Voröld - 11.03.1919, Blaðsíða 1

Voröld - 11.03.1919, Blaðsíða 1
HEY! HEY! Sendið heyið ykkar til íslenzku h«y- kaupmannanna, og fáið hæðsta verð, einnig fljóta afgreiðslu. Peningar l&u- aðir á “kör“ send beint til okkar. Vér áby.rgjumst að gera yður 4- nægða. THE NORTHERN HAY CO. 408 Chambers of Commerce Talsími G. 2209. Nætur talsimi 8. 8247 Winnipeg, • Man. >iiii i. W: II. ÁRGANGUR WINNIPEG, MANITOBA, 11. MARZ, 1919 Nr. 6 ALMENNAR FRÉTTIR Canadískir hermenn gerðu upn- hlaup á Englandi fyrir helgina út af því að þeir fengu ekki að fara heim. Sögðu þeir að sumir sem aðeins hefðu verið í hernum skamma stund væru látnir ftrh, en aðrir sem verið hefðu í 3 ár fengju ekki fararleyfi. Fimm mistu lífið og margir særðust hættidega í upphlaupinu. Frumvarp til umræðu í Mani- toba þess efnis að banna fjár- glæfra verzlun með hveiti, en Hudson núverandi dómsmálastjóri kvað fylkið ekki hafa vald til að banna það. Valdið er stundum hýsna takmarkað þegar um það er að ræða að vernda fólkið. pað er rýmra þegar um það er að ræða að vernda eitthvað annað. Frumvarp er fyrir þinginu í Ottawa þess efnis að útiloka alla frá innflutningi til Canada úr þeim löndum sem voru í stríðinu móti bandamönnum. Sá heitir H. H. Stevens og er frá Vancouver, sem frumvarpið flytur. D. D. MeKenzie heitir sá sem kosinn var bráðarbyrðar leiðtogi frjálslynda flokksins, en líkelgt er talið að McKenzie King verði leiðtoginn þegar til framtíðar verð ur valið á þjóðþingi flokksins sem innan skamms verður haldið í Ott- awa. Sá heitir Rohb sem kosinn var formaður nefndar er með höndum hefir öll mál andstæðinga flokks- ins á þessu þingi og var hann sér- stakur trúnaðarmaður Sir Wilfrid Lauriers. McKenzie King, sá sem líklegastur er talinn sem leiðtoga- efni er dóttur sonur Papenaus þess er útlægur var um tímá frá Can- ada fyrir uppreist. Spanska veikin heíir verið svo skæð meðal Indíána í Manitoba að þeir hafa svo að segja stráfallið. Dr. Grain, umsjónarlæknir Indí- ána héraðanna segir að 750 hafi dáið sem kunnugt sé um, þar af 130 við Cross Lake og 120 við Nor- wayHouse. Heilar fjölskyldurhafa dáið eftir því sem trúboðar segja og sumstaðar lifa aðeins ungbörn en alt fullorðið fólk er dautt. 28. október kom gufubáturinn Wol- verine” seinast til Berens River, og var þá öll skips höfnin veik; þannig barst sýkin til Indíánanna. 1 einum stað við Cross Lake voru milli 30 og 40 manns; af því dóu yfir 20; aðeins einn gamall maður og ein gömul kona voru á fótum og höfðu þau nóg að gera að draga líkin út í tvo kofa jafnótt og fólkið dó; þar var þeim hrúgað og_ þar bíða þau greftrunar. Yíða dóu allir nema einn eða tveir af stórum fjölskyldum. JAKOB KONRÁÐ ÓLAFSSON JOHNSON andaðist á Nin ít ,e hælimi 28, f' b 1919 eftir 35 k ánaða ieg.t !»ar. Hann var fædd'i? 24 sept. P93 á purstöðum » Borgarhreppi í Mvra sýslu. Fo'.'e11 • ir hans vorn bau Ólafur Jónsson og Björg þorvaíds- dóttir. Jakob misti föður sinn þegar hann var 3 ára gamall og fluttist vestur með móður sinni 1902. Innilegar þakkir biður móð- ir hins látna Voröld að flytja öll- um þeim er liðsinti honum meðan á hinum langvinnu veikindum stóð Sérstaklega nefndi hún Hvítá- bandsdeildina Vonina á Baldur, Doreasfélagið í Argyle, kvenfélög Irelsis og Immanuels safnaðar. Enn fremur Kristján Helgason í Glenboro, Gunnlaug Daviðson, konu hans og dóttur, Stefán John- son og konu hans á Baldur. öllu þessu fólki og fleirum sem á ýms- an hátt líknuðu biður hin syrgj- andi móðir þann að launa sem engu gleymir. Hann var jarðaður í Belmont af enskum presti, en séra B. B. Jóns- son mintist hans með nokkrum fögrum orðum á sunnudagskveld- ið, og gat þess sérstaklega hversu saklaus og siðprúður hann hefði verið. BÆNDUR OG BÚNAÐUR Um uppskerutímann á Bretlandi sáust merkilegar afleiðingar af “rafmögnuðu” útsæði. H. E. Fry sem er rafmagns verkfræðingur í Dorset á Englandi hefir fundið upp aðferð til þess að aulca þrótt í útsæði sem sjáanlega veldur því að uppskeran verður bæði betri og sterkari. Útsæðið er látið í saltlög; rafmagnsstraumi er hleypt í gegn um löginn og síðan er út- sæðið þurkað. Tilraunir hafa ver- ið gerðar með rafmagnað hvciti, bygg, og hafra og borið saman við útsæði af nákvæmlega sama tagi án rafmagns; hefir því verið sáð sínu í hyort beð eða sínu í hvern akur sem saman lágu. Meira gras spratt upp af rafmagnaða útsæð- inu og var það svo miklu sterkara en hitt að það þoldi storma sem bældu rafmagnslausa útsæðið til jarðar og uppskeran af rafmagn- aða útsæðinu var 5-20 mælum hærri af höfrum af hverri ekru og 5-7 mælum hærri af liveiti, en af byggi alt að 16 mælum. Munur- inn var talsvert eftir því hvar til- raunirnar voru gerðar. Tuttugu og sjö bændur í Suður Devon fengu aukna uppslteru, sem nam um $23 af ekru að meðaltali með þessari aðferð eftir að frá var dreginn sá aukakostnaður sem það hafðr í för með sér og var hann aðeins $1.00 fyrir hvern poka. Verið er að rannsaka síðasta á- rangur af vísindalegri framleiðslu aukning með rafmagni af nefnd er skipuð hefir verið af búnaðar- mála deidinni á Bretlandi. Aths. — S. G. hefir góðfúslega sent Voröld þetta til þýðingar og er það tekið úr ‘‘The Canadian Engineer” Eiríkur Hjartarson, sem heim fór til íslands í fyrra gerði talsverðar tilraunir í líka átt og hér er bent á.—Ritstj. Verkfall alvarlegt mjög stend- ur yfir í New York. Menn sem vinna þar að flutningi á vörum að höfnum og frá hafa hætt vinnu. þeir eru um 16,000 að tölu; krefj- ast hærra kaups. Sir Sam Hughes talar Tíðindi eru það talin að fyrver- andi hermálaráðherra og hersliöfð ingi Sir Sam Hughes flutti þriggja tíma ræðu í þinginu í Ottawa, 5. þ.m., þar sem hann fordæmdi sam- steypustjórnina og herstjórn C;> í- ada. Sagði hann að fjölda Cana- dískra hermanna hefði verið fórn- að í stríðinu að óþörfu rétt áður en vopnahléð hefði verið sarnið. Hughes las bréf frá sjálfum sér til Sir Roberts Bordens er hann skrifaði eftir orustuna við Canth- rai. Segir hann þar að sú áiás eins og henni var stjórnað liafi verið frábærlega ‘‘nautsleg” og heimskuleg. I öðru lagi lagði hann fram þá kæru að áhlaup hefði verið gert á Mons, fjórum klukkuíitunduin áður en vopna- hléð varð og þar hefðu hugrakkir Canadamenn verið látnir fórna lífi sínu að óþörfu og til einskis; sagði hann að herforinginn sem fyrir því áhlaupi stóð ætti að vera skot- inn. Il»ighes fór hörðum orðum urn Sir. Thomas White fjármála- ráðherra fyrir það hversu illir þeir samningar væru er hann íé'ck þegar stiíðslánið var fengið. Sir Sam Ilughes kallaði sam- :-teypust,jórnina eign Flavelles og sagði að herskyldulögin hefðu ver- :ð illa úr garði gerð. Hann sagði einnig að í sínum augum hefði vistanefndin í Canada ekki gert neitt annað en að hækka vcrð á vörum og eldiviðarstjórnin hefði ekkert annað gert en að bæta $5 við hverja smálest af kolum. Hughes lagði fram kæru á Sir. Joseph Flavelle þar sem hann stað- hæfði að liann hefði notað stöðu sma sem embættismaður stjórnar- mnar til þess að ná í $5,000,000 á manuðí og alls liefði hann fengið $100,000000 (hundrað miljón iala á meðan stríðið stóð yfir. Hann sagði einnig að auðvaldið í Aust- ur Canada hefði reynt að fá Sir. Wilfrid Laurier til þess að sam- þyltkja samsteypustjórnina með því skilyrði að hann yrði forsætis- ráðherra í eitt ár og léti svo stjórn ina af hendi við vin auðvaldsins— sá ‘‘vinur” væri ekki 1000 mílur frá White fjármálaráðherra. En Laurier afsagði með öllu að taka nokkurn þátt í slíkuin leik. ‘ ‘ pegar Laurier gekk ekki í gildr- una” sagði Hughes, “þá var Que- bec fordæmd og því haldið fram að Quebecbúar væru landráða- menn. ’ ’ Ilughes sagði að samsteypu- stjórnin hefði stjórnað með klóró- formi; hún hefði afnumið mál- frelsi, bannað ritfrelsi. Hann sagði einnig að Robert Borden liefði verið tól í höndum manna á Englandi og orðið þar fyrir ill- um áhrifum. Hann sagði að eyð- ilegging fjölda mannslífa fjórum stundum áður en stríðið hætti hefði aðeins verið loddaraskapur og hégómagirni: “])að fer hroll- ur um mig” sagði Hughes “þegar eg hugsa um þá hraustu drengi sem þannig voru látnir missa lífið að óþörfu. ’ ’ Hughes sagði að af herlánum hefðu $8 af hverju hundraði lent í höndum peningavíxlara og fjár- glæframanna—þjóðin liti svo á að $8 af hverjum hundraði hefði ver- ið rænt úr ríkisfjárhirzlunni. Slíkt hefði hvergi átt sér stað annars- staðar nema í Balkan rikjunum og Suður Ameríku. Af $275,000,000 hefði Canada borgað $11,000,000 í vexti. í Bandaríkjimum hefði stríðslánin kostað 15c af hundrað dölum, en í Canada $8. petta sagði hann að sumir kölluðu þjófn að, aðrir rán, o.s.fi’v. Hefði Can- adiska látiið verið tekið með sömu kjörum og Bandaríkjalánið, þá hefði Canada sparast $30,000,000 á óri. Joseph Reed, herforingi talaði næstur Sam Hughes og sagði hann að fyrverandi hermálaráðherrann liefði sannað það að samsteypu- stjórnin væri svívirðilegasta stjórn sem nokkru sinni hefði set- ið að völdura hjá nokkurri þjóð. Hann sagði að heimkomnir her- menn yrðu að borga fyrir þann þjófnað og óheyrða fjárdrátt sem samsteypustjórnin hefði látið við- gangast. Höski, Bíldur bóndi og ég Ekkert veit eg um þennan hra. Ilöska, nema það, sem hér segir: Hann lenti um daginn í þröng þar sem eg var staddui’, og steig þá svo miskunarlaust ofan á log- sárt líkþorn á tánum á honum Bíld mínum á Bergi,—að sá gæflyndi góðlyndi misti alveg haldið á sál- arhnoðranum sínum, og hið and- lega “stearing gear” hans “went out of order” Bíldur kai’l er talsverður tó- baksmaðui’, og var svo sem ekld í frásögur færandi, að hann var að tyggja rulluspotta (rullan er sem sé langbillegasta tóbaks tegundin) núna síðan stríðið gekk í garð og rjól reis í verði, einkum fyrir þá sem hafa fjölda fjár að ba’ða eins og Bíldur,—og því snéri hann þá rjólbútinn upp í rullu. Já, hann var að jóðla heiðurskindin, og varð það á í bræði sinni er hann kendi sársaukans, að spýta út úr sér sauðsvörtum hráka framan í náungann, sem hann hélt að hefði meitt sig, og æpti um leið eins hátt og honum lá rómur: flæking- ur, fífl, hundur !—þetta hefði nú verið fyrir sig, ef hann hefði hitt rétta manninn. • En svó tókst þó ei til, því eg varð fyrir útlátunum og ávarpinu, en Ilöski var á með- an horfinn út í þröngina. Eg er nú aðeins hálfkristinn kallaður af kirkjulýð flestum, og því engin furða að mig brysti stillingu rétt í bili. En það stóð þó eigi lengi, og náði eg mér brátt, þurkaði áf mér, og tjáði Bíldi eins hógværlega og unt var að eg væri hér alls ósekur heldur væri það ná- ungi einn, sem eg hefði heyrt nefndan Ilöska af nærstandend- um, og nú væri horfinn út í þröng- ina. Sættist Bíldur brátt á þetta, *^r‘'TjiTTT _ Vilhjálmur Stefansson talar á Industrial Bureau? fimtudagskveldið, kl. 8; og á Canadian Club sama dag kl. 1. Islendingar ættu að fjölmenna í heiðursskyni við hinn mikla mann. Hann kemur til Winnipeg kl. 8.30 í fyrramálið á C.P.R. stöðina. Sem flestir œttu að vera þar og mœta honum. Kaupið sem flestir aðgöngumiða á Walker leikhúsinu, og getið þess að þér séuð ís- lendingar þegar þér kaupi?. en afsakaði þó ei atferli sitt. En eftir á fór eg að velta þessu fyrir mér; hundsnafnið söng mér emí í eyrum; að rnikill væri nú munur kvikiud.inna; til dæmis þess) . er lægi í skógum úti, og bjargáði sér ú hráðum náttúrunn- ai’, eða heirnaríkum húsgangs- rokáa, sem hafði skottið niðri í hverri mjólkurfötu og sméi’trogi, ógnáði börnum, gelti að gestum og biti aðkomuhesta í hæla—þ.e. rán- gjörnum, mcinvaxttis rummung, sem aðeins iifði af náð húsbamda, þar sem fé er fóstra likt. Be.’gur frá Fústöðum. Tilraun til kirkjulegrar sameiningar með Islenska Unítara söfnuðinum og Tjaldbúðar söfnuði hér í bæ. BiTAR ] Jón Runólísson ætlar að skrifa grcia þegar hann er búinn að hæg.ia sér, eftir því sem haun seg- ii ^Yoí|í)ðígl sfðast. Sambandstjói’nin hefir ákveðiú að teknir skuli fastir eða reknir úr landi allir “útlendingar” sem ekki hafi verið trúir meðan stríð- ið stóð yfir—Hví að miða það við “útlendinga” Hví að hlífa mönn um eins og t.d. Flavelle? Jón Runólfsson segir í síðasta Lögbergi að han ætli að svara rit- stjóra Voraldar þegar honum he g’- i:t. Hann ætti að fá !<x '.rsalt hjá Lögbergi. (I'i) Til Ný-íslendings í Winnipeg “Haltu undir Bildfells bein Braga-snijaðui’s koppnum, Máské hrjóti ein ög ein Arða úr gi’óða-ki’oppnum. ” G. O. Einarson Árið 1917 fói’u tvö íslenzk naut úr andstæðingaflokki afturhalds stjórnarinnar og gengix í lið með henni og urðu að kúm. Fóru þær út um bygðir Islendinga og baul- uðu þar fyrir stjórnina. En illa var söng þeirra tekið, því altaf bauluðu þær á ensku. Er nú sagt að þær séu aftur að falla í hið fyrra eðli sitt. A. E. Einu sinni misti Refur rófu sína í boga. þótti honum það svo ilt, að hann lét ekki sjá sig á opinbei’- um stöðum rneðal Refa. Rebba fanst hann vera orðinn úrhrak kynflokksins. Sama er sagt að eigi sér stað með Lögberg. A. E. Vilhjálmur Stefánsson var fyr- irlitinn af íslendingum 1 Winni- peg og skammaður í íslenzku blöð- unum þegar hann kom til Winni- peg fyrir skömmu. Nú er hann orðinn heimsfrægur maður og sönxu dindlarnir sem þá reyndu að vanvirða hann áður tylla sér á tá við hann síðan. Jóni kennara verður svarað í næsta blaði hafi honuni þá hægst! nægilega til þess að ljúka verki sínu. pegar eg las skammagreinarnar hans Jóns kennara í Lögbergi, fanst mér þér hefði átt að detta í hug þessi vísupartur, ritstjóri góðixy: “Eg orðastað við Bilíam á bara, en Bilíams ösnu þarf eg ekki að svara. (aðsent) Fyrirlestur unx þetta efni flytur séra Rögnv. Pétursson, miðviku- dagskveldið í næstu viku, þann 18. þ.m. í kirkju Unítara safnaðar. Skýrt verður frá sögu af öllum tildrögum þessa máls, hvað fyrir forgöngumönnunum hefir vakað með þessari tilraun; ennfremur samnings atriðum á báðar síður; tilboðum Unítarasafnaðarins; sam bands fyrirkomulagi, einsog Uní- tara söfnuðurinn hefir hugsað sér það; fjárhags niðui’jöfnun beggja safnaðanna, ofl. pá verður og bent á ávinning í félagslegum, þjóðei’nislegum og kirkjulegum efnum, er af slíkri sameiningu gæti leitt, fyrir oss Islendinga. Reynt verður áð skýra málið sem ítai’legast frá hlið Unítara safnað- arnefndarinnar, er eigi hefir átt kost á að lýsa skoðunum sínum á þessu máli eða skýra tilboð sitt fyrir hlutaðeigandi meðlimum Tjaldbxxðar safnaðar. Leyfðar verða vinsamlegar umræður um þetta efni að loknu erindinu. Inngangur ókeypis. Samskota leitað til þess að greiða áfallinn auglýsinga kostnað, o.s. frv. Allir eru boðnir og velkomnir. Sam- koman byi’jar kl. 8. e.h. Til mmnis Hermanna skrifstofa Voraldar opin kl. 11. f.h. til kl. 1. e.h. á hverjum virkum degi. Fundur í Skuld á hvei’jum mið- viknderf VI. 8. p.h. Fundur í Heklu á hverjum föst- udegi, ld. 8 e.li. Skuggasveinn leikixnx 27., 28.. og 31. þ. m. Auglýsing næst. Ow GESTUR PALSSON Guðs frá leynum Gestur minn gjörir einatt ræða, þinn var hreini hugurinn: hugga og meinin græða. Mentaskóli og mælsku glans minnst þér ólu grillu, svo af hólum sannleikans sástu bólin villu. c * pEGAR ÁRNI EGGERTSSON OG STEPHAN G. STEPH- ANSSON FÓRU HEIM TIL ÍSLANDS Á GULL- FOSSI, 1918. Af yndisbóli er ósk mín há að öðling sólarhalla, gæti hólum Ekkils á Árna og sjóla fjalla. TIL G. F. Á SANDI. Enginn eins og GuðmundSr” ýta mér geðjast nýtur, gagnorður, gætinn, fróður, gáfur ei skrýðast prjáli; ; of margir ekki fundu orðstýr vorn mega skaða af því að Atlants Víðir okkar á milli liggur. Við andóf á æfi fleyi oft þreytist mund og lundin, atvika allmörg báran oss gerir mæða og hræða; máske við megum síðar um megingeim efri heima svo sem Sigrún og Bjarni sveima og ama gleyma. Gróa frá Krossholti.

x

Voröld

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Voröld
https://timarit.is/publication/221

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.