Voröld - 08.04.1919, Qupperneq 5
Winnipeg, 8. apríl, 1919
VORÖLD.
Bls. 5
Bréf til Voraldar
Kæri vinur:
Eg var að lesa Voröld og fór að hugsa um málaferli þáu sem
ritstjóri Lögbergs hefir byrjað á móti þér. Eg sé ekki betur en sú
aðferð sé líkust þýzka hervaldinu að geta ekki rætt og rökrætt mál sín
án þess að grípa til lögsókna og málaferla.
íslendingar hafa átt í ritdeilum fyr og ekki gripið til slíkra úr-
ræða. Annars held eg fyrir mitt leyti að eins ráðlegt væri fyrir
Voröld að ganga þegjandi fram hjá villukenningum Löghergs og
flugufréttum þess bæði um Bolsheviki og fleira, en fara aðeins sínu
fram og fræða lesendur sína og flytja sannleikann stöðugt og uppi-
haldslaust hvað sem á móti er sagt. Deilurnar taka rúm frá öðru
nytsamara og sannleikurinn vinnur sigur um síðir ef honum er rudd
braut hvað sem á móti er sagt og hvernig sem hann er ofsóttur. Mín
tillaga ér því sú að ritstjóri Voraldar gangi sem mest þegjandi fram
hjá þeim staðlausu kenningum sem Lögberg flytur og haldi sínu stryki
beint og viðstöðulaust.
Eg sem lesandi Voraldar treysti því að hún flytji eins sannar
kenningar og nokkurt annað blað. Um ritstjóra blaðanna Lögbergs
ug Voraldar vita það allir að Dr- Sig. Júl. Jóhannesson hefir farið
meðal manna bætandi og læknandi, en Bildfell hefir ferðast og beitt
sér afdráttarlaust í peningabetli fyrir stofnun sem að sumu leyti hefir
máske hepnast vel en að öðru ekki. Munu fáir geta hrósað aðferð
peningamannanna við séra Jóns Bjarnasonar skóla; ættu þeir að
breyta til og bæta og gera kennara skólns hægara starfið og viðfeldn-
ara; því þar hafa þeir sannan mann sem er gæddur íslenzku dreng-
lyndi og hugrekki sem mammon hefir ekki spilt né saurgað.
Hina, sem æfinlega fylgja öllu því er peningum einum tilheyrir
get eg ekki kallað sanna íslendinga. Mér finst þáð dreifa kröftum
voram að hafa mörg járnin í eldinum í einu; nú er það svo margt sem
verið er að vinna að mér finst við ættum að hugsa okkur vel um áður
en við förum langt út í minnisvarðamálið. Væri það ekki bezti
minnisvarðinn sem við gætum haft að gera Jóns Bjarnsonar slióla
þannig úr garði að hann yrði sem fullkomnastur og okkar heimkomn-
ír hermenn gætu notið þar góðrar fræðslu. Mér finst minningu þeirra
sem fórnuðu lífi sínu bezt haldið á lofti með því að hlynna sem full-
komnast að þeim sem lifa og þess þarfnast. þeir sem komu heim
aftur fórnuðu líka lífi sínu og ættum við bæði að gleðjast yfir heim-
komu þeirra og veita þeim alla mögulega aðstoð.
Jóns Bjarnasonar skóli var stofnaður í góðu skyni, en því miður
hefir hann ekki náð fullum tilgangi eftir því sem mér skilst. Með
því að við íslendingar rekum burt sundrungarandann og tökum sam-
an höridum um þennan skóla eða eitthvað annað nytsamt og nauð-
synlegt þá getum við sameinað þar öll okkar lielztu mál í eitt. Skól-
inn gæti orðið merk og nytsöm stofnun og það mun hafa verið til-
gangur þess er nefn hans er tengt við og var einn okkar allra fremsti
og merkasti maður.
Skiftingin sem nú á sér stað þar sem hver smáflokkurinn er að
rogast með sitt málefnið hver verður okkur til vansæmda.
petta eru aðeins fáeinar lauslegar athugasemdir sem eg vildi biðja
Voröld að flytja.
S. J. Sveinbjönisson
Minnisvardamálið
Eins og auglýst var í síðustu vikublöðunum var almennur fundur
haldinn hér á fimtudagskveldið var, 3. þ.m. til þess að ræða um
minnisvarðamálið skýra stefnu félagsins í því og veita almenningi þær
upplýsingar um hinn fyrirhugaða varða sem félagið átti frekast kost
á að gera. Á fundinum komu um 150 manns og var hann settur af
Dr. B. J. Brandson með því að allir sungu Brezka þjóðsöngin “God
Save the King” Flutti þá doktorinn inngangsræðu sina um þýðingu
minnisvarða-málsins og stefnu félagsins í því. Syndi hve ókleyft það
væri að sameina í nokkurt eitt ákveðið form þann fjölda margbreyti-
legra skoðana sem fram hefðu komið, og þær margvíslegu tillögur sem
félaginu liefði borist um'mynd þá sem minnisvarðinn ætti að taka,
Kvað hann það einatt liafa verið áform félagsins að fá minnisvarða
reistan í því formi sem það vissi hugljúfast meirihluti þeirra sem von-
að væri að fúsir yrðu til þess af frjálsum vilja að leggja fram fé til
þess að heiðra minningu vorra föllnu hermanna. Og þó að félagið væri
einhuga þeirrar skoðanar; að allra hluta vegna og að nákvæmlega
íhuguðum öllum rögsemdum sem fram hafa komið í málinu. pá væri
stein- cg málmvarð- það eina sem til halds gæti komið sem viðeigandi
og varanlegt minnismerki. pá lcvað hann þó félagið við því búið að
hlíta útskurði þess fundar um mynd og lögun varðans. Sagði hann
myndir hins fyrirhugaða varða nú verða syndar svo að fólki gæfist
kostur á að gera sér fyrir því hvernig Herra Einar Jónsson — sem
nú væri viðstaddur hér á fundinum — hefði hugsað sér hann. bað
hann þá þann er myndirnar syndi að slá þeym á tjaldið, og mundi
Séra Björn B. Jónsson skýra þíðingu þeirra.
Séra Björn flutti þá ræðu um gildi listarinnar á öllum sviðum
ag nauðsynina til að viðhalda henni. Og glæða með því, að uppörfa
og aðstoða þá sem helguðu henni alla lífskrafta sína. Síndi hann hvern
% mannkynið frá fyrstu menningar-dögum þess hefði nálega eingöngu
n°tað stein- og málmvarð* til þess að heiðra með þeim, og víðfrægja
Þau mikilmenni meðal þjóðanna sem mestu hefðu orkað til þroskunar
Þeim til blessunar.
Sömulciðis hefðu listaverlc úr steini og málmi jafnan verið álitin
hæfilegust til þess að halda varanlegri í meðvitund mannkynsins minn
nigu um þá sögulegu stórviðburði sem mest áhrif hafa haft á þjóðirn-
ar’ kugarstefnu þeirra og andlegan þroska.
Nú væri hin íslenzka þjóð svo heppin að eiga einn atgerfismikinn
listamann. Einar Jónsson sem hér væri viðstaddur og sem gert 'nefði
varða-form það sem myndirnar yrðu syndar af. Sagði hann það álit
sitt að Einar væri áreiðanlega andríkastur allra núlifandi listamanna
og það væri því jafnt lán vort og sómi að eiga nú kost á að þyggja
árangurinn af hugviti hans og starfi til þess að fá því skylduverki
voru framkvæmt að varðinn. eins og hann hefði hugsað sér hann
verði smíðaður. pá var sjö myndum af hinum fyrirhugaða varða
slegið á hvítt tjald er til þess hafði verið reist, og lögun hans og form
þannig sýnt frá ýmsum hliðum, en séra Björn skýrði táknan hverar
myndar meðan þær stóðu á tjaldinu. Kvaðst liann að endingu vona
að fundurinn og alþjóð Islendinga í þessari heimsálfu, sem eiga skyldu
kost á að sjá þessar myndir lieiina í héruðum sínum, áður en margir
mánuðir liðu, mundi sannfærast um það þrent: 1.—að varðinn væri
hugsaður af miklu andríki; 2—að hann væri mikilfenglegur að lögun
og útliti og 3—að hann væri aðdáanlega viðeigandi til þess að heiðra
og gera ódauðlega minningu þeirrar miklu fórnar sem vorir látnu
hermenn í þessari heimsálfu hefðu lagt á frelsis altari síns nýja fóst-
urlands.
Herra Arngrímur Jónson bar þá fram þá tillögu að fundurinn
samþykki með atkvæðagreiðslu að lianri aðhyllist minnisvarða stefnu
félagsins í því formi sem hún hefir skírð verið og sýnd á þessum fundi-
Á móti uppástungunni mælti aðeins einn maður lítillega, en tók það
þó jafnframt fram að hann bæði engan að greiða atkvæði móti henni,
og var hún þarnæst samþykt með 114 atkvæðum gegn 14. Um 30
manns greiddu ekki atkvæði. Forseti sagði þá fundi slitið og bað að
sungin yrði í annað sinn þjóðsöngur Breta og svo var gert.
Taka má það fram að minnisvarða félagið lítur svo á að með
þessari atkvæðagreiðslu hafi það í annað sinn, með nálega einróma
atkvæðum á almennum fundum hér í borg, fengið ákveðna skipun um
að minnisvarði yfir fallna hermenn vora verði gerður úr steini og
málmi og að herra Einar Jónsson ráði formi, lögun og stærð hans.
þess skal getið að félagið sér sér ekki ennþá fært að segja neitt á-
kveðið um stærð eða kostnað varðans þó lauslega liafi hugsað verið
að gera hann fullra 40 feta háan og áætlaður kostnaður $50,000.00.
Að þessu sinni er ekki rúm til þess að gera grein fyrir þeim hugsjón-
um listamannsins sem hann hefir lagt til grundvallar fyrir mynd
varðans. En fullyrða má að hann muni koma flestum svo fyrir sjónir
að hann beri á sér óafnáanleg merki Islenzks þjóðernis og að hann sé
sögulegt tákn frekar en hernaðarlcgt. í einu orði sagt að hann megi
skoðast sem gildandi minnismerki ekki aðeins vorra föllnu hermanna,
hvar í þessari heimsálfu sem þeir hafa búið heldur feli hann einnig
í sér minningu alls ísl. þjóðflokksins í Vesturheimi alt frá landnámi
hans hér og í nútíð og framtíð svo lengi sem varðinn varir. Að sjálf-
sögðu verður varðinn að bera ártalin 1914 og 1918 sem benda á upp-
hafs og endaloka ára hins mikla stríðs. Ef til vill verða ártal þau
þá aðal upphrópunartáknið sem varðinn ber um stríðið og þátttöku
manna vorrad því, að ógleymdum nöfnum þeirra allra sem fallið hafa
og sem að sjálfsögðu verða greipt í varðan.
pað langar félagið til að gera Islendingum ljóst að það hefir á-
huga fyrir því að merki þetta geti orðið svo myndarlegt að vel megi
sæma minningu þeirra sem það byggist á, að öðrum kosti er ákjósan-
legast að það sé ógert.
Meira í næstu viku.
B. L. Baldwinson
Athugasemd:—Hér er farið með rangt mál. Ólafur Bjarnason
hélt langa ræðu eindregið á móti málinu og lýsti því yfir að ef minn-
isvarðinn yrði reistur bannaði liann að hafa á lionum nafn bróður
síns sem féll á Frakklandi.
Óbrotgjarnt
4 4 úbrótgjam
í Bragatúni, ’ ’
eru tvær síðustu hendingarnar í Arinbjarnardrápu
Egils Skallagrímssonar.
Snillyrði svo óbrotgjarnt að íslenzk börn skilja það, og hafa eftir
honum, enn þann dag í dag, og er á ótal takteinum, í ræðu og riti.
Stephan G.
Óhappamaður:
“óhappamaður,” unfortunate man.
G. T. Zoega íslenzk-ensk orðabók
Rvík-, 1904, bls. 324; dálk 17, línu a., o.
Efalaust mætti tína til bein og hjástæð dæmi til þess, svo hundruð-
um skifti, úr mæltu máli og íslenzkum bókum.
Stærri tappa en þetta, nenni eg ekki að reka, fyrir allar flugurnar
sem þú sendir mér í sauðarleggnum þínum í Heimskringlu síðustu,
Ottenson minn. Held hann kannske dugi, jafn f jölkunnugur eins og eg
veit þú ert þó, síðan þú komst yfir þessi blöð úr Rauðskiimu Dr.
Johans Frizners. Svo seiðir hann mann leikinn, kveðandinn
hjá þér, á mansöng Ankíesar heitins, og tungurnar umsnúast, þegar
þú herðir á með seinustu vísunni, þessari: Ort í stað eg inni það með
liraða og öllum sanni á Óðins frú: Að ágætlega byrja eg nú!
30- marz, 1919 vinsamlega,
Stephan G.
‘‘Jorden, tyvarr, ar af qvinnar full,
Miste du en sta dig tusen ater.
Vill du, sa hemtar jag dig af det kram
Hastigt en laddning fran glödande Söder
Röda som rosar ock spaka som lam,
Sen dra vi lott eller dela som bröder. ’ ’
Svo kvað nú Tegnér heitinn í Friðþjófssögu, og með sama gletnis-
glotti yfir spaugilegum öfgum, sá eg fyrir mörgum mánuðum síðan,
blað að heiman, fyrst flytja ánvænu af því, að eitthvað líkt því hefði
verið lögleitt af byltingamönnum, í einni sveit í Rússlandi. Að löng-
um tíma liðnum, baru ensku blöðin þessi lög út um allai’ jarðir, eins
og maður sæi yfir útdeilingu, og síðasta eftirætan er Heimsk. gamla,
eins og við var að búast. Ekki veit eg hver flugufótur fyrir þessu er,
en “Fairplay” kanadískt blað enskt og enginn bolshevika-vinur, held-
ur æst hermannablað, að svo miklu leyti sem ritstjóri þess ræðir þau
mál, segir nú svo frá:
“Ef til vill, rekur saga frú Raissa Lomonssoff frá Pétursborg,
(sem nii er stödd í Chieago) um það livernig in margtugða fréttin um
þjóðeign á 50,000,000 kvenna er til orðin, skröþið ofaní háls þeim, sem
enn eru að breiða þetta út. Hún skýrir þetta svona: í Rússlandi er
skopblað til, sem kallar sig “Mueka,” svipað eins og “Puck” eða
“Judge” ykkar, og orðið þýðir húsfluga. pegar múgamanna-ráðið
—Soviet stjórnin—breytti hjónabandslögunum svo, að þau vernda
stranglegar dygð konunnar heldur en áður átti sér stað, sáu stjórn-
leysingjar—c. anarkistar—sér færi, að æsa rússnesku kirkjuna gegi
bolshevikum, en bæði þeir og hún eru andstæðingar stjórnleysingja.
Stjórnleysingjar báru það á bolshevika, að lögin innleiddu óbundnar
ástir. Skopblaðið “Muclia” sá sér leik á borði, að gera sér gaman,
endurtók ið hlægilega úr hrópi stjórnleysingjanna og jók við. Ein-
tök af því komust í hendur Englendinga og Ameríkumanna, sem
þýddu það svo í römmustu alvöru. í millibilinu sá rússiieska ríkis-
kirkjan það sem var, hún liafði mist spón úr aski sínum, með nýju
lögleiðingunni, mist einkarétt sinn til giftinga, varð óánægð út af
því, notaði sér áhrif skopsögunnar, og setti út um veröldina þetta
himinhróp.
Frá þessu segi eg “Voröld” að gamni mínu, af því eg er, sjálf-
sagt af langri sambúð við Bretann, ögn snortinn af því sem hann
nefnir góðleikni (fairplay) sína, og hefi lært formála hans við kvið-
dóma: “Ef þið efist um, að sakborningur sé að sök sannur, er það
skylda ykkar að láta hann njóta þess.”
Stephan G.
Keisarinn í Columbia
(niðurlag frá 4. síðu)
ið, þegar horft var á það með köldu blóði að Tyrkir brytjuðu niður
Armeníumenn og keisaravaldið Rússneska skaut niður verkamennina
fyrir framan keisara höllina, og annað því um líkt. En batnandi
mönnum er bezt að lifa.
—“Að það sé skoðun mín að Canada eigi að vista hungursneyð,
eyðilegging og dauða.”--------
pessi orð leggur ritstjórinn mér í munn og eru þau jafn ósönn
eins og þau eru ódrengileg. Eg hefi áður sagt í sambandi við þessi
mál að eg hefði þá skoðun að verkamenn í landi hér mundu á einn eða
annan hátt taka í sínar hendur eignarrétt og umráð yfir arðinum af
vinnu sinni. En eg vonaðist eftir að það yrði gert á annan hátt en
orðið hefir á Rússlandi. Og sú von er á því bygð að eg treysti
menningargildi þjóðarinnar. Treysti því að alþjóðin sé upp úr því
vaxin að láta leiðast af þeim hinum sömu, sem Lögberg hangir í
stretinum á.
Hvað íslenzkri alþýðu viðkemur, þori eg að fullyrða að hiin horfir
með fyrirlitningu á söguburðinn. Jafnvel þó ritstjórarnir leggi sig
eftir kenningum spekinganna í “Bandarisku tímariti” sem hugsa sér
að flytja liugsanir burtu úr landinu, og setja svo strangar skorður að
þær fái ekki læðst inn aftur- Er þetta ekki uppbyggileg og dásamleg
speki ? Munu ekki flestir íslendingar vera svo viti bornir að þeir sjá
að skoðanir verða hvorki handsamaðar eða fluttar úr landi burt. Róm-
verska keisaravaldið var nógu öflugt til að handsama kristna menn og
brenna þá á báli. En voru það samt ekki hugsjónirnar sem kristin-
dóminum fylgdu sem urðu því að falli. Páfavaldið gat sett Luther í
fangelsi en samt voru það lians hugsjónir sem gáfu því rotliögg, svo
það raknar aldrei við aftur. Keisaravaldið þýzka gat þröngvað Len-
ine til friðar og sett Liebneckt í fangelsi en það voru hugsjónir þeirra
sem þögguðu niður í fallbyssum keisarans og veltu honum af stóli
mörgum mánuðum og ef til vill árum áður en nokkrar líkur voru til
að sameinaður her bandamanna gæti það.
Sigur eða fall sócíalismans er ekki undir því komið hvei’su mjög
er baiúst á móti honum, heldur því hve rnikið eða lítið hann hefir af
sannleik og réttlæti í sér fólgið. Socíalisminn er ekki aðeins hag-
fræðis kenning, heldur flytur liann einnig siðgæðis boðskap sem rétt
ir hörid mannixðar og bróðurhuga út yfir landamæri og höf. Á því
byggist sigurvonin. pað ér því ekki að furða þó kenningin sé liötuð
af þeim sem fita sig á svita og blóði meðbi’æði’a sinna, og að þeir
hræðist hana sem svo eru orðnir fjötrunum vanir að þeir vita ekki
anriað en hlekkirnir séu partur af sínu holdi og blóði.
Eg býst nú við að kunningi minn á Lögbergi segi að hann liafi
verið að tala um “bölvaða Bolshevika” eins og Snjólfur segir. En
það skiftir hér engu máli, það er nú orðið ljóst að orðið “Bolshevism”
er notað af blöðunum til blekkingar, vegna þess að þau héldu að
hægra væri að sverta hreifinguna undir því nafni. Stjói’nirnar skilja
vel um hvað er að ræða. Er það auðséð á þeim ofsóknum sem socíal-
istar verða íxú fyrir, og það í þeim löndum, sem mest stæra sig af
frelsiixu. Hér í Oanada eru bækur socíalista undir banni, fundarhöld
þeirra hindruð og sv. frv. í Bandaríkjunum var foringi þeirra dæmd-
ur til tíu ára fangelsisvistar fyrir ræðu sem hann hélt á móti stríðinu.
pað þykir athugavert að keisaravaldið þýzka dærndi Leibneckt í
fjögra ára fangelsi og á Englandi var mður að nefni Bertrand Russ-
ell dæmdur í sex ára fangelsi fyrir að tala á móti stríði- En sagt er
að ræður þessara manna væru báðar mun harðari en ræða Bandaríkja
mannsins (Eugene Debs) Svo eftir því að dæma er hugsana frelsið
og umburðax’lyndið ekki eins mikið hér eins og það var undir hand-
arjaði’i keisarans.
Hjálmar Gíslason.
Lög alsherjar-félags íslendinga í Vesturheimi
(Niðui’lag frá 1. síðu)
janúarmánuð ár hvert, svo að yfirskoðun liafi náð fram að fara fyrir
aðalfund félagsins-
2. gi*. Félagsmenn skal kalla til fundar með auglýsingum, er
birtar skulu í öllum íslenzku vikublöðunum í Wiixnipeg, með mánaðar
fyrirvara, þagar um aðalfund ræðir, en með þriggja vikna fyrirvara,
ef um aukafund er að ræða, og skal í þeirn skýrt aðalefni þeirra mála
er forseti ber upp fyrir fundi.
3. gr. Aðalfxxndi skal félagið eiga í febrúarmáixuði ár hvert, á
þeim tíma, er félagsstjórnin hefir ákveðið. par skulu lagðar fram
þær skýrslur og kosið í þau embætti, senx lög þessi fyrix*skipa. Á
fxxndunum skal alt fara fram á íslenzku; þó skal útlendum mönnum
eða aukafélögum svarað á þá tungxx, er þeir skilja. pá er lögmætur
fundui’, þegar 25 eru á fundi, þeirra, sem atkvæði eiga.
4. gr. Forseti kveðxxr menn til aukafunda, þegar hann álítur
anuðsyn til bera; en skyldur er hann til þess, þegar tíu eður fleiri
telagsmenn krefjast þess.
5. gr. Afl skal í’áða úrslitum nxeð félagsnxönnum, þar sem eigi er
öðru vísi ákveðið með atkvæðagreiðslu; forseti ræður á hvern hátt
atkvæði sé gefin; atkvæði forseta sker úr, þegar jafnmargir eru saman
6. gr. Breytingxx má gjöra á lögunx þessum á hverjum aðalfundi
félagsins, með því að breytingin hafi vei’ið borin upp og rædd á aðal-
fxxndi félagsiixs árið áður.
NB.—Breyting verður á íxafixi félagsins ef meiri hlxxti fulltrúa
samþykkir.