Þjóðhvellur - 01.06.1908, Blaðsíða 4

Þjóðhvellur - 01.06.1908, Blaðsíða 4
88 Þjöðhvellur til staðið í þeirri meiningu, að enginn fullorðinn náungi á voru landi væri svo snildarlega af guði gerður, að vita ekk- ert um annað eins og það, sem ég nú hef minst á við yður-------. En svo ég víki að öðru: Þér hafið náttúrlega heyrt getið um blöð, sem heita Þjóðólfur og ísafold r Sá aðk;. Jú; lítilsháttar. ísafold hef ég að vísu aldrei séð, en í réttunum í fyrra haust heyrði ég hreppstjóra, er þar var staddur, lesa upp óskilafjárauglýs- inga-runu frá árinu áður, og hafði ég og fleiri mestu unun af; sögðu nærstaddir, að auglýsing þessi væri lesin úr ísafold. — En Þjóðólf hef ég heyrt nefndan, en samt ekki séð hann, — hans var getið í sambandi við neðanmálssögu, voða- lega langa, er byrjaði fyrir 5 árum s(ð- an, og er ekki nærri, nærri búin enn. Stúlka í næstu sveit við mína, sem er mjög sólgin í sógur, gat um þetta við mig. En að öðru leyti er mér ókunn- ugt um þessi blöð. Víkv.: Jæja — jeghef svo ekki tíma til að tefja yður lengur í þetta sinn. Ég hef öðlast fróðleik af þessum viðræðum okkar, er mér var hulinn áður. Þér far- ið nærri um, hver hann muni vera. En úr því þér eruð nú á ferðinni, vildi ég ráða yður til, að skrifa yður fyrir ein hverju blaði, t. d. Þjóðólfi, ísafold, eða hverju, sem yður sýnist. Ég þykist viss um, að ekki óskýrari maður en þér er- uð í raun og veru, munuð kannske hafa eitthvert gagn og gaman af, að kynnast einhverju því, sem nú er að gerast með- al landsins barna. Og verið þér nú sæll! Eg tek það fram enn, að ég hef haít mikla ánægju af yður — og vona að hitta yður aftur, ef guð lofar! B æjar-molar. Nýr „ökumaður". Það þóttu fyrirbrigði hérna á dög- unum, þegar Þjóðólfur skýrði frá því, að Friðrik VIII. hefði tekist ferð á hendur suður í lönd til að hitta einhvern Jósep k e i r a r a í Austurríkis. „Það hlýtur að vera heimsfrægur ökumaður", sögðu kallarnir, „úr þvl að kongurinn sjálfur fer á fund hans". Hrópaður niður. Jónas Guðlaugsson, sem ritstjóri var um tíma, hröklaðist úr Landvarnarfélag- inu reykvlska fyrir hálfum mánuði síð- an. Astæðan var sú, að hann var hróp- aður niður, er hann var nýbyrjaður að fiytja tölu, er ekki var í fullri samhljóð- an við skoðanir allra, er þar voru. Lengi lifi frjálslyndið !! Verðlækkun. Þegar það fréttist hingað umdaginn að austan, að Jón í Múla væri á m ó t i sambandslagafrumvarpinu, man ég ekki betur en að Isaf. mintist á, að hann og Jón á Egilsstöðum, hefðu fengið fjöl- menna áskorun frá Sunnmýlingum um, að bjóða sig fram til þings, en í mið- vikudagsblaðinu segir hún, (þegar upp kemur hið sanna: að Jón er með frum- varpinu), að hann hugsi til að leita fyrir sér hjá Sunnmýlingum um þingsetu. — Þessi samanburður er að eins tekinn hér til gamans til þess að sýna, hvernig einn og sami maður, eftir atvikum — hækkar nú og lækkar í verði á vorum pólitiska markaði, er nær dregur kosn- ingunum. — Do, do og ná, ná. Pólitisk óhamingja. „Það er makleg hegning ogréttmætá heimastjórnarmenn og stjórnina, að Val- týr er m e ð frumvarpinu, því fylgi hans flytur því vondar spár", sögðu nokkrir landvarnarmenn á dögunum, áður en Valtýr kom. En nú hafa sakirnar snú- ist þannig, að hann er m ó t m æ 1 a n d i; svo þessir sömu landvarnarmenn verða nú að taka þeirri óhamingu, sem af fylgi hans kann að fljóta, með kristilegri þögn og langlundargeði. Skúla-veislan. Svo segja kunnugir, að veislukostur Skúlasamsætisins hafi nú húsnæði i íshús- inu, það er að segja sá hluti hans, sem hætta getur leikið á, að í geti slegið. — Það er því alveg óþarfi fyrir s u m a, að gleðjast hjartanlega yfir því, að maturinn hafi allur skemst, þótt Skúli ekki kæmi með Sterling, eins og við var búist. — Annars eru það lítil óþægindi sem ein- hvern stjcrnmálaflokkannahendir, að ein- hver þeirra gleðjist ekki hjartanlega yfir og kalli það sigur fyrir sig. ÞJÓÐHV. kostar 10 a. nr., borgast út i hönd. Abyrgðarm. blaðsins er Hallgr. Benediktss., Berg staðastr. 19. Heima kl. 3—4 og 8—10 síðd.; veitir hann viðtöku stuttum og smellnum skrýtlum og ritgerö- um o£ kemur þcim til ritstj. blaðsins. A Bergst.str. 19 geta menn fengið blaðið keypt alla tíma dags. Lögregluþjónarnar hér kváðu nú gera það að reglubund- inni vinnu á sunnudögum, að halda vörð um ýmsar búðir, er áfengisverzlun reka, til þess að koma í veg fyrir, að menn fari þar inn þá daga til áfengiskaupa. Veiðar þessar kváðu ganga fjandalega, og varla koma fyrir, að þeir nái í söku- dólg, enda lítið um þá að líkindum. Annars er það stórmerkilegt, að lög- regluþjónar skuli ekkí hafa annað þarf- ara fyrir stafni, en þennan bölvaðan hjá- rænuhátt, sem sjálfsagt á rót s(na aö rekja til templaraofsjóna, og ímyndana um brennivínsberserki, sem ætíð eiga að vaða brennivínselginn upp 1 lendar alla daga jafnt, út og inn um dyrnar hjá þeim kaupmönnunum Siggeir, Benedikt og Gunnurunum báðum. — En sé það meining lögregluþjónanna, að útrýma áfengiskaupum á helgum dögum, — ef nokkur eru — verður langsnjallast fyrir þá að læra fyrst aðferðina, og fara síðan á fjörur og njósna; þetta bölvað kák þeirra verður aldrei að liði, — og flestir skynsamir brennivlnsberserkir eru vísir til að smjúga fram hjá þeim eptir vild og fara sinna ferða. „Heimdallur". Svo segja gárungar, að hann eigi að hafa dvöl hjer við land, þangað til eft- ir kosningar í haust. — Kjósendur geta að sjálfsógðu ráðið í, hvað slíkt hefur að þýða. — En þetta er ekki selt dýrar en það er keypt. »Halablámenn« hef ég aldrei hugsað mér á þessu landí, en þegar maðurinn fór út af Báru- búðarfundinum, þessi sem ekki vildi láta kúgast, og t e y m d i á eftir sér nokkra s í n a menn, þá flaug mér eitthvað svip- að í hug. Að minsta kosti er ekki synd að sega, að slikur h a 1 i sé ein tegund »attaníossa«. Þjóðhv. frá byrjun, 22 blóð, geta menn fengið keyptan. Verð: 1 kr. 75 a. Prentsmiðjan Gutenberg.

x

Þjóðhvellur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðhvellur
https://timarit.is/publication/222

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.