Voröld - 02.12.1919, Blaðsíða 6
VORÖLD.
Wirmipeg 2 desember, 1919
Kötlugosið 1918
SKÝRSLA ÚR ÁLFTAVERI
Frásögn Jóns Gíslasonar.
Eins og getið er um í frásöign föður míns, var afréttarsafnið á
leið til réttar, þegar hlaupið kom. Eg var einn af 7 afréttarmönnum,
sem komu með safnið. pegar við komum fram fyrir Hrísneshólm,
fórum við að heyra nið í vesturátt. í fyrstu var honum lítill gaumur
gefinn; en svo fór hann smávaxandi, þar til við fórum að heyra
óglögga dynki, sem urðu hærri og hærri, og loks heyrðum við drunur
miklar. Vorum við þá komnir svo nærri réttinni, að við sáum hvar
menn þeir, sem þar voru, hleypa þaðan af hestum sínum sem hraðast.
1 sama bili sáum við, að þeir, «em voru að safna úthagana, fói’u austur
ali hvað af tók, og stefndu þeir til Skálmabæjarhrauna. Duldist okk-
ur nú ekki, að eytthvað óvenjulegt var á seyði. En svo hagaði til,
að við rákum safnið eftir sandlægð nokkurri, og voru hraunhálsar
beggja vegna, svo við sáum ekki til vesturs. í sama svip og við sá-
um til þeirra manna, er hröðuðu sér heimleiðis, varð mér litið aftur.
Mun mér lengi minnisstæð sjón sú, er mér bar þá fyrir augu. \ ar þá
að geysast fram að baki okkar jökulhlaup mikið og ægilegt, sem
brunaði fram lægðina milii hraunhálsanna. Geri eg þá félögum minum
aðvart sem skjótast. Sáum við nú okkur þann kost vænstan, að yfir-
gefa safnið og ríða sem hraðast undan hlaupinu. Fórum við nú sem
við máttum, og stefndum suður á Ljósavatnsháls. þegar þangað kom,
sáum við, að hlaupið var komið austur úr Skálminni fyrir sunnan
okkur; var því eigi fært að halda. lengur þá leið. Breyttum við þá
siefnu og héldum nú í éttina til Skálm'abæjarhrauna, því þar sáum
við að saman voru komnir margir menn á skeri einu 'í vesturbrún
hraunsins. Hleyptum við nú hestunum á lægðina, sem er í milli ljósa-
vatnanna og hraunsins, og þeystum á fleygiferð þvert yfir skurði og
læki. Mátti nú varla á milli sjá, hvort okkur eða hlaupinu mundi
veita betur. þó náðum við hraunbrúninni áður en hlaupið skall á
henni, en svo var það nærri komið, að það féll þá yfir slóð okkar
40—50 metra frá hraunbtúninni. þessu næst héldum við til manna
þeirra, er safnast höfðu í skerið. Voru þar komnir allir afréttarmenn
þeir, er eigi höfðu komist fram yfir Skálm. Urðu menn harla fegnir,
er engan vantaði.
Var nú haldið kyrru íyrir um stund. Köstuðu hestamir mæð-
ihhi, en mennimir horfðu á hlaupið, þar sem það brunaði fram með
j'laumi miklum og jakaferð yfir hvað sem fyrir var. Var það kolmó-
4autt og ægilegt, og lagði af því megna jöklafýlu.
Ekki var vistlegt að dvelja lengi á skeri þessu með fjölda hesla,
því þar var enginn gróður, heldur sandur einn, enda stefndi hlaupið
kringum skerið suður úr grjótum fyrir vestan Skálmabæjarhraun.
Jafnskjótt sem við fórum úr skerinu kom hlaupið fram úr Kúða-
fljóti milli Skálmabæjarhrauna og Leiðvallar. þar ótrúlega mikið
flug á því, er það kom fram fljótið. Fylti það upp skarðið milli Leið-
vallar og hraunanna, svo að upp tók í miðjar brekkur fyrír vestan
Leiðvöll.
þegar við komum til SkáJmíabæjarhrauna, var flóðið komið þar
fast að bænum. Var það því okkar fyrsta verk að bjarga öllu úr
bænum, er hægt, var að flytja iburtu. Gekk það vel, enda vel þar að
verki um 20 karlmenn. Fluttum við það upp á hraunbrún, sem er þar
fyrir ofgn bæinn. En heimafólk alt og aðkomumenn gistu um nótt-
ina í fjárhiisi nokkru, sem er lengra uppi í hrauninu. Eigi varð okk-
nr svefnsamt. um nóttina, því margt var nú óvenjulegt. Altaf var kola
myrkur, nema þegar eldingar komu og leiftur. En þá var furðulega
bjart. þrumur kváðu við í sífellu og dynkir miklir. Og þess í milli
heyrðist dimmur vatnaniður alt í kring. Jafnan dreif vikur smágerð-
an, og olli hann mestu um myrkrið. þegar morgna tók, þótti væn-
lega horfa, að eigi hélzt inyrkrið, heldur birti af degi. En því kvið-
um víð eiinia mest, að myrkur mundi verða af öskufalli. En storm-
kaldi var þá kominn af austri, og bægði hann öskumökknum vestur.
þegar bjart var orðið, sáum við, að vatnsflóðið mundi runnið af að
mestu, en eftir sátu hrannir miklar og hrikalegar jökulborgir. Fórum
við nú að vitja um bæinn, og hafði vatnið farið alt í kringum hann
um nóttina. Nú var vatnið hlaupið, en eftir sat við húsið á stéttinni
mittishá jakahrönn. þegar við höfðum fengið okkur hressingu í
Skálmabæ eftir þessa einkennilegu andvökunótt, bjuggumst við af
stað heimleiðis. Létum við eftir hestana og fórum gangandi. Fórum
við saman suður að Skálm. Reyndist hún vatnslítil, og óðum við hana.
Hélt síðan hver heim til sín sem hraðast. Urðu menn fegnir mjög
komu okkar og þótti sem værum við heimtir úr helju.
Lýk eg svo frásögu minni um Kötluhlaup þetta.
13. okt. í dag er að mestu heiðskírt veður. Sést Mýrdalsjökull
að neðanverðu og er mjög umbreyttur frá því sem hann áður var.
Ekki sést hann að ofan fyr en um dagsetur. Yirtist þá Jóni Brynj-
ólfssyni bónda á þykkvabæjarklaustri sem eldgosið sé ofan á jöklin-
um, og eru sífeldir blossar upp af. Allan daginn eru þungir dynkir
í morgun fara þeir heim, sem flúið höfðu bæi sína, og ætlar hver að
vera heima hjá sér í nótt.
14. okt.: I nótt sofa menn vel og vakna hressir að morgni. Enn
er sömu dynki að heyra sem áður. Nú sést ekki bæja á ínilli fyrir
jökulmóðu og mistri. Fellur nú smágerður vikur, og verður jörð mó-
svört. En laus er þessi salli ofan á og fer lítið ofan í rótina. Nú eru
allir að leita uppi fénað sinn, sem tvístrast hefir í ýmsar áttir. Bjugg-
ust menn við miklu fénaðartapi, því margir sáu kindarhópa, þar sem
flóðið beljaði yfir litlu síðar. Að vísu finna menn allmikið dautt af
fénaði, en alls ekki eins og við var að búast.
Hinn 13. sáu menn til Meðallands, og sýndust þá allir bakkar og
hólmar meðfram Kúðaflóti vera alþaktir jökulhrönn og vatni langt
austur á Meðalland. En bæjarhús sáust öll á þessu svæði.
15. okt.: Enn eru sömu dynkir sem áður og öskumistur. En veður
er gott, hægur norðankaldi.
Nú eru flestir enn við fénað sinn og gefa því hey, sem fundist hef
ir. Verður heldur léttara í lofti í dag en í gær. Fara menn því
miklu víðar um en áður. Hvarvetna eru voðalegar landskemdir að
sjá eftir hlaupið. Víðast verður að fara gangandi. Að eins hægt að
fara um bygðina með hesta, því mesta hrönnin nam staðar fyrir ofan
hana og vestan. Hér fyrir vestan bæina er leirufláki mikill með háum,
mel og skerhólum. Jökulhrönnin á leiru þessari er nú 3—4 m. þykk
og um 5 km. á hvern veg. Morguninn eftir hlaupið sást hvergi á hól
eða klett upp úr hrönninni. þegar við riðum undan hlaupinu yfir
leiruna, sáum við þar allstóran kindahóp, sem við vissum ekki meira
um. — Vatn rennur nú í öllum farvegum, og eru þeir miklu fleiri.
En ekki hafa menn orðið varir við hlaup í þeim eða vöxt, síðan jökul-
hlaupið þvarr. Daginn, sem hlaupið kom, voru hér staddir tveir menn
ofan úr Skaftártungu. 1 dag leggja þeir af stað heim til sín.
16. okt. :1 nótt hafa verið dynkir miklir og eldglæringar. Mistur
er enn í lofti, en ekki fellur nein aska í dag. En nú verða miklu
stærri og þyngri dynkir en undanfama daga. Kl. 3 e.h. gusast upp
úr gjánni gufumökkur hátt í loft. Búast menn þá við, að enn muni
von á vatnshlaupi. En svo líður dagurinn, að þess verður ekki vart
hér í bygðinni.
17. okt.: Enn er stilt veður og gott. Heldur minni dynkir og
eldglampar en áður. þungur niður heyrist jafnan í vestri, svo sem
vatnaniður væri. Heyrist hann alt til vökuloka og er þá mestur.
Er þá loft orðið léttara og mistur lítið. Upp úr gjánni virðist koma
gufa mestmegnis. — í dag fara menn frá Hraunabæ að gæta fjár,
sem gengur þar, sem heitir í Bólhraunum; er það austast á Mýrdals-
sandi. Fundu þeir flest lifandi. Hafði hlaupið klofnað þar á skerja-
og sandöldu og runnið til beggja hliða austur og vestur.
18. okt. Svipað veður og í gær, en heldur skírara í lofti. Nokkur
niður enn þá og sífellir dynkir í jöklinum. Kl. 11 að kvöldi verða
myklir eldglamjiar og dynkir.
19. okt. Aðfaranótt þessa dags er stilt veður, en tíðir eldglampar
og dynkir nokkrir. Að morgni er hægt um til jökulsins að sjá, og er
svo allan daginn. Sjást aðeins glampar, þegar kvöldar. Framan af
deginum sést til vesturfjalla, og jökullinn sést upp að hábungu. Er
hann allur svartur af ösku. Út úr miðjum degi þyknar loft, og gerir
þá eindregna sunnanátt. Kemur hæg væta að kvöldi. Verða menn
hennar fegnir, því jörð virtist vera óholl af öskumóðunni. Fénaður
lætur þó enn ver við jörð eftir að hún vöknar. Hér í Álftaveri er
ekki mikil aska, því eins og áður er sagt dreif hér lítinn vikur og alls
engan með sjónum.
20. okt.: 1 nótt liafa verið allmiklir dynkir og leiftur. Að morgni
er dimm þoka yfir öllu, en birtir upp kl. 9 .f h. Sést þá til hájökulsins.
Er hann hvítur að ofan með sínum gamla svip. En fyrir neðan bung-
ir er hann svo svartur af ösku, að engin skilgreining sést þar á neinu.
þó má sjá, livar gígurinn er, því norðan í hæstu bungu jökulsins
stendur hár gufumökkur, sem streymir upp mið miklum hraða. — t
dag er jörðin mikið 1il hrein eftir rigninguna í nótt.
Að kvöldi verða svo miklir dynkir, að fólki kemur til hugar að
flýja bæi. Ekki verður þó af því, og fer alt vel.
21. okt.: Nú er dimmveður og sunrianvæta; sést ei neitt né héyr-
ist, og er rólegt þennan dag allan. En að kvöldi birtir, og sést þá
inökkurinn og í honum eldglampar miklir, en dynkir heyrast ekki.
Hér er safnsda.gur í dag, og vantar mjög fénað. Finst hann víða
i'la kominn, — fastur í jökulfor lifandi og dauður. Hættur eru nú,
hvert sem litið er, af jökulfor og hrönnum.
3. nóv.: Nú er að mestu heiðskírt veður, og sést allur jökullinti.
Er nú mökkur sem enginn. þó þeytiast upp gufuflókar öðru hvoru,
sem brátt verða sundurlausir. Er sama hægð á í allan dag.
4. nóv.: Fyrst í morgun sáust örlítil ský læðast upp úr gígnum.
en síðan alls ekki neitt. Er nú bjart og létt yfir jöklinum.
Sést nú gerla héðan, að mikil breyting er á honum. Skerast upp
í hann tvÖ gljúfur og bæði mikil. Annað er uppundan Sandfelli, eu
hitt fyrir vestan Hafursey. þó er umbreytingin allra mest á jöklinum
milli hábunganna, kringum gíginn. Einnig virðist skriðjökullinn
Viilli Hafurseyjar og Sandfells hafa lækkað að miklum mun.
Norðurhjáleigu 5. nóv. 1918.
Gísli Magnúson.
:=
Nýjar bækur
Sögur Rannveigar, Einar H. Kvaran........... ó b. $1.70 bd $2.45
Trú og sannanir, Einar H. Kvaran............ — 2.75 — 3.65
Fomar ástir (skáldsögur), Sig. Nordal ..... — 1.85 — 2.60
Út yfir gröf og dauða, C. L. Tweedale------- — 1.55 — 2.90
Álþýðleg veðurfræði, Sig. þorólfsson ........ — 1.10
Ástaraugun (skáldsögur) Jóh. Bojir . ....... — 1.40 —7 2.00
Ljóðaþættir, þorsteinn þ. þorsteinsson .............. — .85
Einokunarverzlun Dana á íslandi, Jón Jónsson sagnfr.. — 6.10
Sprettir, Jakob Thorarensson ..................... .. — 1.40
íslenzk ástarljóð .....................:... í skrautbandi $1.55
Rímur af Án Bogsveigir, Sig Bjarnason ................... 1.00
My Life with the Eskimo, Vilhjálmur Stefánsson .......... 4.25
Islandskort...............................!............. 1.00
þyrnar, þorsteinn Erlingsson ...... ....... ó b. $4.00 bd. $5.00
—............................................í skrautbandi 7.00
Bókaverzlun Hjálmars Gíslasonar
506 NEWTON AVE., ELMWOOD
Talsími St. John 724 Winnipeg
Allskonar Prentun
GERÐ Á PRENTSMIÐJU
22. okt.: þennan morgun hefst ægilegur aðgangur, og verður
honum eigi með orðum lýst. KI. 4 f: h. vakna eg við þrumur og eld-
ingar engu rninni en goskvöldið. þegar birtir af degi, sést, hvar ligg-
ur austur með öllum fjöllum niðdimmur öskumökkur. Leiftrar liann
allur af eldslogum og þrumum. Hér er þá skínandi bjart og sólskin
hið fegursta, því ltaldi er við útsuður, sem bægir mökknum liéðan.
En nál. kl. 10 f. h. lygnir hér, og færist mökkurinn þá fram á loftið.
Fellur þá yfir öskudrífa, og helzt hún í 2 kl.st. Verður þá svo dimf,
áð ekki sést til næstu húsa. því næst rennur á norðankylja, og léttir
upp. Drífur þá öskumökkurinn vestur til Mýrdalsins. En alt af leiftra
eldingar, og þrumur dynja. Heyrast þær vera í lofti, en eigi í gígnum.
Altaf leggur mökkinn hátt á loft, nærfelt upp í hvolf, og tekur hann
yfir nærri hálfan sjóndeildarhringinn.
I dag er jörð orðin verri af öskufallinu en hún var áður.
Er full þörf á að taka hveeja skepnu á gjöf, enda æða þær nú um
alt eirðalausar.
23. okt.: Aðfaranótt þessa dags finst *okkur hin hörmUlegasta.
Fyrir miðnótt gengur öskumökkurinn austur yfir á ný og byrgir hér
alt, og lýstur yfir svo miklu myrkri, að eigi sér fyrir gluggum. Fylgja
svo miklar eldingar og reiðarslög, að eins dæmi mun vera. Alla nótt-
ina drífur ösku í sífellu, og helzt myrkur og drífa til kl. 11 f. h. Kald-
ar þá af útsuðri, og rofar til; gengur þá mökkurinn til norðausturs.
En allan daginn ganga þrumur og eldingar. — þegar upp léttir ösku-
drífunni er komið öskulag 5 sm. að þykt. Er því algerlega bjargbann
fyrir allar skepnur, Til vesturfjalla sést um tíma í dag. Eru þau bik-
svört eins og jörð hér. Eftir að upp léttir í dag, hefir oft verið þoku-
væta og dimmumóða, og sér litla stund til sólar.
24. okt.: í nótt vakna menn yið dynki mikla og þrumur. Kl. 4
f. h. er öskumökkurinn kominn yfir, og verður þá svarta myrkur.
Kl. 7 .f h. kemur rof í norðaustri og því næst norðanvindur, sem slær
mökknum til vesturs. Verður ekki meira af öskufalli hér þennan dag,
en altaf hylur svartur mökkurinn nærri hálft himinhvolfið frá gígnum
og vestur um, alt í hádegisstað. — Nú er hverri skepnu gefin full
gjöf, og er atl ein sandauðn yfir að líta.
25. okt.: í morgun er rof í austri, en það byrgist von bráðar af
öskumekki, svo niðdimt er orðið kl. 6 f. h.
Er þetta þriðji morguninn, sem menn vakna við myrkur í stað
dagsbirtunnar, og gerast menn allkvíðafullir, ef þessu fer fram til
lengdar. En kl. 8 f. h. fer að kalda af suðri; rofar þá skjótt til, og
hverfur mökkurinn norður. Sjást þá ei lengur eldingar, og eigi heyr-
ast þrumur. Gerist dagur þessi ánægjulegri en á horfoist, og virðist
hægð á til jökulsins, en eigi sést þangað fyrir dimmviðri.
Nú mun koma 6—8 sm. þykt vikurlag, enda sér hvergi á gras
nema á þúfum í óslegnum mýrum. í nótt ætla menn að leggja af stað
til afréttar. Ætla þeir að bjrga fé því, sem búist er við að þar sé.
26. okt.: 1 dag er útsynningur. Virðist hægð á gosinu í dag, en
gufumökk leggur þó hátit á loft. Um sólarlag gýs upp aska mikil, og
leggur dimmaan mökkinn austur yfir afrétti. Verða þá glampar, en
dynkir vægir.
27. okt.: Enn er vindur af útsuðri. Heldur hann mökknum frá
þessum stöðvum, en í þess stað leggur hann austur yfir afrétti eins og
í gærkvöldi.
288. okt.: því næst hið sama að segja um veður sem í gær. Er og
líkt um öskumökkinn; Iiann er allmikill og Jeggur norðaustur til
fjalla. Eldingar virðast nú minni en áður.
29. okt.: Enn er svipað veður. Loft er oftast allmikið -skýjað,
og sér því ekki vel itl mökksins.
30. okt.: Sama veðurlag og áður. Dynkir heyrast nú eigi, svo telj-
andi sé. En í kvöld leiftra skínandi bjartir eldglampar hátt á loft upp
31. okt.: Enn þá helzt sama veðrátta. Eldglampar miklir að
kvöldi. Virðast þeir sem logandi bál við fætur manna, svo eru þeir
skærir. Og eigi líður milli þeirra nema 1—2 mínútur.
1. nóv.: Nú sýnist mökkurinn með minsta móti. Og yfirleitt er
ekkert að sjá né heyra fyr en í vökulok; þá eru sífeldir eldglampar,
cg leggur upp gufumökk allmikinn. Dynkir heyrast þó að eins.
2. nóv.: í kvöld hafa verið óslitin eldslog og öskumökkur mikill.
Virðist drífa mest úr honum niður á jökulinn.
V0RALDAR
Þið hinir ungu sem erud framgjarnir
Urulirbúið ykkur fyrir takmarkalaus verzlunar tækifœri. pið sem
eruð fljót til — þið sem stigið greiðlega og undirbúið ykkur, munið
njóta bezt velgegni endurreisnar tímans f nálægri framtíð. pið
munuð þá geta uppfylt hin nákvæmu störf og reksturs fyrirætlanir
verzlunarhúsunna. Ráðstafið þvf að byrja nám ykkar hér—
Nœsta mánudag
pessi skóli beinir öllum tíma sfnum og kröftum til að fulfkomna
ungt fólk í verzlunarstörfum; og fæst sérstaklega við alt sem lýtur að
viðskiftalffinu. Kenslu stofurnar eru stórar, bjartar og loftgóðar, og
kenslunni mjög vel tilhagað, undir yfirsjón ágætra kennara, alt fyrtr
komukig þannig að hver einstakur nemandi geti notið sem best af.
Rini vegurinn til að þú gætir fullkomlega virt starf skólans er að sjá
hann f fullum starfa. Vér vildum mælast til að þér heimsæktir oss á
hvaða tíma sem er. En ef þér skyldi eklti hægt að heimsækja oss, þá
skrifaðu eða sfmaðu eftir upplýsingum.
Skrifið eða hafið tal af D. F. Ferguson, skólastjóra.
Success Business College Lfd.
Cor. Portage Ave. and Edmonton St. (beint á móti Boyd byggingunnl)
Phone Main 1664—1665
Ton af þœgindum
ROSEDALE KOL
óvidjafnanleg ad gædum.
fyrir ofna og eldavélar
THOS. JACKSON & SONS
Húsasmíða-byrgðir, kol og við.
Skrifstofa 370 Colony St. Tals. Sh. 62-63-64