Voröld - 27.02.1920, Side 2
Bls. 2
VORÖLE).
Wiruiipeg', 27. febrúar, 1920
*
kemur út á hverjum þriCjudegi og föstudegi.
Otgefendur og elgendur: The Voröld Publishing Co., Ltd.
Voröld kostar $C.OO um árið í Canada, Bandaríkjunum
og á Islandi. (Borgist fyrirfram.)
Ritstjóri:—Dr. Sig. Júl. Jóhannesson
Ráðsmaður:—J. J. Samson
+
Skrifstofa: 637 Sargent Avenue
Talsími Garry 4252
Bœndamál.
Afturhaldsöflin liafa vaknaö til rneðvitundar um það, að bænda-
hreyfingin muni tæplega verða notuð sem tól í því skyni a.ð halda
við gamla fyrirkomulaginu- í Free Press á miðvikudaginn birtist,
það sem hér segir:
“Montreal, 14. febr—Mótbárur þær sem W. F. Laidman frá Vern-
on í B.O- flytur gegn því, að bændur í British Goiumbia sameinist til
stjómmálaþátttöku, eru taldar réttmætar í blaðinu Montreal Slar.
Mótbárur Laidmans eru þær, að sterk pólitísk starfsemi bænda sé
óþörf og að þeir eyði kröftum sínum til ónýtis í stað þess að nota þá
til annars þarfara; t- d. til aukins dugnaðar í viðskiftum og verzlun.
Blaðið Star lætur bænduma vita það, að þótt þeir auðsjáanlega séu
sterkásti eða fjölmennasti flokkurinn í Canada, þá séu þeir samt
hvorki eins miklir og voldugir og laðrar stéttir landsins sem líldegar
séu til þess að mynda allsherjar flokk á móti þeim. •
Afleiðingarnar af því að bændur sameinist í stjómmálum, segir
blaðið að verði, aðt allir aðrir bæði í bygðum og borgum bindist
samtökum á móti þeim — það leiði með öðram orðum til stjórnar-
farslegs borgarastríðs- Hagmr bænda batnaði okki, heldur hnignaði
honum óhjákvæmilega, þegar allir aðrir yrðu óvinveittir bændum.”
Hér kemur það gjjeinilega í ljós, hviað auðvaldið hugsar. Á með-
an það vonaðist eftir aðstoð frá bændum, hélt að það gæti nota.ð þá
sér til hags, klappaði það þeim á bakið og brosti framan í þá með
alls konar skrumi og fagurmælum. þá vom þeir bezta, heilbrigðasta,
sterkasta og trúverðasta sté.tt landsins og þeir áttu að ve,ra öllum
öðrum fremri. En þegar þess er engin von að bændur verði hafðir
að dauðum atkvæðisdruslum, þá ef ekkert eðlilegra en að allir
aðrir sameini sig á móti þeim og kasti þjóðinni út í borgarastríð, til
þess að vinna á móti hinum óheilbrigðu og þrællyndu bændum, eins
og stóra blöðin gefa í skyn að þeir séu.
þetta er óefað hugsun alls auðvalds, þótt hún komi ekki út í
dagsljósið nema stöku sinnum, og er það vel farið að bændur fá að
ejá, hvað þeim býr innan brjósts sem reynt hafa að vilia þeim sjónir
hingað til-
Gömlu blöðin Islenzku, sem þykjast vera bændavinir, en hafa
framið slíkt gerræði gegn fólkinu alment og bændum sérstaklega,
sem allir vitia, þau geta tæplega haldið sér öllu lengur í þoku blekk-
inganna; þau eru farin að sjást í sinni réttu mynd. Baráttan sem
yfir stendur og fyrir dyrum iiggur, er á milli bænda og verkamanna
annars vegar — fólksins yfirleitt — og alls auðvalds hins vegar.
Blöðán sem fýrir málum1 standa ftieðal engkra hér í fylki, eru Free
Press, Tetegram og Tribune auðvaldsmegin, en Labor Nevvs, og °ne
Big Union fólksins megin; hér hjá oss Islendingum eru Lögberg og
Heimslrringla auðvalds megin, en Yoröld fólksins megin. það ein-
kenniylegaer, að 'il' bl ið aen á útlcndu mali erq prentuð hér í bæ„ að
heita má, eru fólksins megin, nema tvö afturhaldsblöðin íslenzku; er
það vanvirða mikil þjóð vorrí, að vera eini útlendi flokkurinn hér,
sém gerist sinn eiginn böðull- Nákvæmlega það sama kom fram 1917 ;
þá voru öll blöð á útlendu máli hér í bæ á móti grútarstjóminni,
nema Lögberg og Heimskringla- Sleikjuskapurinn, lægsta einkenni
manndýranna, virðist vera að festa rætur hjá vissum mönnum vo,r
á meðal.
I alvöru og vinsemd.
í svari til mín með fyrirsögninni “í vinsemd en aivöru” í Vor-
öld 10- febr., er leitast við að sanna að sameining safnaða, Unitara
og Nýguðfræðinga sé fráleit “grautargerð,” vegna þess að Ný-guð-
fræðingar séu miðja vegu milli Kirkjufélagsstefnunnar og Unitara.
þér segist hafa yfirlýsingu þeirra (Ný-guðfr.) að þeir séu þrenn-
ingarmenn, trúi á guðdóm Krists — séu ekki Unitarar. Með þessu
er gefið í skyn að' Unitarar neiti guðdómi Krists. þetta ier ekki rétt
hjá yður, Unitarar neita ekki guðdómi Krists, heldur leggjá áherziu
á hann. þeir aðeins neita ‘‘rétttrúnaðar”-kenningum, sumum, um
guðdóm Krists alveg á sama hátt og Ný-guðfræðingar gera- þðir
neita heldur ekki hugmyndinni um HeiLagan anda — verkum heilags
anda — áhrif guðs á sálir mannanna. Að þessu leyti eru þeir öld-
ungis eins ákveðnir þrenningarmenn og Ný-guðfræðingar.
Eins og áður hefir verið bent á, samdi séra F- J. Bergmann
iagafrumvarp fyrir væntanlegt kirkjufélag er myndað yrði af Uni-
tara- og Ný-guðfræðissöfnuðum' þetta hefði hann aKirei gert, ef
hann hefði ekki haft glöggan skilning á því, að þessar tvær stefnur
væru samrýmanlegar.
Eg vil kalla annað vitni. Árið sem leið, þegar til stóð að Tjaldbúð
arsöfnuður (Ný-guðfr.) og Unitarar sameinuðust, leitaði Tjaldbúðar
söfnuður ráða og álits hjá Ný-guðfræðispresti hér vestria, séra Jakobi
Kristinssyni. Mælti hann «indregið með sameiningunni og kvað Ný-
guðfr. og Untara saftimála í öilum aðalatriðum- — Með allri virðingu
fyrir Guðfræðislegri þekkingu yðar, herria ritstjóri, tek eg siamt
skoðanir hinna tveggja ofangreindu guðfræðinga fram yfir yðar í
þessum efnum.
Hvað segir svo séra R. J. Campbell um Unitara og Ný-guðfr ?
1 bókinni “The New Tbeologý” (bls- 82: “Nútíðar Unitarar
prédika með miklu andríki og skýrleik grandvallaratriði Nýju guð-
fræðinnar granneðils eining guðs og mia.nns. ” Á bls. 83: “En hér
kemur í Ijós afarmikill munuf milli Ný-guðfræðinnar og gamla rétt-
tiúnaðarins. Rétttriinaðurinn vill binda setninguna ‘‘guð sýnilegur
í holdinu” við Jesú einan, en Ný-guðfr. vill láta þetta ná til alls
mannkynsins í minni mæli og lialda því fram, að að lokum muni
það gilda um hvem einstakling að sama skapi og með Jesú ”
þetta ofangreinda eru há Unitariskar kenningar sem lengi hafa
verið fluttar. Yér Unitarar ætlumst ekki.til nokkurs. einkaleyfis á
þeim, vér viljum fagna þeim hvaðan sem þær'koma — vér erum eigi
þeir einu sem flytja, þær —og þegar vér mætum skoðanabræðrum vor.
um, þó þeir beri önnur nöfn, er þá nokkuð fráleitt við' það að sam-
tina flokkana. IIví skyldum vér láta nöfnin stíja okkur í sundur,
þegaj* kenningarnar eru þær sömu.
Flokkaskifting yðar, herra ritstjóri, finst mér villandi. — Flokk-
amir eru aðallega 2 innan kristninnar, annars vegar þrönga rétt-
trúnaðarstefnan en liins vegar Ný-guðfr., Unitarar, Modernistar o- fl.
Eg vil enda með dálítilli grein úr “Appellants Brief” hinna
gáfuðu og frjálslyndu lögfræðinga Hjálmars A. Bergmanns og Barða
G, Skúlasonar, er voru lögmenn sakborninga í máli því, er Kirkju-
félagið höfðaði á móti þingvallasöfnuði:
“Yér höfum liér fyrir oss hina miklu og æfagömlu baráttu milli
tveggja hreyíinga innan kristinnár kirkju; annars vegar eru bókstafs-
þrælarnir, en hins vegar eru þeir sem leita eftir andanum. það er
hin gamla barátta siðabótarinnar í nýrri inynd; það' er nútíminn gegn
hinum gamla. — Trúarsetningin um aði opinberun til mannanna
hafi verið fullkomnuð og henni lokið fyrir þúsundum ára á bemsku-
skeiði mannkynsins, gegn þeirri t.rú, að hún haldi áfram þann dag
í dag. — Siðabótin nýja hlýtur að sigra, því mannssálin sem öðlast
hefir frelsi í andlegum efnpm, vill eigi fremur hverfa til ánauðar-
innar aftur en þrællinn sem slitið hefir hlekkima.” Fr. Sveinsson
Handsanmaðir .skór
Búnir tll úr bezta kálfskinnl og
Dongol.i
Karlmannaskór $8.00
Drengjaskór $4.00 til $5.00
til ^ölu hjá
S. VILHJALMSSYNI
637 Alverstone St. Winnipeg
J. H. Straumfjörð.
Orsmiður, klukkusmiður, gullsmiður,
ietur grafari.
Býr til hringa eftir pöntun. Verzlun
og vinnustofa að
676 Sargen ; Ave.
Talsímji Sherb. 805
Heimili 668 Lipton St. Winnipeg.
Cash and Carry Market
798 SARGENT AVE.
TALSÍMI SHERBR. 6382
Vér höfum úrval af kjöti og fiski
með mjög lágu verði
Næsta hús við Wonderland
Skiftið við búðina sem selur
heimatilbúið sælgæti, — ávexti —
óáfeng'a drykki o. fl. o. fl.
V. J. ORLOTT
667 Sargent Ave.
Loðfatnaður
þegar þér þurfið að kaupa loð-
kápur eða loðskinnafatnað, þá
komið og finnið
BÓKMENTIR.
f Ljóðaþættir eftir þorstein þ.
þorsteinsson, Winnipeg; prentað-
ir hjá Hecla Press, Ltd. (Frh.)
“ Auðunnarkviða Vestfirzka”, svo lijóðar sjjötti kafli þessarar
bókar; stöndum við þar augliti til auglits við höfuðengla
fortíðarmenningarinnar, sem er: þrællyndið, konungslyndið og dreng-
lyndið. Er kvæði þetta alllangt, tekur yfir tiTttugu 4)g átta blað
síður þéttsettar. Yið lestur þessa kvæðis dettur manni í hug hending
•eftir annað skáld; er þar um nútíðar- og fortíðarmenningu að ræða:
“því jafnvel í fomöld sveif hugvir eins hátt — og hvað er þá nokkuð
seni vinst?”
Victory Transfer
Furniture Co.
hefir til sölu og kaupum allskonar
ný og gömul húsgögn að
804 SARGENT AVE.
Ef þér þarfnist einþvers, þá finn
ið oss. Ef þið hafið eitthvað til
sölu skulum við finna yður.
*
Talsímar Sherbr. 1670 og M. 4025
A. & M. HURTIG
Áreiðanlega bezta loSfatasalan
í borginni.
Vér höfum ávalt eitthvað sérstakt
að bjóða fyrir sanngjarnt verð
A.&M. Hurtig
476 PORTAGE AVE.
Talsími Sherbr. 1798
Já, víst er um það, að drenglyndi Auðuns Vestfirzka og konungs-
lund Sveins Danakonungs — og jafnvel Haralds Noregskonungs, er
nokkuð það sem við þurfum ekki að beygja höfuð vor til -að sjá- —
Mikið fremur mundu margir góðir drengir óska og vona, að einkenni
þessara manna, yrðu framtíðartakmörk nútíðiarinnar. þetta kvæði
fullyrðir að fortíðar-konungslundin og drenglundin vorú skilgetnar
systur. Á.þeim skyldleika fékk Áki vistarstjóri Sveins konungs að
kenna. Getur ekki siaigan eða .kvæðið um annað, en Áki falli í
gléymsku sinnar þjóðar og fyrirlitningu samtíðarinnar-
þið blindu menn, sem neitið u'pprisueðli spáinannanna, játið cg
viðurkennið hinn uppvakta Áka, þennan konunglega vistarstjóra og
ármann nútímans; virðist Áki nú vera alráðari en í fyrri daga, sýnist
sem hann sé bóndinn o.g húsfreyjan í koungsgarði; era nú vistir
seldar fullu ránverði, eins og í fyrri daga og fæst nú k-onungslundin
ekki par um það, eða að minsta k-osti gærtir hennar hvergi öðrnvísi
cn samróma framkvæmdum vistarstjóranna — enda verða drenglund-
inni “fáar ferðir til fjár” á konungsfund, því Áka virðist þar einum
að mæta. Eg tek það fram þegar í stað, aó eg ætla mér ekki að
vera fjölorður um þetta ágæta fornsögukvæði; til þess liggja t.vær
aðalástæður, önnur er sú, -að flestir íslendingar hafa lesið söguþátt-
inn- af Auðunni Vestfirzka, og hafi þeir skilið söguna rétt, þá skilja
þeir einnig kvieðið rétt — “því semi er guði sem gægist í gegnum
augu allra er skilja.” Hin ásitæðan er sú, að það skáldskapardjúp
sem þátturinn af Auðunn Yestfirzka felur í sér (og það sama kennir
í þessu fagra kvæði), var snild-arlega útfært í ritgerð sem birtist
15. júlí 1919 í blaðinu Voröld, eftir hinn mæta mann Hjálmar Gísla-
son, með fyrirsögninni “Gæfumerkið”. Er þar sólfingrum farið um
liið konunglega gæfumerki drenglyndarinnar. Einnig er sögð þar hin
sama saga af hinu svarta, falska, nútíðar Ákamerki sem efnishyggju
þjónar þessa heim nefna gæfunrerki(!!)•
Margir niunu þeir vera sem álíta þessa ritgerð II. G- eina af
þeim vísum, sem ekki verða of oft kveðnar, frekar en sa-gan sjálf af
Auðunni; væri því hægðarleikur fyrir oss Yestmenn “að drepa tvo
steina með einum fugli,” eins og K.N- kemst að orði, með því að
lesa ritgerð H. G. “Gæfumerkið” á vmdan “Auðunnarkviðu”, og
sjá svo hvernig fer-
Eg set hér nokkur sýnishorn, sem eg tek hé# og þar úr þes.su
langa og fagr,a kvæði, þeim til leiðbeiningair sem ekki eru þegar
búnir að lesa Auðunnarkviðu: ,
í morgungeislaflóði íslenzkrar menniugar hefst saga Auðunnar
Vest.firzka:
Ársól upp er risin.
,N> íslenzk þjóð er mynduð,
öflug, sérstök, sjálf.stæð,
sann-göfug og merk.
Norræn hreysti—vestræn vizka
vefst þar beztum megin-þáttum
,.inn í landsins eðlis taugar,
andans skapa snildarverk-
Noregsmanna bamarshagga þrumur-—
hörpuslaga tónar draum-þýðir,
fossahljómi, báls og ísa brestum
bindast, mynda þjóðljóð frjáls og sterk.
Auðunn býst að heiman, eftirlét móður sinni:
' «rð, sem dygði vetur þrjá.
Sjálfur stórt þótt hefði ei handa milli,
hlaut hann orðstír þann á Vesturfjörðum
að hann væri’ að öllu góðu kendur.
—Allir fluttu ’ ei stærri kost um sjá.
Fer til Noregs, þaðan til GrænlancLs; kaupir tam-ið bjamdýr, borgar
það með aleigu sinni, hygst að gefa Danakönungi dýrið, kemur á
fund Haráldar konungs á leið til Dahmerkur; var þá ófriður milli
Sveins og Haraldar. Haraldur býður honum tvöfalt verð fyrir dýrið;
Auðunn neitar því. Konungur spyr hvort hann vilji gefa sér það,
ra Auðunn neitar því- “Ilvað viltu þá?” Auðunn segir kóngi það
sanna. Konungur svarar:
“Hvort munt þú ei hafa v
•v
heyrt um ófrið milli *
lýða vorra’ og landa
leið svo bönnuð er;
Vér kappkostum að gera yður
> ánægðs,.
ÁGŒT
BRÚKUÐ HÚSGÖGN.
keypt og seld eða tekin og látin í
skiftum. Munir útbúnir til send-
inga, geymdir og sendir. Viðgerð
ir á allskonar húsmunum og þeir
eudurnýjaðir af æfðmn inönnum.
H. STONEY-
623 ELLICE AVE.
phone Sherbrooke 2231
Sém Kjartan Iíelgason flytur
fyrirlestra á eftirfarandi stöðum
og tímum :
Silver Bay, fimt.ud. 4- marz,
Oak View, föstud. 5. marz.
Hayland, laugard. 6. marz-
Reykjavík, Mánpd. 8. marz.
- Lundar, fimtud. 11. rnarz.
Otto, föstud- 12. marz,
Hove, laugard. 13. marz.
Markland, mánud. 15. marz.
Alstaðar sýndar myndir.
Dagtals. St.J. 474. Næturt. St. J. 866
Kalli sint á nótt og degi
DR. B. GERZABEK,
M.R.C.S. frá Englandi, L.R.C.P. frá
London, M.R.C.P. cg M.R.C.S. frá
Manitoba. Fyrverandi aðstoðarlæknir
við hospítal í Vínarborg. Prag og
Berlín og fleiri liospítöl.
Skrifstofutími í eigin iiospítali, 415
—417 Pritchard Ave., Winnipeg, Man.
Skrifstofutími frá 9—12 f. h.; 3—4
og 7—9 e. h.
Dr. B. Gerzabeks eigið hospítal
415—417 Pritchard Ave.
Stundun og lækning valdra sjúk-
linga, sem þjást af brjóstveiki, hjart-
veiki, magasjúkdómum, innýfíaveiki,
kvensjúkdómum, karlmannasjúkdóm-
um, taugaveiklun.
t--------—-------------------------*
THE TOMLINSON CO. I
} 704 & 706 McMicken Str. í
Phone Garry 1190 í
Acetylene Welding, Boiler 1
| Repairing, Etc. I
•1*1—Hfl—lin — Wl—IHI — «11 — IHI—— IMI — IB — iP— «1—W—N«|*
North American
Detective Service
J. H. Bergen, aðalumboðsmaður
Framkvæmir öll lögleg leyni-lögreglu
störf fyrir félög, eður einstakt fólk.
Areiðanlega öllum málefnum haldið
leyndum. íslenzka töluð.
Skrifstofa 409 Builders Exchange
Talsíími Main 6390 Pósthólf T582
“NEW YORK TAILORING CO.”
par eru saumuð ný föt og gert
við allskonar gamlan fatnað.
Hvergi betra, verk; hvergi fljótari
afgreiðsla.
639 Sargent Ave. Tals. G- 504
í VORALDARBYGGINGUNNI
The West End Market
hefir á boðstólnum allskonar kjöt-
meti af beztu tegund með mjög
Sanngjömu verði; einnig
ALLSKONAR FISK
nýjan, reyktan, saltaðan og frosin.
Sömuleiðis allskonar
NIÐURSOÐIN MATVÆLI
peir sem kaupa í stórkaupum ættu
að finna okkur, því þeim getum
við boðið sérstök kjörkaup.
á hominu á Sargent og Victor
Talsími Sherbr. 494
The West End Market
i BÆKUR TIL SÖLU
S. Vlhjálmsson — Stutt yfirlit yfir lyndiseinkunn'r
hans og skoðanir nieð mynd, ásamt ritdómi yfir
ljóðabækling eftir hann sem nefnist “Ávarp til
íslands.” Höfundur S. B. Benediesson ............ 25e
Ljóðmæli S. B. Benedictssonar, að eins fá eintök, verð 50c
Heimili Hildil góð kvennréttingasaga, fá eint- -- 50c
í Biskupskerrunni, skemtisaga.................... 50e
Eiður Helenar Harlow. ^Bezta saga, sem hefir verið
gefin út fyrir vestan haf. Bygð á skoðunum
kveijnréttindanna; ætti að vera á hverju lieimili-
Aðeins fá eintök eftir.......:............Verð 75c
Allar þessar bækur til samans verða sendar fyrir $2.00
Sendið pantanir yð-a$til
S. B BENEDICTSSONAR
637 Sargent Ave., Winnipeg.
É
►<0