eru ábyrgð þín lyrir teiöEl ieztu og óbrigðuluetu þjónustB, 3Q7 PORTAGE AVENUE Phone Main 7286. 'Fowler Optical Coo Ltdl áður Royal Optical C®,. \

x

Voröld

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Voröld
https://timarit.is/publication/221

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.