Þjóðhvellur - 01.09.1908, Blaðsíða 4

Þjóðhvellur - 01.09.1908, Blaðsíða 4
92 ÞjOÐHVELLUR þjóðhv. kostar io a. nr., borgast út í hönd. Abyrgðarm. blaðsins er Hallgr. Benediktss., Berg- staðastr. 19. Heima kl. 3—4 og 8—10 síðd.; veitir hann viðtÖku stuttum og smellnum skrýtlum og ritgerð- um og kemur þeim til ritstj. blaðsins. A Bergst.str. 19 geta menn fengið blaðið keypt alla tíma dags. Sveinn (hugsar sig um): »Ja, sjá- um til — aðalkosturinn er auðvitað sá, hversu afarlétt er að róa þeim«. Sögukorn ofan frá. Jón nokkur, sonur föður síns, sem fyr- ir fult og alt fékk frí úr vorum jarð- neska heimi, ferðaðist, eins og lög gera ráð fyrir, til himnaríkis og barði þar að dyrum. Pétur dyravörður lauk upp og spurði furðanlega vingjarnlega : »Hver var staða þín á jörðunni, vesl- ingur?« »Ég var giftur*, svaraði Jón hálf- kvíðafullur. »Komdu þá inn fyrír, í dýrðina«, sagði Pétur. En að baki Jóns stóð einhver Finnur, er kominn var í sömu erindum. Pétur spurði hann eins og hinn : »Hver var staða þín á jörðunni?« »Ég var tvígifturc, svarað Finnur öruggur. »Farðu þá beina leið n i ð u r í heita loftið«, sagði Pétur, »hér er að eins staður fyrir óhamingjusama menn, en heimskingja hýsum vér ekki hér efra«. Pólitiskip molar síðan fyrir og um kosningar. 1. kona: »Hvað gerir maðurinnþinn síðan hann lauk við grunninn þarna inn- frá ?« 2. k ona : »Það er ekki trúlegt, en semt er það satt, að hann hefur verið embættismaður síðan, og jeg — embætt- ismannskona !« 1. kona (verðurhvumsa við): »Em- bættismaður? hvernig? 2. k o n a: »Þannig, að núna síðasta mánuðinn hefur hann unnið sem »agent« í andstæðingaflokknum, sem svo er nefndur; skilurðu það, mín góða!«. 1. kona: »Nei, er það mögulegt;— hvað hann gat verið heppinn að kom- ast þar að núna í atvinnuleysinu!« »Guðsfingurinn«. (Aðsent). Orð leikur á, að við Vestmanneyinga hafi það verið sagt, núna rétt fyrir kosn- ingarnar, að Albertí-glæpurinn væri »g u ð s fi n g u r«, er benda ætti ís- lensku þjóðinni til réttrar skoðunar á því, hvernig hún ætti að taka frum- varpi því, er nú væri lagt undir úr- skurð henr.ar með kosningunum 1 Hvað skyldu annars grannvitrir geta leyft sér að segja, ef stórvitrir kalla stór- felda glæpi guðsfingur?— Frá pré- dikunarstólum vorra tíma mundi svona kenningum að líkindum vera skipað nið- ur til helvltis — það er að segja, kæmu þær frá — sóknarbörnum. »í lífi og dauða«. L a n d v a r n a r m a ð u r i n n (ber í borðið); »Það er aiveg sama hversu freklega þú dýrkar og daðrar við frum- varpið ; ég skal alt af vera andvígur því — í lífi og dauða«. Heimastjórnarm að urinn : »Það hefur engin áhrif á mig, blessað- ur vertu; því andvígari sem þú ert því, því örugglegar skai ég fylgja því í lífi og dauða«. L a n d v. m.: »Gott og vel — því lifandi ertu því þá fylgjandi eins og aft- aníhnýtingur, en dauður fylgirðu því eins og a fturga nga«. Við Austurvöll þingmálafundardaginn. »Þótt hann sé allra manna ásjáleg- astur, ráðherrann okkar, var ég að hugsa, að ekki dyttu af honum gullhringarnir, þó þeir andæftu honurn ofurlítið, and- stæðingar háns«, sagði feitlagin stúlka við vinkonu sína, sem virtist vera. — Þær stóðu við girðinguna að sunnan- verðu. »Það held ég nú líka«, svaraði hin, »en — ég held bara, að þeir séu furð- anlega fastir á honum, hringarnir, — jafnvel fastari en á okkur, þegar við setjum upo hringa«, bætti hún við. Sú fyrri skildi skensið, gekk á burt og grét sáran, þvt unnustinn hafði sagt henni upp í vikunni áður, og hringur- inn þá horfið af hendinni, eins og lög gera ráð fyrir. Þetta er ofurlítið sýnishorn af því, hversu margvíslegum sársaukum póiitík- in veldur. Dýrar ástir. I ensku blaði, sem gefið er út í Vest- urheimi, og barst oss af tilviljun í hendur fyrir löngunokkuð síðan, segir frá, að í Am- eríku, og enda víðar, komi það oft fyr- ir, að »unnustufólk«, sem rofið hefu.r ástir, eða svfkur hvort annað, eins og við köllum það, stefni hvort öðru fyrir rétt og krefjist skaðabóta og fjárútláta, oft afarhárra, eftir því, sem ástæður og átvik liggja til. Blaðið skýrir frá tveimur slíkum til- fellum. Þetta er annað: »1 fyrra morgun stefndi ungfrú C. Hairwell herra D. G. Robbhill fyrir það, að hafa rofið heitorð sitt við sig. Fyrir þetta fékk hún hann dæmdán í 150 dollara sekt. Og með þvf að hún gat sannað fyrir réttinum, með skýrum rök- um, að hann hefði tælt sig, og væri ó- frísk af hans völdum, var hann dæmd- ur til að greiða henni 1100 dollara að auki«. »Þetta var dýr skemtun fyrir mann- tetrið«, segir blaðið enn fremur, og víst er það sannleikur. En — hvernig litist nú annars ungu fólki hér heima á Fróni, að taka upp þann sið, að stefna fyrir svik af svip- uðu tagi. »Þjóðhvellur« hyggur það þjóðráð. Pjódhvell frá byrjun geta menn fengið keyptan, 23 blöð á 2 kr. og 30 au. Blaðið mælir með sér sjálít. Prentsmiðjan Gutenberg.

x

Þjóðhvellur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðhvellur
https://timarit.is/publication/222

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.