Þjóðhvellur - 03.11.1906, Blaðsíða 1

Þjóðhvellur - 03.11.1906, Blaðsíða 1
ÞJÓÐHVELLUR BLAÐ TIL SKEMTUNAR, FRÓÐLEIKS OG ALVARLEGRA ATHUGANA Nr. 5 REYKJAYÍK, 3. NÓVEMRER 1906 C. & L. Lárusson, Laugaveg, 1, Beykjavik. Pósthólf A. 31. Telefón 10. Jóhann Ármann Jónasson, úrsmiður, Laugaveg 12. Telefón 112. Benedict Gabríel Benedictsson, skrautskrifari, Austurstræti 3. Beykjavík. Bækur, ritfðng o. fi. á Laugavegi 19. „Líkatnleg og andleg vinna". I blaði einu, þó ekki of merku, (frá g. okt.), er grein með ofannefndri íyrirsögn. Er þar komið fram með spánnýjan sam- anburð á því, hversu Iaun kennara við skólana hér i bæ séu lítil i samanburði við laun þau, er verkamenn fá, er í als- konar stritvinnu ganga. — „Ekki til að hugsa að fá mann til að aka vakni eða gera annað handtak fyrir minna en 35— 50 a. um klst. og oft hafa menn ekki v i 1 j- að vinna fyrir það, en fengið 1—2 kr. um klst.", segir blaðið. Þetta er slúður, eins og nú skal sýnt. Á vorin og sumrin, þegar Kkaml. vinna er hér mest, og bezt er borgað fyrir hana, fá menn hæðst 35 a. um klst.; á haustin eru 25 a. borgaðir, því vinna gerist þá stopul og margir um hana, svo bæði Pétri og Páli er hægðarleikur að fá nægan vinnu- kraft fyrir það verð. — Meðaltal pess kaups sem goldið erpeim möimum, er að nefndri vinnti ganga, verður pví alls ekki hærra en 30 a. iim klst, pann tíma af árinu, sem peir annars eiga kost á vinnu. Ennfr. segir blaðið: „En andleg vinna (kensla í skólum) er borguð hér við almannastofnanir með 30—90 au". Þetta er líka r a n g t. Sú vinna er borguð með 50— 90 a. um klst. Meðattal pess kaups sem goldið er ftjrir kenslu i mentastofnunum hjer, mttn pvi verða minst 65 a. um klst. — meira en helmingi hærra en verkamenn fá fyrir verstu stritvinnu. Ummæli blaðsins um það, að verka- menn fái hér 1—2 kr. um klst, er, eins og allir geta skilið, hauga-endileysa, er að eins stenst próf á skrifstofum sannsóglinn- ar málgagna. Sannleikurinn er því sá, að maður, er að stritvinnu gengur, fær fyrir 12 klst. vinnu sama kaup og kennarar við skóla hér fá að meðalt. fyrir ð'/a klst. vinnu. Og því munu menn ekki sjá neina goðgá framda, þótt kennarar verji 2—3 stundum heima fyrir til að leiðrjetta skrifl. æfingar nem- enda; — þeir hafa mikið hærra kaup en umræddir verkamenn þrátt fyrir það, — um það þarf ekki að deila. Með þessu er því als ekki haldið fram hér, að kaup kennara geti talist of hátt, — síður en svo. En hversu lág eru þó ekki Iaun verka- manna, borin saman við hin, — þau eru naumast lffvænleg eins og stendur! Og hversu hlægilegt er þá ekki af blaða- manni, að hrópa um hærra kaup til þess opinbera, fyrir hönd kennaranna hér, með þann samanbttrð á vórum, að lúsalaun verkamanna séu hærri en þeirra ? Hvílík dauðans fásinna! Verkamenn hljóta að krefjast þess af hvaða blaðamanni sem er, að hann vitni í þeirra sakir af sanngirni og viti — og hagnýti sér ekki hin örlitlu laun þeirra á þann veg, að hækka þau tyrst í málgagni sínu framt að helmingi og nota þau síð- an til þess að fá launum annara þokað upp — er als ekki eiga frekar heimting á launahækkun en verkamenn. — Eða dirfist nokkur að mótmæla því, að starf þeirra sé ekki jafh-nauðsynlegt og nyt- samt eins og t. d. kennara, og ýmsra embættis-gæðinga landsins? Menn vita það greinilega, að vegur verkamanna í lífsbaráttunni liggur ekki að sjóðum hins opinbera, er þeir krefj- ast hærri launa til að geta lifað sóma- samlegu lífi — sá er vegur embættlinga og hinna ýmsu er þaðan taka laun sín. — Samtókin— þau eru verkmannanna fjár- sjóður, þeirra a f 1 og máttur, sem ryð- ur ranglætinu af stóli, en réttlætinu braut, — og þessi máttur er nú fyrst alvarlega að færa út kvíar hjá ísl. verkamönnum, — líður varla á löngu, verði menn samtaka, að hann ekki syni sitt sanna gildi. — En úr því blaðið tók að bera sam- an kaup kennara og verkamanna, þá segi eg óhikað, að verkamenn eiga í raun og sannleik heimtingu á sama kaupi og jafnvel hærra kaupi en nefndum kenn- urum er goldið. — Lítum t. d. á vinnu- örðugleikana og berum þá saman: Kennarinn nýtur ofnhitans og ýmsra þæginda meðan á starfi hans stendur,— en verkamaðurinn slítur kröftum sínum, með bogið bakið í misjöfnum veðrum úti á bersvæði: við kolaburð, saltburð, pæl- ir í mold og grjóti og ýmsum skítverk- um — og fer síðan heim til sín, slæptur Jónatan Þorstcinsson, kaupni., Húsgagnaverslun. Laugaveg 31. Telefón 64. og dauðþreyttur og illa til reika, — ham- ingjan veit um húsakynnin sem hann býr í og matinn sem hann leggur sjer til munns. — Út í það skal ekki farið hér. Þetta eru tveir ólíkir samanburðir, en — hárréttir. En — er nú annars nokkur von til þess, að blaðamaður, sem baðar í rósum á skrifstofu sinni og lifir hagstæðu lífi ár- ið um kring, geti sett sig í spor verka- manna og talað um eða vitnað í þeirra kjör af nokkurri pekkingu? Nei! við því er ekki að búast!. Þetta getur h a n n huggað sig við í svipinn og aðrir a t h u g a ð. H. B. Úkeypis auglýsing. 1. Lag: 0, puð hlcssað inndæli. Vesalt áfram dregst hjá drótt Dagblaðið með skoiíið mjótt, Hviður fœr af hitasótt, Haria snauit af merg og þrótt; Með skoplegt skálda-raus, Skgnsemi ber l daus, — Pess veiki visku-haus Er veill og púðurlaus. Reykjavík iim dag og nótí. Sundurlausar athuganir eftir Herjjcþór. (Frh.). Nú er tombólanna tími, cins og Reykvíkingar vita. — Við komumst ómögulega hjá, að koma við á einni tombólunni og skýra dálítið ná- kvæmlega frá, hvernig þar er háttum hagað, því þar af getum við nokkuð ráðið, hvernig gengur á öðrum. — Ekki verður komist yíir það alt í þessu blaði og verða lesendur að haí'a þolinmæði. —

x

Þjóðhvellur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðhvellur
https://timarit.is/publication/222

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.