Voröld - 11.02.1919, Side 8

Voröld - 11.02.1919, Side 8
Bls. 8 VORÖLD. Winnipeg, 11. febrúar, 1919 PENINGA ER HÆGT AÐ SPARA MEÐ pVf AÐ MUNA AÐ SENDA MEÐ PÓSTI Or Klukkur og Gullstáss til aðgerðar hjá ►<o ▼ A 0M Carl Thorlakson [ 676 SARGENT AVE. Phone Sherb. 971 Winnipeg, Man. | Uv SBænum ARSpING VORALDARMANNA 12. OG 13. AÐ 4821/2 MAIN ST., ALMENNUR FUNDUR í GOOD- TEMPLARA HÚSINU pANN 13. KL. 8. e.h. Ingvar Anderson frá Geysi staddur í bænnm. er Stefán Thorson, lögregludómari frá Gimli kom til bæjarins í gær; sat þjóðræknisnefndar fund í gær- kveldi. Almanak 0. S. Thorgeirssonar komið út, vandað og vel úr garði gert. Nánar síðar. Um helgina komu til bæjarins þær Guðrún Stadfeld og Ingibjörg Gilson frá Riverton. Thos.H.Johnson dómsmálastjóri lagði af stað vestur að Kyrrahafi á laugardaginn ásamt konu sinni. Hann mun ætla að dvelja þar um tíma sér til heilsubótar. Nýlega er látinn Jóhannes Sig- urðsson bóndi í Argyle, maður um sextugt. Hann fékk slag og dó litlu síðar. Jóhannes var frábær dugnaðarmaður. Kappræða fer fram í Goodtemp- lara húsinu 1. marz milli fjögra manna. Nánar um það í næsta blaði. Prú S. Björnsson frá Glenboro var á ferð hér í bænum fyrir helg- ina. Frú Guðríður Daviðson frá Stonewall kom til bæjarins fyrir helgina og dvaldi hér í tvo daga. Sigmar bræður í Glenboro hafa selt verzlun sína. þeir sem keyptu eru H. S. Arason og Fr. Fredricks- son. Spanska veikin er svo að segja um garð gengin hér í Winnipeg. Skýrslur sýna það að örfáir veikj- ast nú daglega og engir deyja. Josef Normann frá Foam Lake kom til bæjarins í vikunni sem leið og er byrjaður að stunda nám við verzlunarskóla. Hann var í Can- ada hernum í Saskatehewan. J. B. Skaptason fór vestur til Argyle nýlega og dvelur þar um tíma hjá bróður sínum og tengda- bróður. Björn Lindal póstmeistari frá Markland er staddur hér í bænum, kom til þess að sækja ársfund Vor aldar og Hecla Press. Goodtemplara stúkurnar í Winn -peg hafa ákveðið að leika seint í næsta mánuði hinn góðkunna sjón leik Skugga-Svein, sem er látinn fara fram úti á Islandi um miðja seitjándu öld, eins og öllum er kunnugt. Hefir skáldinu M. Joc- umssyni tekist þar mæta vel, að sýna mismunandi lifnaðarhætti og einkenni þjóðar vorrar frá þeim tíma, enda hefir Skugga-Sveinn jafnan átt stórum vinsældum að fagna, í hvert sinni, sem hann hef- ir verið sýndur á leiksviði. í þetta skifti hafa leikendur verið sérlega vel valdir, og ganga ævingar mjög vel, allir búningar verða vandaðir, og tjöldin máluð eftir frægan mál- ara, stór hluti þess, sem inn kem- ur fyrir leikinn er ákveðið að gangi til Jóns Sigurðssonar félags- ins. Fólk gjöri svo -vel að taka eftir auglýsingu síðar. Stukan Hekla I. 0. G. T. heldur | Tombolu og Dans í Goodtemplara húsinu á j Mánudags Kvöldið 17 Febrúar 1919 c | Inngangur og dráttur 25c Byrjar kl. 8 ►<o I 1 : É 1 I j H. F. Eimskipafjelag íslands. AÐALFUNDUR Aðalfundur lilutafélagsins Eimskipafélag Islands verður Ixa’dinn í Iðjxaðarmannahúsinu í Reykjavík, l.iagai'daginn, 28. júní 1919, og hefst kl. 1 e.h. Dagskrá: I. —Sf.jóm péiagsins skýrir frá hag þess og framkvæmdum á iiðnu stavísári, og frá starfstilhöguninni á yfirstandandi ári og ástæðum fyrir henni, og leggur fram til úrskurðar endur- skoðaða rekstursreikninga til 31. desember 1918 og efnahags- reikning með athugasemdum endurskoðenda, svörum stjómar- innar og tillögum til úrskurðar frá endurskoðendunum. 2.—Tekin ákvörðun um tillögur stjómarinnar um skift- ingu ársarðsins. 4. —Kosning 4 manna í stjórn félagsins í stað þeirra sem úr ganga samkvæmt félagslögum. 5. —Kosinn endurskoðandi í stað þess er frá fer, og einn varaendurskoðandi. 6. —Umræður og atkvæðagreiðsla um frumvarp til reglu- gerðar fyrir Eftirlaunasjóð H. f. Eimskipafélags íslands. 7. —Umræður og atkvæðagreiðsla um önnur mál, sem upp kunna að verða borin. peir einir geta sótt fundinn, sem hafa aðgöngumiða. Að- göngumiðar að fundinum verða afhentir hluthöfum og umboðs- nnum hluthafa á skrifstofu félagsins í Reykjavík, eða öðrum stað, sem auglýstur verður síðar, dagana 24.—26. júní, að báðtiin dögum meðtöldum. Menn geta fengið eyðublöð fyrir- umboð til að sækja fundinn hjá hlutafjársöfnurunum uni alt land og afgreiðslumönnum félagsins svo og á aðalskrifstofu félagsins í Reykjavík. Reykjavík, 30. desember, 1918. Stjóm H. F. Eimskipafélags fslands Til .kaupenda Voraldar Anna vegna hefir verið ómögu- legt að leiðrétta áskrifenda lista blaðsins jafnhratt og oss hafa bor- ist áskriftargjöld fyrir þetta ný- byrjaða ár. Eru því kaupendur beðnir velvirðingar á því þó miðin á blaði þeirra sýni ekki þessa árs borgun blaðsins ennþá. petta mun lagfært svo fljótt sem unt er. Sveinbjörn Sveinbjörnsson frá Kandahar fór heimleiðis í vikunni sem leið ásamt konu sinni og börn- um. Bogi Bjarnason ritstjóri Wyn- yard Advance heimsótti Voröld í vikunni sem leið. Var hann að koma heim úr stríðinu. pess má vænta að hann láti blað sitt flytja ýmislegt er fólki þyki gaman að lesa; hann tók þátt í skæðum or- ustum á Frakklandi þótt hann slyppi án sára; liann er einnig maður sem opin hefir augu og huga til eftirtektar því sem við ber og fram fer. Eins og auglýst er á öðrum stað í blaðinu heldur st Hekla Tombólu og dans í Godtemplara húsinu á mánudagskvöldið 17. þ.m. Hekl- ungar hafa aldrei skrumað mikið af tombólum sínum, þó hafa þær æfinlega verið eins góðar og aðr- ar tombólur sem haldnar hafa ver- ið í þessari borg, og eins verður nú. Drættirnir verða frá lOc upp í $5 virði. Svo þegar tombólan er búinn, þá byrjar dansinn og á- gætt “músic” og þeir sem ekki dansa geta farið ofan í neðri sal- inn og sezt þar niður við spil svo allir geti skemt sér til kl. 12, og er það mjög ódýr skemtun fyrir að- eins 25c. Látinn er 29. þ.m. merkismaður- inn Ólafur Oiafsson frá Espihóli. Nánar síðar. SENDIÐ EFTIR | VERÐLAUNASKRA j VERÐMÆTRA MUNA I ROYAL CROWN SOAP LSD. i Í554 Main Street Winnipeg Séra Albert E. Kristjánsson flytur ræðu í efri sal Goodtempl- ara hússins á sunnudagskveldið, kl. 8. Allir velkomnir. Guðmund. Johnson frá Medicine Hat er staddur hér í bænum. Fer norður til Nýja-íslands í dag að finna vini og vandamenn sem hann hefir ekki séð í 12 ár. Orð sem aldrei deyja 54— Ekki verður feigum forðað né ófeigum í hel komið. 55— Sá er vinur sem í raun reynist 56— Lítið er það sem hundstungan finnur ekki. 57— Oft kemur skin eftir skúr. 58— Svo lengi má deigt járn brýna að bíti um síðir. 59— Fátt er það sem fulltreysta má 60— Lítið er ungs manns gaman. 61— Blindur er bóklaus maður. 62— Tvær eru æfir mannsins og þrjár ef lengi lifir. 63— Vizkan er æskunnar blómi, ell- unnar sómi. 64— Sjaldan batnar mær við heim- anför. BITAR Lögberg er farið að flytja heil- brigðisgreinar og kemur fram með þá nýju kenningu að aldrei eigi að rífa neitt í burtu nema láta eitt hvað annað í staðinn. Eftir því rná ekki skera í burtu krabbaméin nema láta eitthvað annað í stað- inn. Skyldi Dr. Brandson fallast á það.? Lögberg vill bæla niður allar æsingar og skrílslæti. Heyr! heyr! Vestu æsingar sem hugsast geta eru þær sem vilja “láta skjóta” alla andstæðinga sína. Vér erum Lögbergi samdóma. Lenine forsætisráðherra Rússa var spurður nýlega hvaða álit. hann hefði á alþjóða sambandinu. Svar hans var það að ekki væri verið að mynda alþjóða samband, heldur alþjóða valdasamband til þess að hengja eða kyrkja í þjóðir landanna. (Free Press) Brown, fjármálaráöherra segir engar kosningar fari fram í ár. Borden sagði það sama'rétt áður en kosningarnar voru auglýstar í fyrra. Sir James Aikins segir í liásætis- ræðu sinni að ‘“Bolshevikism” verði ekki liðinn í Manitoba. Pað er vel sagt. En eina ráðið til þess að verjast honum er það að skapa hann ekki með harðstjóm og rang læti eins og gert var á Rússlandi. Hlægið þið ekki að honum Jóni Bildfell. Ef tignarðu ekki auðvalds hramm en eflir fólksins ríki, 'og hugsar eitthvað upp og fram þá ertu Bolsheviki. Eftirfarandi vísa var send af G. J. á Geysi þegar hann las greinina eftir “ Ný-íslending ” Ekki skal eg æðrast par enn með huga glöðum þó nafnalausir níðingar nagi mig í blöðum. Ljóð sem lifa 25— Dýpsta sæla og sorgin þunga svífa hljóðlaust yfir storð, þeirra mál ei talar tunga, tárin eru beggja orð. 26— Ef eg mæti óvin mínum er mér dýpstu veitti sár, hlöðmim sorfí í huga sínum, honum með eg felli tár. 27— Með oflofi teygður á eyrum var hann, svo öll við það sannindi rengdust; en ekki um einn þumlung hann vaxa þó vann, það voru aðeins ^yrun, sem lengdust. 28— Segðu mér það Sigvaldi, hvað syndir þínar gilda: það er undir áliti alföðursins milda. - 29- 30- -Gyðjan vallar glitruð hlær, glóir á hjalla og rinda, sólarhallar blíður blær blæs um fjallatinda. -Ofan gefur snjó á mjó, snjóum vefur flóató tóa grefur móa mjó, mjóa hefur skó á kló. K. D. sendi. TEACHERWANTED Vallar S. D. 1020 requires a qualified teacher. Duties to com- mence Feg. 17 and until Dec. 13. Board within a two minute walk from School. Apply stating ex- perience and salary required and give references to JOS. TOCIIOR, Sec.-Treas. Gerald, Sask. Ef það kostar $10,000 að brosa, hversu mikið kostar það þá að hlæja? spyr Gísli Einarson. Vesturheimska Hættu nú að pleia og köttaðu fyrir mig pæið, náðu svo undir- koppunum á pleitreilinni og kom- du með þá þegar þú hefir klínað þá. En láttu fyrst á þig gánið það hangir á húkknum í klosetinu. KENNARA VANTAR Kennara vantar til Laufas skóla nr. 1211 til júníloka þ. á. Sá sem fyrst gefur sig fram hefir fyrsta tækifæri. Kennarin verður að hafa leyfi kenslumáladeildarinnar fyrir Manitoba. Tilboð sendist undirrituðum. B. Jóhannsson, 2 Geysir, Man. KENNARA VANTAR Kennara vantar fyrir Markland skóla nr. 828 frá 15. apr. til 15 nóv 1919. Verður að hafa að minsta kosti Third Class Professional Cer tificate (mentastig). Umsækjend- ur tiltaki kaup og æfingu. Til- boðum veitir móttöku undirritað- ur til 1. marz, n.k. Maj'kland, 24. jan. 1919 B. S. Lindal, sec.-treas. PANTAGES “Unequalled Vaudeville” TUSCANO BROTHERS Skilful Wielders of Roman Axes JULIA GIFFORD The Ultra Ilumorist VALENTINE VOX In His Classic—The Clubman MLLE. BIANCA In Vaudeville’s latest and most Artistic Terpsichorean Concept- ions. Assisted by Walter Manth- ey and Julyette Charlotte MEL KLEE “Just a Laugh THREE NAESSES Fancy and Trick Ice Skaters w 0NDERLAN THEATRE D Miðvikudag og fimtudag “ ln Judjement Of ” Metro mynd sem sýnir Anna Q. Nilson and Frank Farnum, also The Hand of Vengeance fimti þáttur Föstudag og laugardag “For Husbanbs Only’* Mildred Hrrris (Mrs. Charlie Chaplin) Ljómandi skemtilegur leikur. Smá eitrandi Á þetta við þig? Langar þig til þess að vita það? Ef svo þá gáðu vel að gómum þínum í spegli. Verkja þeir, eru þeir rauðir eða þrútnir? Blæðir þá hæglega? Eru hvítir eða gulir blettir á munngómunum rétt fyrir ofan tennumarf Eru tennur þínar aflitaðar eða lausar? Er andardráttur þinn slæmur? ÖU eaðða einhver þessara merkja eru sönnun fyrir því að tennurnar eru ekki heilbrigðar, og þú ert að smá eitrast frá veikum tönnum. pað getur verið að þér finnist þú að eins þreyttur eða óstyrkur nú, en seinna meir mun það orsaka gigtveiki, hjarta eða maga veiklun. Og þér mun elcki batna fyr en orsök veikindanna hverfur. Gerið ráðstafanir til að sjá mig-nú þegar. Skoðanir og áætlun kostnaðarins ókeypis. Dr. C. C. Jeffrey Varfæri tannlæknirinn, upp yfir Liggets lyfjabúðinnl. COR. LOGAN AVENUE AND MAIN STREET. Talsími G. 3030. ►<D Ton af þœgindum ROSEDALE KOL óvidjafnanleg ad gædum. fyrir ofna og eldavélar THOS. JACKSON & SONS Húsasmíða-byrgðir, kol og við. Skrifstofa 370 Colony St. Tals. Sh. 62-63-64 j NÁIÐ I DOLLARANA ‘ Oss vantar allar tegundir af loðskinnum, og vér borgum hæðsta verð fyrir. Verðlistar og spjöld fyrir nöfn ykkar ókeypis. Skrifið eftir yðar nú. H. YEWDALL, Rádsmadur 273 Alexander Avenue, Winnipeg. Albert Herskovits & Son, 44-50 W. 28th St., New York City. The Clearing House of the Fur Trade. References: Any Bank or Mercantile Agency. London. Paris. Moscow. ga»<)«»0«»»W««»<)'M»<>«»<>«»l)«»0«l)«.<)«»|)«| Walters Ljósmyndastofa Frá því nú og til Jóla gefum við 5x10 STÆKKAUA MYND—$5.00 V IRÐI okkar íslenzku viðskiftavinum MUNIÐ EFTIR MYNDASTOFUNN I ■em Islendingar hafa skift við svo árum saman. Walters Ljósmyndastofa, 290 Portage Ave. Talsimi Main 4725

x

Voröld

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Voröld
https://timarit.is/publication/221

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.