Þjóðhvellur - 01.03.1908, Blaðsíða 4

Þjóðhvellur - 01.03.1908, Blaðsíða 4
80 Þjóðhvellur mennirnir létu eins og þeir væru band- vitlausir, en til allrar hamingju stóðu þessi voðalegu feykn ekki lengi. Að fimm mín- útum liðnum var komin kyrð á alt, og við vorum eftir tveir einir, ritstjórinn og eg. Hann var alblóðugur, en alt brotið og bramlað í kringum okkur. „Yður líst sjálfsagt vel á vistina", sagði ritstjórinn, „þegar þér eruð farinn að venj- ast henni svolítið". „Eg held, samt sem áður, að þér verðið að virða mjer til vorkunnar", svaraði jeg. „Þegar frá líður, gæti jeg ef til vill ritað svo yður ltkaði; jeg er jafnvel viss um, að eg gæti það, þegar eg hefði lært mál- ið til hlýtar, og væri farinn að venjast við ntháttinn. Satt að segja eru þó ýms óþægindi við þennan fjöruga rithátt, og það er svo hætt við að maður sé trufl- aður, eins og dæmin sanna, að því er snertir sjálfan yður. Það er ómögulegt að neita því, að kjarnyrt málfæri kippir fjöri í alþýðuna, en eg skal segja yður: mér er ekki um að vekja eftirtekt þá, sem slíkt hefir í för með sér. Mér láta ekki ritstörfin, svo f lagi sé, þegar eg er truflaður, eins oft og átt hefur sér stað í dag. Mér líkar vistin hjá yður mæta vel, en það á einhvern veginn ekki við mig að vera einn og taka á móti mönn- um, sem koma í ritstjórnarerindum. Eg kannast fúslega við, að það er eitthvað nýstárlegt við þetta alltsaman, og eg get ekki heldur neitað því, að það er all- skemtilegt, að vissu leyti, en ánægjunni er misskift. Maður skýtur á yður inn um gluggann og særir m i g. Sprengikúla dettur niður um ofninn, yðurtil sæmdar, en ofnhurðin fer ofan í m i g, eins og hún er. Kunningi yðar kemur inn til að heilsa upp á yður, eri skýtur í m i g hvað eftir annað. Eg er orðinn svo götóttur, að eg held að allar lífsreglur mfnar blási út um belginn. Þér farið að borða mið- degismat, en á meðan kemur Jones með stóreflis svipu. Gillespie fleygir mér út um gluggann; Thompson tætir af mér lepp- ana. Einhver ókunnugur roaður gerir sig heimakominn, eins og hann væri gam- all kunningi minn, og rffur svo af mér höfuðleðrið; og áður en fimm mfnútur eru liðnar, þyrpast hingað allir þjófar og bófar úr ríkinu, búnir út í brandasálma, og ætla að gera út af við þetta lítilræði, sem eftir er af mér, með því að ota að mér öxum sínum. Þegar öllu er á botn- inn hvolft, þá held eg að eg hafi aldrei komist í annnan eins soll og í dag. Þetta er alveg dagsatt. Eg kann vel við yður sjálfan, og eg dáist mjög að, hve þér skýrið hitt og þetta stillilega fyrir skifta- vinum yðar; en þér verðið að gæta þess, að eg er ekki vanur því. Tilfinningarn- ar eru alt of næmar hér suðurfrá og gestrisnin alt of áköf. Eg skrifaði nokkrar smágreinar f dag og er setningaskipunin ef til vill fremnr þurleg, en þér hafið skotið inn í þær þessum eldlegu orðum, sem einkenna blaðamennina í Tennessee, með mikilli snild. Þessar smágreinar kveikja eflaust í nýjum bálkesti. Blaða- menn þeir, sem þér minnist á, koma sjálfsagt allir saman; þeir verða hver öðrum grimmari, og mér þykir mjög sennilegt, að þá blóðlangi til að rífa mig í sig, í morgunmatar stað. Eg ætla því að kveðja yður. Mig langar alls ekkert til að vera staddur við hátíðahöld þau, sem fara f hönd. Eg er kominn hingað suður heilsunnar vegna og nú fer eg heim afur af sömu ástæðum, og það fyr en seinna. Það er alt of glatt á hjalla fyrir mig hjá blaðamönnunum í Tenn- essee". Svo kvöddumst við og kvörtuðum báðir yfir því að verða að skilja. Eg fór beina leið inn á sjúkrahús og lagðist þar fyrir. („Útsýn“ I., 1892). I i æ jar-molar. Sögn er um, að setja eigi hér á stofn banka, í suniar eða haust; á það að verða víxlabanki, rekinn með ensku fé. Einar Benediktsson er sagður for- göngumaður þessa fyrirtækis, og kvað liann vera búinn að kaupa lóð í því skyni. — Þykj a okkur þetta góð tíð- indi, sem alt af erum víxlaðir. A sunnudaginn annan en var, léku nokkrir menn hér gamanleik, er heitir »frk. Hulda Skallagrímsson«, eftir ein- hvern ónefndan höfund. Var hann leikinn tvö kvöld með sæmilegri að- sókn. Leikur þessi fjallaði mjög um andatrúartilraunirnar hér í höfuðstaðn- um og dáraðiþær mjög; vorut. d. sum- ir leikendurnir alllíkir ýmsum þeim, er fremstir fara i fylkingu andatrúartil- raunanna reykvísku, bæði að útliti og málfæri. Var leikurinn því miður þokka- sæll hjá þeim og mætti enda megnri mótsþyrnu, og mikið kapp lagt á, að hann yrði ekki leikinn. Lék jafnvel orð á, að fé hefði verið boðið forgöngu- mönnunum til þess að hætta við leik- inn, en hvort satt er, veit maður ekki með vissu.—Heilsuhælið fékk ágóðann. Kappglimunni í fyrra kvöld (1. apr.) lauk þannig, að Hallgr. Benediktsson ÞJÓÐH V. kostar 10 a. nr., borgast út í hönd. Abyrgðarm. blaðsins er Hallgr. Benediktss., Berg- staðastr. 19. Heima kl. 3—4 og 8—10 síðd.J veitir hann viðtöku stuttum og smellnum skrýtlum og ritgerð* um og kemur þeim til ritstj. blaðsins. A Bergst.str. 19 geta menn fengið blaðið kej’pt alla tíma dags. verslunarm. bar hinn fræknasta sigur al' hólmi. Alls glimdu tólf og lagði hann hvern á fætur öðrum, en engum tókst að koma honum af fótunum. - Hallgr. fékk því silfurskjöldinn góða. — Næst Hallgr. að fimleik standa þeir Guðm. Stefánsson og Sigurjón Péturs- son, en auk þeirra á »Armann« marga mjög efnilega glímumenn. Það kvað ekki vera smælingja með- færi að fá bón sína i Islandsbanka nú um þessar mundir. Er það t. d. haft fyrir satt, að hann hafi synjað Flóa- bátshlutafélaginu nýja, »Ingólfi«, um nokkurra þús. kr. lán; þykir sú synjun, eftir atvikum, stórmerkileg, og gengur gerræði næst, ef satt er. Annars ganga ýmsar sögur af þeim banka, miður geð- feldar, margar hverjar. Loftg'rip úrbænum. A. (ldappar á magann): »Nú er eg sæll, það segi eg satt. — Gettu hvað eg át!« B. (hugsar sig um); »Hákalogbrenni- vín, hygg eg«. A.: »Held nú síður! Eg át vestfirsk- an rikling, barinn með srnériw. Uppruni mannkynsins. Trésmíðameistari kom inn á bók- bandsverkstofu fyrir nokkru og gaf sig á tal við starfsmann, er var að brjóta örk af náttúrusögu, er á voru myndir af kröbbum, kongulóm og fleiri smákvikindum. Þegar meist- arinn hafði skoðað eitt arkareintakið í krók og kring, sagði hann: »0-jæja — svo þér eruð þá að brjóta mannkynssöguna«. Hvað núll gerir að verkum. Gárunginn: »Getið þér sagt mér, hvort er meira, 4 eða 5?« Drengurinn: Fjórir verða að sjálf- sögðu meira, þegar búið er að bæta yður aftan í«. I*eii- sem skulda fyrir blöð af Þjóðhv., er hafa verið send, eftir beiðni þeirra, eru vinsamlega beðnir að borga þau hið fyrsta. Prentsmiðjan Gutenberg.

x

Þjóðhvellur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðhvellur
https://timarit.is/publication/222

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.