Voröld


Voröld - 11.11.1919, Qupperneq 3

Voröld - 11.11.1919, Qupperneq 3
Winmpeg 11. nóvember, 1919 VOKÖLD. Bls. 3 og kærleiksríkat'i en hún er nú víða, þá þarf enginn að kinoka sér við að ganga með jafnaðarmönnnm að því, að rífa niður rotið og gallað l'jóðfélagskerfi. Við megum ekki lárta blindast af fortölum þeirra manna, sem líta á þjóðfélagsskipunina eins og náttúrulögmál, er eigi sé unt að hrófla við. Öll sú félagsskipun, sem vér lifum undir, er mannaverk. Mennirnir byggja félagskerfin smátt og smátt, auka við þau og hlaða ofan á þau öld eftir öld, unz þeir að lokum eru búnir að byggja svo lengi, hlaða svo hátt, að þeirn finst kerfið vera orðið nátit- úrulömál, lífslögmál, sem ekki geti öðruvísi' verið. En það er mis- sbi'lnmgur. Lífið hefir ekki sjálft bygt þjóðfélagshallirnar, sem nú eru orðnar gróðrastíur allskonar misréttis og komnar að hruni. Menn irnir hafa gert það. Og það er hægt að byggja öðruvísi, það hlýtur að vera hægt, svo framarlega sem menningin á ekki öll að kafna í grimd og hryðjuverkum. það verður ekki í þjóðfélagshreysunum, .sem vér þekkjum nú, “sem sannleiki ríkir og jöfnuður býr”. Við lifum það kannske ekki landið að sá, því Langt er það eftir af vegi. En heill sé þeim kappa ,sem) heilsa því má og hvíla sín augu við tindana há, þó það verði á deyjanda degi.” peir sem ræða um jafnaðarmenskuna ganga altof oft fram hjá sjálfri hugsjón jafnaðarstefmumar, rista annaðhvort eklvi nógu djúpt til að sjá hana eða fá ofbirtu í augun við að horfa á hana. En það er hætit. við því að jafnaðarstríðið verði köld og kærleikslaus mamm- onsdýrkun, ef bjarmi hugsjónarinnar fær ekki að senda yl inn í hjörtu mannanna. en ef hjarta, hugur og hönd fylgjast að við umbótastarf- ið, þá skulum við ekki örvænta um neitt og ekki vera hrædd við neinar byltingar. Eg veit að margir brosa að þessum “Utopium”, þessum draum um. Mönnum finsit, að þeir Ivomi lítið við þeim viðfangsefnum, sem umbætur í félagsskipun nútímans leggja fyrir hugsahdi menn. En eg svara þeim barameð orðum Rauschenbuch ’s: “Já — þið megið brosa. Eg vil heldur sjá sólfagra landið í draumi en sjá það alls ekki. Eg vil heldur leggja af stað til fyrirheitna landsins, þó eg viti að eg muni deyja í eyðimörkinni, heldur en að halda afram að hnoða tígul- steina fyrir Faraó, þó eg gíeti orðið umsjónamaður aumra þræla, og þó eg fengi drjúgan skerf úr kjötkötlum Egyftalands.” — Já, eg vi) heldur sjá hið fyrirlieitna í draumi heldur en að sjá það alls ekki. Og þ’egar eg hefi komið auga á það, “þá heilsa eg með fögnuði vagn- innm þeim, sem eitthvað í áttina líður”. Endir. —Réftur— Sorgir i. Ilimininn var heiðskír, en haustnóttin breiddist þögul yfir bústaði mannanna og vafði alt í faðmi sínum, en faðmurinn var kaldur. Vatn- ið og áin blöstu á móti haustnæturhimninum, en loftguðinn andaði svo kalt að vatnið storknaði — varð að ís. pað hafði vanist sumar- himninum og' hlýjunni og átti sér ekki ltulda von. En kuldinn voru því svo mikil vonbrigði, að það faldi sig undir klakahjúp eins og annssál sem hefir þráð ást og yl, en hlotið kulda og felur því sjálfa sig fyrir heiminum upp frá því.------ --------Fjöldi fugla hafði synt á vatninu daginn áðuv og haldist þar við um nóttina — ekki átt sér nokkurs ills von — þeir höfðu st.ung ið höfðinu undir vængina og sofnað í sakleysi og fullu traus'ti. En audi loftsins hafði ekki gætt þess þegar hann fór um vatnið að gera þeim aðvart,, og þegar þeir vöknuðu voru fætur þeirra fastir í ísnum. -----------En mennirnir s: m notið 1 cíðu s&’Iar hvíhlar í hlýj- um húsum sáu þessa veiku bræður sína í nauðsum stadda og þeir þyrptust þangað sem þeir voru fastir; ekki til þess að höggva klak- ann frá fótum þeirra og veita þeim frelsi, heldur til ,þess að níðast á þeim frostfjötruðum þar sem þeir gátu ekki neytt vængjanna. þeir tóku sér barefli í hönd og börðu vesalingana 'til dauðs. ----------o----------- Hvernig stendur á því? Samuel Gompers lýst því yfir nýlega, að verkamannaórói sem alstaðar ætti sér stað, stafaði af vínbanninu sem komið væri í öllum löndum. Bindindis- og bannmenn hafa reiðst Gompers fyrir þetta og telja það vott um. óvináttu hans til bannmálsins. þetta er að vissu leyti rétt og að öðru leyti ekki. Gompers gerði þessa yfirlýsingu í óvináttu skyni við bindindismálið, að oss finst; en á honum í þessu sambandi sannast orð Jósefs: ‘ ‘ þér ætluðuð að gera mér ilt, en guð sneri því til góðs. Hvað er þessi svokallaði verkamannaórói? I-Iann er ekkert ann- að en eðlilegur og heilbrigður vottur um vaknandi sál hins mikla fjölda. Verkafólkið, alt alþýðufólk hefir vaknað itdl meðvitundar um það, að ekki er alt með feldu. Og hvemig getur afnám áfengis- sölunnar verið orsök þess? það er afarauðskilið. þegar verkamaður- inn hafði lokið sínu langa dagsstarfi í liðinni tíð, fór hann venjulega inn á freistingastaðina, drykkjuklúbbana og knæpuna eða hina rétt- nefndu svínastíu. þar fékk hann sér glas af eitri og eyddi síðan kvöld inu í heimskulegum og stefnulausum deilum, eða þeir deyfðu svo huga sinn og heila, að þeir hlössuðusit niður í stól einhversstaðar úti í homi og sváfu þar í nokkurskonar tilveruleysi. það er sannleikur sem allir vita, að þannig var kvöldunum eytt hjá mörgum og næsti dagur byrjaði með hugsunuinni um samskonar “sæln” að loknu verki þannig liðu dagar, vikur, mánuðir og ár. En pólitísku verzlunar- mennirnir voru vakandi; þeir mörkuðu menn eins og sauði og drógu þá í vissa dilka á kosningadaginn, þar sem hver sauðurinn jarmaði sitt atkvæði eins og hirðirinn skipaði fyrir. Fólkið var leitt í hugs- unarleysi og gaf sér aldrei tíma né tækifæri til íhugaunar. Ef einstaka maður kom fram og vildi vekja, þá var hann kallaður óeirðarseggur og uppreistarmaður: “Hann æsir lýðinn”, var sagt. Og fólkinu þótti gott að sofa og ilt að láta vekja sig, eins og öllum sem sofa vært Og þess vegna var barátta hinna fáu vakandi vonlaus. Heilinn var geymdur í eiítri; eitrið var svæfandi; svefninn var sætur eða fanst vera það. Og pólitísku kaupmlennimir — sauðakaupmennirnir — lifðu í reglulegri paradís. En svo kom vínbannið; menn hættu að eyða kvöldum sínum og l rístundum hjá eitursalanum; þeir fóra að tala saman; bera saman ráð sín; þeir fóru að skilja það, að þeir vora sjálfir partur af þjóð- líkamanum; þeir sáu það og fundu jafnvel til þess að eitthvað fór af- iaga, eitthvað öðruvísi en það áitti að vera; og þeir héldu áfram að grenslast eftir hvað að væri. þegar það var íundið kom næsta spum- ingin og hún var þessi: Hvað er hægt eða mögulegt að gera til þess að lagfæra þetta? Hvað get eg gert itil þess? 0 þeir ræddu málið hver við annan í frístundum sínum og þeir komu sér samán um það, að breytginar væru óhjákvæmilegar. Óg um leið bundust þeir fastmælum með það, að rífa niður til grmma gamla húsið fúna og hálfhrnnda og byggja upp annað í stað- inn nýtt og vandað. Breyta mannfélagsfyrirkomulaginu algerlega. þetta er verkamannaóróinn svonefndi. Hann er ekkert annað en hin gleðilegu tákn tímanna, sem sýna hina sameiginlegu sál fólks- ins vaknandi og vaxandi síðan eiturflóðið — synaflóð vínsölumanna þomaði. | Þegar þér KOMUD til CANADA Þér komuð hingað vegna þess að þér höfðuð heyrt að þetta væri gott land, vœri gott að . eiga heima og þar væri gott að vinna. Nú vitið þér að þetta er gott land. Þér vitið nú að tœkifœrin fyrir menn og konur eru slík að ekki finnast önnur eins í nokkru öðru landi. Þér vitið nú að í orðsins fylsta skilningi er Canada land vonanna hverj- um þeim er vinnur---Canada er land frelsisins. þegær þér nú vitið þetta — og með því að þér vitið að Canada, fóeturland yðar — er að selja sigurlánsverðbréf til þess að ljúka við greiðslu þess kostnaðar, er þátttaka landsins í frelsisstríðinu hafði í för með sfér, þá er skorað á yður að lána Canada peninga yðar með því að kaupa sigurlánsverðbréf. 0g Canada væntir þess, að með f jölda og stærð sigurlánsverðbréfa, sem þér kaupið, sýnið þér það hversu fullkomlega þér metið þá blessun seim þér njótið með því að geta átt heima í þeqsu mikla frelsislandi. Minnist þess einnig', þeg-ar þér kaupið sigurlánsverðbréf, að þér leggið í fullkomlega örugt fyrirtæki og arðberandu Allar auðsupp- sprettur alls landsins, eru þar gefnar að veði. Canada greiðir yður b/z% vöxtu þegar þér lánið peninga yðar, og borgar þá að fullu á fimsn eða fimtán árum, eftir því sem þér æsk- ið. Sýnið hugarfar yðar og það að þér kunnið að meta hvað Canada hefir gert fyrir yður, með því að kaupa sigurlánsverðbréf í öng stór- um stíl og þér frekast megið. KAUPID SIGURLÁNSVERDBRÉF OG PÁIÐ HÆRRI VEXTI AP PENINGUM YÐAR. Gefið út af Oandieku Sigurláns-nefndinni 1 samráði við Fjármálaráðherra Sambandstjómarinnar 1 Canada. 1 riL SÖLU Mjólkur-bú rétt hjá Winnipeg með öllu tilheyranöi úthaldi; einnig byggingnm og landi, með imjög lágu verði. semjið við Q. J L I Goodmundsson Garry 2205 696 Simcoe stræti

x

Voröld

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Voröld
https://timarit.is/publication/221

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.