Voröld - 18.03.1919, Page 5

Voröld - 18.03.1919, Page 5
Winnipeg, 18. marz, 1919 VORÖLD. Bls. 5 Minnisvarðamálið Minnisvarðamálið Minnisvarðamálið Herra ritstjóri: Viltu gjöra svo vel og ljá mér rúm í blaði þínu. Sannfæring mín og réttlætis tilfinning knýr mig til að skrifa nokkur orð um minnisvarðamálið. pó eg finni það vel að það muni verða mjög ófullkomið. Mér finst minnisvarða nefndin í Winnipeg beita landbúana rangindum, að gefa þeim ekki tækifæri til að láta í Ijó^j vilja sinn í þessu máli. Eg sé enga ástæðu til þess að úrskurður nefndarinnar sé tekinn gildur, sé almennings viljinn á móti honum. Nefndin sendi 350 bréf út um bygðir íslendinga þess efnis að mér skildist að finna út vilja almennings í þessu máli, og eg tel víst að víða liafi verið búið að boða til fundar; það var búið hér, og fór sá fundur fram 9. þ.m. En tveimur dögum áður kemur sú fregn sem þruma úr lieið- skíru lofti að nefndin sé búin að ákvarða hvernig minnisvarðinn skuli vera. pað datt ofan yfir alla. Menn áttu ekki von á þessu á meðan ekki var búið að halda fundina. B. L. Baldwinson getur þess í síðustu grein sinni um minnisvarða málið, að svo fá andsvör bréf- anna sem lit voru send séu komin enn, að ekki sé hægt að ráða með vissu af þeim um liugar stefnu alþýðu landa vorra hér í álfu. Og að sýnilegt væri að nokkur tími mundi til þess ganga að allar bygðir kysu menn til samvinnu með nefndinni. Ilvað gjörði það til þó nokkur tími liði. ? Lá svo mikið á að afráða hvernig minnisvarðinn skyldi vera. ? Ætli að nefndin hafi ekld vei’ið hrædd um að alþýðan myndi ekki verða með málmsteypu verðanum? Takið eftir því að B. L. Baldwinson segir að þeir viti ekki vilja alþýðunnar í þessu máli. pað er að lieyra að þeir viti vilja leiðandi mannanna í því. B. L. Baldwinson getur þess einnig í síðustu grein sinni, að stjórnir þessa lands hafi það á stefnuskrá sinni að einhverskonar varanleg minnismerki verði reist föllnum Canadískum hermönnum, þar sem vorir íslenzku hermenn eiga hlut í með öðrum borgurum ríkisins. Og með því að ríkisstjómin í Canada veiti ekkjum fallinna hermanna og afkomendum þeirra, svo rífleg og sívaxandi fjárfram- lÖg úr ríkissjóði að vel nægi til framfærslu þeirra. Svo stofnun barnahælis eða annara þesskyns stofnana sé algjörlega óþörf. Átti ekki stjórnin að skaffa hermönnunum alt á vígvellinum? pví var þá altaf verið að skora á fólkið að spara við sig svo það gæti sem mest látið í líknarsjóði til hjálpar hermönnunum ? En setjum nú svo að það sé satt að stjórnin sjái forsvaranlega um aðstandendur hermann- anna, er samt ekki þörf á að lijálpa -nauðstöddum. ? Hvað um alt fólkið sem hefir mist síria úr þessari voða landfarasótt sem geysað hefir um allan heim og geysar enn, og mest í bæjunum þar sem fá- tæktin er á hæðsta stígi. Konur standa þar uppi einmana með korn- ung börn, og margar heilsulausar; hundruð af börnum liafa mist báða foreldra sína. Sér stjórnin um alla þessa munaðarleysingja? Hún ætti auðvitað að gera það. pað er auðvitað skylda allra stjórna að sjá til þess að enginn líði skort í landinu, sé það ekki fyrir leti eða ómensku. . pað eru mörg ár síðan eg var í Winnipég. pað var mörgum ár- um fyrir stríðið, og þó varð eg vör við mikla fátækt þar þá, og það á meðal íslendinga. Eru líkur til þess nú að ástæður fátæklinga þar og í öllum stórbæjum séu góðar? Eg er viss um að ef við gætum séð inn í lieimkynni hinna nauðstöddu þar, þá rnundi okkur hrylla við, og við mundum þá sjá og finna til þess hvað sjálfselsk og eigingjörn við erum, að vera ánægð ef við getum sjálf lifað í allsnægtum. Eg held að það mundu þá margir fallast á að það sé réttast og bezt við- eigandi að minnast hinna föllnu hermanna með kærleiks vérkum, þó þau kærleiksverk verði ekki grafin á málmsteipu stólpa sem stæði þjóðinni til heiðurs öld eftir öld. Og mér finst það vera samvizka spursmál fyrir íslendinga ef þeir leggja fimtíu þúsundir í málmsteypu minnisvarða, því tilgangurinn hlýtur að vera sá að mikla þessa þjóð í augum heimsins. Eg hefi ekki heyrt þess getið að nein önnur þjóð í þessu landi berist svona mikið á. Mér finst það lýsa metorðagirnd og þjóðar drambi, og það finst mér vera ósamboðið kristnu fólki, að vera að hugsa um það nú, þegar það ætti að vera aðal áhugamál allra að reyna að bæta það böl sem þetta nýafstaðna stríð liefir leitt yfir heim- inn. Getum við ekki séð að það getur ekki orðið varanlegur friður á meðan að þjóðirnar keppa hver við aðra? Getum við ekki séð að undirrót allra stríða hefir verið metorðagirnd, ágirnd, hroki, hatur og drotunargirni ? Mennirnir hafa sózt eftir mentun og þekltingu, og það er í sjálfu sér gott og ætti að bæta mannkynið. En hefir það gjört það? Ekki finst mér það. Hvað gjörði þetta stríð ógurlegra en nokkurt annað stríð ? Var það ekki þekkingin og vísindin, sem voru notuð til þess að búa til þau grimdarlegustu morðvopn sem mannlegur andi gat upphugsað, og til að nota þau skaðlegustu eitur- efni sem til eru til þess að myrða saklaust fólk. Er ekki voðalegt að annað eins skuli eiga sér stað hjá kristnum þjóðum? Herra Sig. Júl. Jóhannesson:. Mér sýnist á blöðunum að þjóðernis ræktin sé nú komin í sterka hreifing, og minning þeirra föllnu hermanna, og er það mér sönn ánægja. En af því eg trúi að þeir sem héðan hverfa séu komnir á æðra þekkingarstig, get eg hugsað þeim finnist ekki mikið um okkar andlega þroska ef við förum að byggj dautt minningar mark þeim til heiðurs. En lifandi, starfandi minning, sem inni að því að upplýsa og bæta sálarlíf komandi kyirslóða hugsa eg þeim samboðnara. pjóðernis málið og minnisvarða skil eg svo að það sé svo samgró- ið að það verði að vinnast á sama grundvelli, n.I. færa þjóðflokkinn á æðra þekkingar stig í andlegum efnum. Einnig skal eg lýsa yfir þeirri hugsun minni að Jóns Bjarnasonar skóli eigi að sameinast við þjóðemis stofnunina. Sundraðir falla. prefaldur strengur slitnar torveldlega. Eg vissi að séra J. B. hafði sterkan áhuga fyrir að íslenzkan og það göfuga í eðli íslenzku þjóð- arinnar festi héí rætur hjá okkur, og mér sýnist sem þetta fyrir- komulag mundi tryggja það. í einlægui. Th. Fjeldsted Hvað er nauðsynlegt? pessi spurning vaknar í huga mér hvað eftir annað þegar eg les Vestur-íslenzku blööin svo margt er það sem brotið' er upp á nú á dögum, það er eins og leiðandi menn liér keppist hver við aunan um að finna upp eitthvert fyriríæki sem liægt sé að ausa í peningum al- þýðu, rét! eins og Vestur-lslendingar viti nú ekki aura sinna tal pað kann nú að vera að sumir beirra séu búnir að safna að sér svo að þeir þurfi engu að kvíða, en varla mun það vera alment. Eg hygg að það séu aðeins þeir “útvöldu” eða þeir sem liafa verið taldir æðri en almúginn sem geta ókvíðnir liorft fram á þá tíð sem í hönd fer frá því nú og þar til stríðsskuldin er að fullu goldin; það er eins og þeim finnist að nú sé sigurinn unninn og nú séum við nógu frjálsir og nú sé ekki annað eftir en að reisa minnisvarða hinum föllnu hetjum, lielzt .úr steini, því alt annað er álitið að vei’a ófullkomið. pessi minnisvarða hreyfing finst mér skara fram úr öllu sem þeir hafa fundið upp nýlega, þar er ekki gefið eftir með góðmenskuni, því svo er að sjá sem þeir ætli sér að skylda okkur alþýðumenn til ríflegra f járframlaga; fimtíu þúsundir! pað er nú ekki stórt! pað kynni þó að geta forðað nokkrum vesalingum frá hungurdauða austur í Evrópu. En líklega væri það ekki eins mikil sæmd fyrir okkur föllnu hetjur sem létu lífið til þess að kaupa öðrum frelsi. Er það frelsi fengið? Ekki fullkomlega meðan ekki er fengið málfrelsi eða ritfrelsi, meðan miljónir manna verða að svelta til dauðs en forða- búrum auðkýfinga liggur við að sprínga af mat, meðan beztu menn þjóðamia, þeir sem reyna að rétta hlut hins undirokaða verkalýðs, eru skotnir eða misþyrmt og hneptir í fangelsi; það hefir víst meiri hlutinn af hermönnum verið verkamenn áður en þeir fóru í stríðið, og þeir verkamenn sem ekki fóru öfluðu viðurværis, ekki einasta handa hernum, heldur líka þeim sem hvorugt gjörðu að berjast eða fram- lciða, svo það má þakka verkamönnunum það að stríðið vanst (eg tel bændur vera verkamenn). Hvernig eru þá kjör verkamanna nú? Eru þeir búnir að fá nokk- uð af því sem þeir börðust fyrir? pýzka hervaldið er brotið á bak aftur; svo mikið er ferí^ið. En hvernig er méð einstaklings frelsið hér? Er ekki verkamönnum ennþá skamtað úr hnefa, og það svo naumt að þeir aðeins geti dregið fram lífið til þess að vera þrælar auðkýfinganna sem ekki stóðu í stríðinu með þeim, heldur notuðu það til að græða á því? Hvað sýna verkföllin, þessi neyðarúrræði? Er ekki þörf á meira frelsi en því að þeir sem unnu stríðið séu gjörðir að þrælum ? Eigum við nú að leggja árar í bát, hætta við hálfnað verlc, telja okkur trú um að nóg frelsi sé fengið og fara að reisa minn- isvarða úr steini til þess að við glcymum ekki hetjunum okkar? (og líka sjálfum okkar til dýrðar) Er þetta að stai’fa í anda þeirra sem hjálpuðu hver öðrum og lögðu lífið í hættu hver fyrir annan þegar á þurfti að halda og miðluðu liver öðrum af síðasta munnbitanum þeg- ar þess þui’fti? Nei! Annað er miklu nauðsynlegra og skyldara. pað er fyrst að sjá um að þeir af ættingjum þeirra og einnig fél- agar þeirra úr stríðinu sem ekki eru fyllilega sjálfbjarga, þurfi ekki að líða nauð; það er fyrsta skyldan. par næst að leggja fram alla okkar krafta til þess að frelsið sem þeir börðust svo drengilega fyrir nái til allra sem óréttinn verða að þola og það er fljótast gjört með því að styrkja eftir megni þau verkamanna og bænda félög sem nú eru að bcrjast fyrir þessu; þetta er næsta skyldan. Og síðast en ekki sízt að lina þjáningar þeirra eftir megni sem saklausir líða lmngursneyð í Evrópu af völdum stríðsins. l’etta er það sem verður að ganga fyrir öllu öðru og til þess verðum við að leggja fram alt það fé sem við megum missa, þar til það nær fram að ganga, annai’s erum við ekki verðir að heita féhigar þeirra sem alt lögðu í sölurnar fyrir frelsið. Böðvar 11. Jakobsson Þjóðernis og minnisvarðamálið Og er það ekki skylda okkar hvers einstaklings og þjóðanna í heild sinni, að vinna að því af alhug að brjóta á bak aftur þau öfl sem hafa leitt óhamingju yfir mannkynið frá uppliafi. pað enx máske tvískiftar skoðanir með þetta eins og minnisvarða málið. Eg veit að sumir eru með máímsteypu minnisvarða, og geti x-enð að fjöldinn verði með honum. En það verða samt margir se ,la a me*ri ánægju af að gefa í minningarsjóð sem notaður yrði 1 Cl^h ^ sem ^iæSt er kjör hinna nauðstöddu, og til að lxjál] i ess a munaðarlaus böni lxafi tækifæri'til að verða mannfélagix til uppbyggingar. Svo cg sé ekkert á móti því að tveir sjóðir verði stofnaðii’, og þá geta a n- ge ið exns og sannfæring þeirra segir að réttast sé. Eg er sann æx ixm ac s en mgar eiga margar góðar og göfugar koriur og menn sem ohætt er að treysta til þess að sjá xnn að sá sjóður yrði ekki misbrukaður og hann gætx orðið að xxotunx þó lxanxx nái ekki finxtíu þusundum. Eg vona að margxr láti álit sitt í Ijósi, og þyki það gjör- legt að mynda minnmgarsjóð, þá skal eg gangast fyrir samskotum hér. Svo bið eg lesendxir að afsaka ritvillurnar og málleysurnar. Eg hefi ekki gengið á skóla til að læra íslenzka réttritun eða málfx’æði. Eg óska öllum lesendum Voi’aldar og blaðiixu sjálfu og öllurn mönnum blessunar og farsældar á þessu nýbyrjaða ári. Hnausa Man. 14. marz, 1919 Sigríður Martin. Hér er talsvei’t talað um minnisvarða málið, fornaldar hei’ljóma dýrkun er hér lítil; sunxir tala xxm banxahæli til minningar um her- mennina sem hvíla á Frakklandi, en það færi eiixs og gamalmenna- hælis málið að trúmála ágreiningux’inn yrði því að fótakefli. Eg held að hiynda sjóð sem væri $50,000 til $100,000 dollai’s og vei’ja svo rentuixxxnx af þeim sjóði til að kosta fátæka námsmenn eða konur af ísleixzkum ættum, til að fullkomna sig sérstaklega í íslenzk- Unx og íiorrænum bókmentum og senda þá á háskólann í Reykjavík og kosta þá þar við nám í 2—3 ár, yrði vinsælasta úrlausnin á því nxáli og áreiðanlega það sem lengst héldi við hjá okkur íslenzkri menn- ixxgu og íslenzkum hugsjónxxm. Ef svo fæxi að ekki yrðu meixn eða konur sem vildu nota þetta eða þessi tækifæri til að stunda nám á Reykjavíkur háskólanum, þá að verja rentunum af sjóðnum til að hjálpa fátækxx námsfólki á hér- lendxxxxx skólum. Flestir af þeinx íslenzku hérmönnum sem féllu á Frakklandi vorxx sjálfboðar. péirra hugsjónir þegar þeir gengu í herinn voru að hjálpa til að frelsa lieiminn frá því voða böli sem lierskapar stefixan hefir steypt yfir þjóðirnar og mér finst að nximxing þessara hugprúðu og fórnfúsu manixa sé bezt lialdið á lofti með því að við, sem heima höfum setið hjálpum efnilegxx námsfólki til að fullkomna sig, svo það geti unnið það starf í andans heimi, nfl. barist móti fáfræði og villu, sem okkar íslexxzlax bi*æðxxr voru að vinna að í þessum böls og' herskapar lieimi á Frakklandi. Gimli, Man,, 16. marz, 1919 G. F. Mér er ekki tamt að skrifa í blöðin, en eg get tæplega stilt nxig um að biðja Voröld fyrir fáar línur. Minnisvarðamálið er þess eðlis að þar ættu sem flestir að láta til sín heyi’a. En eg vil ekki láta ein- hvei’n einn eða fáa menn hafa orðið stöðugt án þéss að aði’ar raddir heyrist. Hver verður að sjnigja nxeð sínu nefi ef vilji almennings á að sjást. Mér finst steinmyndin óviðeigandi; eg gæti talið upp margt á móti henni, en vil ekki skrifa langt mál að sinni. Mér dettur í hug að stinga upp á öðru. Væri það ekki bezt viðeigandi að slcrifa og gefa út vandaða bók með nxynd og æfiágxlpi alli’a þeii’ra sem í herinn hafa fax’ið og voru af íslenzku bergi brotnir? pað væri minnismerki senx gæti verið á hvei’ju íslenzku heinxili. pað kostaði hvern einstakl- ing tiltölulega lítið og þar hefði hver um sig fyi’ir augum það senx honum var kærast. petta væri frá mínu sjónarmiði miklu varan- legi’i minnisvarði en steinmynd. Hugsum okkur að á íslandi hefði verið bygð steinmynd eða varði til.þess að fela í sér minningu for- feði’a vorra; lxversu nxikið listaverk sem það hefði verið, hefði það ekki geymt komandi ltynslóðum þá viðburði sem það var til minn- ingar um. En sögurnar okkar, þær lxafa lxaldið því við. -pær verða eilífar og hafa altaf sama gildi. Sama væi’i það með minningarbók um hermennina. Hugsum okkur að við hefðunx myxid af öllum sem nefndir eru í sögum okkar, mundi það ekki gera sögurnar enn þá fullkomnari. Eins yrði það nxeð þessa lxernxannasögu. Ilvað segja menn unx þessa uppástungu. porsteinn Johnson Fundur var haldinn í Árborg þann 12. þ.m. til þess að ræða þjóðernis- og minnisvai’ðamálið, samkvæmt tilmælum nefndanna, sem umsjá þeiri’a mála hafa í Winnipeg. Fátt nxanna mætti. Forseti fundarins var kosinn Sugurjón Sugurðsson; xptai’i Stefán Einarsson. pjóðei’nisnxálið var fyi’st tekið til meðferðar. Urðu talsverðar umræður um þ,að, og á nxargt bent, sem alt laut að því að mæla nxeð hugmyndinni unx viðlxald íslenzks þjóðernis, og að stuðla að því, að hreyfingu þeirri, er vakin hefir verið í þá átt, yrði greiddur vegur eins og unt væri, og þess um leið auðvitað gætt að það kæmi ekki í bága við þjóðrækt vorra sem borgai’ar þessa lands. Viðhald íslenzki’ar tungu þyrfti heldur ekki að fela það í sér, og var í því efni bent á hina góðu velsku og háskozku borgara brezka ríkisins, sem halda sinni fornu tungu, þó enskan sé aðal mál þeirra. Fundux’inn var ein- huga um það að íslenzk tunga mætti ekki svona undir eins og að ó- reyndu “di’epa fótunx við banaþúfu” hér. Til þess að nxæta á fundi þeim er fjalla á um sköp þjóðei;vnsfé\agsins fyi’ii’hugaða, var kosinn séra Jólxann Bjarnason; í forfölíum hans Stefán Einarson. Um minnisvarðamálið urðu einnig allmiklar umræður. Lutu þær aðallega að því, hvernig minningu hermanna skyldi haldið á lofti, og varð niðurstaðan sú að fundurinn tjáði sig mótfallinn því, að minnisvarða fallinna íslenzkra hermanna sé reistur þeim úr steini, en telur í þess stað mjög viðeigandi og mælir með því, að sjóður sé stofn- aður, og vöxtum hans skuli varið til lækninga fátækunx einstæðugx sjúkum mönnunx, eða þegar þess gerðist ekki þörf, til hjálpar efnileg- um námsmönnum í æðri greinum. pannig áleit fundurinn á við eigandi hátt haldið á lofti minningu og orðstír þeirra manna, er sér hann góðan gátu. Fundi slitið. Ritari fundarins. Láttu ekki Sigurláns Bréf fyrir hálfvirði. Ef þú verður að selja þau þá sendu nxér þau eða komdu með þau; trygðu bréfið sem þau eru send í. Eg læt þig hafa fult verð fyrir þau í peningum. Skrifið á ensku. J. B. MARTIN 704 Mclntyre Block, Winnipeg. (í viðskiftafélagi Winnipegborgar) - SMÁSALA STÓRSALA Gjaldþrotasala! YFIR $30,000 VIRÐI AF ÁGÆTUM KARLMANNA, KVENNA OG BARNA FÖTUM, SKÓM OG STÍGVÉLUM, NÆRFÖTUM, LEDUR- LITKI, O. S. FR. VERÐUR SELT MEÐ LÆGRA VERÐI EN FYRIR STRÍÐIÐ Smásalar og kaupmenn úti á landi Síðan stríðið hætti er svo langt frá að vörur lækki í verði að þær jafnvel hækka stöðugt. Veturinn er senx á enda og fólk verður að fá sér sumar föt. Kaupið ekki í dýru búðunum þegar þér getið keypt alt hjá oss með hálfvirði. Vér getum selt allri f jölskyldu þinni föt fyrir fáeina dali. Ágæt- ur klæðnaður fyi’ir $10 til $12 og þar yfir. Kvenskó fyi’ir $2.00; kvenna og barna skóhlífar fyrir 25e o,s. frv. Verð á fleiru þai’f ekki að greina; alt er eins og þetta. Dalurinn endist fyrir helmingi meira hjá oss' en öðrum. Sveitakaupmenn fá sérstök kjörkaup. Vér höfum full vöruhús af ágætunx vörum. Alt ódýrt, Skrifið. The Montreal Mfg’s Bankruft stock Coy. 423—425 MAIN STREET, WINNIPEG Ef þér hafið kartöflur til sölu þá látið oss vita. Vér kaupum þær. Nefnið Voröld.

x

Voröld

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Voröld
https://timarit.is/publication/221

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.