Voröld - 18.03.1919, Side 4

Voröld - 18.03.1919, Side 4
Bls. 4 VORðLD. Winnipeg, 18. marz, 1919 /■'111 .................. .............................. - '■ ■ ' -..................................... 1 kemur út á hyerjum þriðjudegi. Otgefendur og eigendur: The Voröld Publishing Co., Ltd. Voröld kosta ?2.00 um árið I Canada, Bandaríkjunum og á fslandi. (Borgist fyrirfram.) Ritstjóri: Sig. Júl. Jóhannesson Ráðsmaður: J. G. Hjaltalín. Skrifstofur: Rialto Block, 482% Main Street—Farmers Advocate Bldg. (gengið inn frá Langside Street) Talsími Garry 42 52, 2=^^^» . - Árni Sveinsson og Stephan G. í síðasta blaði Lögbergs er níðgrein um Stiphan G. Stephansson eftir Áma Sveinsson. Vér þurfum ekki að svara fyrir Stephgn, hann mun gera það sjálfur á þann hátt sem honum þykir við eiga. En það er eitt sem vér vildum spyrja Árna Sveinsson að í sam bandi við stríðið og herskylduna sem honum er svo heilagt mál. Er sú frétt sönn, eða er hún login, að liann hafi róið að því öllum árum að koma sonum nágranna sinna í stríðið nauðugum, ef þeir vildu ekki fara viljugir, en að hann hafi svo borið sig illa þegar herskyldan kom nærri sjálfum honum og neytt allra meðala til þess að forða sínu eigin fólki frá stríðinu? Er það satt? Sé það ósatt, biðjum vér Árna fyrirgefningar á því að hafa minst á það; sé það satt væri það frá voru sjónarmiði órækur vottur um sleikjuskap og hræsni og væri þeim það sæmra er þannig hefðu hegðað sér að “stryka yfir stóru orðin” í viðureign sinni við Fjalla- skáldið, sem allir vita að er sómi þjóðar sinnar og heiður lands síns. Sálin hans Jóns míns Eg hefi oft haft bæði skemtun og gagn af því að hlusta á þá menn se_m mér eru andstæðir í skoðunum, en það er þó því skilyrði bundið að þeir hafi þekkingu og skilning á þeim málum, sem þeir tala um. par sem hvorugt þetta er fyrir hendi, en menn vaða elginn um mál- efni, sem þeir aldrei hafa virt svo mikils að þeir hafi nent að kynna sér þau eða hugsa um þau. par sem menn haf ekki annað til brunns að bera en kviksögur og skynlausan þvætting einhverra annara, sem eru sjálfum þeim enn fáfróðari, þá verður alt annað uppi á tening. A slíka menn er leiðinlegt að hlusta, og við þá er gagnlaust að skifta orðum. En einmitt svona stendur á með ritstjóra Lögbergs þegar hann er að ræða um Socialism, Anarehism og Bolshevisma. Hugsun hans og þekkingar leit hefir auðsjáanlega stefnt í aðrar áttir. Hann held- ur að þetta geri ekki neitt til meðan hann hefir f jölfræðibókina (En- cyclopedia) við liendina, þar sé hægt að fletta upp vísdóminum og miðla síðan öðrum af ríkdómi sinnar vizku. En hvorutveggja hefir þá komið í ljós við þessar umræður: að hann er því ekki vaxinn að fara rétt með það sem hann flettir upp í “Encyclopedíunni” né held- ur að meta sönnunargildi kviksagnanna, sem liann her fyrir sig. 1 svari sínu til mín 6. þ.m. byrjar ritstjóri Lögbergs á að skýra frá því að fyrri grein sín hafi orðið mér “meira en lítið sársaukaefni ” Eg vil biðja hann að hafa sem allra minstar áhyggjur út af því. Ef einhver sárindi eiga sér stað í sambandi við ritsmíðar hans um þetta efni, mundi eg helzt geta til að þau væru hjá aðstandandum og velunn urum Lögbergs, þeirra, sem svo eru viti bornir að þeir kunna að sjá það að hann er að gera blaðið þeirra hlægilegra og heimskara með hverri líðgndi viku. þar næst kvartar hann um að grein mín sé mest “persónuleg árás á ritstjóra Lögbergs, ” þetta er alger misskilning- ur, sprottinn af því að hann kann ekki að gera greinarmun þeirra at- hafna sinna sem heimulegar eru (prívat) og hinna sem eru opinbers (public) eðlis. Allar ski'iftir hans “í blað vort” eru opinbers eðlis, og er ekkert persónulegt þó þær séu gagnrýndar. pessi umrædda grein mín fjallaði aðeins um þær, og eg fór ekki með einu orði út fyrir þau takmörk. Persónuleg kynni mín af ritstjóra Lögbergs eða prívat störf hans hefir mér aldrei komið til hugar að gera að blaða- máli, eða gera árás á hann fyrir þau. Blaðamenskan er aftur á móti opinbert starf, og um það hefi eg fullan rétt að segja hvað sem mér sýnist. Ritstjóri skiftir þessu svari sínu í fjóra kafla. Fyrsti kafli á að sanna það að Bolshevismi sé sama og Anarchismi. Eg hefi aldrei reynt að skýra hvað Bolshevisminn þýði. Eins og það orð er nú notað í hérlendum blöðum þýðir það alt og ekki neitt. Er notað á sama hátt og orðið “þýzksinnaður” var notað meðan stríðið stóð yfir. En hitt hefi eg sagt að stjómskipulag það sem Bolsheviki flokkurinn er að reyna að koma á í landi sínu væri ekki Anarchismi, eða bygt á þeim grundvelli sem Anarchistar hafa hugsað sér. Grundvallarlög eða stjórnarskrá þeirra er nú komin út í enskri þýðingu og eru þau þess ljósastur vottur að eg fer þar rétt mál með, en Lögberb rangt. Ritstjóri Lögbergs vitnar sjálfur í lögin, en kallar þau “stefnu- skrá” Enski þýðandinn nefnir þau “ Constitution ” og setur til frek- ari skýringar milli sviga “Fundamental Law” Nú er mér ekki kunn- ugt hvort ritstjóri Lögbergs kann Rússnesku og þess vegna hefir hann að líkindum haft ensku þýðinguna fyrir sér. En næsta ótrúlegt er að hann kunni svo lítið í ensku að hann haldi að “Fundamental Law” þýði stefnuskrá. Eg tók það greinilega fram í fyrra svari mjnu hvað ber á milli Anarchista og Socíalista, en fyrst ritstjórinn hefir ekki skilið það er velkomið að eg taki það upp aftur. Anarkistar “neita réttmæti vald- stjórnar í öllum myndum” Socíalistar hugsa sér hana sem undir- stóðu xaannfélagsskipunarinnar. þessar hugsanastefnuv eru svo ó- líkar að engum meðal greindum manni sem nokkuð reynir að kynxra séu þær, er ofætlun að sjá mismuninn, þó fáfræðin og heimskan rugli þeim saman. það eitt að Bolsheviki flokkurinn hefir samið og gefið út grundvallar lög, er næg sönnun þess að hann er ekki Anar- chista flokkur. 27. febrúar flytur Lögberg eftirfai’andi skýring yfir orðið “Anar- chism ’ ’ tekinn upp úr f jölfræði bókinni: --------“nafn á grundvallarreglum eða lífsskoðunum og hátt- semi, þannig að undir slíku fyrirkomulagi er samfélagið talið að vera án stjónxar—samræmi í slíku samfélagi er hvorki náð með undirgefni við lög né hlýðni við nokkur yfirvöld, heldur með frjálsum samning- um á milli hinna ýmsu flokka, sem á frjálslegan hátt koma sér saman um skifting landeigna og atvinnumál, að því er við kemur framleiðslu og neyzlu, og einnig til þess að fullnægja hinum óþrotlegu, mismun- andi þörfum og löngunum siðaðs manns. Ætla má að þetta sé mjög ófullkomin þýðing. En sleppum því. þegar þessi fjölfræðibókar skýring er búin að vera milli kvarnar steinanna á Lögbergi hæfilegan tíma kemur hún út aftur 6. marz, og lítur þá svona út: “---------Látum oss því halda oss við þá merkingu orðsins, eða þann skilning, sem í það er lagðuy nú, og sem er: Stríð móti þjóð- félagsskipuninni, eins og hún er. Hatur til efnamanna og valdhafa, hvei'.ju nafni sem þeir nefnast, og samtök um að skjóta flokkum mannfélagsins skelk í bringu, sem stefnunni eru andstæðir, með of- beldisverkmn á líkan hátt og Níílistar gjörðu. ” Mér er það vel kunnugt að fáfræðin og heimskan.hafa lagt þessa merking í orðið. Skilningssljóum mönnum hættir við að blanda sam- an, aðferðmni til að ná takmarki og tamarkinu sjálfu. En þetta getur oft verið í beinni mótsögn livað við annað. Sumir Anarkistar hafa haldið því fram að æskilegt væri að beita ógnunum til að hræða vald- hafana og ryðja þeim úr vegi, en það er aðferð til að ná takmarkinu, en ekki takmarkið sjálft. Alveg á sama hátt og okkur hefir verið sagt að heimstríðið sem nú er nýafstaðið hafi verið háð til þess að ná friði. En þó kemur engum til hugar að orðin “stríð” og' “friður” séu sömu merkingar. Yið höfuin líka sögur af mönnum, sem töldu réttmætt að útbreiða kristindóminn með vopnum. pá minnist ritstjórinn á að Bolslievikiflokkurinn hafi tekið vopn- in “frá ríka fólkinu, og fengið í hendur verkafólkinu, sem myndar lýðveldishersveitirnar” (þarna- talar hann tun lýðvcldishersveitir þeii’ra Anarkistanna!!!) Svo hrópar hann upp í ofboði “þarna höf- um vér þá myndina! og hx’yðju verkin voru afskapleg. ’ ’ En er nú ekki þetta það sama og viðgengst annarstaðar í heiminum, Nefnilega að þeir sem fara með valdið ráði því hverjir fari með vopnin. Eða heldur ritstjórinn að blóðsúthellingamar hefðu orðið minni ef Bolshe- víkar hefðu sagt við efna fólkið: “Við ætlum nú að taka af ykkur landeignix’nai’, bankana, verksmiðjurnar, o.s. fvr., en héma eru vopnin, verjið ykkur með þeim? Við ætlum að sækja að ykkur vopnlausir.” Eða áttu þeir að skifta vopnunum með sér í bróðerni, áður en lagt var til orustunnar? Var það ekki skaði að ritstjórinn fór ekki í stríð- ið, svo þessi riddaralegi hugsunarháttur feixgi að njóta sín. ? Næst kemur löng runa af mannanöfnum og allir liafa þeir haft mikið að segja frá “svívii’ðingxxm Bolshevikimanna ” En getur rit- stjórinn bent mér á nokkurt stríð, á borð við borgarastríðið á Rúss- lrndi, sem engar “svívirðingar” liafi fylgt? Einnig er sumt af því sem Lögberg hefir eftir þessum mönnum svo barnalegt að þýðingar- laust er að bera það á borð fyrir hugsandi menn. Eins og til dæmis það að Rússar liafi eýðilagt sínar eigin verksmiðjur og atvinnuvegi til að veita straumi þýzkrar verzlunar inn í landið. Og að Bolsheviki hreifingin sé frá New Yorlt komin. pað vita nú flestir að friðurinn sem Rússar gerðu við pjóðvei’ja var nauðungar friður, gerður vegna þess að þeir treystu sér ekki að halda stríðinu áfram. Og eftir að þeir höfðu leitað styrks hjá Breturn og Bandaríkjamönnum en ekkert svar fengið, en biðu þó eftir því frá því í febrúar og þangað til 14. marz. Petta er haft eftir Raymond Robbins, sem þá var í Rússlandi, formaður Red Cross félagsins frá Bandaríkjunum, og flutti blaðið Free Press hér í bænum fréttina 6. þ.m. í öðrum kafla svarsins er ritstjórinn að sanna það að Bolshevism- inn sé ekki Socíalismi. Eins og eg tók fram áður hefi eg aldrei reynt að byggja neitt ofan á þeirn hugsana hrærigraut, sem táknaður er með orðinu Bolshevismi. En um stjómarskipulag Bolshevikiflokksins hefi eg sagt að það væri eftir mínum skilningi í samræmi við kenn- ingar Socíalista. Eg gæti nú vitnað til grundvallar laganna og til- fært kafla úr þeim, en eg býst við að þau verði birt í íslenzkri þýð- ingu og geta menn lesið þau í heilu lagi. pau hafa sannað að skoð- un mín var rétt. Ritstjórinn tekur upp úr lögunum eina grein til sönnunar sínu máli og er hún á þessa leið : “Til þess að hrinda því í framkvæmd að landið alt verði eign ríkis ins skal eignarrétturinn afnuminn, og landeignir allar eru hér með ákveðnar að vera eign ríkisins, og skal það afhent verkamönnum til afnota og umráð endurgjaldslaust eftir jöfnum hlutföllum.” Um þetta farast honum þannig orð: “Hér kemur fram ójöfnuð- ur :'v.m vér vitum ekld til að fram hafi komið í kenningum Soeíalosta” pessi hreinskilni iitstjórans er í mesta máta virðingarverð. En þekk- ingar skorturinn tæplega afsakanlegur. Eg get frætt hann um það að hér ræðir um eitt af grundvallar atriðum Socíalismans. Og ef hann finnur ekki þessa kenningu í þeim kafla fjölfræði bókarinnar sem ræðir um Socíalisma, þá er hún ekki fjölfróð um það efni. Eg nenni ekki að vera ,að tilfæra hér kafla úr ritum Socíalista um þetta. Allii sem nokkra nasasjón liafa af kenningum þeirra vita að þeir skoða jörðina sem sameiginlega eign alls mannkynsins, og að afnota réttur hennar sé meðfæddur réttur (natural right) hvers einstaklings, en eignaréttur að því er land snertir sé ranglátur og ónáttúrlegur (arti- ficial) Hann sé ekki veittur af forsjóninni, heldur þjóðfélaginu, og þessvegna hafi það rétt til að afturkalla hann hvenær sem því svo sýnist. Um Faurier get eg sagt honum það að hann var aldrei “leið- togi” Socíalista og það af þeirri gildu og góðu ástæðu að á hans dögum var enginn Socíalista félagsskapur til. En hann og annar maður sem uppi var um sama leyti (Saint Simon) er sagt að fyrstir hafi ritað ítarlega um þetta efni. Og þau ritverk hafi hrint hreif- ingunni af stað síðar. Sú kenning sem Fourier flutti er nú nefnd “Communism” og sjálfur hafði hann litla hugmynd um hvaða erfið- leikar væru á því að koma henni í framkvæmd. pað var ekki fyr en Marx og Engels komu til sögunnar að grundvöllur félagsskaparins var lagður, að því er snertir framkvæmdirnar. Að öðru leyti er cþarft að svara hjali Lögbergs um það að Socíalistar hafi aldrei viljað sjá lögleysi í landi. Eg hefi aldrei haldið slíku fram. Ritstjórinn hefir áður sagt að lxann teldi réttmætt fyrir Rússa að brjóta af sér “keisai’avaldið” og “keisaralöggjöfina” IIví skyldu þeir ekki hafa rétt til að setja önnur lög í stnðinn,-og srníða bau eftir si. 'ut eigin vild. Um þriðja kaflann hefi eg fátt að segja. Hann er ekkert annað en ein af þess'n viðbjóðslegu si’gum, sem sv nxkið var haldið á lofti meðan á stríðinu stóð. Og var tilgangurinn auðvitað sá að vekja með þeim hatur og hefndarhug til évinanna. En ef á að mæla, aðra á sama kvarða og þarna er lagður á Bolshevild flokkinn, verður menn- ingargildið tæplega á marga fiska. pær þjóðir sem fremstar hafa verið taldar að meimingu, hafa nú borist á banaspjótum. Og beitt öllum hugsanlegum vopnum, eiturgasi, sprengivélum og kafbátum. Og milljónir manna liggja í valnum, eftir þann hrikaleik. Ætti mað- ur nú að taka það versta sem þeim heíir farið á milli og mæla menn- ingu þeirra eftir því; hvað verður þá uppi á tening. Verður þá ekki vandlætingasemin yfir því sem gerst hefir á Rússlandi dálítið svipuð bæn fariseans? Ætli xað séu ekki fleiri en Rússinn einn, sem miklu fremur ættu að gera bæn sína í hljóði og segja: “Guð vertu mér synd- aranum líknsamur.” Eg get líka tekið annað dætni sem er nær okk- ur. Eg á heima í þeim hluta bæajrins sem varð fyrir heimsókn ó- spektar manna, einu sinni í vetur, og hoi’fði á sumt sem þar fór fram. Væri nú sanngjamt af mér að dæma menningu Canadisku þjóðarinnar í lieild eftir því? Nei, það er ranghverfa menningarinn sem út snýr begar svo stendur á. Og ef maður dæmir heildina eftir því þá verður hægt að finna skríl víðar en á Riisslandi. í fjórða kaflanum kemur ritstjórinn með þessa spurningu: “Ef sami ófögnuðurinn yrði að fylgja Bolshevismanum hér eins og að fylgt. hefir honum þar, mundi Hjálmar Gíslason sarnt segja: pað er mín skoðun að hann ætti að koma?” Eg hefi aldrei sagt eitt eða neitt í þá átt að “Bolshevikisminn ætti að koma.” pað sem eg sagði í fvrri grein minni var þetta: ‘Eg hefi þá skoðun að fyr eða síðar muni að því koma að breyt- ingar á núverandi fjármála og stjórnskipulági muni verða hér í landi, og að þær breytingar muni fara í líka átt og orðið hefir á Rússlandi. pað er: framleiðendurnir muni á einn eður annan hátt taka í sínar hendur yfirráðin og eignarréttinn yfir sinni eigin framleiðslu. ” pessi skoðun mín er ekki bygð á persónulegum tilfinningum eða óskum mínum, heldur á athugun þess, sem er að gerast í landinu. pað fyrirkomulag sem við nú höfum með öllum sínum fjárglæfra brellum og stjórnmála klækjum sýnist mér óhæft fyrir framtíðina. Vaxandi þekking, eða vaxandi örbyrgð, hljóta að varpa því fyrir borð fyr eða síðar. Ef það verður örbyrgðin sem tekur í taumana, þá verð- ur það að líkindum -gert með blóðsúthellingum, hér eins og annar- staðar hefir átt sér stað. Ritstjóranum líst ekki á “að taka stjórn málanna úr liöndum þeirra sem þekkinguna og reynsluna hafa.” petta lítur nú vel út á pappírnum. En hvernig hafa þeir farið með málin liér í landi að undanfömu, þessir sem “þekkinguna óg reynsluna hafa” Eg sá ný- lega getið um það í einu blaðinu hér að auðlegð landsins hefði auk- ist meðan á stríðinu stóð, xxr 8 biljónum upp í 19% billjóni. Má vera að þetta sé eitthvað orðum aukið. En í hverju liggur þessi stórgx’óði? Liggur hann í því að þjóðin eigi nú fleiri járnbrautir, fleiri verk- smiðjur, fleiri gripi, meira ræktað land, betri og fullkomnari hús, fleiri framfærslutæki, og fleiri skip, o.s.frv. ? Eða liggur liann í í því að vissir menn innan þjóðfélagsins hafi nú veð í framleiðslu þjóðar- innar á komandi árum? Hafa hermennirnir sem voru að berjast fyrir landið borið svo mikið úr bítum að þeir séu nú ríkari en áður.? Hafa ekki fjárglæfra menn haft óbundnar liendur, að mestu leyti, til að ræna konur og’ börn hermannanna og annan landslýð með því okurverði sem verið hefir á öllum lífsnauðsynjum, meðan liermenn- irnir liafa fórnað blóði sínu fyrir landið? Og er nú ekki landið að mestu komið í hendur auðfélaga, svo að nú verður hver maður að gjalda fleiri þúsund dala sekt, áður en honum veitkt aðgangur að því? Og þó ætti það að standa hverjum manni opið sem hefir vilja og dug til að nota það. Og eru ekki þetta ávextir af stjórnar störf- um, þessara sem “reynsluna og þekkinguna hafa.”? Ef ritstjóri Lögbergs leysir vel úr þessum spumingum, vinnur hann þarfara verk heldur en að' hjala meira um Anarchism og aðrar hugsana stefnur sem hann botnar ekkert í. Hjálmar Gíslason Minnisvarðamálið Eftir því sem bréfunum fjölgar, sem félaginu berast um það mál, eftir því verður það ljósara að það á í lang flestum héruðum landa vorra í Vesturheimi, hlýjum vinsældum að fagna. pað virðist greipt í vitund fólksins að varðabygging sé ekki aðeins sjálfsagt ræktar- merki við minningu þeirra sem látið hafa lífið fyrir land þetta og frelsishugsjónir þær sem fyrir var barist, heldur sé það órjúfandi siðferðisleg skylda að halda á lofti svo lengi sem verða megi, þeim borgaralega manndómi íslendinga og afkomenda þeirra hér sem hvatti þá og knúði til þess—í lang flestum tilfellum ótilkvadda—að brjótast fram í brjóst fylkinganna, þegar 1 upphafi stríðsins, sínu nýja fósturlandi til varnar og vegsemdar, og framtíð komandi kyn- slóða til sannrar blessunar, og til eru-sýnilega þeir sem fúsir eru til þess að leggja nokkuð í sölúrnar til þess að minnisvarða málið megi ná framkvæmd. Fyrsti áþreifanlegi fjárframlaga votturinn í þessu efni er sú til kynning sem Jóns Sigurðssonar féjagið í Winnipeg hefir sent minn- isvarða félaginu að það sé við því búið að leggja fram nú þegar $500.00 til varðans. 1 öðru lagi að það ætli sér að veita máli þessu allan þann siðferðislegan styrk sem það orki og í þriðja lagi að það voni að geta síðar bætt við þá peninga upphæð sem það nú leggi fram, ef þess verði þörf. Jóns Sigurðssonar félagið telur á félagsskrá sinni nær 200 konur sem hver einasta hefir það að markmiði að veita minnisvarða fyrir- tækinu alt það siðferðis og fjárhagslegt fylgi sem þær megna. pað er óþarft að taka fram að minnisvarða félagið vottar konum þessum alúðar þaklcir sínar fyrir örlæti þeirra, áhuga og styrktar loforð, og það vonar og óskar að konur í öllum bygðum landa vorra í Vestur- heimi vildu hafa samtök með sér t.il þess að fara að dæmi Jóns Sig- urðssonar félagsins til styrktar máli þessu. Frá Selkirk hefir félaginu borist tilkynning um að þar hafi á al- memium fundi á föstudagskveldið 14. þ.m. verið rætt um minnisvarða málið og að fundurinn liafi vex-ið einhuga um að veita því fylgi sitt. Félagið óskar að fá þessu samhljóða fréttir úr sem allra flestum bygðum, og sem fyrst. Að því hefir spurt verið í einstökum bréfum hvar hinn fyrir- hugaði minnisvarði eigi að standa. Ennþá er ekki hægt að gefa á- kveðið svar um þetta. En helzt mun félagið óska að fá hann settan niður á þinghúss flötin hér í Winnipeg, ef þess er kostur Til þess ber það að þar er veglegasti staðurinn sem fáanlegur er innan tak- marka þessa fylkis fyrir slíkt listaverk. Staður sá er og bezt við- eigandi fyrir þá sök að lang flestir allra íslendinga og manna af íslenzkum stofni liafa gengið í herinn hér í borg. Varðinn fengi einnig bezta verndun og umönnun hér, auk þess sem hann yrði þá einnig fyrir flestra sjónum, ekki aðeins þeirra sem búa í fylkinu, held- ur einnig allra þeirra sem ferðast hér um, austur og vestur um land- ið, og hér hafa nolckra viðdvöl. Félagið veit ekki af neinum stað þar sem hann yrði jafnyel settur eða þar sem staðurinn er jafn vel viðeigandi fyrir allra hluta sakir þeirra sem nokkurt samband hafa við íslenzka þjóðflokkinn sérstaklega, eða landnám hans í þessari heimsálfu. , Meira í næstu viku B. L. Baldwinson

x

Voröld

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Voröld
https://timarit.is/publication/221

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.