Voröld - 11.03.1919, Blaðsíða 7

Voröld - 11.03.1919, Blaðsíða 7
Winnipeg, 11. marz, 1919 VORÖLD. Bls. T HARÐGEÐJAÐA KONAN SAGA EFTIR MARGRÉT DELAND. G. Arnason þýddi. Blair var þögull um kvöldið, þegar hann fylgdi systur sinni heim. Hann hlustaði ekki á það sem hún var að segja um Davíð og Elizabetu. ]>egar þau voru að ganga heim að húsinu reis tunglið, sem var í fyllingu upp úr móðunni, sem lá yfir ánni, og varpaði fölu ljósi yfir verksmiðjuna, húsin og eyð- una á bak við. Skuggarnir voru dökkir, en þar sem tunglið skein var eins og silfur á að líta. “En livað þetta er fallegt!” sagði Blair og nam staðar. Hann teygaði fegurðina eins og ljúffengt vín. Og það var ef til vill nautnin, sem hann fann í henni, sem kom honum til þess að segja: “Eg hætti ef fil vill AÚð að fara til Evrópu í sumar og byrja strax.” Nanna trúði varla sínum eigin eyrum. “þú ætl- ar að fara að vinna í verksmiðjunni, Blair? Strax í sumar? Mamma verður því fegin. En hvað það er gott að þú gerir það! Hún tók þétt utan um hand- legginn áhonum af fögnuði. “Ef eg geri það, þá er það því að þakka að frú Richie talaði kjark í mig. Mér er náttúrlega mein illa við það, en eg býst við að það sé skylda mín. Segðu ekkert um það ennþá. Eg er ekki búinn að afráða það við mig. það er svo afskaple^a leiðinlegt liér.” það fór hrollur um hann um leið og hann leit eftir húsaröðunum og liugleiddi hvað faldist undir töfrablæju tunglsins. “Lyktin! það er ekkert út á almenning að setja, Nanna, þang- að til maður finnur þefinn af honum.” “En þú gætir haldið áfram að búa í hótelinu, ” sagði Nanna, um leið og hann tók útidyra lykilinn upp úr vasa sínum. “ Og eg mundi líka gera það, ’ ’ sagði liann. ‘ ‘ Eg gætí ekki unnið það til þess að vera nálægt þér, að eiga heima í þessari óþverragötu. En eg veit svei mér ekki hvort eg hefi kjark í mér til þess að byrja í verksmiðjunni. Davíð verður hér ekki, og það gerir það hálfu verra. Jæja, eg ætla samt að hugsa um það. En ef eg á að vera hér kyr, þá verðið þið Elizabet, að skemta mér; annars fer eg aftur.” Hann hugsaði ekki um það. það var eitt sem honum hafði aldrei verið kent, honum hafði aldrei verið kent að segja: “þetta er skylda mín.” Ilann þurfti þess vegna að ráðfæra sig aftur og aftur við frú Richie og eyða nokkrum dögum enn með Eliza- betu. Davíð var í önnum að búa sig undir flutning- inn. það veitti sannarlega ekki af því að það væri talaður í hann kjarkur, og nokkrum sinnum þurfti hann að fara til móður sinnar og segja henni að hann væri reiðubúinn að fara að'vinna, ef hún vildi talca hann í verksmiðjuna. Frú Maitland varð alveg orðlaus af gleði. Hann vildi fara að vinna! Hann bað hana um að bæta sér við! “Hvað segirðu nú, Ferguson?” spurði liún hæðnislega. “þú hélst að hann ætlaði að halda áfram við að mála annað árið til, og þú vildir láta mig neyða hann til þess að vinna fyrir peningunum, sein liann borgaði fyrir ]iessa mynd, sem hann keypti. Er nú ekki betra að láta hann koma af frjálsum vilja? Iíann er alveg einsr og fað- ir hans var. Maðurinn minn heitinn liafði gaman af því að mála, en hann hætti alveg við það þegar við giftum okkur; memi verða altaf hugnari þegar þeir gifta sig; giftingar og verzlun er þs.ð sem gerir karl- menn hvgria. Og ona verður það með Blaiv. Hann liefir nóg vitið, eins eg eg hefi altaf sagt.” Ferguson 1 :ir tkkert á móti því, en han.i vav forviða engu síður en hún. “Eg held að þér hafið komið honum t.il þess,” sagði liann við frú Richie, næst þegar liann liitti hana. “þér hafið altaf getað vafið honum um fing- ur yðar.” “Já, eg talaði við hann, ” sagði hún. þetta var síðasta samtalið þeirra, því hún og Davíð ætluðu að leggja af stað um kvöldið, og Ferguson liafði komið inn til þess að kveðja. “Eg talaði dálítið við hann. Eg vorkendi frú Maitland. Og mér þykir vænt um hann; það er töluvert í hann varið. Og þér eruð ekki sanngjarn í hans garð.” “Nei, eg er ekki ósanngjarn. Eg játa að það er nokkuð í því sem móðir hans segir, að hann er enginn heimskingi; en það gerir slæpingshátt þeim mun verri. Eg held samt að það gæti orðið maður úr honum ennþá, ef hún tapaði aleign sinni og liami yrði fyrir vonbrigðum í ástamálum; en það þyrfti bæði eignamissi og vonbrigði til þess að gera hann að manni.” Ferguson stundi, og frú Richie vildi sem minst tala um hin bætandi álirif þess að verða fyrir von- brigðum í ástamálum. “Eg ætla að biðja Elizabetu og Nönnu að gera alt sem þær geta til þess að skemta honum,” sagði liún, “svo að lífið í verksmiðjunni verði honum ekki óbærilegt. Ferguson varð byrstur við; en hún lét það ekki á sig fá, heldur færði það í tal við þær, að skemta Blair. Nanna þurfti ekki að láta segja sér það, en Elizabet snéri dálítið upp á sig. Jú, hún sagðist skyldu gera það sem hún gæti. “Mér er vcl við hann, en — ” % Sannleikurinn var sá, að hún var að bera saman í huganum manninn, sem þurfti að “skcmta” til að halda honum við vinnu sína, og Davíð — “sem vinn- ur meðan hai\n getur staðið,” sagði hún við Nönnu og var dálítið upp með sér af honum. Nanúa, sem ekki var sein að finna við hvað hún átti, sag’ði: “ Já, en það er alt öðru máli að gegna með Blair. Ilann þarf ekki að gera neitt, eins og þú veizt.” En samt, fyrir áeggjun frú Ricliie þóttist hann nú loksins ætla að fara að gera eitthvað. Ilann byrjaði í þessari “nýju stöðu sinni” eins og hann komst að orði í spaugi viö Elizabetu, með afarháum launum. Ilann hélt áfram að búa í hótelinu í stað þess að Aæra heima í húsinu hjá móður sinni, til þess að sér liði bærilega. En með sínu einkennilega ör- læti skildi hann myndina, fögru og dýru, eftir í her- bergi Nönnu. “pú ættir að hafa eitthvað til að horfa á sem er samboðið siðuðu fólki, og eg get séð hana, þegar eg heimsæki þig.” Hvort móður hans féll vel eða illa að hann bjó eltki heima, vissi enginn. Ilún sagði ekki orð um það. það hækkaði samt á henni brúnin í hvert skifti sem hann kom og borðaði kveldverð með þeim, og hún tók eftir að það skeði einkum þegar Nanna hafði boðið Elizabetu að koma. Hún var þá vön að horfa á þau með ánægju og segja: “þetta er rétt eins og það var í gamla daga; það vantar bara Davíð.” Frú Maitiand varð sextíu og tveggja ára gömul það vor, en hún var enn ern og ólotin í herðum. þrek hennar var alveg óbilað, og fögnuðurinn yfir þAÚ að liafa son sinn hjá sér og í verki með sér — verkinu sem liún elskaði næstum því eins og hún elskaði hann, var svo mikill, að hún gat ekki annað en sýnt heiminum liann. Blair kom í verksmiðju skrifstofuna á hverjum morgni, stundum á réttum tíma og stundum seint, og settist við skrifborðið, sem hún hafði látið setja þar handa honum. Hann kom vegna þess að hún vildi hafa að hanii væri viðstaddur samtöl, sem liún hafði við alla yfirmenn í verksmiðjunni. Hún lézt vera að spyj’ja hann ráða um hitt og annað. Ferguson og undirverkstjórarnir höfðu gaman af því, en Blair auðsjáanlega dauðleiddist að þurfa að svara spurningum hennar. Gleði lians yfir því að réttlæta traust það er frú Richie bar til hans og að gera skyldu sína fór smá- þverrandi. Traust hennar var honum uppörfun Business and Professional Cards Allir sem í þessum dálkum auglýsa eru velþektir og áreiðanlegir menn—peir bestu sem völ er á hver I sinni grein. LÆKNAR. HEILBRIGDIS STOFNANIR Dagtals St.J. 474. Næturt. St. J. 866 Kalli sint á nótt og degi. DR. B. GERZABEK, M.R.C.S. frá Englandi, L.R.C.P. frá London, M.R.C.P. og M.R.C.S. frá Manitoba. Fyrverandi aðstoðarlæknir við hospítal í Vínarborg, Prag, og Berlin og fleiri hospítöl. Skrifstofutími í eigin hospitali, 415 —417 Pritchard Ave., Winnipeg, Man. Skrifstofutími frá 9—12 f.h.; 3—4 og 7—9 e.h. Dr. B. Gerzabeks eigið hospftal 415—417 Pritchard Ave. Stundun og lækning valdra sjúk- linga, sem þjást af brjóstveiki, hjart- veiki, magasjukdómum, innýflaveiki, kvensjúkdómum, karlmannasjúkdóm- um, taugaveiklun. fyrstu fjóra til fimm mánuðina, en svo varð vinnan dauðans leiðinleg. Verk lians var aðeins til mála- DR. M. B. HALLDORSSON 401 BOYD BUILDING Talsfmi M. 3088 Cor. Portage &Edm Stundar sérstaklega berklaveiki og aðra lungnasjúkdóma. Er að finna á skrifstofu sinni kl. 11 til 12 f.in. og kl. 2 til 4 e.m.—Heimili að 46 Alloway Ave. Talsími Sh. 3158. Keep in Perfect Health Phone G. 86« furner’s Turklsh Baths. Turkish Baths with sleoping commodation. Plain Baths. Massage and Chtropody. ae- Cor. King and Bannatyne Travellers Building Winnipeg LÖGFRÆDINGAR. ADAMSON & LINDSAY LögfræSingar. 806 McArthur Building Winnipeg. BLÓMSTURSALAR j r DR. J. STEFÁNSSON 401 BOYD BUILDING Homi Portage Ave og Edmonton St Stundar eingöngu augna, eyrna, nef og kverka-sjúkdóma. Er að hitta frá kl. 10 til 12 f.h. og kl. 2 tll 5 e.h. Talsími Main 3088 Heimill 105 Olivia St. Tals. G. 2315 W. D. HARDING BLÖMSALA of Giftinga-blómvendir sveigir sérstaklega. sorgar- 374J4 Portage Ave. Símar: M. 4737 Heimlli G. 1054 Talsími M. 3142 G. A. AXFORD Lögfræðingur 503 Paris Bldg. Winnipeg r~ j Talsími Main 5302 J. G. SNIDAL, L.D.S. Tannlæknir 614 Somerset Block, Winnipég myndar, og allir sáu að hann vann það með liang- andi hendi. Undir niðri hlaut frú Maitland að vita að þetta var ekkert nema látalæti. Blair gerði ekk- ert gagn og það eina sem hann í raun og veru gerði var það að taka á inóti kaupi vikulega, sem hann hafði ekki unnið fyrir. Ilefði frú Richie verið kyr í Mercer, til þess að tala í hann kjark aftur og aftur, er ekki ómögulegt að þessi veika skylduræltni, sem hann fann til er hann byrjaði, liefði náð að festa dýpri rætur í liuga hans og vinna sigur á tilfinning- unum. En þegar hún var farin gátu einu sinni ekki tilraunir stúlknanna til að “skemta” honum orkað því sem hin hvetjandi áhrif hennar hefðu getað gert. Elizaht og Nanna héldu honum samt furðanlega ánægðum, þegar hann var ekki í skrifstofunni, og meðarr hann var ánægður var samkomulagið gott milli hans og móður hans. Alls einu sinni alt sum- arið “kastaðist í kekki” eins og Blair komst að orði, á milli þeirra; og það lit af því að liann sótti ekki kirkju. í júlí, þegar hitinn var sem mestur, sat frú Maitland á hverjum sunnudagsmorgni í svarta kjóln- um sínum á kirkjubekknum, sem tilheyrði fjölskyld- unni, og Nanna í hvítum kjól við hliðina á henni. þær hlustuðu og hlustuðu eftir liinu vel þekta fóta- taki lians, og Nanna þnrfti oft að líta til dyranna. Svb þegar liann var búinn að vanrækja kirkjugöng- una í þrjá sunnudaga, fór móðir hans að spyrja liann að hvers vegna hann lcæmi ekki. það var um kvöldið, þagar búið var að borða. Elizabet var komin, og hún og Nanna sátu inni í stofunni í hitamollunni og veifuðu hlævængjunum til þess að fá ofurlítinn svala. Blair sat við hljóð- færið og lék á það af tilfinningu. Gluggarnir stóðu opnir. það var of heitt til þess að kveikja á lömp- unum og þess vegna var hálfdimt í stofunni, nema endrun og eins, þegar eldtungurnar, sem brutust upp úr verksmiðju reykháfunum, ljómuðu hana upp með rauðleitum hjarma. Frú Maitland kom alt í einu inn og nam staðar stundarkorn fyrir framan myndina, sem Blair hafði keypt, er hékk á veggnum rétt við dyrnar. það var of dimt til þess að myndin, María með barnið—þetta ódauðlega tákn móðurástarinnar — sæist greinilega. “Óhreinn léreftsleppur, ” sagði liún og fussaði, “á tuttugu dollara ferþumlungurinn! ” Enginn sagði orð. “Látum okkur sjá,” liélt liún áfram; “járnleirinn kostar 10 dollara smálestin; tuttugu smálestir fylla einn járnbrautarvagn, og ein eim- reið dregur tuttugu og fimin vagna. Jæja, þarna sjáum við að það þarf heilan járnbrautarlestarfarm af leir til þess að borga fyrir þetta. ” Hún smelti með fingrunum í áttina til myndar- innar. Blair stökk npp—svo rendi liann fingrunum með leifturhraða yfir nóturnar. Hann sagði ekki orð. Frú Maitland færði sig nokkur skref frá myndinni, blés mæðilega og sagði: “það sannast hér, sem kerlingin sagði, þegar lnin kysti kiina sína, að öllum geðjast ekki að því sama.” Ennþá þögðu þau öll. Elizahet stóð upp og vbauð henni stól. “Nei, eg ætla ekld að setjast niður,” sagði hún og studdi olnboganum á arin- hilluna; “eg fer út aftur rétt strax.” Einliverjar ókyrðaröldur færðust út frá henni þar sem liún stóð líkt og út frá steini, sem kastað er í vatn. Blair geispaði og stóð upp frá hljóðfærinu. Elizabet fór að fitla við eitthvað með fingrunum, og Nanna fór að tala, eins og hún væri á nálum. (Framhald) DR. G. D. PETERS. Tannlaeknir. er að hitta frá kl. 10 árdegis til kl. 5 síðdegis, og á mánudags, mið- vikudags og föstudags kvöldum frá kl. 7 til kl. 9 sxðdegis. 504 Boyd Building, Winnipeg. Talsími Main 3775 Dag og nótt og sunnudaga. THE “KING” FLORIST Gullfiskar, Fuglar Notið hraðskeyta samband viö oss; blóm send hvert sem er. VandaSasta blómgerð er sérfræöi vor. 270 Hargrave St., Winnipeg. r DR. Ó. STEPHENSEN Stundar alls konar lækningar. Talsími G. 798, 615 Bannatyne avenue. r DR. B. LENNOX Foot Specialist (heimkominn hermaður) Corns removed by Painless Method 290 Portage Ave. Suite 1 Phone M. 2747 v__ G. J. GOODMUNDSON 8elur fastelgnir. Leigir húe og lönd. Otvegar peninga lán. Veitlr ðrelðanlegar eldeábyraSlr blllega. Garry 2205. 696 Simooe Str. Phone Sh. 2151 Heimili S. 2765H AUTO SUPPLY & ELECTRIC CO., Ltd. Starting & Lighting Batteries Charged, Stored and Repaired Speedometers of all makes Tested and Repaired. Tire Vuncalizing. W. N. MacNeil, Ráðsmaöur 169 Portage Ave., Winnipeg J. K. SIGURDSON, L.L.B. Lögfræðingur. 708 Sterling Bank Bldg. Sor. Portage and Smith, Winnipeg Talsími M. 6255. Phone M. 3013 ALFRED U. LEBEL Lögfræðingur 10 Banque d’Hochelaga 431 Main Street, - Winnipeg MYNDASTOFUR. Talsími Garry 3286 RELIANCE ART STUDIO 616 Main Street Vandvirkir Myndasmiöir. Skrautleg mynd gefin ókeypis hverjum eim er kemur metS þessa auglýsingu. Komið og finniö oss sem fyrst. Winnipeg, Manitoba ELGIN MOTOR SALES CO., Ltd. Elgin and Brisco Cars Komiö og taliö við oss eSa skrifiö oss og biðjiö um verð- skrár meö myndum. Talsimi Main 1520 417 Portage Ave., Winnipeg. A. S. BARDAL 843 Sherbrooke Street Selur líkkistur og annast um útfarir. Allur útbunaöur hinn bezti. Ennfremúr selur hann allskonar minnisvaröa og leg- steina. Heimilis Tals - Garry 2151 Skrifstofu Tals. G. 300, 378 HEYRID GÖDU FR6TTIRNAR. Bnginn heyrnarlaus parf að örvænta hver- su margt sem þú heflr reynt og hversu marg- ra sem þú hefir leitað árangurslaust, j>á er enginn ástæða fyrir þig til Irvæntingar. The Megga-Ear-Phone hefir oft gert krafta- verk þegar þeir hafa átt 1 hlut sem heyrn arlausir voru og allir MEGA-EAJK töldu ólæknandi. PHONO Hvernig sem heyrnarleysi þitt er, á hvaða aldri sem þú ert og hversc oft sem lækning hefir mistelcist á þér. þá verður hann þér að liði. Sendu taf trlaust eftir bæklingi með -myndum. Umboðssalar f Canada: ALVIN SALES CO., DEPT. 24 P. O. Box 56, Wlnnipeg, Man Verð I Canada $12.50; póstgjald borg- að af oss. Einkaleyfi, Vörumerki Útgáfuréttindi FETHERSTONHAUGH & Co 36-37 Canada Life Bldg. Phone M. 4439 Winnipeg Vér getum hiklaust mælt með Fetb erstonhaug & Co. pekkjum Isleend inga sem hafa treeyst þeim fyrir hug myndum sínum og hafa þeir I alla staði reynst þeim vel og áreiðanlegir FASTEIGNASALAR. IDEAL PLUMBING CO. Cor. Notre Dame & Maryland Plumbing, Gasfitting, Steam and Hot Water Heating Viögeröir fljótlega af hendi leystar; sanngjarnt verö. G. K. Stephenson, Garry 3493 J. G. Hinriksson, í hernum. J. J SWANSON & CO. - Verzla meö fasteignir. Sjá um leigu á húsum. Annast lán og eldsábyrgðir o. fl. 504 The Kensington, Cor. Portage & Smith Phone Main 2597 Þú gerir engin misgrip Ef þú lætur hreinsa eða lita fötln þín hjá Fort Garry Dyers and Dry Cleaners Við ábyrgjumst að gera þig ánægðan. 386 Colony Str. Winnipeg. LODSKINN HOÐIR, ULL, SENECA’ RÆTUR. Sendið ull yðar til okkar, þér get- ið reitt yður á samviskusamleg skil, hæðsta verð og fljóta borgun. B. I evinson & Bros. 281—283 Alexxander Ave. Winnipeg 1 Sími; M. 4963 Heimili S. 3328 A. C. JOHNSON Legir hús, selur fasteignir, útvegar eldsábyrgöir. 528 tlnion Bank Bldg. New Tires and Tubes CENTRAL VULCANIZING H. A. Fraser, Prop. Expert Tire Repairing Fljót afgreiösla óbyrgst. 543 Portage Avenue Winnipeg I | iMMMMNttKaUpið VORÖLD I Stofnað 18663. Talsfml G. 1671 pegar þér ætlið að kaupa árelð- anlegt úr þá komið og finnið oss. Vér gefum skrifaða ábyrgð með öllu sem keypt er af oss. Mitchell & Co., Ltd. Gimsteinakaupmenn f 8tórum og Smáum Stfl. 486 Maln Str. VVInnipsg. J

x

Voröld

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Voröld
https://timarit.is/publication/221

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.