Voröld - 04.02.1919, Síða 4
Bis. 4
VORÖLD.
Winnipeg, 4. febrúar, 1919
kemur út & hverjum þriðjudegi.
Otgefendur og eigendur: The Voröld Publishing Co., Ltd.
Voröld kosta $2.00 um árið í Canada, Bandarikjunum
og á Islandl. (Borgist fyrirfram.)
Ritstjóri: Sig. Júl. Jóhannesson
Ráðsmaður: J. G. Hjaltalin.
Skrifstofur: Rialto Block, 482% Main Street—Farmers Advocate
Bldg. (gengið inn frá Langside Street)
Talsími Garry 42 52,
-
Lögberg og Bolshevism.
Fyrir skömmu síðan sendi eg Voröld smágrein þar sem eg lét þá
skoðun * ljós að stjórnárskipulag það, sem Bolsheviki flokkurinn á
Rússlandi liefir sett upp þar í landi, sé í samræmi við kenningar þær
sem jafnaðarmenn hafa haldið fram. Raunar átti eg þar orðaskifti
við Heimskringlu en nú hefir Lögberg tekist á hendur að mótmæla
þessu.
Verður ekki annað sagt en vel fari á því, þar sem skrifað stendur
■“ að maðurinn skuli vera höfuð konunnar”
“Bolshevism meðal íslendinga” er fyrirsögnin fyrir þessum at-
hugasemdum Lögbergs. Eins og við er að búast setur blaðið upp
spekingssvip, og slær um sig með miklum lærdómi. Alla leið frá hin-
um grísku spekingum niður til vorra daga. Er óþarfi a_ð eyða rúmi
"“Soeialismann þekkja íslendingar, er eins gjimall og sagan eða
að minsta kosti eins gamall og lögbundið stjórnarfyrirkomulag”
“ Jafnðarmensku” þekkja íslendingar, “hann er eins gamall og sagan
eða að minnsta kosti eins gamall og lögbundið stjórnarfyrirkomulag”
segir Lögberg. Ýmislegt mætti nú segja um þessa staðhæfing, um
aldur “jafnaðarmensku” en það skiftir hér engu máli. Jafnaðar-
menska vorra daga er ein af þeim aðferðum sem menn liafa hugsað
sér til að létta af þjóðunum því ánauðar oki, sem núverandi fjármála
fyrirkomulag hefir á þær lagt. Réttmæti kenningarinnar styðst við þá
hugsjón að allir menn sem í heiminn fæðast eigi að vera jafn rétt-
háir, allir eigi þeir réttmæta kröfu til hinna ýmsu gæða sem forsjónin
hefir lagt mannkyninu til. En þessum réttndum fylgir að sjálfsögðu
„skylda fyrir hvern einstakling að leggja sinn skerf til hagnýtingar
þessara gæða.
Einn fyrsti þröskuldur sem mætir mönnum er þannig hugsa, er
einstaklings eignarréttur yfir þessum gæðum, t.d. landinu. Jtjóðnytj-
&r allar, svo sem samgöngufæri og framleiðslutæki öll eiga einnig að
vera eign félagsheildarinnar, bygð, viðhaldið og starfrækt heildinni
til hagsmuna og á hennar kostnað, en ekki til ágóða fyrir einstaka
menn innan hennar. Afnám eignarréttarins, að því er þessa hluti
snertir verður því eitt aðal skilyrði jafnaðarmensku. En aftur á móti
á hún að tryggja einstaklingunum eignarrétt yfir ávöxtunum af
þeirra eígin starfi.
. Eg hefi drepið hér á það sem eg álít grundvallar atriði jafnaðar-
manna stefnunnar. Til þess að sýna að hún er enginn siðleysis eða
glæpa stefna. peir sem henni fylgja fram skiítast í ýmsa flokka sem
greinir á um hin smærri atriði, en þó aðallega um aðferðina til að ná
takinarkinu. í öllum löndum þar sem hreifingin hefir náð nokkurri
festu skipast fylgjendur hennar aðallega í tvo flokka. 1 öðrum eru
þeir, sem vilja fara hægt og gætilega, sameina sig þeim stjórnmála-
flokkum sem helzt vinna í framfara átt og koma breytingunum á
smámsaman. Hinu megin eru þeir, sem vilja bilta -núverandi fjár-
mála og stjórnarskipulagi í einni svipan, en setja upp annað í sam-
ræmi við sínar eigin hugsjónir. Bolsheviki ílokkurinn á Rússlandi
tilheyrir þeim síðartöldu, en á ekkert skylt við anarkista, eftir því sem
eg skil málið. Og eg held að sá skilningur sé viðurkendur af flestum
sem óhlutdrægt líta á málið. Bendi eg því til sönnunar á þá samúð
sem verkamenn á Englandi, Frakklandi og Ameríku hafa sýnt liinni
rússnesltu bylting. ,
En eins og við mátti búast hafa hin “innblásnu” auðvaldsblöð,
sem svo aftur innblása Lögberg og Heimskringlu, gert sér alt far um
að sverta forgöngumenn byltingarinnar, og telja mönnum trú um að
þeir væru skrílhöfðingjar af verstu tegund; föðurlands svikarar leigð-
ir af útlendu valdi til að selja þjóðina í óvina hendur. Eins og eg gat
um í fyrri grein minni eru fréttirnar sem frá Rússlandi berast með
ýmsu móti. Og ekki gott um að dæma hvað sannast muni. En Vor-
öld hefir sýnt þá virðingarverðu óhlutdrægni að flytja sumt af þeim
fréttum, sem hingað hafa borist með hinum óháðu blöðum, þeim blöð-
um sem reynt hafa að varpa Ijósi á þá hlið málsins, sem auðvalds
blöðin áttu að breiða yfir.
En svo eg snúi mér aftur að Lögbergs greininni. þar er okkur
sagt að Bolshevism sé “afkvæmi afvegaleidds “sócialisma” afvega-
leidds “anarchisma” Engar sönnur eru samt færðar fyrir þessum
staðhæfingum. í hverju er þessi afvegaleiðsla fólgin? Eg hefi áður
tekið það fram að eg álít rússnesku biltinguna ekkert eiga skylt við
“anarchism” En frá auðvalds sjónarmiði má auðvitað segja að hún
sé afvega leidd jafnaðarmenska. En afvegaleiðslan er þá í því inni-
falin að jafnaðarmenskan hefir þarna verið leidd í framkvæmd. það
er 3Ú afvegaléiðsla sem auðvald allra auðvaldalanda er hrædd-
ust við. Meðan jafnaðarmenskan er aðeins til í hugsjóna lieimi
manna, hefir auðvaldið ekkert að óttast,, en jafnskjótt og heilar þjóðir
fara nð breyta samkvæmt þeim hugsjónum, er auðvaldinu voðinn vís.
þessvegna er afstaða auðvaldsins gagnvart þessari hréifingu auðskilin
Á öðrum stað í greininni stendur þessi klausa: “.... merkja-
iínurnar í huga ritstjórans hafa ekki verið skýrar á milli lögbundinna
lýðvaldshugsjóna, og hins ómögulega, Bolshevism’ á Rússlandi” En
eru ekki merkjalínur réítrar hugsunar eitthvað óglöggar í þessari
Lögbergsgrein, frá upphafi til enda? Ef Bolshevism er ómögulegur,
þá getur hann hvorki verið á Rússlandi né annarstaðar. þessvegna
hlýtur alt þetta Bolshevism hjal Lögbergs að vera bull og vitleysa.
Eg benti á það áður að rússneska byltingin nyti nú samúðar
verkamanna stéttarinnar víðsvegar um heim. Og eg cr þess fullviss
að sú samúð er bygð á þeim skilningi þessarar þjóðar, sem öldum
saman hefir stunið undir oki andlegs og veraldlegs kúgunarvalds, að
hrista.af sér hlekkina, og að koma á hjá sér lögbundinni lýðstjóm.
Hvort skilningur þessara manna sé réttur eða ekki verður tíminn og
sagan að eliða í ljós. Um skilning hjá Lögbergi getur naumast verið
að tala.
Eg hefi nýlega lesið alllangt skjal, sem stjórnin á Rússlandi hefir
sent Wilson Bandaríkja forseta, og segir þar að stjómin tali í umboSi
fjögra fimtu hluta íbúanna í landinu. þetta skjal var prentað í blað-
inu ‘“Labor News” hér í bæ. Máske hefir Lögberg einhver gögn í
höndum að sanna að þetta sé lýgi, og þá væri gott að fá að heyra þau.
Einnig ætti vel við að það skýrði fyrir okkur afstöðu Bandaríkja for
setans í þessum Rússlands málum.
Hún sýnist ekki vera sem bezt samhljóða Lögbergs stefnunni,
nema Wilson sé þá enn meiri Bolsheviki heldur en Sig. Júl.
Eg mæltist til þess að Heimsk. gæfi mér frekari skýringar á
stjórnarfari Rússlands því mig langar ekki neitt til að halla þar réttu
máli. Og nú vil eg mælast til þess sama af Lögbergi. það sem þau
hafa enn um málið sagt hefir ekki breytt skilningi mínum, eg hefi
ekki fundið neitt nýtt í því. það sem eg vil sérstaklega fá útskýringu
á er það: að hverju leyti stjórnarskipulag það sem Bolsheviki flokk-
urinn er að reyna að koma á í landi sínu, sé andstætt þeim kenningum
sem jafnaðarmenn hafa flutt um marga tugi ára.
Með því gætu blöðin líka sannað að Bolshevism og jafnaðar-
menska sé sitt hvað.
Bolslieviki er nú viðhaft á sama liátt og áður var orðið þýzk-
sinnaður, sem allar smásálir jórtruðu hver upp eftir annari meðan á
stríðinu stóð, þangað til ekkert var eftir nema slefan tóm. En jafn-
vel slefan er nógu góð handa sumum, einkum ef að henni cr enskt
bpagð. Og nú kemur nýíslendingur með “Pro German”
Eg hefi verið að velta því fyrir mér hvernig á því standi að Lög-
bergi er svo ant um að koma því inn hjá fólki að Bolshevism sé ekki
iafnaðarmenska. Og eg hefi ekki komist að neinni niðurstöðu, helzt
hefir mér samt dottið þessi skýring í hug: Jafnaðarmensku lireyfng-
in er svo kunn að ekki er hægt að sverta neinn eða gera tortryggilega
j augum annara með því að kalla hann jafnaðarmann; en Bolshevism
mætti notast á meðan menn vita elcki hvað það þýðir. En ef til vill
er þetta röng ályktun. “Svo oss er boðið með kenningu þessari að
afnema réttlæti lýðveldis fyrirkomulagsins eins og vér þekkjum það,
og áform og hugsjónir allar einsog þær koma fram í meirihluta þjóð-
arviljans” þannig mælir Lögberg í örvænting sinni út af málinu.
En œtli mörgum lesendum verði ekki að spyrja livort ekki sé einhver
ruglingui' á “merkja línunum” í huga þess sem þannig skrifar.
þeir sein hræddir eru við Bolshevism, eru einmitt hræddir um að
hann komi fram í “meirihluta þjóðarviljans” annars væri auðvaldinu
engin liætta búin af honum. ,
“Hann er óskildur eðli hinnai' norrænu sálar” En mitt kæra
Lögberg, það er eftir því hvernig á hann er litið. Ef maður lítur á
hann gegn um það sem auðvaldsblöðin hafa um hann að segja, að
hann sé skrílsháttur, rán oð morðfýsi, þá má þetta tilsanns vegar
færa. Ef aftur á móti er á hann litið frá sjónarmiði verkamanna
blaðanna þá verður liann barátta kúgaðra þjóðar fyrir frelsi sínu, og
tilraun hennar til að koma á lxjá sér lögbundinni lýðstjórn. Eins og
eg tók fram áður verður tíminn og sagan að leiða sannleikann í ljós,
en sé síðari myndin réttari hvað sjáum við þá ef við lítum aftur í
tímann á vora eigin þjóðai’sögu. ?
Er ekki aðdáanleg þrautsegjan sem hin íslenzka þjóð sýnir í því
að verja frelsi sitt og sjálfstæði, þegar konungs og klerkavald var að
reyna að smeygja klafarnum á háls hennar? Og það var ekki æfin-
lega látið sitja við orðin tóm. þegar yfirgangur þessara útlendu
valda fór að vaxa yfir höfuð landslaga og réttar var stundum gripið
til vopnanna, t.d. þegar Jón biskup Gerreksson var tekinn í fullum
skrúða, fyrir altari kirkjunnar, dreginn út, settur í poka og honum
síðan fleygt í ána framundan biskupssetrinu, Eg býst nú við að Lög-
berg signi sig þegar það les þetta, en dæmin eru mörg þessu lík.
þannig hefir baráttan fyrir frelsinu og mannréttindum verið háð.
Og saga síðari tíma er alls ekki laus við ofbeldisverk sem öll eru rétt-
lae+t með því að tilgangurinn sé ðóður. þá minnist Lögberg á æstar
tilfinningar og hefnda:- hug.
En má eg spyrja: Ilöfum við ekki rétt nýlega séð dálítið af
æstu hugarfari og luírdar hug hérna í Winnipeg? 0° búom við þó
vist ekki undir neitt líkt því eins hörðum kúgunarlögum eins og
Rússar hafa átt við að búa. þvert á móti, samkvæmt skoðunum Lög-
bergs búum við í bezta landi heimsins og undir því fullkomnasta lýð-
frelsi sem enn þekkist í heiminum. þar að auki er hérlenda þjóðin
drenglyndasta og bezta þjóð veraldarinnar. En sömu blöðin sem
mest hallmæla Kússum finna nægar afsakanir fyrir þeim ofbeldisverk-
um sem hér voru framin, og því æsta hugarfari sem þar kom fram.
Væri nú ekki drengilegra að dæma vægar um Rússann en reyna
heldur að ge”a sér gi'Or fyrir oriökum þess sem þar er i.ð .••• ast?
Lögberg verður áreiðanlega að taka betur á ef það hugsar sér að
sannfæra almenning um það að byltingin þar, sé eingöngu sprottin af
skrílseðli og morðfýsn þjóðarinnar eða leiðtoga hennar. Og það verð-
ur að líkindum þýðingarlaust að benda á bláðið á Rússlandi meðan
svo má heita að allur heimurinn fljóti í blóði og sé stráður manna
búkum, sem allir hafa fallið í valinn fyrir það sem þeir hafa álitið
heilaga skyldu við frelsið og mannréttindin..
En var það ekki íslenzkt skáld sem kvað þetta:
“Ef þér ei ægir allra djöfla upphlaup að sjá
og hverri tign að velli velt er veröldin á
og höggna sundur hverja stoð sem himnana ber,
þá skal eg syngja sönginn minn og sitja hjá þér.”
Munu ekki ljóð þessa skálds verða lesin löngu eftir að ritstjórnar
greinar Lögbergs eru gleymdar og grafnar? það harma allir sannir
menn blóðfórnir mannkynsins, og óska eftir að það næði sem fyrst
því stígi að slíkar fórnir verði óþarfar. Alioi'fandi.
Friðarþingið.
þar hefir ýmislegt markvert skeð síðan Voröld kom út síðast.
Og þar á meðal það sem hér segir: Um það hvað gera skyldi við riý-
lendur þær sem teknar voru af þjóðverjum urðu alllangar umræður
og skiftar skoðanir. Englendingar kváðu það ekki geta komið til
nokkurra mála að nýlendunum yrði skilað aftur til þjóðverja. Suður
Afríka og Ástralía lögðu það til að nýlendurnar yrðu blátt áfram
teknar og bandamenn skiftu þeim upp á milli sín. Á móti þessu mælti
Witson forseti harðlega. Hann stakk upp á því að þegar stofnað
beíði verið þ ióðasa abandið skyldu nýlendurnar verða undir alþjóða-
mnsjá. Inn á peita gengu Engiendingar og Frakkar eftir nokkrar
umræður.
þjóðasarr.bandið hafa fulltrúainir komið sér saman u.a í aðal-
atriðunum. Er svo til ætlast að fimm stórþjóðir byrji sambandið, og
eru þær þessar: Bretar, Frakkar, Bandaríkin, ítalir og Japanar.
Eftir það eig-i hinar smærri þjóðiv að ganga inn í sambanöið og eru
þær 18 að tölu fyrst um sinn. E'i.l- ennileg breyting í fyrirkomulagi
þingfins va„' gerð á mánudagin er hun þannig að um öll aðalatriði
verða fimm stórþjcðir-nar að ver t sammála og . m málin ekkí útkljáð
með atkvæðum heldur með þegjandi «amþykki. þessar fimm þjóðir
ráða í rauu réttri ’ •mm málum t" lyi ia; þær em stöðugt á þb'.gi og
’n'.lla hinar aðeins :il •' ðgerða anna'oi.vort hvcj.v fyrir sig eða í smá-
hópum eftir ás • úan.
Á fimt idiginn kemur fr';., íiá París sem segir að frðarþingið
hafj með öllú hætt \ið að krefias; r., i l.urra skp 'abóta af þi 'verjum
og samherjum þeirra. Hvort þetta er áreiðanlegt er erfitt að sogja,
en ól’klegt þvkir oss það vei’a.
Til umræðu er það á friðarþinginu að banna neðansjávarbáta í
stríðum. Hefði átt betur við að banna stríð með öllu;; ef í stríð er
farið á annað borð ræður hnefarétturinn og skeytir engum reglum,
það sannaði seinasta stríðið.
Talað er um að veita brezku nýlendunum fulltrúasæti í þjóða-
sambandinu; er það samkvæmt kröfum Ástralíu. Ensku blöðin líta
dökkum augum á það.
Sagt að svar sé komið frá stjórninni á Rússlandi þess efnis að hún
þiggi það boð að mæta fulltrúum friðarþingsins.
Nokkur orð um friðarþingið.
Eftir Séra Halidor Jónsson
—
Um þriðja atriðið í friðarstefnu Wilson’s hefir allmikið verið
rætt í blöðum og tímaritum og virðast, menn þar alls ekki á eitt mál
sáttir. Wilson krefst fulls og óhindraðs siglingarfrelsis bæði í friði
og stríði fyrir allar þjóðr.
1 fljótu bragði virðist, sem allar þjóðir hafi jafnan rétt til frjálra
siglinga á friðartímum, á öllum höfum og siglingaleiðum. Friðsöm
skip eru hvergi stöðvuð eða hindruð á ferðum sínum heldur þvert á
móti lög og reglur settar svo þau geti örugg og tafarlaust komist
leiðar sinnar. En liafa þá allar þjóðir sama tækifæri til þess að
stunda siglingar hvervetna þar sem fólk eða varningur er fluttur á
skipsfjöl yfir höfin? því fer mjög fjarri. Langar sjóferðir verða
ekki framkvæmdar nema með viðkomu á ýmsum stöðum og höfnum
þar sem farmennirnir geta fengið ýmsar nauðsynjar, svo sem kol,
vistir og aðgerðir á skipum sínum, bæði vélum og öðru sem gengur úr
sér á löngum sjóferðum. Nú hafa fáein stórveldi náð í sínar hendur
svo að segja öllum þeim stöðum sem hentugastir eru til viðkomu fyrir
farmenn þá sem um úthöfu sigla. Satt er það, að vísu, að þjóðirnar
hafa alment veitt útlendum farmönnum sama aðganga að þessum
hlunnindum og sínum eigin þegnum; en þó geta þær, og hafa stundum
gert, að útiloka hættulega keppinauta frá þeim. Æslcilegast mundu
því vera að alþjóðasambandið, fyrirhugaða fengi aðal umráð yfir
þessum stöðum, öllum þjóðum til frjálsra nota, en lít.il líkindi eru nú
samt til að slíkt tækist að sinni
Um frjálsar siglingar á ófriðar tíinuin hefir hingað til ekki verið
að tala. Flestar þjóðir sem í ófriði hafa átt hafa áskilið sér þau rétt-
indi að stöðva, rannsaka, og jafnvel hertaka þau skip sem annaðhvort
hafa flutt eða hafa verið líkleg til þess að flytja þann varning sem ó-
vinunum rnætti að gagni koma. Öllum»eru enn í fersku minni hin
ógurlegu manndráp og gífurlega eyðilegging sem hlaust af neðan-
sjávar eða kafbáta hernaði þjóðverja í stríðinu mikla. Vopnlaus
fólkflutningsskip og friðsöm kaupför voru fyrirvaralaust og hlífðar-
laust skotin í kaf eða brend. Dýrmætur varningur sem átti að fæða
og klæða friðsama borgara hlutlausra landa var eyðilagður. Varn-
arlaust fólk, borgarar þeirra þjóða sem utan ófriðarins stóðu, var
drepið þúsundum saman.
> Ef slík grimdarverk, framin eftir skipunum ábyrgðarlausra
manna, verða liðin í framtíðinni verður skjótt úti um alt réttlæti í
heiminum; um alla heilbrigða virðingu fyrir rétti annara, og um
friðhelgi annara. það er jafn nauðsynlegt að koma í veg fyrir slíkar
aðfarir með alþjóðalögum og vissri refsingu eins og það er nauðsyn-
legt, fyrir borgara þessa lands og annara landa að verja líf sitt og
eignir fyrir þjófum og ræningjum með lögum og dómstólum. það
mun nú líka í ráði að semja slík alþjóðalög annað livort á friðarþing-
inu sjálfu eða 1 nálægri framt.íð — lög sem gera alla aðstandendur
slíkra glæpaverka jafn ábyrgðarfulla hvort sem þeir eru háttsettir
ráðherrar eða þjónustubundnir undirforingjar, krýndir konungar eða
óbreyttir þegnar.
Fleira þarf nú líka að koma til greina ef hlutlausum þjóðum á að
vera gefinn trygður réttur til óhindraðra siglinga á ófriðartímum.
Bretar, og enda fleiri stórveldi hafa nú lengi áskilið sér þau réttindi
að stöðva, rannsaka og flytja til hafnar kaupskip allra þjóða hvar á
hafinu sem þau finnast á ófriðartímum. þessi sjálftekni “réttur”
hefir að vonum mætt mikilli mótspyrnu frá friðsömum þjóðum. Árið
1812 lentu Bandaríkin í ófriði við Breta út, af gjörræði þeirra við
Amepísk skip og skiphafnir og í byrjun heimsstyrjaldarinnar mót-
mæltu Bandaríkin hvað eftir annað hertöku Amerískra kaupskipa
(sbr. American Diplomatic Correspondence in the D. N. Year Book of
1916) Fjölda mörg dæmi mætti gefa sem bersýnilega sýna hversu
óréttlátlega slíkur “réttur” verður, og hefir verið notaður saklausum
einstaklingum og hlutlausum þjóðum til hins mesta tjóns; ekkert er
okkur íslendingum ef til vill minnisstæðara en Flóru hneykslið sæla.
Norska gufuskipið Flóra lagði af stað frá Reykjavík með kaupafólk
úr bænum og nærliggjandi sveitum til Norður og Austurlands vorið
1917. Út af Austfjörðum skamt undan landi var hún hertekin af
Breskri stríðs smekkju og flutt til Englands þar sem skipi og áhöfn
var haldið um alllangan tíma. Við þetta liðu fátækir farþegar skips-
ins mikið tjón og bændur og útvegsmenn þeir sem þetta fólk var víst
ráðið hjá, ef til vill ennþá meiri skaða.
Ef alþjóða lög eiga að semjast, sem veiti og tryggi öllum þjóðum
jafnrétti og frelsi þá verður að fyrirbyggja slíkt gjörræði við sak-
laust fólk. Slík lög verða eigi þau að byggjast á réttsýni og viti—og
ef þau ekki byggjast á þessu tvennu, verða þau verri en engin lög—að
heimila og tryggja öllum hlut.lausum þjóðum rétt til þess að reka
friðsöm störf og kaupsýslu hindrunarlaust hvort sem stórveldin lifa
í friði eða eiga í ófriði sín á milli.
Oft heyrir maður talað um það í bókum og tímaritum að þessi og
þessi þjóðin ráði yfir éinhverri sérstakri siglingaleið eða hafi: að
Bússar séu, eða hafi verið einvaldr yfr Eystrasalti, England yfir
Norðursjónum og að miklu leyti yfir Miðjarðarhafinu líka, ítalía yfir
Adríuhafi, Tyrkir yfir Hellusundi og svo framvegis. þetta er líka
rétt, með því að ná í hafnir og reisa víggirðingar á lientugum stöðum,
eða þá með öflugum herflota, geta þessar þjóðir stöðvað allar sigling-
ar á þessum stöðum. þannig geta Rússar stöðvað allar siglingar til
Austur hluta Svíþjóðar, Bretar til Ilollands og Danmerkur, Tyrkir
til Rúmaníu, Búlgaríu og Rússnesku héraðanna við Svarta hafið og
svo framvegis. þetta ætti auðvitað ekki að eiga sér stað, því utan
landhelgis eiga allar þessar þjóðir jafnan rétt á hafinu í orði kveðnu.
Alþjóðalög sem tryggja öllum þjóðum eðlilegt jafnrétti í þessu
atriði ættu því sem allra fyrst að semjast, helzt, strax á þessu friðar-
j þingi eða fyrstu alþjóðarþinginu sem kemur saman, eftir að alþjóða-
bandalagið er stofnað.
Margt fleira mætti um þetta stórmerkilega mál segja, en ef þjóð-
unum tekst með alþjóðalögum og innbyrðis samtökum að fyrirbyggja
styrjaldir, hverfur auðvitað um leið ástæðan til þess að ræða um sigl-
ingar frelsi þjóðanna á ófriðartímum.
Að því sem framgang málsins snertir á friðarþinginu verður að
geta þess að svo virðist sem Bretar muni verða andvígir kröfum
Wilson’s um óhindrað siglingafrelsi, þó ennþá viti menn ekki að
fullu um stefnu þeirra í þessu máli.