Voröld - 29.04.1919, Side 3

Voröld - 29.04.1919, Side 3
Winnípeg, 29. apr íl, 1919 VORÖLD. bís. a HMI 48. Ráðherrar (lýðfulltrúar) kallast þeir einir sem eru í lýðfulltrúaráðinu; hefir það ráð með höndum aðal framkvæmdír hins rúss- neska lýðveldis; ráðherra titil má enginn ánnar fulltrúi stjórnarinnar nota hvort sem hann heyrir til miðstjórn éða héraðsstjórn. NÍUNDA GREIN Vald og- störf framkvæmdarnefndar allsherjar miðstjórnarinnar 49. Allsherjar þing Rússa og framkvæmd- arnefnd miðstjómarinnar fara með þau mál er hér segir: a. —Sarnþyktir, breytingar og viðbæti við stjórnarskrána. þ. Aðal atriði innanríkis- og utanríkis- mála. c. —Ákvæði urn landamæri og breytingar á þeim; sömuleiðis afsal héraða sem tilheyra hinu rússneska lýðveldi. d. —Ákvæði landamæra fyrir héruð sem heyra til allsherjar lýðveldinu; sömuleiðis úr- skurð í deilumálum sem upp kunna að koma milli slíkra héraða. e. Inntöku nýrra meðlima inn í allsherjar samband lýðveldisins og riðxxi’kenning fyrir rétti þeirra héraða að segja sig úr sambandinu, sem þess óska. f. Almenn héraðsskifting innan hins rúss- neska lýðveldis og viðurkenníng fyrir samein- ing héraða og ákvæði og breyting vigta, máls og mintar í hinu rússneska lýðveldi. h.—Samband við útlönd, ákvæði um að fara I stríð og samning friðar. í.-—Lántaka, undirskrift verzlunarsamn- inga og fjármálaskifti. j. Samningar og reglur fyrir fjármála fyrirkomulagi þjóðarinnar og ákvæði um hinar ýmsu greinar þess máls. k. —Samþykki fjárlaganna fyrir lýðveldið. l. —Niðurjöfnun skatta og ákvæði um borg- aralegar skyldur við ríkið. m. Samningur grundvallar regla fyrir hernaðar fyrirkomulagi. n. —Ríkislöggjöf, grundvallarreglur dóms- mála og réttarfars, samning borgarlegra laga, og hegningarlaga. o. —Útnefning og brottvikning hinna ein- stöku lýðfulltrúa eða heilla fulltrúanefnda; sömuleiðis samþykki á útnefning forseta full- tiúadeildanna. p. —Veiting og afturköllun rússnesks borg- araréttar og ákvæði um réttindi útlendinga. q. —Réttur til þess að ákveða uppgjöf saka einstaklinga og heilda. 50. Auk þess sem að ofan er talið, hefir allsherjarþing Rússa og framkvæmdanefnd mið* stjórnarinnar með höndum öll málefni sem þau álíta að þeim komi við og framkvæmda þarfnist 51. Eftirfarandi atriði heyra algjörlega allsherjar þinginu. a- Breytingar á og viðbætir við grund- vallaratriði stjómarskráarinnar. b. —Ákvæði úm friðarsamninga. 52. Ákvæði um málefni sem tilgreind eru í c. og h. 49. liðs mega vera gerð af framkvæmd- arnefnd miðstjórnarinnar einungis þá þegar ekki er mögulegt að kalla saman þing. B.—SKIPUN FÓLKSSTJÓRNA í HÉRAÐI TÍUNDA GREIN 53. Lýðstjómarþingin í héruðum eru skip uð sem hér segir: a. í syslum: Einn fulltrúi fyrix* hverja 25,000 íbua í sma bæjum og landsbygðum einn fulltrúi fyrir hverja 5,000 atkvæðisbæra borgara í borgum; þó skulu fulltrúar aldrei verða fleiri en 500 fyrir neina sérstaka borg né neitt sérstakt hérað. Ef fylkisþing kemur sam- an á undan sýsluþingi má kjósa sýsluþingsfull- trúa um leið, en gert skal það eftir sömu regl- um og að framan eru ákveðnar. b. 1 fylkjum: þar skal vera einn fulltx-úi fyrir hverja 10,000 íbúa í smábæjum og iands- bygðum og einn fyrir hverja 2,000 atkvæðis- bæra borgara í stórborgum. þó skal fulltrúa- tala aldrei verða hærri en 200 fyrir heilt fylki. Komi sýslxxþing saman á undan fylkisþingi, þá fer fram kosning eftir sömu reglum. e. I hreppum: par er þingið skipað ein- um fulltrúa fyrir hverja 1000 íbúa, en fulltrúa- tala fai'i þó aldrei fram yfir 300 í hverjum hreppi. d. 1 sveitabæjum: Einn fulltrúi frá hverjum sveitabæ fyrir hverja 10 menn í bæjar- stjórninni. Athugasemd 1. Fullti’úar bæjarstjórna þar sem eru ekki fleiri en 10,000 manns er þátt taka í sýsluþingi og smábæjastjórnir í héruðum þar sem færri eru en 1,000 kjósa fulltrúa á sveita- þing í einingu. Athugasemd 2: Sveitastjórnir þar sem færri eru en 10 í stjórn, senda einn fulltrúa á sýsluþing. 54. Lýðstjórnarþingin eru kölluð saman af hlutaðeigandi framkvæmdarnefndum eftir því sem þörf krefur, eða þegar þess er krafist af héraðsstjónar fulltrúum sem hafi að baki sér ekki færri en einn þriðja af öllu fólkinu í því héraði sem þingið nær yfir. þó skulu þingin koma saman ekki sjaldnar en tvisvar á ári í sýslum, einu sinni á ársfjórðungi í fylkjum og sveitum og einu sinni á mánuði fyrir smá- héi’uð. 55. I-Ivert lýðstjómai’þing í fylki, sýsTu, sveit og smáhéraði kýs sér framkvæmdamefnd og skal hún ekki sldpuð fleirum en: a. b. e. 25 fyrir sýsluþing. 20 fyrir sveitaþing. 10 fyi’ir smáhéraðsþing Framkvæmdamefndin ber ábyrgð á gerð- um sínum fyrir því þingi sem hún er kosin af. 56. pingið hefir fullnaðarvald innan þess héraðs senx það nær yfir. Á milli þinga er æðs- ta vald í höndum framkvæmdarnefndarinnar. ELLEFTA GREIN 57. Fulltrúastjórnir eru myndaðar: a. |I borgum, og skal einn fulltrái vei’a fyrir hvei’ja 1000 íbúa, en þó skal fulltrúastjóm borgar ekki skipuð færri en 50 né fleiri en 1000. b. í ölluni öðrum héruðum, svo sem bæj- um, stórum og smáum, (öðrum en stói'borgum) þar sem fæx’ri eru íbúar en 10,000 skal í stjórn- inni sitja einn fulltrúi fyrir hverja 100 íbúa, þó aldrei færri en 3 né fleiri en 50 fulltrúar fyrir hvert hérað. Fulltrúarnir eru kosnir til þriggja mánaða. Athugasenxd: 4 smásveita héruðum skal skera úr öllum málum með almennings atkvæð- um þar sem því verður við komið. 58. Fulltrxxaþingið kýs framkvæmdar- nefnd til þess að fjalla um mál er fyrir koma. Ekki skal sú nefnd skipuð fleiri en 5 manns fyr- ir sveitahénxð, einum fyi’ir hverja 50 þiixgmenn í stórborgum og ekki fleiri en 15 né færri en 3 alls. (Ekki fleii’i en 40 frá Pétursborg og Mos- kva) Framkvæmdarnefndin ber fulla ábyrgð gerða sinna fyrir því þingi sem hxin er kosin af. 59. Fullti’xxaþingið er kallað saman af framkvæmdamefndinni þegar þurfa þykir eða samkvæmt beiðni að minsta kostí frá helmingi þingmanna. Ekki skal þingið þó koma sjaldn- ar saman en einu sinni á viku í stórborgum og tvisvar í viku í héruðunx. 60. Stjórnin hefir fullnaðarvald innan landamæra héraðs síns nema þar sem mál eru xxtkljáð með almennxxm atkvæðum eins og til- tekið er í 57. lið (athugasemd). TÓLFTA GREIN Lögsagnar umdæmi þinghéraðsnefndar 61. Fi’amkvæmdarnefndir sýshxþinga, fylkjaþinga, sveitarþinga og smáhémðsþinga hafa á höndum ásamt þingunum sjálfum þær framkvæmdir sem hér segir: a. Að fxxllnægja öllum skipunum æðri framkvæmdai’nefnda lýðstjói’narinnar. b. Að leggja sig fram eftir megni til þess að auka menningu og fjárhag þess héraðs sem um er að ræða. c. Að skera xxr öllum málum sem fyrir koma í viðkomandi héraði. d. Að sameina alla krafta hinna ýmsu stjómarvalda í héraðinu. 62. Lýðstjórnarþingin og framkvæmdar- nefndimar hafa vald til þess að hafa hönd í bagga með störfum héraðsstjóma, það er að segja sýslustjórnir fara með öll málefni sýsl- anna, fylkisstjórn með fylkismálefni, o.s. frv., og sýslustjómir og fylkjastjórnir og fram- kvæmdamefndir þeirna hafa auk þess vald til þess að nema úr gildi gerðir héraðsstjórna í þeim héruðxxm sem þeim tilheyra, en tilkynna skal það í málum sem nokkra varða allsherjar miðstjórninni. 63. Til þess að geta með betri árangri unn ið störf síix, skifta fulltráar í stjómum og undir stjórnum með sér verkum eins og bezt hentar. pRIÐJI KAFLI Atkvæðisréttur. pRETTÁNDA GREIN 64. Atkvæðisrétt og kjörgengi hafa þeir borgarar sem hér segir, án tillits til tráar, þjóð- emis, heimilis eða kynferðis sem eru fullra 18 ára að aldri á kosningadegi: a. Allir sem hafa ofan af sér með fram- leiðandi eða nytsamri vinnu; og sömuleiðis þeir sem gæta húss fyrir þá er nytsama vinnu stunda pað er að segja verkamenn og iðnaðarmenn af öllum flokkum sem starfa að framleiðslu, iðn- aði eða hverju því er þjóðinni telst nauðsynlegt. Sömuleiðis bændur og Kósakkar sem ekki hafa aðra menn x vinnxx hjá sér til þess að græða sjálfir á vinnu þeirra. b. Hermenn í sjóher og laixdliði lýðstjóm- arinnar. c. Allir þeir borgarar sem tilheyra a og b flokki en hafa af einhvei’jum ástæðum eða að einhverju leyti fatlast frá því að geta unnið. Athxxgasemd 1: Iléraðsstjórnin getur með fengnu leyfi allshex-jar miðstjórnar, lækkað aldurstakmark til kjörgengis og kosningaréttar Atlxugasemd 2: peir sem ekki eru borgar- ar og nefndir erxx í 20. lið 5. greinar annars kafla hafa rétt til atkvæðis. 65. peir sem hér segir hafa hvorki kjör- gengi né kosniixgarétt, jafnvel þótt þeir heyri til þeim flokkum sem að ofan era taldir: a. peir sem liafa aðra menn í vinnu til þess að græða á þeim fé og auka tekjur sínar af annara sveita. b. peir sem hafa tekjur án þess að vinna nokkur nytsöm stöx’f, t.d. vexti af peningum, af- gjald af eignum o.s.fi’v. c. Prívat kaupmenn eða verzlunaramboðs menn sem taka fé af vöram er þeir ekki fram- leiða. d. Munkar og klerkar af hvaða trúar- bragða floltki sem ei\ e. Stai’fsmenn og umboðsmenn fyrverandi lögregluliðs, leynilögreglumenn fyrverandi keisara og þeir sem vora í stjórn hans. f. peir sem löglega hafa verið fundnir vitskertir eða bi’jálaðir, og þeir sem hafa fjár- haldsmenn. g. peir senx stjórnin hefir samkvæmt lög- um svift borgararétti vegna ósæmilegs framferð is eða glæpa, skulu þcir missa kosningarétt og kjörgengis á meðan þeir afplána sekt sína. FJÓRTÁNDA GREIN - Kosningar. 66. Kosningum er stjómað samkvæmt venjum og fara þær fram á tilteknum dögum sem viðkomandi stjórn ákveður. 67. Kosningar fara fraim í návist kjör- nefndar og fulltrúa fólksstjórnarinnar. 68. Geti fulltrái fólksstjórnarinnar ekki Verið viðstaddur af gildum ástæðum, gegnir for maður kosningarnefndar störfum hans; en geti hann ekki mætt þá keniur í hans stað sá er kosningafundurinn velur til þess. 69. Skrifað skal nákvæmlega hvemig kos* ningar fara fram og hver xú’slitin verða, og skulu kjömefndarmenn skrifa nöfn sín undir og sömuleiðis fulltrái stjórnarinnar. 70. Nákvæm fyrirmæli um kosningarnar og þátttöku félaga og einstaklinga í þeim skulu gefin ut af viðkomandi héraðsstjórn samkvæmt akvæðu frá allsherjar miðstjórninni. FIMTÁNDA GREIN Talning og ógilding atkvæða og endurköllun fulltrúa FIMTI KAFLI Fjármálin. 71. Hlutaðeigandi stjómir fá í hendur all- ar kosningaskýrslur og allar xxpplýsingar um kosningarnar. 72. Stjórnin útnefnir nefnd til þess að staðfesta kosningarnar. 73. pessi nefnd gefur stjórninni skýrslu um úrslitin. 74. Stjórnin sker úr málum þegar vafa- samt er hvor eða hver af tveimur eða fleiri hafi náð kosningu. 75. Stjórnin auglýsir nýja kosningu ef kosning einhvers verður ekki ákveðin. 76. Komi það í ljós að óregla hafi átt sér stað við kosningu þá má lýsa hana ógilda og gerir það æðri stjóm en sú er fyrir kosningunni stóð. 77. Æðsta úrskurðarvald að því er kosn- ingar snertir er í höndum framkvæmdamefndar allsherjar miðstjómarinnai’. 78. Kjósendur sem sent hafa fulltrúa til lýðstjómarþingsins hafa einnig rétt til þess að kalla hann heim aftur og kjósa annan í hans stað ef hann bregst trausti þeirra og eru fyrir því settar greinilegar reglur. SEXTÁNDA GREIN 79. Fjármálastefna núverandi lýðstjómar á Rússlandi á meðan ekki er alt komið á fastan fót er að öllu leyti á valdi alræðismanna sem eru fulltráar fólksins. Er þetta bráðabyrgðar fyrirkomulag til þess haft að koma fram þeim grundvallaratriðum að talta undir ríkið land- eignir auðmanna og búa í haginn fyrir algert jafnrétti og afnám allra stéttaskiftinga í Rúss- landi að því er snertir framleiðslu og skiftingu auðsins. pess vegna er það ákveðið að fram- kvæmdarnefnd lýðstjórnarinnar hafí undir höndum það fé sem þarf, bæði í sýslum, fylkj- um, borgum, bæjum og héraðum, án tillits til þess hver áður hafi átt landeignimar. 80. Fjárhagsáætlun allshei’jar lýðstjóm- arinnar á Rússlandi imxibindur í sér allar þarf- ir og allar tekjur fyrir alt ríkið. 81. Allshei’jar miðstjórn eða framkvæmd- amefnd hennar ákveður hvaða hlxxti af tekjum skuli lagður til alríkisins og hvaða hluti til hér- aða, fylkja, sýsla, borga og bæja. Sama er að segja um skatta; þeir eru lagðir á hlutfallslega eftir ákvæðum allsherjar stjómarinnar eða framkvæmdarnefndar hennar. Enn fremur ráða sömu völd upphæð skatta. 82. Stjórnirnar í héraði heimta skatta að* eins fyrir það sem á þarf að halda heima fyrir. Allar alríkis fjárgreiðslur koma xxr hinni sam- eiginlegu fjárhirzlu. 83. Ekkert má borga út úr í’íkisfjárhirzl- unni sem ekki er ákveðið í fjárlögunum nema með sérstöku ákvæði miðstjórnai’innar. 84. Héraðsstjórnir taka við hæfilegum gjöldum frá fólksfulltráum, en þeir veita þeim móttöku úr ríkisfjárhirzlunni; skal því fé var- ið til almennings þarfa. 85. Alt fé sem afhent er héraðsstjómum xxr.ríkisfjárhirzlunni og sömuleiðis það fé sem hæfilega þykir varið heima fyrir, verður að not- ast samkvæmt áætlun í f járlögunum og má ekki eyðast til neins annars, án sérstaks ákvæðis frá allsherjar miðstjóminni og fulltrúum fólksins. 86. Héraðsstjórnir gera áætlanir árlega eða tvisvar á ári um gjöld og tekjur heima fyr- ir. Áætlun borga og héraða sem þátt taka í héraðsþingum og einnig áætlun héraðsfull- trúanefnda verða að vera samþyktar af sýslu- og fylkisþingum eða af framkvæmdamefndum þeirra. Áætlanir borga, .sýsla og fylkjastjóma verða að vera samþyktar af allsherjar þingi hinnar rxxssnesku lýðstjómar og fólksfulltráum 87. Stjómin getur beðið um auka fjár- framlag frá viðkomandi fólksfulltrúum til notk unar við framkvæmdir sem ekld vorxx tilteknar í fjái'framlögum eða þegar ákveðin. upphæð nægði ekki til álcveðinna starfa. 88. pegar fé skortir í héi’aði til héraðs- framkvæmda má fá nauðsynlega aðstoð úr rík- isfjárhirzlunni með því að snúa sér til fram- kvæmdamefndar allsherjar stjómai’innar eða þjóðfulltráanna. SJÖTTI KAFLI Hermerki og flagg allsherjar lýðveldisins á Rússlandi. SEYTJÁNDA GREIN 89. Hei’merki hins rússneska allsherjar lýðveldis er gylt sigð og gyltur hamar á rauð- um grxmni; era sigðin og hamarmn sett í kross, vafin sólargeislum þannig að sköftin snúa nið- ur en umliverfis það er sveigur með þessum orðum: “Allsherjar jafnaðarmanna lýðveldið rússneska. Sameinist allir verkamenn heims- ins. ’ ’ 90. Verzlunai’, flota og lxerflagg allsherj- ar lýðveldisins Rússa er rautt klæði; vinstra megin í efra horninu stafirnir letraðir gulli: R. S.F.S.R. sem þýðir: (Rxxssian Soeialist Federat- ed Soviet Republic)—Sambands lýðveldi hinna rússnesku jafnaðai’manna. Formaður hins fimta allsherjar þjóðþings Rxxssa og allsherjar framkvæmdamefndarinnar er J. Sverdloff. 1 framkvæmdamefndinni eru: T. I Teodor- owitch, F. A. Rosin, A. P. Rosenholz, A. C. Mit- rofanoff, K. G. Maximoff. Skrifari allsherjar framkvæmdamefndar- iimar er V. A. Avenessoff. Athugasemd:—Hér er þá stjómarskrá rússneska lýðveldisins í heilu líki. Nú geta menn dæmt hvort réttara sé álit auðvalds- blaðaxma sem telja stefnuna glæpsamlega eða verkamannablaðanna, sem telja hana stig í framfaraatt. pað að hryðjxxverk hafi verið framin á Rússlandi síðan stjórnarbyltingin hófst vita allir og rengir enginn. Ein stærsta þjóð heimsins getur ekki stigið neðan úr myrkvastofu mesta einræðis og harðstjómar upp í sólheima fullkomins frelsis í einu spori án þess að brestur heyrist í þeirri stigarim- inni sem á þarf að stíga. En hver vill kenna stefnunni það? Hver vill kenna frelsisskrá Frakka um blóðsúthellingarnar og hryðju- verkin sem unnin voru þar? Hver vill kenna frelsisskrá Bandaríkjanna um það, þótt í því landi séu hengdir, brendir og limlestir tugir manna árlega án dóms og laga? Hver vill kenna stefnu kristindómsins og kenningum Krists um ódæðis- og glæpaverkin sem unnin eru í kristnum löndum?—Ritstj. 9 I I í_o_______________________________________________________________________________________________________________ _____________________________________________________________________________________________________________ __________________________________ _____________

x

Voröld

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Voröld
https://timarit.is/publication/221

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.